Leita í fréttum mbl.is

Umferð og skapsmunir

Hvað er það sem kallar á verstu hliðar margra ökumanna, úti í umferðinni?

Nú keyri ég ekki sjálf (já, já, þið þakkið mér seinna bara) en ég er stöðugt að furða mig á hvernig umferðin getur kallað fram verstu hliðar fólks.

Ég á vinkonur, systur og dætur og "sumar" þeirra hafa orðið fyrir hamskiptum þar sem ég sit við hlið þeirra, í bíl.  Hinar ljúfustu konur, bæði til orðs og æðis, hafa breyst í hegðun og orðum, þannig að myndin "The Exorcist" er eins og barnamynd í samanburði við hinar mögnuðu karakterbreytingar sem verða á þessum vinkonum mínum.  Ég nefni engin nöfn.Whistling

Þegar á áfangastað er komið, hafa þessar konur orðið aftur að sömu ljúfu manneskjunum og þær láta eins og ekkert hafi í skorist.

Í fréttinni eru nefnd nokkur dæmi um umferðarhamskiptin ógurlegu, en allmörg mál hafa komið á borð lögreglu að undanförnu.

Það er ráð við þessu, börnin góð.

Hljóla eða taka strætó.

Þá verður allt í lukkunnar velstandi og engar alvarlegar persónuleikabreytingar á ökumönnum munu eiga sér stað.

Áfram veginn...

Úje


mbl.is Skapstyggir ökumenn grípa til ýmissa ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Alveg ótrúlegt að heyra svona. Maður stendur meira að segja sjálfan sig að því að reiðast öðrum ökumönnum öðru hvoru en reynir þess þá frekar að vanda sig sjálfur enn betur við aksturinn.

Ég hef reynt strætóleiðina og er hún því miður bara pirrandi og leiðinleg tímasóun fyrir mig.  Það er orðið svo margt að hjá Strætó bs. að það er orðið bagalegt að reyna að nota vagnana þó ekki væri nema einu sinni í mánuði...

B Ewing, 9.11.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit Ewing að það er meira en að segja það að nota strætó, þeir eru ekki beint notendavænir með sínar strjálu ferðir.  En við höldum áfram að vona og nú legg ég traust mitt á nýja meirihlutann í borginni um að hann lagi tímatöflurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég nota alveg stundum strætó, og það er ekki eins slæmt og af er látið.  Batnaði talsvert við síðustu uppstokkun, eins og það var orðið skelfilegt þar á undan.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:43

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ég segi nú bara eins og einhver gáfumanneskjan kenndi mér..... " þegar fíflunum fer að fjölga í kringum þig... þá er komin tími til að kíkja í eigin barm"....sel það ekki dyrara en ég keypti..... en það virkar....ég lofa

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.11.2007 kl. 17:22

5 Smámynd: kiza

Sjálf á ég hvorki bíl né einusinni bílpróf, en hef orðið vitni að þessum mögnuðu skapgerðarbreytingum oftar en einu sinni.  Mér er sérlega minnisstætt þau skipti þegar föður mínum blöskraði aksturslag annara og gargaði á þá "MANNTERTA!" (sem mér og bróður mínum fannst stjarnfræðilega fyndið orð...)  skildi samt aldrei almennilega hvers vegna hann öskraði þetta, þar sem litla 5 ára ég gat sjálf séð að viðkomandi heyrði ekkert í þeim...neitt frekar en fréttamenn eða fótboltamenn í sjónvarpinu.

Ég labba til og frá úr vinnunni á hverjum morgni og ég verð að segja að ég er SKÍTHRÆDD þegar ég er að fara yfir göturnar, sérstaklega þar sem allir virðast vera að flýta sér svona ógurlega, og AÐALLEGA þar sem beygjuljós og gönguljós fara í gang á sama tíma á stórum gatnamótum.  Það er ekki erfitt að sjá hver verður oftast undir á þeim ljósum.

það hefur tekið mig allt upp í 10mínútur að komast yfir eina tvíbreiða götu, þar sem ég ætla sko ekki að taka sjensinn á að þurfi að skafa mig upp með kíttisspaða á einhverjum þriðjudagsmorgninum... 

kiza, 9.11.2007 kl. 17:33

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fólk er orði kolvitlaus í umferðinni.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.11.2007 kl. 17:45

7 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Það er svona fólk sem fælir kveifina mig frá því að brúka bílprófið mitt.  Ég nota strætó, hann gengur prýðilega til að færa mig beint frá A (heima) til B (vinnan) og til baka aftur á góðum degi, án skiptinga og þrátt fyrir að ég búi í úthverfi.  Tala nú ekki um ef menn standa við stóru orðin og fara að gefa frítt í strætó.

Þess utan, takk fyrir skemmtileg skrif.  Fyrsta opinbera kvittið mitt á síðunni þinni.

Þórdís Guðmundsdóttir, 9.11.2007 kl. 17:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hef tekið eftir þessu, tekið þátt í þessu og ....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 20:26

9 identicon

Ég "tók mig saman í andlitinu" þegar dóttir mín var að segja öðru fólki að ég hafi sagt undir stýri: " Hlussastu úr sporunum, gamla karlbeygla!!"  Nú anda ég tíu sinnum inn og tíu sinnum út áður en haldið er af stað....og engar svívirðingar lengur beint inn í eyrun á börnunum...

alva (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:30

10 identicon

23 var summan núna.

Kannast svo vel við þetta held að partur af því sé að það geta ekki farið fram nein skoðannaskifti.Elsta dóttir mín gaf mér tæki með þeim eiginleikum að geta skotið á það fólk sem svínar á mér,fjórir möguleikar eftir alvöru brotsins.Vel að merkja tæki drifið áfram af vesölu batteríi.Það er svolítið að taka af sárasta ergelsið.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:38

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Ég las þetta fyrst sem svo að þú værir með byssu til að skjóta kvikindin á færi.  Hahahaha, anyways, bráðnauðsynlegt tæki þetta.  Djö.. sem þú ert klár að leggja saman og finna summur kona.

Takk annars öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 21:41

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég verð alveg kreisí í umferðinni....! Núna reyni ég að taka æðruleysið á þetta á leiðinni heim úr Neskirkju á daginn (45 mín ferð. innan RVK) og hlusta á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.....það er bara svei mér að ná að draga hugann frá umferðateppunni og hinum fíflunum í umferðinni !

Lifi æðruleysið

Sunna Dóra Möller, 9.11.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987161

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.