Leita í fréttum mbl.is

Niðurstaða fengin!

 

Ég vaknaði kl. 7,30, vakti húsbandið með kossi og "continental breakfast", vermdi sokkana hans í ofninum, færði honum vítamínin og söng fyrir hann á meðan hann borðaði.

Okokok, ég vaknaði 7,30 og horfði á minn heittelskaða gera sig kláran fyrir námskeið, las blogg og hugsaði, í a.m.k. einar 10 mínútur.

Það kann ekki góðri lukku að stýra, að hugsa of mikið á mánudagsmorgnum.

Þankahríðin leiddi af sér niðurstöðu.

Hún er sú að það borgar sig ekki að vakna of snemma á morgnanna.

Ég sofnaði sko fram á tölvuborðið og var að vakna við illan leik.

Eða allt að því.

Og hef örugglega mist af einhverju stórkostlegu.

Jenný Anna, get a live.

Ójá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú færð netta tíu fyrir að vera góð eiginkona Jenný...eða "konu-band"

Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 11:50

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hafðu það gott gæskan - amma mín klæddi fósturson sinn oftast úr sokkunum á kvöldin, nuddaði f´ætur hans stundum og stundum voru þeir kattaþvegnir! Mamm var stórlega hneiksluð á þessu hvernig hún dúllaði við fullorðna manninn!

Edda Agnarsdóttir, 12.11.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst of erfitt að vakna og vera vakandi smá á morgnana og sofna svo aftur!! Ég vakna með svo mikla þoku í hausnum að hún er langt fram á dag að fara !

Góðan daginn og ég vona að hann verði góður !

Sunna Dóra Möller, 12.11.2007 kl. 12:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe ein af stórkostlegri færslum sem ég séð lengi.  Lengi lifi hláturinn og Jenný bloggvinkona mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 12:49

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Færslan byrjaði ótrúlega vel... fyrir manninn þinn.... ef þetta hefði verið satt

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 12:53

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert svo fyndin.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2007 kl. 14:05

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvaða stafi ertu með á enninu? Er það F-lyklaröðin eða %&/( ?

Ég er eins og Sunna Dóra, það klæðir mig illa að leggja mig aftur eftir upprisu. Samt er það eitt það besta sem ég veit í lífinu... að leggja mig aftur.

má kannski segja líka: Jona, get a life  

Jóna Á. Gísladóttir, 12.11.2007 kl. 14:55

8 Smámynd: Fiðrildi

Vá hvað þetta byrjaði vel . . mér varð hugsað til bókarinnar sem þú vitnaðir einu sinni í :) . . . og mig langar svo að lesa

Fiðrildi, 12.11.2007 kl. 15:12

9 identicon

Þegar ég vaknaði um 07 í morgun var hafragrauturinn tilbúinn og nýtt kaffi og ullarsokkar(ekki heitir)en enginn maður.Maðurinn kom um 07.30 OFURHRESS og BÚINN Í RÆKTINNI.Ég lagði mig ekki aftur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:43

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð að fara að birta úr bókinni góðu bráðum Arna mín.  Hehe.

Stafirnir á enni mér eru horfnir núna en í morgun stóð þar "Silly Cow" Jóna mín.  ROFL.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 20:50

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

 æ hvað ég kem seint. Fyndin  mín kæra

Marta B Helgadóttir, 12.11.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband