Leita í fréttum mbl.is

Ég verð "athafnakona"

 1

Góðir hlutir eru að gerast hjá mér.  Ég er á leið til heilbrigðis og eðlilegs lífs, því samkvæmt bloggklukkunni minni hef ég ekki bloggað síðan kl. 10 í morgun.

Vá, ég er að eignast líf.

Það inniber athafnir og lengra á milli bloggfærslna.

Sumum ætti að létta við þaðWhistling

Hvað er að vera "Athafnakona/maður"?

Ekki er það að aðstoða við athafnir, syngja í brúðkaupum eða vera veislustjóri er það?

Nei, en það þykir svo fínt að kalla sig athafnakonu.

Þá er maður í péningunum samkvæmt nútíma skilgreiningu á orðinu.

Á Íslandi þykir svo flott að vera á kafi í athöfnum, eiga aldrei lausa stund.

Mikið djö.. sem ég er ekki búin að vera "inn" á þessu ári áfalla og heilsufarslegra ósigra.

En ég er á uppleið og brátt sér ekki fyrir endann á minni athafnagleði.

Þá set ég athafnakona aftan við nafnið mitt í símaskránni.

Eins og húsbandið gerði um árið, þegar hann titlaði sig sendil í sömu skrá, af því honum fannst ég töluvert mikið í því að senda hann hingað og þangað, árans merðinum þeimaddna, en ég elska hann samtWhistling

Björgúlfur Guðmundsson kallast líka athafnamaður (meira að segja í dag á visi.is).

Björgúlfur athafnamaður, er sniðugt að vera með lúkurnar í ríksifjölmiðlum?

Þurfið þið peningamenn að vera allsstaðar með puttana?

Arg hvað ég set stórt spurningamerki við jöfnuna auðmenn og fjölmiðlar.

Ég er ekki baun glöð með þetta.

Ónei!

Farin að athafna mig með insúlínið enda komin í sykurfall eftir allan hamaganginn.

Getaælæf!


mbl.is Björgólfur Guðmundsson leggur fram fé til framleiðslu sjónvarpmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það eru ýmsar athafnirnar. Menn athafna sig á WC í rúmi ofl. ofl. Við erum athafnakonur í því að hafa stjórn á útstreymi peninga í menningarlífið (ómenninguna) Góða og glaða helgi   Doofus 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 14:04

2 identicon

Arrggg með þér! Ég er ekki heldur hrifin af blöndunni auðjöfur-fjölmiðlar. Svo finnst mér þetta orð athafnamaður bjóða upp á samanburðinn athafnamaður-iðjuleysingi. Mér finnst það ekki heldur gott - Arrggg. En þess fyrir utan. Skilaboð til baka í kommentakerfinu mínu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:15

3 identicon

Hvernig er hægt að lifa í svona paranoju að í öllu góðu hljóti að vera eitthvað slæmt?



Gleðilega helgi annars...

ólinn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:40

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og þú sem skammaðir mig eins og hund, þegar ég rétt nefndi fyrr í sumar, að þú bloggaðir KANNSKI OG MIKIÐ!?

En til hamingju með batnandi horfur og betri heilsu!

Og hún Dísa svísa þingeyska, hefur auðvitað lög að mæla, flestir eru nú í einhverjum athöfnum í rúminu til dæmis!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 15:01

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mig langar í einhvern svona titil í símaskrána við nafnið mitt. held reyndar að ég sé ekki einu sinni í símaskránni

Einar er snilli

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 15:26

6 Smámynd: krossgata

JEEEee Minn hvað þetta verður flott!  Frú Jenný athafnakona.  Jafnvel framkvæmdamanneskja?  Eða forkólfur?  Eða hvað með brautryðjandi?!    Það er til fullt af skemmtilegum ábúðarfullum orðum.

krossgata, 9.11.2007 kl. 15:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað með Jenný Anna Baldursdóttir, fyrrverandi áfengisfrömuður?

Er með ýmsar hugmyndir af titlum til að skreyta mig með.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 15:41

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég er athafnakona, syng þessi ósköp við jarðarfarir.  Það eru athafnir.

Held nú samt að ég skipti ekki um titil í símaskránni.  Kann bara vel við minn... 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:44

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Maðurinn þinn er með yndislega kímnigáfu

Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 16:06

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tónskáld er nú heldur engin smátitill hjá henni Hildigunni! EF ég sendi frá mér svona eina til tvær bækur í viðbót, þá myndi ég kannski geta titlað mig Skáld án þess að blikna! Af vherju ekki Bloggynja og bústýra Jenfo? Rímar held ég ágætlega við feminisman og heimastritið! Gætir ekki kallað þig Bloggara, of karllægt!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 16:10

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú og fyrst ekki lengur er ljótt að segja Feministabelja, (Gurrí frábæra á sinn þátt í að snúa þessu í jákvæða merkingu!) hví þá ekki bara Bloggbelja!? Og slærð aðra flugu til í því höggi, jafnar við þrjú B Fræbbblanna!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 16:13

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

..það er að segja ef þú kallaðir þig Blogggyðju!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 16:14

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir: Kærar þakkir fyrir frábærar hugmyndir.  Ég ER feministabelja og nú er ég líka bloggbelja. Bloggyðja verð ég á jólum og páskum.  Það verður hátíðartitill þessarar athafnakonu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 16:23

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

verst hvað er mikið vesen að vera alltaf að skipta í símaskránni

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:44

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mig langar ekkert að verða Gyðja síðan ég uppgötvaði hvað þarf til þess  Fjórar hendur og fjóra fætur.  Nei það er ekki fyrir mig takk fyrir. Reyndar hef ég stundum verið kynnt svona; þetta er athafnakonan Ásthildur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.