Leita í fréttum mbl.is

Gæludýr minn afturendi

Gússígússí, litli snákur, þú ert svo mikil dúlla, komdu og vefðu þér utan um hálsinn á mér anginn minn. 

Hvað er að?  Hvernig stendur á að fólk vill gera meindýr að gæludýrum?  Ég er brjálæðislega hrædd við slöngur, köngulær og svoleiðis óværu.  Ég vil t.d. geta treyst því að einhver nágranni minn á Reykjavíkursvæðinu, fái ekki þá "flippuðu" hugmynd að smygla fuglakönguló til landsins.  Baneitruðu helvíti.

Ef ég væri í harmóníu með snákum og loðnum og lófastórum fjölfætlum, þá myndi ég væntanlega búa í Amazon skóginum eða á öðrum þeim landsvæðum þar sem ég gæti gengið fram á ofannefndar dýrategundir.

Hafið þið séð feitan og pattaralegan Vesturbæing (köngulærnar spikfeitu þið vitið)?  Hún fer óðum stækkandi og finnst aðallega í Þingholtunum þrátt fyrir viðurnefni.  Þær hlussur eru nóg að díla við þó ekki komi til innfluttur hroði.

Skamm þú þarna Kristófer, hvað ef slangan hefði bitið einhvern, eða kyrkt?  Þá værir þú í vondum málum og slangan líka.

Það er bent á það í fréttinni að það eru til nákvæmar eftirlíkingar að snákum, úr taui. 

Notastu við það karlinn.

Nú svo er hægt að fylgja hótuninni eftir og flytja til Danmerkur, en hvers eiga Danir að gjalda?

Úje.


mbl.is Íhugar að flytja til Danmerkur vegna banns við snáknum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Langar ekki í snák   Snake 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Far vel Kristófer til Danmerkur....! Snákar eru ógeð, könglær líka og önnur skriðdýr !

Elska veturinn þegar ekkert af þessu sést, nema góða gamla íslenska húsflugan.....bzzzzzzz......!

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 16:19

3 identicon

snakar sem eru gæludýr hér á landi eru yfirleitt ekki nógu stórir til að geta kirkt einhvern og eins og félaginn sagði var þessi snákur tannlaus!:)

óháð (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:32

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Fuglakönguló er ekki eitruð, hún er stór, loðin og bit hennar er sárt, en hún er ekki nógu eitruð til þess að skaða dýr stærri en rottur.

Snákurinn hans Kristófers var af tannlausri og óeitraðri tegund, sem er okkur vita meinlaus.

Nú ert þú að láta þínar fóbíur stjórna þér. Hvað með hunda og ketti? Það eru vissulega rándýr líka.

Ég hef haldið á snákum hérlendis sem og erlendis, allt uppí 2gja metra bóur og vel alinn snákur í búri gerir engum mein.

Fræðsla, ekki hræðsla.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.11.2007 kl. 16:33

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þó að snákurinn hans Kristófers hafi verið algjört krútt, þá er þetta bara bannað með lögum að eiga svona "meinlaus" dýr !

Ergó=við fylgjum lögum

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 16:36

6 Smámynd: Daði Einarsson

Sunna eigum við þá að viðurkenna að öll lög séu rétt og skynsöm og fylgja þeim í blindni. Sá snákur sem hér um ræðir er meinlaus. Þessi dýr geta ekki lifað í íslenskri náttúru. Meginvandamálið með öll dýr er að þeim getur fylgt sýkingarhætta ef ekki er rétt hugsað um þau.

Lausnin er aldrei að banna dýrin, heldur að vinna með þeim sem hafa áhuga á þeim. T.d. er fyrirkomulag í Ástralíu um eign skriðdýra (snákar, köngulær, skjaldbökur, eðlur, o.s.frv.) að viðkomandi þurfi að hafa leyfi fyrir þeim og nokkuð strangar kröfur liggja að baki leyfinu og svo þarf auðvitað að borga fyrir leyfið. Ef ég man rétt þá þarf að endurnýja leyfið á hverju ári. 

Betra er að hafa strangar kröfur um umhirðu viðkomandi dýra en að banna þau með öllu.

Daði Einarsson, 19.11.2007 kl. 17:04

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki finnst mér þetta spennandi gæludýr og bara allt í lagi að þessi drengur fari að lögum þar sem þetta er bannað.

Huld S. Ringsted, 19.11.2007 kl. 17:10

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Sýkingarhætta af skriðdýrum er oftast salmonella, en við erum í mun meiri hættu af mávageri síðustu ára en nokkurntíman af búrdýrum.

Þið segist á móti öllum skriðdýrum? Hvað með skjaldbökur? Þær eru nú sætar? Það eru þó til skjaldbökur sem geta valdið þér mun meiri skaða en nokkurntíman þessi umræddi snákur.

Hvað varðar það að fylgja lögum í blindi vil ég minna á að Tyrkir voru réttdræpir hérlendis fram til ársins 1992. Samt bjó Halim Al hérna í nokkur ár án þess að nokkur dræpi hann og voru því allir sem hittu hann og drápu hann ekki lögbrjótar. Þeir sem hefðu framfylgt lögunum væru vissulega líka lögbrjótar... en ríkisvaldinu er mjög gjarnt á að gera glæpamenn úr saklausum borgurum.

Það þýðir ekki að fylgja lögum eins og um heilagan bókstaf sé að ræða, lög þróast með tímanum rétt eins og samfélagið og það þarf að endurskoða þessar reglur, enda er mun meiri hætta á því að fólk vanræki þessi dýr sín sé markaðurinn með þau neðanjarðar en ef þau eru í dagsljósinu. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.11.2007 kl. 17:16

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Daði: Ef að lögin eru fyrir hendi, sett af löggjafanum, þá ber okkur að virða þau og fara eftir, mat manna á réttum og skynsömum lögum getur verið breytilegt, en þetta eru lög og brot gegn lögum eru refisverð, sama hvað manni finnst!

Mér finnst svo líka algjör óþarfi að flytja inn öll þessi dýr til landsins...sumt á nú bara heima í náttúrunni, í réttu umhverfi og við rétt hitastig og svo framvegis. Að setja svona dýr í búr til dæmis finnst mér sorglegt. Ég er fylgjandi því að þau eigi að vera þar sem að þau búa við réttar aðstæður. Snákar eru ekki í réttu umhverfi á Íslandi, eða einhverjar risaköngulær, eðlur ofl.

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 17:19

10 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Semsagt það skiftir engu máli hvernig lögin eru,þeim ber að hlýða skilyrðislaust án þess að leiða hugan að því hvaða rök liggja að baki þeim.

Af hverju eru dýr sem eru hættulaus og algeng annars staðar sem gæludýr,bönnuð hér? Ég er ekkert sammála því, að það sé allt í lagi að "þessi drengur" fari til Danmerkur,þótt hann slái því fram í hita leiksins.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 19.11.2007 kl. 17:23

11 Smámynd: Bara Steini

Bara Steini, 19.11.2007 kl. 17:32

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Við höfum samþykkt að byggja landið á lögum og rétti. Búum í réttarríki, þá samþykkjum við að virða þau lög sem að eru sett. Ef að lögin eru ósanngjörn og ranglát, þá ber okkur að beina því til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar sem að vinna við að setja lög og fella þau úr gildi, tilvísunum í hluti sem að betur má fara, eða sem að fella ætti úr gildi. Til þess höfum við Alþingi og lýðræðislega kjörna fulltrúa.

Við hættum ekki bara upp á eigin spýtur að fara eftir lögum af því að við erum ekki sammála þeim. Það býður upp á stjórnleysi og óvirðingu, vegna þess að mat okkar er ólíkt á því sem að er rétt og því sem að er rangt.

Ef að við erum ósammála lögum, þá ber okkur að fara með þá ósætti rétta boðleið! Við getum ekki verið einhvers konar borgaraleg lögregla og tekið þannig framkvæmdavaldið í okkar hendur! Ef við gerum það, þá merkir það að við erum ósátt við þá stjórnskipun sem við búum við! Er það þá ekki komið út í anarkisma??

Það er alla vega mitt mat...þarf þó ekki að endurspegla álit þjóðarinnar !

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 17:32

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allir eru væntanlega sammála SD með það, að fara að lögum?

Annað:  Hvað étur snákur sem þessi?  Er það rétt hjá mér að þeim séu gefin dýr til matar?  Fróðlegt að vita.

Og svo er margt annað nauðsynlegt varðandi ólög í þessu landi sem meira liggur á að breyta, þangað til legg ég til að farið sé að lögum í þessu sem og öðru.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 17:39

14 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Langsamlega flestir ef ekki allir snákar eru rándýr, rétt eins og kettir sem borða líka litlu sætu dýrin.

Ég hef sjálfur handfóðrað grassnák með mús. Var athygliverð upplifun.

Við hættum ekki bara upp á eigin spýtur að fara eftir lögum af því að við erum ekki sammála þeim. Það býður upp á stjórnleysi og óvirðingu, vegna þess að mat okkar er ólíkt á því sem að er rétt og því sem að er rangt.

Jú. Við hættum að fara eftir lögum sem eru úr sér gengin og úreld. Það segir sig sjálft og ég er eiginlega hissa á ykkur að skilja ekki borgaralega óhlýðni. Hvað varðar mat á því hvað er rétt og rangt, þá geta allir verið sammála um að skaða ekki aðra, eignarrétt þeirra, heilsu eða yfirráðarétt á eigin líkama og ég sé ekki hvernig það að eiga snák í fiskabúri gengur á rétt annara til þess að lifa heilbrigðu lífi. Það að níða svona lögum yfir saklausa borgara er ekkert nema siðferðislögregla sem er mótuð eftir afgömlum hugsunarhætti. Við gætum eins farið eftir biblíulögum þar sem stendur að ekki skuli nálgast konur á blæðingum en ég leyfi mér að stórefast um að það yrði vinsælt hérlendis, þó vissulega hafi mátt bera rök fyrir því í fornöld.

Við lifum á 21 öldinni, það er EKKERT sem er skaðlegt við það að eiga gæludýr sem eru af öðrum toga en þessi klassísku, hundar, kettir, fiskar, nag og stökkdýr. Ef mig langar að hafa snák heima hjá mér þá geri ég það og ég fer væntanlega betur með hann en margir hundaeigendur sem skilja dýrin sín eftir í bílum löngum stundum í brjáluðum hita.

En ég á ketti... svo ég er ekki að fara að fá mér snák.

En ástæðurnar fyrir því að ég megi ekki fá mér snák eru frekar mikið á reiki, HVERN Í ANDSKOTANUM ER VERIÐ AÐ VERNDA? MIG FYRIR MÉR? 

Þetta er ekki að skaða neinn og ætti því ekki að vera bannað, það er sóun á skattpeningum (ALMANNAFÉ) að halda úti lögreglu við að smala saman SAKLAUSUM borgurum fyrir það að binda bagga sína ekki sömu hnútum og hornkerlingar fortíðarinnar.

Nei, þessi lög eru árás á persónufrelsið, sem hlýtur að hafa eitthvað vægi í frjálsu lýðræðissamfélagi, ekki satt? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.11.2007 kl. 17:50

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha oft velti lítil þúfa... og allt það Jenný mín. Lítil krúttleg grínfærsla um lítinn krúttlegan snák hefur heldur betur vakið umræður. og fyrst allir vilja vera svona alvarlegir þá ætla ég að vera það líka.

Vitið þið hversu miklar skriffinsku og eftirlits það krefst að flytja lifandi dýr á milli landa? Öll þessi dýr sem eru ''lögleg'' hér, s.s. hundar og kettir eru sko ekkert lögleg fyrr en vissum skilyrðum hefur verið framfylgt. Það er ekkert í lagi að halda ólögleg gæludýr. Ekki það að ég þekki hvaða sjúkdómar geta fylgt t.d. skriðdýrum en eitthvað er það. Alveg eins og öðrum dýrum. Ef þú sendir voffann þinn til Þýskalands og það kemur í ljós að hundurinn er ekki með viðeigandi pappíra eða sprautur... nú þá er til í dæminu að þeir bara skjóti voffann.

Það er auðvitað rétt að lög og reglur þarf að endurskoða með einhverju millibili og skora ég því á fólk eins og þennan Kristófer sem er tilbúinn til að flytja búferlum til úttttlanda vegna snákaskorts, að taka málið upp við viðeigandi yfirvöld.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2007 kl. 18:02

16 Smámynd: Daði Einarsson

Sunna, ýmis ólög hafa verið í gildi sbr. það sem J. Einar Valur Bjarnason Maack nefnir. Hvað ef væru í gildi lög um að konur mættu ekki sýna bert hold á almannafæri, ætti að fara að þeim lögum. Skv. þínum málflutningi ætti að gera það. Hafa skal í huga að þegar sagt er að "með lögum skal land byggja", að seinni hluti þessa kjörorðs sem m.a. lögreglan notar er "en ólögum eyða". Við eigum að vinna að því að lögum sem eru sett vegna hræðslu eða vegna mistaka eða sem eru úrelt, séu afnumin.

Varðandi að sum dýr eigi bara að vera í náttúrunni þá get ég þar verið sammála þér. En um hvaða dýr á það að gilda? Bara dýr sem þú vilt ekki hafa á þínu heimili? Hvað með fugla (páfagauka, dúfur, o.fl.)? Hvað með fiska? Hvað með hamstra? Hvar ætti að setja mörkin?

Mikilvægast er að byggja löggjöf á því sem rétt reynist og hefur verið sannað. Ef að setja þarf takmarkandi reglur þá á að hafa strangar reglur en ekki bann. Ég tel mig vita nokkuð vel að bæði þeir sem hafa áhuga á skriðdýrum - t.d. skjaldbökum - eða eiga þegar skriðdýr myndu vera meira en til í að fylgja ströngum reglum ef að banninu væri aflétt. Núverandi lög eru ekki byggð á sterkum grunni enda þá væri sama vandamál í gangi í nágrannalöndunum. Meginmálið er að ýta undir góða og vandaða umhirðu um dýrin okkar og að fólk viti að það er mikil skuldbinding að taka inn gæludýr á heimilið. 

Daði Einarsson, 19.11.2007 kl. 18:03

17 identicon

Ég er skíthræddur við hunda og ég vil láta drepa þá!

Tómas (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:04

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

 Við eigum að vinna að því að lögum sem eru sett vegna hræðslu eða vegna mistaka eða sem eru úrelt, séu afnumin.

Nákvæmlega og fara réttar boðleiðir ! Ekki bara ákveða að lögin séu vond með okkur sjálfum og hætta að fara eftir þeim en koma því ekki á framfæri við rétta aðila að eitthvað stangist á við löggjöfina! Þá er athæfi okkar orðið refsivert! Miklu betra að benda á að lögin séu úreld við löggjafann, reyna að fá úrbætur! Það myndi ég alla vega telja betra heldur en að skapa sér skaðabótaskyldu eða refsivist!

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 18:10

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Hvað er það með mig og árásargirni í fólki? Ég segi hæ og það verður allt brjálað.

Án gríns gott fólk, þá er varla sniðug leið þegar maður er ósáttur við lög/ólög og auðvitað er nóg um slíkt, að brjóta þau, eða hvað? Hin rétta lýðræðislega leið er að beita hefðbundnum boðleiðum? Allir sammála um það ætla ég rétt að vona. Og þá er ég ekki að tala um þetta mál pc heldur öll lög sem borgararnir eru ósáttir við. Breyta þeim, ekki brjóta þau, það væri þokkalegt ef allir tæku upp á því að gera bara eins og andinn blæs þeim í brjóst

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 18:21

20 Smámynd: Ragnheiður

Ég nenni ekki að reyna að leggja mat á hversu gæfur né tannlaus þessi var en meðan það er bannað að flytja kvikindin inn og halda þau þá gildir það náttlega.

Einn vissi ég um sem fékk gefins kettlinga með vissu millibili, hann var með slöngu sem þurfti ekki nema einn öðru hvoru.

Ragnheiður , 19.11.2007 kl. 18:31

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Átsjjjjjjjjjjj...

Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2007 kl. 18:35

22 identicon

Vil bara kasta fram smá fróðleiksmolu um þessi dýr svona fyrir þá sem hafa áhuga (og þá vegna staðreyndarvillna sem ég hef rekist á hér fyrir ofan):

  • Snákar drepa ekki stærri dýr en þeir geta étið, corn snákur, eins og þessi sem náðist, getur í mesta lagi étið stökkmýs, en mun ekki reyna að drepa menn, ketti, hunda eða börn.  Kettir valda snákum af þessari tegund mikið meiri skaða en öfugt nokkurn tíman, því kettir halda að snákar séu bara dót eða bráð.
  • Allir snákar hafa tennur, corn snákar eru hinsvega með það litlar tennur að þær ná ekki einu sinni í gegnum húðina hjá okkur (I should know, hef verið bitin af corn snake og fann ekki varla því).
  • Þetta eru dýr sem éta á 5-10 daga fresti, og kúka sirka á mánaðarfresti, þar af leiðandi mjög þægileg og góð gæludýr, einnig fylgir þeim engin lykt.
  • Henta fólki sem er með ofnæmi fyrir dýrahárum,  fjöðrum, slefi og meira, en vilja samt vera með gæludýr.
  • Salmonella er ekkert örugglega í öllum skriðdýrum, alveg eins og salmonella er ekki í þeim hænum og eggjum sem við borðum (það er mikið gert til að koma í veg fyrir það að salmonella berist með alifuglum til okkar, almennings).
  • Auðvelt er að komast hjá því að fá salmonellusmit af skriðdýrum, einfaldlega með að éta hvorki skít þeirra, né éta þau hrá
  • Corn snákar og flest allar gæludýrategundir eru EKKI EITRAÐAR.
Ef ykkur langar til að fræðast um þessa tegund þá stendur félagið sem ég er í (Félag Áhugafólks um Framandi Gæludýr, FÁFG) fyrir fræðslu um þessi dýr og fleiri framandi gæludýr í blöðum Fjölva sem heita "Dýrin mín" og er næsta grein akkurat um Corn snáka

Sigrún Edda (líffræðinemi) (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:40

23 identicon

Þú ert með þrönga hugsun. Opnaðu hugann, farðu svo að rífa kjaft =D
Nenni ekki að koma með rök fyrir máli mínu því þú ættir að geta sjá allt það ranga sem er í þessari færslu.
Kannski er málið að eyða færslunni bara og komast hjá frekari niðurlægjingu að hálfu netverja? Ég og fleiri höfum skemmt okkur vel yfir hláturgusum sökum þessarar færslu og þakka ég þér fyrir það.

Og svona FTR* þá komu köngulærnar sem þú kallar  "vesturbæinga" með matarinnflutningi þá aðallega með skipum, væntanlega nokkrar í einu því annars gætu þær ekki fjölgað sér er það?
Ég er ekki að sjá það að einhver prakkari hafi tekið með sér 300 köngulær og sleppt þeim af gamni sínu í náttúruna, sé ekki heldur að það sé að fara gerast með snák sem einhver flytur inn sem gæludýr.

Bósikallinn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:21

24 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Er ekki sniðug leið til þess að sigrast á ósanngjörnum lögum að framfylgja þeim ekki og vera með borgaralega óhlýðni?

Ég veit ekki. Spurðu frekar dr. Martin Luther King og Mathama Gandhi. Þeir voru örugglega hlynntir því að ríkisvaldinu væri hlýtt í einu og öllu.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.11.2007 kl. 19:52

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frá Martin Luther King og Gandhi yfir í að halda ólögleg gæludýr.  Hm.. með allri virðingu J.Einar Valur, þá er ég nokkuð hrifin af nefndum mönnum og dáist að þeim og endilega haltu þeim utan við þetta dægurþras.

Ef ég hef fengið fólk til að hlægja þá fer ég glöð að sofa í kvöld Bósikallinn.  Ekki leiðinlegt.

Sigrún Edda: Takk fyrir fræðsluna.

Og svona til að taka lokahnykkinn á þetta, þá hef ég ENGA skoðun á gæludýrahaldi yfir höfuð, en ég geri gjarnan grín að sjálfri mér fyrir fóbíur mínar sem eru margar og furðulegar.  Það heitir sjálfhæðni og er að ég held, öllum að meinalausu nema mér, þ.e. ef missti ég húmorinn.

Að sjá fólk svo tala sér til hita um þetta mál, er nokkuð eftirtektarvert, gaman væri að sjá þennan nýja aflgjafa nýttan til góðra verka.

Og muna, mér gæti ekki staðið meira á sama, en það væri sniðugt að breyta lögum um gæludýrahald til að valda ekki uppákomum sem þessum.  Það er svo mikið af plebbum (eins og mér t.d.) sem finnst sniðugt að leitast við að fara að lögum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 20:40

26 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Borgaraleg óhlýðni er nú ekki alltaf vinsæl, sjáið þið Miriam Rose sem fór í taugarnar á álverseigendum uppi í Hvalfirði, yfirvöld fóru þess á leit við útlendingastofnun að henni yrði vísað úr landi fyrir að vera hættuleg grundvallargildum samfélagsins.

Annars finnst mér mjög vel mega leyfa svona gæludýr hér...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.11.2007 kl. 20:49

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Hildigunnur, gleymdi Miriam Rose.  Það var t.d. alveg fáránleg framkoma íslenskra stjórnvalda gagnvart henni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 21:01

28 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jenný, án þess að MLK og MG komi málinu við á beinan máta þá ertu í hoppandi þversögn við sjálfa þig þegar þú, yfirlýstur vinstri grænn aðdáandi þessara ágætu manna, segir að lögum skuli fylgt í blindni. MLK og Gandhi gerðu það eimmitt ekki og uppskáru fyrir vikið einhverjar mestu mannréttindabætur síðustu aldar. Þetta er spurning um persónufrelsið og því er borgaraleg óhlýðni fullkomlega ásættanleg, og hvað meira er, ólíkt tilfelli Miriam Rose sem Hildigunnur bendir svo réttilega á, eru eigendur snáka hvorki að skaða eignir annara né aðra.

MLK og Gandhi voru bara sem dæmi um menn sem fóru ekki að settum lögum, ég er sjálfur mjög hrifinn af báðum tveim, nema hvað að Gandhi var full mikill rasisti fyrir minn smekk og það að kalla sig Mahathma (mikla tré/viskubrunnur) var bull... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.11.2007 kl. 21:02

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

J.Einar Valur: Ég hef hvergi sagt að hlýða eigi lögum í blindni, og það er mér ekki á móti skapi að almenningur sýni vilja sinn til lagabreytinga með lýðræðislegum hætti, s.s. með skrifum greina, á bloggum, með mótmælum, göngum, kertafleytingum og hverju þeim tiltækum ráðum sem sem eru til þess bær í lýðræðisþjóðfélagi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 21:09

30 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Eins og borgaralegri óhlýðni...?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.11.2007 kl. 21:15

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

J.E.V.B.M.: Hvenær er borgarlaleg óhlýðni krúttleg og saklaus (snákur) og hvenær hættir hún að vera það og verður alvarleg (ofbeldi)?  Hvar dregur þú mörkin.

Annars efast ég ekki um að þú veist hvað ég er að fara "but for arguments shake" láttu vaða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 21:20

32 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það má vera að þú sért mér ósammála en þar sem ég er frjálshyggjumaður (ekki öfga hægri samt, miðju frjálshyggju) þá er mér mjög annt um kenningar J.S.Mill um frelsið og ég er ósammála því að löggjafavaldið eigi að setja einstaklingum skorður til þess að hafa vit fyrir þeim, heldur aðeins til þess að vernda aðra.

Borgaraleg óhlýðni er krúttleg og saklaus þegar hún gengur útá það að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum einstaklinga og hópa til þess að framkvæma vilja sinn svo lengi sem sá vilji gengur ekki út á það að skaða aðra. Þegar borgaraleg óhlýðni gengur út á skemmdarverk og árásir á lögmætar eignir, líf og limi annara er hún hætt að vera það sem kallast 'civil disobedience' og farin að verða að því sem kallast hryðjuverk eða réttir glæpir.

Það skaðar mig og mitt nágrenni ekkert þó að maðurinn í næsta húsi fremji þá glæpi að reykja gras og eiga snák og horfa á klám (sem er jú alltsaman bannað á Íslandi), en ef hann væri að neyða ólyfjan ofan í aðra og fara illa með dýr eða fólk, svo ég tala nú ekki um að fremja kynferðisglæpi, þá er hann farinn útfyrir þau siðsamlegu mörk sem yfirráðaréttur fólks yfir eigin líkama, heilsu og eignum draga.

Ef við eigum að flokkavæða þetta;

Ég var lengi vel flokksbróðir þinn í VG, en ég dróg mig úr þeim flokki þegar ég sá hversu gerræðissinnaður og afskiptasamur sá flokkur er. Ég er fullorðinn maður og það þarf ekki að hafa vit fyrir mér og ég ber næga virðingu fyrir öðrum til þess að ætla þeim hið sama, en þessu hefur VG gjörsamlega gleymt og ætlar að bjarga heiminum með því að segja fólki hvernig það á að vera og hegða sér, þósvo að það skaði enga nema sjálft sig.

Og svo mörg voru þau orð.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.11.2007 kl. 21:36

33 identicon

sæl jenný!

mér perónulega finnst ekkert að því að eyga nöðrur hvort sem er á dekkjum eða skríðandi hehe, samt hver man ekki eftir tiltekini sýningu sem fór um landi ná síðustu öld þar sem voru meðal annars köngulær og snákar, jú hún sætti fordómum á þeim tíma en var samt vel sótt. síðan var farið í hring um landið og viti menn bíl druslan valt og allt í volli, dýrirn gengu laus í ca 5 tíma (man ekki hverslu lengi) og drápust drotni sínum og skapar til dýrðar. 

hinns vegar má flytja inn allskonar fiska s.s. phirana sem eru jú rándýr og éta mýs aðra fiska og já narta vel að beini í hendur á fólki sem er ekki nærgætið.

 man ekki betur en það var einhver stúlku kind sem ræktaði og seldi rottur ekki langt frá bessastöðum í mikilli óþökk ólafs ragnari gríms  sökum þess að það rauk upp rottufaraldur á álftanesi um tíma og þær skepnur bera bara með sér hundaæði sem er jú í lagi því það er hægt að lækna það með sprautu í pííííp eins og elluna.

nú hundar eru ekkert betri (lúkasamálið sáluga) segi ekkert meira um það.

það er þekkt að í MJÖG mörgum tilfellum um fósturlát þá eiga kettir stóran hluta að máli ja sem og vöggudauði á síðustu öld og akkuru ætli það sé? jú þessir æðislegur dýr (persónulegt mat enda x kattar eigandi) sleikja sig á ólíklegustu stöðum (nota ekki pappír) síðan vilja þeir láta klappa sér og spyrja ekki út í hvort húsmóðir sé komin úr barneign eða ekki, sleykja hendur þeirra og annara í þakklæti og við vitum oll hvað gerist næst, síðan eyga þeir til að leggajst á höfuð barna í vöggum og vögnum (tala af reynsu, gert við mig og barnið mitt)

 þannig að. ekki vera hrædd við slöngur í búri þær gera eingum mein ef þú ferð rétt að hútum

Gísli (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:55

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli: Frábær fróðleikur, en hvenær var stelpan að rækta rottur?  Ertu að grínast?  Af hverju man ég ekki eftir því? Hm... hlýtur að hafa verið fyrir meðferð hjá mér og ég alltaf full.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 21:59

35 identicon

það eru ca 3 ár síðan (samt ekki viss) hún var að rækta þessi ógeð. ég man það vel að ég sat og drakk kaffi með múttu þegar þetta yucky war að byrja og gamla konan missti fína kínabollan í gólfið af ógeði og undrun, og pældu í því þetta var selt á rúm eða tæp 5000 og fengu færri en vildu þannig að slánga er bara cool miða við ógó rottu.

síðan gleymdi ég að nefna með hamstra, fyrir utan að þetta eru nagdýr eins og eeeeeeeeekkkk rottur þá eru þeir víst besti matur, hef sönnun fyrir því að þetta sé jóla matur í equador (frænka mín var skiptinemi þar) 

Gísli (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:11

36 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það var á síðasta ári. Það gaus ekki upp rottufaraldur þó af þeim sökum og þessar rottur voru sjúkdómalausar.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.11.2007 kl. 22:12

37 identicon

I dont give a rats ass, sjúkdómslausar eða ekkiég segi bara frekar meinlausan corn snák en nagandi rottu

Gísli (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:17

38 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

J.E.V.B.M.: Ókei er sammála þér upp að vissu marki, mínus klám, því klám meiðir svo sannarlega líf fjölda fólks, þám. barna. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 22:24

39 identicon

emmmmmmmmmmm, hvað kemur klám slöngu haldi og drápi við nema j.e.v.b.m. sé haldin einhverju slöngukynlífsáráttu.

jahh maður bara spyrsig??? 

Gísli (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:35

40 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Gísli, ég tók klám sem dæmi hvað varðar frelsi einstaklingsins.

Jenný, ég er sammála því að klám geti skaðað, en það er ekki þar með sagt að það geri það í öllum tilfellum og ég vildi heldur hafa þann bransa á yfirborðinu heldur en í neðanjarðarstarfsemi þar sem glæpir eins og mansal og barnamisnotkun líðast.

Það er auðveldara að hafa stjórn á löglegum hlutum en ólöglegum. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.11.2007 kl. 22:50

41 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Æ, eru slöngur eitthvað verri en önnur dýr?

Eitt sinn átti ég kött sem beit mig til blóðs. Væri ekki fyrir skátakonuna á efri að þakka, væri ég hvar?

Brjánn Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 23:20

42 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Jenný, þannig að skilgreining þín er sú að ef þú ert brjálæðislega hrædd við eitthvað dýr, þá er það meindýr. Síðan hvenær hafa slöngur og köngurlær flokkast sem meindýr og óværa? Er hugsanlegt að þú sért haldin fordómum af völdum fáfræði um þessi dýr?

Ég á vini sem eiga bæði stórar slöngur og Tarantúlur og það er virkilega gaman að leika við þessar blessuðu skepnur. Fyrst er maður óöruggur vegna fordóma sem maður fær í gegnum einhverjar hryllingsmyndir og bregðabókmenntir en svo sér maður að þetta eru indæl dýr. 

Páll Geir Bjarnason, 20.11.2007 kl. 01:51

43 identicon

Nú spyr ég af einskærri forvitni og fáfræði: Hvernig er hægt að leika sér við tarantúlur?? Hvernig geta þetta verið indælisdýr??

Engin ádeila, þetta bara virkilega vekur forvitni mína þar sem ég hef alltaf ímyndað mér slík dýr, þ.e. skordýr og skriðdýr, í sama flokki og fiska þegar kemur að gæludýraeign. Þ.e. áhugamál, gaman að eiga þetta og hugsa um þetta, en ekki dýr sem þú hefur beinlínis einhver samskipti við og myndar einhver tengsl við, eins og þú getur með hunda og ketti.

Er þetta rangt hjá mér? 

Lilja Sif Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 11:35

44 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já þetta er það...

Páll Geir Bjarnason, 20.11.2007 kl. 11:40

45 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja Sif: Sammála, ég held að það sé ómögulegt að mynda tilfinningatengsl við tarantúlu, nema að maður sé tarantúla sjálfur. Hm.. og þetta hefur ekkert með mína köngulóarfóbíu að gera.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 11:48

46 identicon

Snákar eru ekki meindýr, hins vegar halda þeir meindýrum í skefjum.  Corn snákar eru til dæmis velkomnir gestir á korn ökrum því þeir verja uppskeruna fyrir músagangi

Jenný, afhverju helduru að það sé ómögulegt að mynda tilfinningatengsl við tarantúlu?  Þetta eru gæludýr, og fólki þykir iðulega vænt um dýrin sín. 

Með rotturnar sem var verið að rækta sem gæludýr, þá voru þetta sjúkdómsfrí dýr, sem þýðir það að þær hafa verið ræktaðar pathogen fríar í margar kynslóðir og ef þær myndu sleppa út í náttúruna og komast í snertingu við villtar rottur þá myndu þær bara verða veikar og drepast. 

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:59

47 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigrún Edda, ég á fugl, hann heitir Bördí Jennýjarson, hann sýnir karakter, bregst við allskonar áreiti, góðum og slæmum.  Hann vill vera nálægt fólki og gefur það til kynna.  Ef hann er skilinn eftir einn, verður hann hnípinn og dapur.  Sama er að segja um ketti og hunda.  Ég má vera fordómafull en ég sé ekki tarantúllu geta borið eitthvað af ofannefndum eiginleikum og ég held að flestir leiti eftir einhverskonar viðbrögðum frá gæludýrum, but then again, þá er ég ekki í gæludýratískunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 21:19

48 identicon

En afhverju á fólk þá fiska?  Fiskar sýna heldur engin af ofangreindum viðbrögðum.  Ekki það að ég gæti sjálf alldrei átt tarantúllu sökum heiftarlegar fóbíu hehe en ég skil samt alveg að fólki geti þótt vænt um þær, alveg eins og fiska, hamstra og jú fugla.

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.