Leita í fréttum mbl.is

Nú þarf ég að biðjast afsökunar..

 

..og það ekki í fyrsta sinn og alveg örugglega ekki í það síðasta.  Er alltaf að hlaupa á mig. 

Nú þarf ég að biðja Eirík Jónsson og kollega hans í hinum svokölluðu "slúðurblöðum" innilegrar afsökunar.

Það rann nefnilega upp fyrir mér, þegar ég hlustaði á Sigmund Erni tala við Eirík áðan í þættinum "Mannamál",  þar sem þeir töluðu um dóminn sem "Séð og Heyrt" fékk vegna umfjöllunar um Þóru fyrrverandi, Atlanta, að hvorki Eiríki né öðrum kollegum hans er um að kenna hvernig komið er fyrir slúðrinu.

Í máli Eiríks kom fram sú staðreynd, að Séð og Heyrt er mest selda tímarit á Íslandi.

Í þættinum kom einnig fram sú staðreynd að slúðurfréttir eru þær mest lesnu á netmiðlunum (ég hefði nú getað sagt mér þetta sjálf, Moggabloggarinn sjálfur).

Að því sögðu er það auðvitað ljóst að kaupendur og lesendur slúðurfrétta halda miðlum eins og "Séð og Heyrt" gangandi. Enginn lestur, ekkert blað.  Auðveldasta hagfræði í heimi.

Svo getur maður haft skoðun á þeim sem hafa lifibrauð sitt af gleði og sorgum annarra, sem að mínu mati er oftast nær langt yfir það sem eðlilegt getur talist.  Það er bara allt annað mál.

Eiríkur er a.m.k. ekki  júrnalístískur bófi í mínum bókum lengur.  Hann hinsvegar græðir á eiginlegu bófunum.

Við erum hinir raunverulegu sökudólgar gott fólk.

P.s. Tek fram að ég les EKKI "Séð og Heyrt" nema að ég hafi setið á þriðja klukkutíma á biðstofu læknis og sé meira að segja búin að lesa Bændablaðið og fréttablað heymæðisamtakanna,  skiljið þið.

En þá les ég snepilfjandann, sem er þá nokkra ára gamalt rifrildi og löngu orðið "out of date".

Æmgonnasúðtepeiper.

María Greta, miðbarnið mitt og slúðurblaðadrottning, skammastín elskan mín.InLove

Újá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Les heldur aldrei slúðurblöð, en veistu að bændablaðið getur bara verið gott aflestrar svona á stundum.
en ætlaði bara að segja: ,,Gangi þér vel á morgun"
                 Mun hugsa til þín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég les þetta blað alltaf þegar ég kemst í það, er algjörlega sek um minn þátt í viðhaldi svona blaðamennsku á Íslandi. Ég kaupi það meira segja þegar ég fer út fyrir borgarmörkin til að lesa í bílnum. Ég er fórnarlamb neyslusamfélagsins, algjörlega !

Sunna Dóra Möller, 4.11.2007 kl. 20:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eiríkur er náttúrlega misskilinn snillingur.  Það verða oft örlög þeirra, sem eru á undan  samtímanum að vera dæmdir af blóðsekum pöbul.  Hans tími mun koma með styttum og pæöttum og skólum, sem bera nafn hans.  Við verðum að vísu öll farin þá og missum af því.

Annars má hann fá kredit fyrir fyrirsögn um deilur Leoncie og útvarpsins forðum.  Hún birtist í DV í stríðsletri og hljóðaði svona: "Leoncie reið Markúsi Erni."

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2007 kl. 20:27

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nýyrðinu pæöttum er ofaukið hér.  Hér átti að standa plöttum þ.e. minningarskjöldum.  Pæattar eru hinsvegar þeir sem berjast með bökum og eru fjarskyldir Hattíföttum og múlöttum.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2007 kl. 20:30

5 identicon

Flott hjá þér og svo innilega rétt.Maður er manns gaman og allt það.Auðvitað lesum við þetta öll.Ég les Séð og Heyrt þar sem ég næ í það,kaupi það ekki.Af hverju könnumst við ekki við þetta ? er það "aðeins"flottari litteratur ?.Kanski of djúp umræða en hún er mér svolítið hugleikin þessi upphafning þ.e.a.s.hvað við erum og hvað við viljum vera.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 20:34

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Djö. finnst mér hann Jón Steinar stundum fyndinn   hafið þið séð kött patta, eða skvett skratta. Æ bullið í mér. Það gerir slátrið sem ég fékk í kvöldmat.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 21:06

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný mín, og þið hin, þið verðið að láta mig vita strax af þeirri bloggsíðu sem er á undan Séð og Heyrt! Það er nú ekki amalegt að geta staðið við hliðina á vinkonu sinni í líkamsræktinni um leið og við flettum Séð og Heyrt og sagt; Fuff ég er löööngu búin að sjá þETTA á blogginu!

Edda Agnarsdóttir, 4.11.2007 kl. 21:50

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Steinar er alveg að drepa mann úr hlátri, það er rétt.  Takk Jón Steinar

Elskan mín Edda hann Jensguð er stundum á undan öllum hér blogginu, skúbbar eins og m-f drengurinn.

Sunna Dóra: Skammastín dúllan mín

GE: Þessi blöð sem ég les eru með þeim hm.. leiðinlegri en í neyð má þola flest

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 22:16

9 Smámynd: halkatla

Jenný ég er alveg einsog þú, les aldrei þennan bölvaða snepil nema hjá tannsanum, NEMA og nú kemur fram þessi hárfíni munur sem aðgreinir okkur, ég les það á undan öllum öðrum blöðum í rekkanum! Yfirleitt er slúðrið mjög gamalt en samt, manni líður eitthvað svo óhreinum á eftir

halkatla, 4.11.2007 kl. 22:24

10 identicon

Jón steinar góður  Ég skoða Séð og heyrt þegar ég fer í yfirhalningu á hárgreiðslustofunni og er hætt að kíkja á forsíðu DV. Ég er alveg að frelsast frá þessum slúðurblöðum. Það er mjög stutt í algjört frelsi. Hárgreiðslustofan er hætt að vera áskrifandi svo ekki verða fleiri ný blöð til lestrar. Kannski ég fari til tannlæknis.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 23:11

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Tengi feitt á þetta.  Er sekur um að bölva þessum slúðursneplum, dett svo í þá hjá Tannlækninum, síðast í svo miklu blackout að klinkan varð að banka mig í hausinn eftir að hafa gargað sig hása, að ég væri næstur í stólinn.

Já legg til að við ný fjölmiðladeild verði kölluð Eiríks Jónssonar akademían.

Einar Örn Einarsson, 4.11.2007 kl. 23:27

12 identicon

Ég fer með ca 2ja mánaða millibili til klipparans míns og les þá outdated slúður um þá sem elska það að vera blaðaefni í þessu blaði (það má nebblega ekki gleyma því að sumir verða áhyggjufullir ef þeir sjá sig ekki fréttaefi í þessu blaði on að regular beisis). En rétt hjá þér Jenný, þeir sem kaupa halda þessu við.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 23:35

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Eiríkur sagði eimitt að fólk hringdi og kvartaði ef það birtist ekki reglulega í blaðinu, yrði af tekjum og svona.  GMG

Einar Örn: Hahaha er ekki tilbúin til að fara að skíra í höfuðið á honum Eiríki, þrátt fyrir að hafa beðið hann afsökunar í huganum.  Ónei.

Birna Dís og Anna Karen: Við erum öll sökkerar fyrir lesefni á biðstofum, þá hrynja varnir og prinsipp

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 23:38

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Og skammastu þín svo Jenný!

Annars náði ég aldrei aðopna myndina sem þú sendir á msn-ið...komu poppandi upp fílefldir kassar með aðvörun um að þú værir að senda á mig vírusa- hægri, vinstri!

Skammastu þín aftur bara!

Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 23:50

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða, ekki reyna að opna, vírus ´sskan, henti út prógramminu.  Þorrí honní.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 23:56

16 identicon

Bændablaðið er flott, ég skemmti mér oft alveg konunglega við það að lesa smáauglýsingarnar þarmæli með því sem skemmtiefni og til að svala fróðleiksfýsn.

Alva Ævarsdóttir í sveitinni góðu

alva (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 00:14

17 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir fínan pistil.  Les Séð og Heyrt helst á hárgreiðslustofunni, gleraugnalaus þar sem ég rétt sé fyrirsagnirnar og rugla saman Ólafi Ragnari og Finni Ingólfs ...."á færi".......

Vilborg Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband