Mánudagur, 19. nóvember 2007
Með Sóleyju á heilanum
Ég hótaði sjálfri mér því um daginn að hætta að lesa bloggið hans Silfuregils. Það kom til að því að mér finnst vont að vita skoðanir hans á femínisma, svo ég taki nú bara eitt dæmi. Ég er nefnilega svo gamaldags að mér finnst fagmannlegra að stjórnendur umræðuþátta um pólitík haldi skoðunum sínum í bakgrunninum, a.m.k. á þeim fjölmiðli sem ég er skylduáskrifandi að.
Svo virðist sem Egill hafi fengið Sóleyju Tómasdóttur á heilann því í gær nefndi hann hana enn einu sinni á nafn í þættinum, þegar hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni að meirihlutinn í borginni væri nú feminískur. Það finnst Agli ekki gott. Mikið djöfull er Sóley mögnuð. Merkilegt að tilhugsunin um femínisma fái besta fólk til að flippa yfir og tapa skynseminni.
Annars verð ég að játa, að eftir þáttinn í gær, sem ég reyndar horfði á í gærkvöldi á netinu, leið mér illa. Ég er hrædd við þessa þróun sem orðið hefur þegar fólk ræðir nauðgunarmál. Allt í einu eru þessi mál orðin beintengd kynþáttaumræðu. Eins og nauðgunarmál snúist fyrst og fremst um hverrar þjóðar gerandinn er.
Ef viðhorf Brynjars Níelssonar, hæstaréttarlögmanns, eru almenn viðhorf dómarastéttarinnar, þá er ekki von á miklum breytingum og allt í einu skil ég hvers vegna kynferðisglæpir endurspegla ekki skilning almennings á réttlæti. Brynjar segir einfaldlega að svona hafi þetta alltaf verið og svo yppir hann öxlum og maður fær á tilfinninguna að allt sem hefur verið, verði alltaf.
Í kjölfar skelfilegrar nauðgunar um síðustu helgi, hafa umræður hér í bloggheimum snúist um kynþáttahyggju. Í nafnlausum athugasemdum við þessar færslur (oftast nafnlausar, alls ekki alltaf) blómstrar ótti fólks við útlendinga. Það er ekki fallegur vitnisburður um okkur Íslendinga, sem má lesa þar.
Kynferðisglæpir eru vandamál í þjóðfélaginu án tillits til hver fremur þá. Auðvitað þarf að skoða alla fleti á málinu, líka þá sem snúa að innflytjendum, en væri ekki vænlegra til árangurs að halda sig á málefnalegum nótum? Líka þeir sem sjá um sjónvarpsefni hjá RÚV?
Er það nema von að manni sé brugðið.
Þessi Silfurþáttur var svona "eye-opener" ef þið skiljið hvað ég meina.
Og Atli Gíslason, er málefnalegur og æsingalaus maður, enda einn af flottari femínistum á Íslandi en þeir eru nokkuð margir og EKKI allir í VG og það mætti fólk hafa í huga.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Femínistablogg, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sá þennan þátt og sammála um að Atli sé æsingalaus maður með öllu. En nauðgunarmál eru ekki að mínu mati beintengd kynþáttaumræðu, þó síðustu og verstu skiptin hafi verið framin af erlendum mönnum, sem eru samt af sama kynþætti og við, sem höfum búið hér lengur. Ég var að reyna að fiska eftir lausnum frá einhverjum viðmælendanna, enn heyrði enga. Er ráðið að auka refsingu, lengja dóma? Held að Brynjar hafi einmitt hitt á naglahausinn með því að segja að þótt t.d. að harðar sé tekið á fíkniefnabrotum og refsingar harðari, hafi fíkniefnabrotum ekki fækkað.
Þetta gengur að sjálfsögðu ekki svona, eitthvað verður að gera svo fólk þurfi ekki að læðast með veggjum ef það ætlar af bæ.
Þröstur Unnar, 19.11.2007 kl. 09:24
Ég veit satt að segja ekki hvað hægt er að gera í þessum málum. sammála þér með að það er eitthvað verulega brenglaði við dómara þessa lands. Ég hef haldið því fram lengi að það er mitt mat, að þeir séu meira og minna kynferðislega brenglaði, ef maður gerir ráð fyrir því að dómar þeirra túlki þeirra áherslur. Sérstaklega á þetta við um hæstaréttardómara, því undantekningarlaust létta þeir nauðgunardóma. Ég stend sjálfa mig að því að hafa hálfgerða óbeit á þessu fólki vegna þessa. Þó ég viti vel að það er ekki hægt að alhæfa svona. En það er eitthvað svo verulega mikið að við allt sem viðkemur nauðgunum hér í þessu landi. Og svo kemur alltaf þetta; við verðum nú að vera alveg viss. Það má nú ekki setja saklausa menn í fangelsi, vegna vondra kvenna sem ljúga nauðgun upp á þá. Eða hvenær er það nauðgun. Allt afsakanir sem búnar eru til að karlmönnum í einhverskonar réttlætingarherferð út af meðhöndluninni sem konur fá í þjóðfélaginu þegar þær lenda í svona hræðilegum aðstæðum. Andstyggilegt, verulega andstyggilegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2007 kl. 09:37
Mjög góðir punktar hjá ykkur báðum, en ég vill fyrst og fremst að þessi umræða fari fram á málefnalegu plani, og það þarf að halda henni fyrir utan dægurþras.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 11:42
Það þarf líklegast "umskurð" á viðhorfi þjóðar. Athugaðu það að þingkonur úr öllum flokkum fóru kynnisferð til Sádi-Arabíu. (sjá blogg mitt) Er þjóðin ekki haldin siðferðisgeðklofa?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:59
Sammála þér Jenný! Mér leið illa við að horfa á þáttinn og heyra þvæluna frá sem kom út úr Brynjari Nielssyni. Hann viðist mjög skeytingalaus gagnvart þessum málum og bara nokkuð sama. Vissulega er það rétt að fíkniefnamálum fækkar ekki við lengingu dóma.. en er ekki líka verið að ná fram réttlæti þegar kynferðisafbrotamaður er settur inn. Fórnarlambið og fjölskylda þess veit að þau eiga ekki von á að hitta hann úti á götu, hann kemst ekki í tæri við fleiri einstaklinga og er haldið frá samfélaginu og getur þess vegna ekki brotið frekar af sér og eyðilegt fleyri líf á meðan hann situr inni.
Hins vegar hef ég ekki heyrt um að fíkniefnasalar troði töflu upp í neinn eða sprauti krakka með dópi og ráðist þannig á þau. Vissulega eyðileggur dóp líf, en þar er val... þú getur sagt nei. Kynferðisglæpamenn gefa ekki þann valkost.
jæja þetta er orðið svolítið langt en ég vildi líka bara að segja að mér leið illa að hluusta á konuna í þættinum. eiganda Útvarps Sögu. Hún tengdi einmitt allt óöryggi við að labba ein út á götu við aukningu innflytjenda hingað til lands. Þvílíkt bull!! Það er ekki eins og allar konur hafi bara gengið um í 100% öryggi áður en innflytjendur komu hingað til lands.. og að nú... ekki fyrr en nú þegar hingað eru komnir útlendingar sem við vitum engin deili á að þá eigi konur hættu á að vera dregnar inn í húsasund og nauðgað.
ibico (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:17
Frábær pistill. Ég nenni ekki að horfa á Egil. Svo ég veit ekkert hvað fór fram þar nema það sem ég les á bloggsíðum og Feministalistanum. Mér varð óglatt um daginn þegar ég las fréttina af stúlkunni frá Sádi Arabíu sem var refsað fyrir að henni var nauðgað. Þetta var svona fyrir mig að lesa um dóminn yfir henni stækkuð mynd af okkar dómurum.
Takk Jenný mín að taka þetta fyrir og halda þessu vakandi.
Edda Agnarsdóttir, 19.11.2007 kl. 14:24
Ég horfði ekki á þáttinn, nennti því eiginlega ekki núna, en ég deili áhyggjum þínum. Mér finnst svo svakalegt að það skipti svona miklu máli hverrar þjóðar mennirnir eru, stundum eru fréttamenn að "reyna" að segja ekki að þetta séu útlendingar en bæta svo við "yfheyrsla tafðist vegna þess að ekki náðíst í túlk" come on, þá vitum við auðvitað að þetta er útlendingur. Það verður að vanda sig vegna allra þeirra sem eru hér sem fyrirmyndar fólk.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 16:04
Ég mundi vilja sjá lífsstíðarfangelsi fyrir nauðugnum eða jafnvel dauðarefsingu.
Sóley er öfgafeministi sem hermir eftir ónýttum stefnum Svíþjóðar í öllu
Alexander Kristófer Gústafsson, 19.11.2007 kl. 16:16
Síðan er hræsni vg feminista ógeðfeld, tildæmis að Kolbrún fór til saudi arabíu og sleikkti upp skóna á mönnum sem hýða konur fyrir að vera nauðga. Það er engin furða að fólk á Íslandi hlustar ekki lengur á ykkur
Alexander Kristófer Gústafsson, 19.11.2007 kl. 16:18
Reynslan hefur sýnt sig í Norðurlöndum að tamlausu flóði innflytjenda fylkir hærri glæpatíðni, tildæmis eru 2/3 nauðgunum í Oslo framdar af útlendignum
Two out of three charged with rape in Norway's capital are immigrants with a non-western background according to a police study. The number of rape cases is also rising steadily.The study is the first where the crime statistics have been analyzed according to ethnic origin. Of the 111 charged with rape in Oslo last year, 72 were of non-western ethnic origin, 25 are classified as Norwegian or western and 14 are listed as
http://www.aftenposten.no/english/local/article190268.ece
Alexander Kristófer Gústafsson, 19.11.2007 kl. 16:20
Alexender: Ykkur hver? Alla í VG eða alla feminista á Íslandi sem eru í öllum stjórnmálaflokkum og af báðum kynjum?
Ásdís, Edda og ibico: Ég er í alvöru áhyggjufull yfir þróuninni. Hún er á leiðinni út á tún.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.