Laugardagur, 10. nóvember 2007
Hátt hreykir heimskur sér!
Stundum (oft) get ég ekki orða bundist.
Í Kastljósinu í gærkvöldi var skemmtiatriði mánaðarins/vikunnar/ársins og ég reikna fastlega með því að sjá það "endurtekið" í Áramótaskaupinu á gamlaárskvöld, svo stórkostlega fyndið var það. Að sjálfsögðu mættu þeir Bubbi og Þorgrímur Þráinsson í spjallið, til að auglýsa bækurnar sínar, Bubbi með veiðisögurnar og Þorgrímur með bókina fyrir karlmenn, um hvernig á að gera konur hamingjusamar.
Ég er hrifin af ýmsu sem Bubbi hefur gert og ég hreinlega elska Konuplötuna hans. En maðurinn er óstjórnlega montinn og sjálfhælinn. Skv. Bubba þá kemur bara einn "hann sjálfur" upp á sjónarsviðið á 100 ára fresti. Bubbi, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér, hver myndi afbera fleiri eintök í einu?
Þorgrímur slær mig ekki sem sérfræðingur í kvenfólki. En ég dáist að því hversu klár hann er að finna sér matarholur. Hann er mjög upptekin á karla- og kvennakvöldum, sem skemmtiatriði, ég spyr; er hörgull á skemmtilegu fólki í bransanum?
En hvað um það. Þarna sátu þessir sjálfumglöðu monthanar í Kastljósinu og kepptust um að koma sjálfum sér á framfæri.
Það er landlægur andskoti á Íslandi að nota sama fólkið aftur og aftur til umfjöllunar. Bubbi er í fréttum í hverri viku og nú stefnir Þorgrímur í það sama.
Það skal þó segja fjölmiðlum til varnar að fólk virðist hafa alvöru áhuga á þessu sama fólki, aftur og aftur og aftur og aftur.
Hvað gerir maður í því?
Jú, maður horfir og skemmtir sér konunglega yfir vitleysisganginum.
Ójá.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Sjónvarp, Tónlist | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Nú er ég 105% sammála!
Benedikt Halldórsson, 10.11.2007 kl. 10:26
Ég er svo sammála þér en er ekki bara ágætt orðið að líta á þá tvo sem hið besta grínatriði og hlæja hátt yfir því hvað þeir gera sig að miklum fíflum
Huld S. Ringsted, 10.11.2007 kl. 10:33
hahahahaha ég horfði á þetta allt hérna núna. Verð að vera ósammála. Bubbi er hrokafyllri en andskotinn en ég hef svoooo gaman að honum. Það er nú húmor í kallinum líka. Þorgrímur er ágætur og ég held að hann geti bara vel haft eitthvað fram að færa til íslenskra karlmanna. Allavega held ég að Ragga hans sé bara ansi sátt í sínu hjónabandi. Ég kem til með að glugga í þessa bók, einmitt vegna þess að hann segir þarna að hann sé meira að varpa fram spurningum en að hann sé með ''öll svörin''.
knús á þig kella
Jóna Á. Gísladóttir, 10.11.2007 kl. 10:40
Jóna: Við erum sammála, ég hef svooooooooo gaman að Bubba líka, en hann er hrokafullur, sjálfhælinn og afspyrnu motninn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 10:44
Sammála! Ég verð þó að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg þessari bók eftir Þorgrím, sumir segja að þetta sé grín og ekki alvara, aðrir að þetta sé fúlasta alvara?? Ef að þetta er alvara, þá er mér allri lokið sorrí...vegna þess að þetta er svo mikið bull að ég fer bara að hirstast !
Eigðu góðan laugardag
Sunna Dóra Möller, 10.11.2007 kl. 10:46
Ég var að horfa á þá, og fannst þeir félagar bara bráðskemmtilegir. Auðvitað eru þeir góðir með sig og með sjálfstraustið í lagi, og er bara ekki allt í lagi að þannig karlmenn séu til, þeir eru bara ekkert að verða of margir eftir.
Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 10:46
Gæti ekki verið meira sammala þer,baðir eins og half brunnir ættu að taka ser sma pasu.baðir oft bunir að gera sig að kjanum fyrir sjalfshælni.mundi ekki fa skjalfta i hnein þo eg mætti Þorgrimi
helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 10:48
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 10:50
meilí meil
Markús hefur afskaplega mikið til síns máls.
Jóna Á. Gísladóttir, 10.11.2007 kl. 10:55
Mættu líða tvöhundruð ár á milli fæðinganna, mín vegna
Jóhann (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:06
Sammála hverju orði hér. Bubbi fer bráðum að verða leiðinlegur. Hann lætur eins og hann sé eini karlmaðurinn á Jörðinni. ( Guð forði okkur frá því ).
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:13
Hvernig er það kemur fólk sér sjálft í Katljós ?til að markaðsetja sig,spyr sá sem ekki veit.Eftir að mjúki maðurinn varð "inn"verður vart þverfótað fyrir honum og eru þeir margir hverjir farnir að toppa "kerlingar"á góðum degi,má ég biðja um karlmanninn eins og hann var.Það er trúverðugri mynd.Ég gat ekki hlegið er of meðvirk til þess,hafði bara samúð með þeim.Það held ég nú.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:30
Heyr, heyr, Markús. Ekkert þykir mér skemmtilegra en að starfa með fólki eða vera innan um fólk sem hefur svellandi sjálfstraust og sjálfsöryggi. Þetta fólk er jafnan hreinskiptið og traust og laust við hroka og allskonar neikvæðar tilhneigingar sem valda vandræðum í mannlegum samskiptum. Það vantar alvarlega svona fólk, af báðum kynjum, í samfélag okkar.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:41
Sunna Dóra, þú ert greinilega búin að lesa bókina hans Þorgríms. Værirðu til í að deila með okkur nokkrum gullkornum úr henni?
Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 11:41
Það er til dæmis mjög skemmtileg lýsing á því hvernig karlmennskan tengist því hvort að karlmenn pissi sitjandi eða standandi! Það var afar áhugavert og kom einnig sjálfsmynd karlmanna þar inn í umræðu við þetta pissumál!
Sunna Dóra Möller, 10.11.2007 kl. 11:46
Það er nú bara mjög skynsamlegt fyrir karlmenn að pissa sitjandi, hvort sem er útfrá heilsufarssjónarmiðum eða snyrtimennsku. En kannski ekki almennt gert ráð fyrir því að karlmenn fari þannig að. Á opinberum stöðum eru allavega fleiri hlandskálar en hefðbundin klósett ætluð karlmönnum. Fyrir utan að sumum finnst það hreint hallæri að pissa sitjandi. Skemmtileg pæling.
Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 11:52
Hef greinilega misst af góðu skemmtiatriði. En mér finnst báðir þessir menn sjálfhælnir besservisserar, ekki góð blanda. Hreinskiptni hef ég ekki heyrt fyrr notað um Bubba.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2007 kl. 12:05
"Það er landlægur andskoti á Íslandi að nota sama fólkið aftur og aftur til umfjöllunar."
Hvernig á annað að vera hægt í þessu mini-þjóðfélagi okkar, sem telur aðeins um 300.000 sálir?
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2007 kl. 12:29
Ja, það eru þó allavega hátt í 300 þúsund manns um að velja, en ekki víst að allir hafi áhuga á að koma í viðtöl, en þó það væru bara 10-15% er samt um að ræða kannski 30-45 þúsund manns sem hægt væri að rótera í viðtöl
Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 12:42
Takk fyrir þetta Jenny, ég missti af Kastljósi í gær en hefði ekki viljað missa Mér finnst alltaf einhvernvegin að það passi ekki saman Þorgrímur að innan og utan, Hann er í umbúðum Ken/strandvarðar en bara smá gaur þegar hann talar, en reynir samt að passa við útlitið, verður pínu kjánalegt að mínu mati, en þetta er náttl. bara mín skoðun. Bubbi er bara Bubbi og hagar sér í samræmi við það, kemur einhvernvegin ekki á óvart. En þetta var gaman.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2007 kl. 13:14
þú þorir þegar aðrir þegja! rosalega er ég sammála þér Jenný
halkatla, 10.11.2007 kl. 14:01
Takk fyrir að orða hugsanir mínar
Bradshaw, 10.11.2007 kl. 14:04
En krakkar, þetta var skemmtilegt. Þá er allt fyrirgefið. Og minn uppáhaldsfjölmiðlamaður (ásamt Simma og Brynju) var megadúlla þar sem hann sat á milli þessara EGÓ-gæja og ég er nánast viss um að hann hefur verið að drepast úr hlátri inni í sér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 14:17
Hafði nú lúmskt gaman af þeim, enda man é eftir einhverri uppákomu þar sem þeir tveir voru saman í einhverjum þætti og voru að hittast í fyrsta skiptið og það lak af Bubba fyrirlitningin gagnvart Þorgrími. Það lýsir sér í ákveðinni spennu í kallinum og svo segir hann í blaðaviðtali í dag að hann sé með fordóma gegn Þorgrími sem hann er að reyna komast yfir! Sástu svo ekki nýjasta nýja? Hann Bubbi er rúmfataperri! Hrafnhildur alltaf jafnánægð þegar hún tekur ÚLFAGÆRUNA af rúminu, nei sko ný rúmföt!
kræst
Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 14:18
Helgi Seljan sko, hehe, gleymdi að setja inn nafnið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 14:19
Edda: Arg er ekki búin að fá dagskammtinn af Bubba og komin með fráhvörf. Hvar er viðtalið að finna?
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 14:20
Ég sá ekki kastljósið því miður Jenný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.11.2007 kl. 14:31
Hjartanlega sammála þér þarna Jenný, átti bágt með mig að horfa á þetta. Þessir tveir herrar hafa ofurskammt af sjálfstrausti.
Edda ......úlfagæruna, frábær þarna
Marta B Helgadóttir, 10.11.2007 kl. 14:43
Æi já þeir eru óttaleg grobbhænsni greyin
Jónína Dúadóttir, 10.11.2007 kl. 14:52
Helgi er alltaf góður, Bubbi og Toggi alltaf jafn steiktir ;)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 15:17
Kvitta með tússi, breiðum og rauðum, svo ískrar í.
Egóin þeirra eiga sér sérstakt aðdráttarsvið og vistkerfi. Það er ekkert herbergi það stórt að súrefnið nægi fleirum en þeim.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 16:11
Viðtalið er í Fréttablaðinu. Sérstaklega fyndin athugasemd um álit Bubba á Þorgrími þar sem hann sagðist í gær ekki hafa lesið bók Þorgríms. Ég horfði nú á þetta blessaða viðtal og verð að segja að mér fannst Þorgrímur koma mun betur fyrir en Bubbi. Kannski af því að hann komst ekki eins mikið að
Mín vegna mega fæðast fleiri Þorgrímir, alltaf gaman að horfa á fallega karlmenn en ekki fleiri eintök af Bubba, þá yrði landflótti á Skerinu
Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:29
get lifað án beggja. Ójá.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:46
Knús á þig Jenný fyrir að sjá um að skrá niður hugsanir mínar
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 16:50
Ég elska hrokann í Bubba, en ég get engan vegin séð allt þetta sjálfstraust(eða hroka) í honum Þorgrími. Mér finnst hann alltaf vera eins og skólastrákur, óöruggur og óframfærinn og finnst mér hann þessvegna leiðinlegur, svo á ég erfitt með að dæma um útlit karla þannig að ég get ekki dáðst að honum út af útlitinu.
Sorry, þetta er ekki hroki í Bubba. Hann er bara með svo mikið egó að hann er að sprynga. Held að það sé bara holt, enda sjáið þið hvert hann er kominn, bara út af egóinu í sér. Held að margir hérna sem eru að gagnrína Bubba eitthvað væru alveg til í að vera í hans stöðu. Kannski er þetta fólk bara öfundsjúkt og ekki með nógu mikið sjáflstraust og þurfa að reyna rífa niður þá sem eru með meira sjálfstraust en þau sjálf, eins og Bubba.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 16:51
Þú ert búin að fá svarið Jenný mín eða í Fréttablaðinu í dag! Annars er Lesbókin í dag líka full af Bubba!
Bubbi smíðar Bubbí smíðar! lalalala
Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:53
Ég rétt sá þá eitt augnablik og fékk hroll og fór að sinna barnabörnunum áfram. Þau eru skemmtilegri, fallegri og einlægari.
krossgata, 10.11.2007 kl. 16:54
Hmmm, mér finnst einmitt að þeir sem haga sér eins og Bubbi Morthens séu einmitt EKKI
Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.11.2007 kl. 17:15
úpps, ýtti á vitlausan takka
Vildi segja að þeir sem þurfa að þenja sig yfir allt og alla séu einmitt EKKI með nægilegt sjálfstraust, burtséð frá tónlistarhæfileikum Bubba og vissulega hefur hann samið mörg góð lög í gegnum tíðina. Það er bara ekki það sem málið snýst um. Af hverju hagar Magnús Eiríksson sér ekki svona? Hann er svo yfirvegaður og flottur og hefur yndislega nærveru, mann langar að heyra hvert orð sem hann segir.
Ég skrifaði færslu um Bubba í gærkvöldi og mér finnst hann alltaf vera leikari í hlutverki Bubba. Mér finnst allavega eitthvað mikið vera að þegar menn þurfa að þenja sig svona stanslaust í öllum viðtölum.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.11.2007 kl. 17:22
Ég væri til í að fá STEFgjöldin hans Bubba; að öðru leyti vildi ég þokkalega ekki skipta :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 17:22
Ógurleg neikvæðni er þetta gott fólk. Það er óþarfi að hrauna yfir fólk þó að það sé þekkt og ekki gleyma því að þetta fólk hefur tilfinningar líka. Þetta tal ykkar um hroka þeirra Bubba og Þorgríms er einmitt skínandi dæmi um yfirlætisfullan hroka og neikvæðni gagnvart fólki sem hefur náð árangri í lífinu. Bæði Bubbi og Þorgrímur hafa lagt gríðarlega mikið til góðra mála í gegn um tíðina og bara gott eitt skilið.
Herra Halló (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 17:25
Ég held að bæði Bubbi og Þorgrímur sem báðir hafa náð langt, hver á sínu sviði og eru engir vælukjóar, þoli alveg smá hraun frá okkur smábloggurunum.
Benedikt Halldórsson, 10.11.2007 kl. 18:11
Þetta er ekki einu sinni hraun, þetta ber þess vitni að við höfum bitið á agnið og TEKIÐ eftir þessum hógværu dúllum, sem í þessu tilfelli eru Bubbi og Þorgrímur. Ég held að þeim sé ekki neitt svakalega illa við það og sennilega (vonandi) hafa þeir báðir húmor fyrir sjálfum sér.
Hildigunnur: Væri svo til í Stefgjöldin hans Bubba, ójá, gott væri að komast með fingurnar í þau. Lalalala.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 18:23
Summan af fimm og 18 er 23.
Komin upp á yfirborðið,græðgi og öfund,hvað mundum við gera með stefgjöldin ? ..fara saman út að borða og ræða framtíð sjálfstæðisflokksins ?og fara svo í magaminnkun ! !
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 19:05
Nei Hallgerður við myndum gefa peningana fátækum! Lalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 19:08
Þeir voru góðir, báðir tveir. Bubbi er vinsæll og veit af því..... Hann veit líka alveg hvað hann er hrokafullur!
Ég flissaði allt viðtalið og ég get sagt ykkur svona í trúnaði að ég flissa ekki yfir hverju sem er............
Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2007 kl. 19:12
Er ekki Bubbi búin að selja sig og það dýrt, hann fær því sennilega ekki stefgjöld, heldur bara góða fúlgu frá eigendum. Söluvara á góðum prís. Getur það samrýmst því að vera góður listamaður ? Nei ég held varla. Hann getur samið lög og texta, en það er alveg sama hvað hann reynir, hann verður aldrei Megas, Hörður Torfa eða einu sinni Rúnar Júl. þeir tveir eru orginal og ekki til sölu. En þetta er bara mín meining.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2007 kl. 21:12
Einhver segir við ykkur konur góðar enga öfund, þó þið komist ekki í kastljós þið er nú svo leiðinlegar og miklir hræsnarar það mega engir skara fram úr þá kemur öfund sýkin, þið eru allar skildar Gróu á Leyti og þeim öfundar lýð !
Íslands-Bersi, 10.11.2007 kl. 22:11
Af hverju þarf gagnrýni endilega að vera öfund?það virðist vera víðtekin venja ef einhver er gagnrýndur,þá er alltaf einhver komin á vettvang og hrópar Öfund-Öfund.Bubbi er hundleiðinlegur hrokagikkur fyrir minn smekk,og ég öfunda hann ekki rassgat.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 10.11.2007 kl. 22:39
Hvaða viðkvæmni er þetta getur fólk ekki haft húmor fyrir öðru fólki?
Kjartan Pálmarsson, 10.11.2007 kl. 23:23
æjú, það er víst Landsbankinn (ef ég man rétt) sem fær STEFgjöldin hans Bubba.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.11.2007 kl. 12:26
Fara laun okkar flestra ekki í banka og eru stefgjöld ekki laun ,mikið ertu ylgjörn og líður ýla yfir að öðrum gengur vell kant ekki að gleðjast með fólki sem hefur náð langt sem Bubbi og þorgrímur, þorgrímur hefur barist á móti reykingum og er Valsari hugsar vellu um sig ,Bubbi er í KR og ég vona að hann þroskist meir og skipti þá um félag svo er er annar sem líður ýla að harðlífi því hann talar um að hann öfundi Bubba ekki rassgat
Íslands-Bersi, 12.11.2007 kl. 06:32
Mér finnst þetta asnalegur titill á bók: "Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama" því í mínum huga er enginn sem getur gert annan hamingjusaman. Við erum öll okkar eigin gæfu smiðir og sannarlega getum við fundið hamingjuna með öðrum, en það erum alltaf við sjálf sem þurfum að finna hana. Aðrir gera það ekki fyrir okkur, eða 'gera' okkur hamingjusöm.
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:43
Slubbi Skorsteins einn af skrilljón... algerlega úr lausu lofti gripið
DoctorE (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.