Leita í fréttum mbl.is

Ég fíflið

 

Ég krullast upp þegar Íslendingar apa upp asnalega siði frá Bandaríkjunum og það versta er að sjálf er ég örugglega með slatta á mínu siðaprógrammi sem ég hef tileinkað mér og er því að kasta steinum úr glerhúsi hérna.  En það má. 

Valentínusardagurinn sem fær Kanana til að missa sig í fleiri vikur fram að degi hjartanna (ásamt fleiri löndum auðvitað) er sá dagur sem ég hef mest ofnæmi fyrir.  Hann er svo tilgerðarlegur og óíslenskur sem frekast getur.  Þeir sem hafa hagsmuni af að hypa upp þennan dag eru blóma, korta- og konfektsalar. 

Amerísku brúðkaupin eru annað fyrirbrigði sem kemur út á mér tárunum og það ekki af hrifningu.  Það er eins og fólk sé búið að missa allt hugmyndaflug þegar kemur að því að halda brúðkaup.  Marengskjólarnir, slaufurnar á bílunum (sem eru reyndar hámark plebbismans), hrísgrjónaregnið, ég má ekki byrja, ég enda í áfalli.

En af því ég er gjörsamlega óútreiknanleg mannvera (ekki kona, takið eftir því) þá er ég sjálfri mér gjörsamlega ósamkvæm.

Ég græt í brúðkaupum.  Ég missi mig yfir fegurð brúðarinnar þrátt fyrir að það sjáist ekki í hana fyrir hvítu híalíni og bleikum blómum og ég fer á límingunum yfir konfektkössum, þrátt fyrir að geta ekki borðað það.  En ég er ennþá með glerharðan brotavilja gagnvart þeim sem koma með blóm á konudag, væmin kort með hjörtum á Valentínusardag og ég verð eitruð ef einhver ætlast til að ég gefi blóm eða færi kaffi á kantinn, bara af því að almanakið segir það.  Svoleiðis geri ég þegar ég er stemmd í það, ekki af því að Hið íslenska þjóðvinafélag hefur sett inn aðferðarleiðbeiningar ástarlífsins í almanakið. 

En..

Að sama skapi er ég á því að taka upp þakkargjörðardaginn eftir Bandaríkjamönnum.  Það er örugglega svo yndislegt að halda fjölskylduhátíð í byrjun aðventunnar.  Ég beinlínis öfunda Kanana af þessu gullna tækifæri til huggulegrar samveru, þar sem allir njóta þess að vera til og borða góðan mat.

Af þessu má sjá,

að ég er algjör tækifærissinni og ég skammast mín ekki baun, gott ef ég er ekki rakið fífl bara.

Hver sagði að maður þyrfti alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér?

Ekki ég og úje.


mbl.is Milljónir Bandaríkjamanna á faraldsfæti vegna þakkargjörðarhátíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mig langar að hafa Þakkargjörðarhátíð, hefur alltaf fundist hún vera svo huggulegt fyrirbæri. Við spúsi eigum samtals 7 börn og 12 barnabörn og flest eru þau samankomin hjá okkur í byrjun desember, koma þá í kaupstað að versla og þá örlar nú alltaf á einni svoleiðis  Valentínusardagurinn lætur mig aftur á móti fá grænar bólur á rassg...

Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er svo sammála þessu, ég væri svo til í að hafa þakkargjörðarhátið og borða risa Kalkún enda Kalkúnn eitthvað það besta sem ég fæ !

En Valentínusardagurinn má hverfa í gleymskunnar dá, ekki seinna en í gær !

Sunna Dóra Möller, 21.11.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Híhí! Valentínusardagur er halærisegasta fyrirbæri EVER. Man eftir þessum viðbjóði frá Bretlandi.

Mér er minnisstæðast þegar íslenskur kærasti sagði við mig á Valentínusardag: "Ég er ekki mikið fyrir að kóa með hæpi á hallærisegum amerískum hefðum. Það þýðir ekki að mér þyki minna vænt um þig. Ég vil alveg gefa þér blóm og konfekt. Bara ekki í dag." Hann var alltaf að gefa mér eitthvað þessi elska og ég man eftir að hafa hlegið óstjórnlega þarna. Yndisega var ég fegin að þurfa ekki að kóa með þessu heldur!

Ég er ekki mikil hátíðamanneskja en er alltaf til í að halda upp á lífið af engu tilefni. Fólk ætti að gera meira af því. 

Laufey Ólafsdóttir, 21.11.2007 kl. 09:54

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Við eigum tilvalinn dag, fyrsta sunnudag í aðventu, sem væri vel við hæfi að gera að fjölskyldhátíð. Þau sem ekki hafa tilfinningataugar til aðventunnar hafa þá bara sína fjölskylduhátíð.

Í anda amerískrar markaðsvæðingar er heppilegra að allir sameinist um einn dag. Þá yrðu hagstæð tilboð í Bónus sem væri krónu hærri í Krónunni (þess vegna heitir hún Krónan). Og það mætti jafnvel hvetja til auka gjafakaupa handa börnunum, svona "pre-view". 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 21.11.2007 kl. 10:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þori alveg að mæla með þakkargjörðadeginum, eftir upplifuninni af Hrekkjavökupartýi barnabarnanna.  Hef hugsað mér að halda því áfram.  Það var svo gaman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2007 kl. 10:41

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ji minn... ég grenja í brúðkaupum, skírnum, jarðarförum... ekki í fermingum. Held samt að ég komi til með að grenja í fermingum barnanna minna.

Við á Íslandi þurfum að finna okkur annan tíma fyrir þakkargjörð en nóvember. Of nálægt jólunum. Mér finnst ég sjá svo mikið af svona skyldu-fjölskyldu-samkomum í kringum jólin þar sem fólk er alveg að fara á taugum yfir of mikilli nánd við sína nánustu.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 12:08

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Valentínusardagurinn er ekki bandarískur að uppruna, enda var heilagur Valentínus rómverskur og fyrstu valentínusarkortin voru ítölsk.

En getum við Íslendingar t.d. ekki haldið myndarlega upp á 1. des., kannski á fyrstu helginni í desember og verið með fullveldishátíð?

Svala Jónsdóttir, 21.11.2007 kl. 14:05

8 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Það er ekkert ólíklegt að íslendingar hafi haldið upp á Valentínusardaginn á miðöldum, en hafi síðan hætt því við siðaskiptin.

Bretar voru lengur að láta af  pápískum siðum og þannig lætur Shakespeare Ófelíu kveða þessa vísu í Hamlet (í kringum 1600):

To-morrow is Saint Valentine's day,

All in the morning bedtime,

And I a maid at your window,

To be your Valentine.

Elías Halldór Ágústsson, 21.11.2007 kl. 19:48

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svala: Ég er til í 1. des. sem er auðvitað stór hátíðisdagur hjá okkur hvort sem er. Ég vissi reyndar að Valentínusardagur var ekki amerískur en það er nú aðallega þangað sem fólk sækir hjartaviðbjóðin, konfektið og englana

Elías: Long time no see og takk fyrir þetta.

Jóna: Þetta er spurning um hvernig námndin er. Skyldunámnd með dassi af fýlu og fórnarlambstöktum er auðvitað mannskemmandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 20:36

10 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Já, hæ aftur!

Svo var ég að rekast á þessa grein hér:  http://jonswift.blogspot.com/2007/11/this-year-lets-celebrate-thankstaking.html

Elías Halldór Ágústsson, 21.11.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.