Leita í fréttum mbl.is

Stelpur, til hamingju með daginn..

v

..þó seint sé.  Er utan við mig þessa dagana, enda margt í farvatninu.

Hvað um það.  Ég man kvennafrídaginn 1975 í smáatriðum, eins og hann hafi verið í gær eða fyrradag, nánast.

Stemmingin á Lækjartorgi var ótrúlega mögnuð og mér fannst eins og að nú myndu hlutirnir gerast hratt og örugglega.

Ekki reyndist ég sannspá þar, en hellingur hefur gerst í jafnréttismálum síðan þá og það ber að geta þess sem gott er.

Ég er smá óróleg yfir viðhorfunum sem virðast ráðandi hjá ungu kynslóðinni varðandi jafnréttismál.

Ég vona annars að allar konur, hafi notið dagsins.

Ójá.


mbl.is Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Bara Steini, 24.10.2007 kl. 19:44

2 identicon

Til lukku sjálf, vonum að unga kynslóðin átti sig.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 19:48

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég mætti víst líka á kvennafrídaginn 1975, var hálfs árs í vagni með mömmu. Hún segir að þetta hafi verið ótrúlegur dagur!

Ég mætti svo 2005 með mömmu, systur minni og dætrum mínum tveimur og þetta var svo mikil lífsreynsla að taka þátt í þessum degi þá og upplifa allar þessar konur og samstöðuna með baráttu kvenna sem er fjarri því lokið eins og bara má sjá á launamun kynjanna.

Til hamingju með daginn sömuleiðis !

p.s. gangi þér vel á morgun og ég veit og trúi að þú kemur út úr þessu jafn sterk og mikil hetja og þú ert í dag!

Sunna Dóra Möller, 24.10.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju sömuleiðis Jenný mín. - Það var sérstakt þá!

Edda Agnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 20:03

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég man líka vel eftir þessum degi 1975. Var á mótþróaskeiðinu og vildi sko engan andskotans kvennadag. Vann eins og strákarnir og var svo ánægð með sjálfa mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 20:14

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Man eftir þessum degi. Sagði þáverandi vinnuveitanda mínum að ég ætlaði að taka mér frí, held hann sé enn í fýlu!!

Byrjaði snemma að pissa mína vinnuveitendur off

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju allar

Jónína Dúadóttir, 24.10.2007 kl. 21:36

8 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Ég var í Eyjum á þessum tíma og við konur þar tókum þátt í kvennafrídeginum. Svo var ógleymanlegur dagurinn 24. okt. 2005 í Reykjavík. Þessar minningar gefa mér trú um að við konur stöndum saman

Þóra Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 21:56

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég var í góðu stuði í Borgarnesi þennan dag ... og í hittiðfyrra í Rvík, mikil stemmning. Knús yfir hafið, elskan!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:43

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Til hamingju með daginn

Hann fór einhvernvegin framhjá mér.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.10.2007 kl. 23:50

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég man ekkert eftir þessum degi

En til hamingju við allar. Og reyndar karlmenn líka.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.10.2007 kl. 23:52

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk sömuleiðis. Þessi dagur er alltaf sérstakur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.10.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband