Mánudagur, 5. nóvember 2007
13 mánaða snúra - ójá
Nú er það snúruafmæli einn ganginn enn. Næst síðasta snúra ársins. Það er ekkert öðruvísi. Fyrir þrettán mánuðum síðan fór ég á Vog og eftir að af mér rann hefur bara verið gaman að lifa.
Ekki misskilja mig, ég er ekki að halda því fram að ég hafi lifað við lúðrablástur og endorfínrús upp á dag, alls ekki. Sumir dagar eru minna betri en aðrir, en ég get tekist á við þá og skakklappast yfir hindranirnar, sem er byltingarkennd breyting, frá því fyrir meðferð.
Eftir því sem allsgáði tíminn minn lengist finnst mér ég styrkjast örlítið á hverjum degi, það er mér nóg, einn dag í senn.´
Annars er ég að snúrast þetta þegar ég á að vera farin að sofa í hausinn á mér. Ég er að deyja úr hungri því ég hef verið á fljótandi fæði í allan dag, út af rannsókn sem ég fer í á morgun. Ég lifi alveg af sko, að geta ekki borðað fyrr en eftir hádegi á morgun, en mig langar svo til að vera með smá fórnarlambstakta að kvöldi dags.
Nú ætlar þessi óvirki alki, sem er ekki einu sinni líftryggingarhæfur (búhú, vorkenna, vorkenna) að silast í rúmið og velta sér þar upp úr miklum hörmum sínum.
Sjáumst á morgun elskurnar.
Ég fer edrú að sofa á eftir.
En þið? (Hljóp í mig einhver Júdas þarna).
Nigthy,
Úje!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju hetja. Það er styrkur í að hafa svona nagla hér á bloggvellinum og ég veit að bloggið hjálpar við að setja tilveruna í samhengi og vinna ú hugmyndum og ranghugmyndum.
Hefur reynst mér vel og er tveggja og hálfs á morgum.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2007 kl. 01:21
Dettur ekki í hug að vorkenna þér, tja nema að þú sért til í að vorkenna mér þá líka
Hjartanlega til hamingju. Takes one to know one. Skil þig betur en þig grunar.
Þarf ekki að segja meir. Gott gengi á morgun. Og vonandi feit máltíð á eftir.
Einar Örn Einarsson, 5.11.2007 kl. 01:22
Æ, elsku Jenný! Til hamingju með enn einn áfangann og gangi þér allt í haginn á morgun
Laufey Ólafsdóttir, 5.11.2007 kl. 01:38
Til hamingju!!!
Ester Júlía, 5.11.2007 kl. 07:14
Til hamingju með gærdaginn Jenný og til hamingju með daginn í dag Jón Steinar
Jónína Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 07:16
Til lukku jenný mín gangi þér vel í rannsóknum.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.11.2007 kl. 07:50
Já, segi það líka til hamingju með snúru afmælið.
Alva (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 08:37
Til hamingju með 13 mánuðina, frábær árangur
Gangi þér vel í dag
Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 08:39
Rosalega líður tíminn. Mér finnst eins og einsárssnúrammilið hafi verið í gær! Til hamingju með hvert skref, Jenný mín. Gangi þér mikið vel í dag.
Hugarfluga, 5.11.2007 kl. 08:45
Til hamingju líka frá mér !! Gangi þér ótrúlega vel í dag !
Sunna Dóra Möller, 5.11.2007 kl. 08:47
Til hamingju með alla þessa edrú daga, hvern einasta Gangi þér vel í dag. Bloggvinkona hugsar til þín þennan daga meira en venjulega (sem er þá bara alveg heilmikið). Knús
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:03
Jón Steinar: Til hamingju með áfangann. Já það hjálpar að setja hluti niður á blað, bæði í gamni og alvöru
Einar Örn: Já við skiljum hvort annað við hin ólíftryggingarhæfu, takk kærlega fyrir kveðju.
Laufey, Ester, Jónína, Krumma, Alva og Hrönnslí mín: Takk allar, þið eruð bestar
Fluví mín: Það sem þér finnst hafa verið í gær var 5. október en svona líður tíminn fljótt í bloggheimum. Takk dúllan mín
Anna: Elsku knúsan mín, þú sem ert búin að styðja mig frá þvíégmanekkihvenærafþvíþaðersvolangstsíðan, takk elsku bloggvinkona en hvenær kemurðu í borg (orðinansiþreyttáaðbíðakelling)?
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 09:21
Nei....ég var ekki alveg bláedrú þegar ég fór að sofa! Eitt hvítvínsglas rann mjög ljúft niður í góðum félagsskap
En gangi þér vel í dag!! Ekki vera til vandræða... læknagreyin hafa svo mikið að gera að þú verður að vera í lagi!!
Heiða B. Heiðars, 5.11.2007 kl. 09:49
ég ekki alveg edrú í gær heldur, við bóndinn deildum einni rauðri í tilefni 19 ára trúlofunarafmælis okkar.
En gangi óxla vel í dag, krossum alla putta og tær...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.11.2007 kl. 11:16
til hamingu með áfangann kæra Jenný...frábært ! Biðst forláts á að hafa ekki komin fyrr inn en þá á sér skýringar í furðulegu háttalagi kellu um nótt (sjá blogg)
Ragnheiður , 5.11.2007 kl. 11:32
Heiða: Þú sleppur með eitt glas, híhí og þú Hildigunnur líka. Ég var nú að hugsa um Jesúauglýsinguna við erum hér, hvar ert þú. Sami rytmi sko. Takk krúttin mín og Heiða, þeir þurftu áfallahjálp þegar ég var búin að verka þá (læknana sko), enda búin að fá nokkuð góðar upplýsingar í dag.
Ragga: Fer samstundis og kíki og takk fyrir kveðjuna
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 13:38
Assgotans byttur eru þetta sem þú þekkir Jenný. Skildi drykkjuorðspor þitt vera til komið fyrir þennan slæma felagsskap?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.