Leita í fréttum mbl.is

Sem óvirkur alki

50

 ..finn ég til smá samkenndar með Britneyju Spears. Ég er ekki sérstaklega upptekin af henni, en mig stingur smá í hjartað hennar vegna og annarra sem eru á þessum glataða stað í lífinu.  Mér er það nefilega svo sterkt í minni ennþá.   Britney er alki/fíkill, algjörlega búin að missa tökin á lífi sínu og rembist eins og rjúpan við staurinn að halda í horfinu, en auðvitað, vegna stjórnleysisins, þá klikkar hún alltaf.

Nú er stelpan farin að sanka að sér lukkugripum í þeirri von að betur fari að ganga hjá sér.

Sem fyrrverandi fyllibytta og nú óvirkur alki, veit ég nákvæmlega hvað stúlkan er að fara.  Fyrr hefðu fjöllin sprungið og himnarnir opnast, áður en ég hefði horfst í augu við að "óheppnin" sem elti mig, samskiptaörðugleikarnir sem ég átti í við mína nánustu og allur ballettinn, væri þessum bjórum og rauðvíni (sem ég rétt dreypti á, að mér fannst, maður er ekki i lagi) að kenna.  Hvað þá heldur lyfjunum sem ég misnotaði.

Þá er auðvelt að taka bara ósýnilega ólukku sem eltir mann, bregður fyrir mann fæti og birtist í öllu sem mistekst, (því nánast allt sem maður tekur sér fyrir hendur þegar svo langt er komið fer fjandans til) og kenna henni um allan bömmerinn.

Þá er líka hægt að benda á ættingja, fólk í þjónustustörfum, sjónvarpsdagskrána, vísitölu neysluverðs,veðrið, aflann, Alþingi og almennt fuglalíf á Azoreyjum ástamt öllum þeim aragrúa idjóta, sem eru stöðugt að fokka upp tilverunni fyrir manni, og kenna þeim um ófarirnar. 

Ég hef keypt steina, engla (sem mér þykir reyndar vænt um ennþá) tarotspil og hvaðeina, til að leggja traust mitt á.  Ég þarf varla að taka það fram að ekkert virkaði.  Hm... og á endanum fór ég í meðferð, en ég þurfti að vera hálfdauð til þess, auðvitað, maður fer ekki að viðurkenna sig með vandamál meðan nokkur von er til að geta kennt öðru og öðrum um.

Nú vona ég að Britneyjur þessa heims, fatti að gæfan er í þeim þeim sjálfum og aðeins með því að rífa sig upp á rassinum og horfast í augu við eyðilegginguna sem maður er búin að skapa sjálfum sér og öðrum og taka ábyrgð á því, fara hlutirnir að komast í eðlilegt horf.

En bara smátt og smátt, hægt og rólega.

Ég fer edrú að sofa núna (strax sko).

Þetta er snúra!

Úje


mbl.is Britney heldur að bölvun hvíli á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Falleg snúra og ég veit að ég á að fara að sofa, það er bara ekki í boði hérna á Harðangursstöðum eins og er....

Ragnheiður , 16.11.2007 kl. 01:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er í gangi? Arg að ég skuli ekki vera með msn

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2007 kl. 01:44

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég er með MSN á ég að kveikja á því?? Jenný farðu bara að sofa, þú ert búin að vera dugleg í dag og mátt hvíla þig. Ég nenni ekki uppí, er að kela við kisu.  Góða nótt samt.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2007 kl. 01:46

4 identicon

Æ ég er eiginlega sammála þér Jenný, stelpugreyið á ekki 7 dagana sæla. En eflaust gerir það hlutina enn verri við það að hún er heimsþekkt.  Greyið.. ég finn til með henni.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:54

5 Smámynd: Hreinn Ómar Smárason

Mikið þykir mér vænt um að lesa góða og heilbrigða grein tengda Britney minni.  Ég hef lengi verið mikill aðdáandi hennar sem tónlistarmanns (já, alveg grínlaust), enda er hún einn mesti poppari heimsins á síðustu árum.  Britney á mjög erfitt núna og mér finnst alveg ótrúlegt hvað margir eru tilbúnir til að  ausa yfir hana skít og drullu, bara vegna þess hvað hún er fræg og rík.  Þetta fólk verður líka óhamingjusamt, ánetjast áfengi og eiturlyfjum, glímir við þunglyndi o.s.frv.  Það skiptir engu máli hvort um sé að ræða Britney Spears eða einstæða mömmu í Vesturbænum - þær eru báðar manneskjur sem eiga skilið allan okkar stuðning og samúð.

Takk fyrir góða grein og hlý orð í garð Britneyjar. 

Hreinn Ómar Smárason, 16.11.2007 kl. 08:45

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki dytti mér í hug að fara að tala illa um einhverja manneskju sem ég þekki akkúrat ekki neitt, tala að vísu helst ekki illa um neinn... En það eru allt of margir, sem eiga í erfiðleikum með áfengi og/eða önnur vímuefni og þetta stelpugrey er ekkert verri en allir aðrir, hún er bara miklu meira áberandi en flestir aðrir.

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 09:58

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég reyni að hugsa sem minnst um Britney vegna þess að þá verkjar mig í hjartað. Ég vorkenni henni svo mikið. Og hef verið ausin háði hér á blogginu fyrir að viðurkenna það. hehe

Annars er þessi færsla alveg helvíti góð.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.11.2007 kl. 10:54

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stelpugreyið ég skil vel að hún á bágt.  Sjálfri sér verst eins og þú bendir svo fallega á Jenný mín.  Það þarf nefnilega sterk bein til að þola góða daga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 11:46

9 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Takk fyrir góða grein JennýVið sem þekkjum heim alkans vitum hvað einstaklingar í neyslu eru að ganga í gegnum. Til hamingju með  þitt nýja líf

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 16.11.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband