Þriðjudagur, 23. október 2007
Vogur næsta!
Jæja, þessi dagur hefur verið ömurlegur. Hann byrjaði í bláma og hélt sér þar, þrátt fyrir öflugar tilraunir mínar við að snúa vörn í sókn.
Sumir dagar eru bara þannig að maður vill helst gleyma þeim. Ég dró andann léttar þegar klukkan sló 24,00 og nýr sólarhringur gekk í garð. Okok, ýki smá en ég sé ekki eftir mánudeginum 22. október, 2007.
Ég er búin að fá að vita hvenær ég fer í rannsóknina og ég veit upp á hár hvaða deyfilyf ég fæ. Þannig að nú ligg ég á bæn um að ég komist inn á Vog strax á fimmtudaginn, þegar ég er búin í þessu inngripi sem er óumflýjanlegt. Ég vona að ég fái svar við því á morgun.
Þegar ég var í lyfjagjöfinni upp á Lannsa í dag, vildi ekki betur til en svo að ég fékk svo mikinn svima að ég var nærri dottin úr stólnum. GMG ég hélt ég væri að deyja (hehe), en fíflið ég hafði gleymt að ég er a) sykursjúk og b)þarf að borða reglulega. Halló, hoppaðu inn í raunveruleikann Jenný Anna Baldursdóttir. Ég náði mér, augljóslega þar sem ég sit hér og hamast á lyklaborðinu.
Ég er smá kvíðin fyrir þessu því sem er framundan, en samt er mér létt. Ég er þó hætt að bíða.
Það reynir skuggalega á æðruleysið þegar ég hef beðið of lengi. Guð mætti kenna mér þolinmæði - STRAX!
Ég er viss um að dagurinn á morgunn verður góður dagur, ég hef a.m.k. hugsað mér að hafa hann þannig.
Rek hér með blúsinn á brott.
Ég fer edrú að sofa í kvöld.
Kveðja frá mér á snúrunni.
Ójá.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þessi færsla er eitthvað svo dásamleg, svo mannleg, líka svo fyndin og svo mikið þú Knús til þín
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 01:25
Takk elsku Anna, þurfti þessa stroku fyrir svefninn. Er ekki alveg upp á mitt besta þessa stundina. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 01:28
...og kona vaknar edrú á morgun. Heyri í þér á morgun snúllurúsínurassgatarúslurófan mín
Jóna Á. Gísladóttir, 23.10.2007 kl. 01:35
Ég stend mér þér baráttukona
Þóra Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 01:39
Þetta blessast allt. Gangi þér vel vina. Taktu með þér Máttinni í Núinu, Ný Jörð, eða Kyrrðin talar eftir Eckhart Tolle. Þær bókmenntir hafa fleytt mér yfir ótrúlegustu hjalla.
Svo verður þetta bara auðveldara og sjálfsagðara eftir því sem tíminn líður. Ágætt að skoða aðra óreglu, eins og mataræði, (kaffidrykkju og sykurát og reykingar m.a.) Að venja sig á góða siði þar hefur mikið að segja enda er líðan okkar oftast tengd því sem við erum að láta ofan í okkur en ekki af utanaðkomandi áreitum í samfélaginu. (Svona án þess að maður sé nú að prédíka neitt.)
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 01:54
Maður sendir þér góðar hugsanir Gangi þér sem best í öllu.
Bara Steini, 23.10.2007 kl. 02:02
Kvíði og bið er ekki góður kokteill, góran mín. Hafðu það sem best og gangi þér allt í haginn. Vona að við fáum að heyra aðeins frá þér áður en þú ferð á Vog - en ef ekki, þá hlakka ég til að sá þig hressa, spræka og til í slaginn eftir rúma viku
Kolgrima, 23.10.2007 kl. 03:39
Gangi þér vel í dag Jenný mín. Er að fara í flug og hringi í þig þegar ég lendi. Fullt kossum til þín...;-)
Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 05:19
Gangi þér vel snúllan mín.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 06:33
Gangi þér vell
Salka, 23.10.2007 kl. 07:11
Gangi þér sem allra best, vertu hugrökk og sterk og ekki gefast upp! Það eru endalausir hvínandi skúrir inn á milli en það styttir upp um síðir... Þú ert flott!
Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 07:37
Gangi þér vel
Dísa Dóra, 23.10.2007 kl. 08:02
Þú stendur þig greinilega mjög vel
Jónína Dúadóttir, 23.10.2007 kl. 08:05
Góðan dag, ég vona að þessi dagur líti betur út í morgunsárið !
Gangi þér ótrúlega vel í þessu sem er framundan og farðu vel með þig á meðan þú bíður !
Sunna Dóra Möller, 23.10.2007 kl. 08:24
Gangi þér vel Jenný! Hafðu ekki áhyggjur af þolinmæðinni. Tíminn er alveg jafnlengi að líða þótt maður sé þolinmóður. Jafnvel lengur.
Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2007 kl. 08:37
Gangi þér vel, bloggvinkona. M.v. það sem ég hef séð af þér áttu eftir að tækla þetta með þvílíkum sóma að sögur fara af. Hugsa til þín.
Hugarfluga, 23.10.2007 kl. 08:43
aaaa . . þú ert sykursýkissystir mín:) Ég vissi að við ættum eitthvað sameiginlegt. Gangi þér vel! Ég sendi englana mína til þín.
Fiðrildi, 23.10.2007 kl. 08:51
Ég er glöð eins og banani á þessum morgni, þakka fyrir kveðjur, nú fer ég og hringi á Voginn og tékka með innlögn.
Þið eruð æði.
Arna: Eigum við að stofna sykursýkisþrýstihóp????
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 09:02
Gangi þér hrikalega vel, bæði í nauðsynlegu inngripi og að fá inni á Vogi.
krossgata, 23.10.2007 kl. 10:37
Gangi þér allt í haginn með þetta Jenný mín. Ég sendi þér knús.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 12:17
Beta, Krossgata og Ásthildur: Kærar þakkir elskurnar
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 12:58
Kæra Jenny, gangi þér sem allra best. Hlakka til að lesa næsta blog frá þér.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 23.10.2007 kl. 13:39
Heiða B. Heiðars, 23.10.2007 kl. 14:14
Jenny hættu þessu væli hér þú þarft ekki að far á Vog eftir aðgerð það hefur ekki með málið að gera ef þú hrynur í það er það vegna þess að þú ert búinn að ákveða það fyrir löngu og miðað við skrif þín hér og hvernig þú eyst fólk drullu ef það er ekki sammála þér er ég ekki hissa á að þú hrynjir í það ADOLF hin umhyggjusami
afinns@simnet.is (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 14:50
Æ hvað þetta er nú mikill sólskinsgeisli alltaf þessi yndislegi og mannelskandi Adolf.......
Bara Steini, 23.10.2007 kl. 17:46
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:44
Mestu sigurvegararnir eru þeir sem sigrast á sjálfum sér...með hjálp æðri máttar Gangi þér vel á fimmtudaginn. Vertu góð við sjálfa þig. Sýnist nú ekki veita af að einhver sé góður við Adolf...greyið.
Bára (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.