Leita í fréttum mbl.is

Sænska leiðin

Fyrir Alþingi liggur frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur (VG) sem felur í sér að kaup á vændi verði gerð refsiverð.

Meðflutningsmenn eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur óbilandi á markaðslögmálunum, greinilega líka þegar lifandi fólk er söluvaran, ef marka má þetta.

Nú er að fylgjast með því hver framvindan verður.

Ég ætla að hafa það alveg á hreinu hverjir greiða atkvæði með og á móti, þegar að því kemur.

Ég vil bara minna á að vændi myndi ekki þrífast ef ekki væru kaupendurnir.

Bara svo það sé á hreinu.

Ójá.


mbl.is Ábyrgð á hendur kaupanda vændis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sænska leiðin hefur nú þegar beðið skipbrot Jenný..

Óskar Þorkelsson, 17.11.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvernig veistu Óskar?  Ertu maðurinn í hringiðunni? 

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 13:59

3 identicon

Já, nú langar mig að vita meira. Hvers vegna misheppnaðist Svíunum? Ég myndi ætla að löggjöf sem hefur einhverja bresti en þó líka einhvern árangur væri betri en löggjöf sem bindur algerlega hendur lögreglunnar og ýtir í raun undir vændi og mansal.

Ég er sammála Jenný, ég mun fylgjast með því hverjir greiða atkvæði með nýju frumvarpi og hverjir gera það ekki. Og ég mun ekki gleyma því fljótt.

Melkorka Helgadóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: ViceRoy

Það er nú sennilegast mjög erfitt að nálgast niðurstöðu í þessum efnum. Ef kaup verða bönnuð, gæti það jafnvel leitt til meira mansals, þriðju aðilar komi frekar inn í og þetta keyrist "neðanjarðar" sem í öllu gæti verið mun verra.

Einhver nefndi mútur og fleira í þeim efnum, sem gæti í einhverjum málum orðið svo (þótt það yrði nú í litlum mæli vænti ég).

En svo spyr maður... eftir að vændi varð löglegt, borga vændiskonur skatt af því?  Ef kaup verða bönnuð, hvernig gengur þá dæmið upp? Hvernig getur vændiskona selt "þjónustu" sína og gert það löglega ef það er gegn lögum að kaupa þjónustuna?

Ef við myndum heimfæra dæmið í annað (svo sannarlega ekki eins alvarlegt mál þó), þá fengi ég t.d. leyfi til að selja áfengi en það mætti enginn kaupa áfengið? Svo þegar ég borga skatt af því, kemur það þá ekki staðfast fram að einhverjir aðilar hafi beinlínis brotið lögin, þar á meðal ég þar sem ég samþykkti að selja þeim áfengið, þó ég hefði leyfi til að selja það (studdi að broti gegn lögum)... Getur lögreglan þá ekki beðið um kvittanir og hvaðeina til að reyna að komast að því hverjir keyptu áfengið af mér? 

Þessi lög stangast gjörsamlega á við sjálf sig, því miður og virðast því ekki vera hugsuð til enda.

Ég held að heimurinn muni aldrei ná að losa sig við vændi, sem talin er ein elsta atvinnugrein heimsins, en ég tel hins vegar að það sé mikilvægara að það fólk sem er í þeirri stöðu sem það er í þurfi þá vernd sem það þarf, á lagalegum grundvelli, þá gegn ofbeldi og misnotkun að öllu leyti.

Yfirleitt er þetta fólk í nauð (ég segi fólk þar sem bæði kyn stunda vændi, þótt karlkynið sé í minna mæli) og með því að banna kaup, gæti ég trúað að til þess að brjóta ekki lög (með því að aðrir kaupi) færi þetta aftur undir yfirborðið.

En aftur segi ég, þetta er viðkvæmt mál og erfitt viðureignar. Því miður.

ViceRoy, 17.11.2007 kl. 16:36

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir innlegg og góða umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 17:03

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Gott hjá xd að styðja ekki svona vitleysu

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.11.2007 kl. 17:46

7 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þú segir: "Ég vil bara minna á að vændi myndi ekki þrífast ef ekki væru kaupendurnir. Bara svo það sé á hreinu."

Ég segi: "Ég vil bara minna á að vændi myndi ekki þrífast ef ekki væru seljendurnir. Bara svo það sé á hreinu."

Annað hvort að leyfa eða banna.  Ekki leyfa að hluta eða banna að hluta.

Hjalti Garðarsson, 17.11.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband