Leita í fréttum mbl.is

Jólagjöfin í ár - Taka II

Jæja, þar sem ég hef tekið að mér, fyrir hönd okkar (ný)ríka og fallega fólksins að vera á jólagjafavaktinni (ekki er ráð nema í tíma sé tekið), stend auðvitað mína plikt í því.  Í gær benti ég á demantinn stóra sem tillaga að gjöf undir hvítagullsjólatréð og nú er komið að hinu nauðsynlega fjarskiptatæki.

Skv. Þorsteini Þorsteinssyni, vörustjóra hjá Hátækni, eiga margir tvo til þrjá síma og nota þá eftir verkefnum og klæðaburði og þessir lúxussímar seljast nú sem aldrei fyrr. 

Þessi Nokia sími er úr gulli og kostar um 170 þúsund krónur stykkið. "Sirocco-síminn er smíðaður úr 18 karata gulli og ryðfríu stáli. Skjárinn úr safírgleri og með honum fylgir gullitaður handfrjáls búnaður. Þá eru hringitónar í símanum eftir Brian Eno, en þeir eru að sjálfsögðu spilaðir á flygil."

Ég mæli sterklega með honum þessum, fyrir krakkana sko, einkum þau yngri, en auðvitað eru þeir hjá Nokia ekki að ætlast til að við fullorðna fólkið notum síma á útsöluverði, þar sem ekki einn einasta demant er að finna í appíratinu.

Svo má taka svona gullsíma og láta demantsskreyta hann þannig að hann fari yfir milljónina a.m.k. svo að hann sé nothæfur fyrir okkur, þau fögru og efnuðu.

En þarna er komin fram góð jólagjafahugmynd fyrir foreldrana til að gauka að afkomendunum, með öðrum og merkilegri gjöfum að sjálfsögðu.   Símar eru jú fylgihlutir, og nauðsynlegir sem slíkir, en fylgihlutir verða aldrei neitt aðalatriði, ef þið skiljið hvað ég meina.

Ég held áfram að fylgjast með fyrir okkur útvöldu.

Money makes the world go around!

Újejeje!


mbl.is Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ó mæ.....gullsími...Ég elska allt gull ! Þetta er nú reyndar aðeins yfir því sem að ég er vön að eyða í jólagjafir...... en góð hugmynd, mín 7 ára er allat að suða um síma.....!

Njóttu dagsins

Sunna Dóra Möller, 24.10.2007 kl. 07:49

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

.....að sjálfsögðu eru hringitónarnir spilaðir á flygil

Jónína Dúadóttir, 24.10.2007 kl. 07:49

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Reddaðir jólagjafaveseninu  Var í gær að pæla í því hvað ég ætti að gefa litla eins árs ömmustrák.  Hann elskar að leika sér með farsíma og fjarstýringar.  Ætli sé hægt að fá þær gullslegnar?

Ía Jóhannsdóttir, 24.10.2007 kl. 08:10

4 identicon

Upplagður í skóinn....

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 08:26

5 identicon

Gull smull. Gull er ódýr og ómerkilegur metall.

Ég bíð eftir Platinum útgáfunni sem getur ryksugað, þvegið þvotta og straujað

ex354 (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:02

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég frétti frá sjokkeruðum prófarkalesurum hér að biblían væri færð til nútímamáls og mætti lesa eitthvað á borð við: Ég er ekki að skilja þetta ... í stað: Ég skil þetta ekki!

Nú er ég brjáluð, þetta er öllu alvarlegra en sú breyting að sýna fólki meiri virðingu, m.a. konum og hommum ...  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 09:21

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er frábær hugmynd.  Ég er bara alveg á innsoginu. Auðvitað kaupi 4 stykki fyrir mína afkomendur til að lauma með í pakkann......... ofsa sniðugt.... svo kostar þetta ekkert.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.10.2007 kl. 10:05

8 identicon

Heyrðu mig frú Jenný - Er þorandi að heimsækja þig ef ég kemst t.d. ekki suður fyrr en í desember? Það er allavega stórhættulegt að bjóða þér í verslunarleiðangur  demantshringar, gullslegnir gemsar .....  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:30

9 identicon

Skil ekki hvað er fréttnæmt við þetta.  Sumt fólk á meir aur en aðrir og það er nákvæmlega ekkert athugavert við það.  Við hjónin kvörtum ekki og höfum það gott, myndum þó sennilega ekki fjárfesta í álík síma og eru ofangreindir.  Sé samt ekkert athugavert við það að fá sér slíkt, hafi menn á annað borð áhuga eða efni á þessu.  Öfundin í samfélaginu er okkar mesta mein, það er galli sem íslensk þjóð hefur borið allt of lengi. 

Erna (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 16:48

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er náttúrulega öryrkjasíminn eini og sanni...bara rífleg mánaðarlaunin...næstum tvöföld...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.