Sunnudagur, 21. október 2007
Svartur sauður á leið út úr hópnum
Ég veit ekkert um pólitík í Sviss. Ekki nokkuð skapaðan hlut annað en ég sá í fréttum í gærkvöldi og svo þessa frétt núna á Mogganum.
Hvað finnst ykkur um þetta auglýsingaspjald gott fólk?
Og hvað um manninn sem stendur og smælar undir spjaldinu?
Ég verð að játa að stundum segja myndir meira en þúsund milljón orð.
Umdeildir "svartir sauðir" í Sviss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Nota bene
Áhugaverðir tenglar
www.myspace.com/noise1
Athugasemdir
Mér finnst þetta krípí !
Tony Blair hélt sína fyrstu stórræðu á alþjóðavettvangi í vikunni í sínu nýja starfi. Hann sagði í ræðunni að aðstæður í heiminum væru núna að mjög mörgu leyti svipaðar eins og þær voru um 1920 þegar fasisminn var að komast til valda í Evrópu.
Marta B Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 18:26
Nokkuð mikið til í því hjá Tony. Ég varð eitt sinn áheyrandi að samræðum í Vesturbæjarlauginni þar sem til umræðu var hvernig þessi stefna er á uppleið í Danmörku, Hollandi og fleiri löndum - en ekki í Þýskalandi þar sem menn eru ennþá bugaðir af fortíðinni. Þeir sem töpuðu stríðinu þurftu að gera upp sín mál og skoða hvernig þetta gat gerst, sigurvegararnir þurftu þess ekki og það er í þeim löndum sem fasisminn og útlendingahatrið er á uppleið.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 21.10.2007 kl. 18:47
Það er nasistaflokkur(NPD) í Þýskalandi sem fék 4.9% á seinustu kosningum sem hefur aldrei gerst áður svo jú hún er á uppleið þar
Butcer (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 18:49
Síðan hefur British natinal party sem er borderline nasistaflokkur verður að bæta miklu fylki við sig, nýnasismi í Rússlandi er kominn úr öllum böndum, í Grikklandi var fasistaflokkur að koma manni á þing sem hefur aldrei gerst áður,
Butcer (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 18:51
Mér finnst þetta skelfileg þróun og þessi mynd er til skammar sem að notuð er í kosningarherferðinni þarna í Sviss! Svona hræðir mig bara og ég á erfitt með að skilja hvað veldur svona aðgreiningarhyggju !
Sunna Dóra Möller, 21.10.2007 kl. 19:33
Ömurlegt að skuggi nasismans sé aftur á ferð yfir Evrópu.
Svala Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 20:37
Veröldin er yfirfull af slæmum pólutíkusumþað er orðið nokkuð ljóst, góðu mennirnir eru að hverfa af sjónarsviðinu, því miður.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.10.2007 kl. 20:41
Er þetta Heiðar snyrtir?
Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2007 kl. 20:45
Má nú ekki heldur reka útlendinga úr landi sem eru til vandræða ?
Hvar er vitglóran í þvi ?
Fransman (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:09
Það þarf ekki að fara alla leið til Sviss til að finna ráðamenn sem vilja dekkri lömbin burt ef þið nennið að lesa þessa langdregnu sögu þá er ég viss um að margir eiga ekki orð sjá: http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/341289/
bestu kveðjur Bogi
Bogi Jónsson, 21.10.2007 kl. 21:11
Auðvitað á að tak ahart á útlendingum sem eru til vandræða..
Það væri gaman að vita hvað Jenný leggur til að Hollendingar geri við þessa vandræðagemsa.
Þetta byrjaði um síðustu helgi þegar 22 ára gamall maður af marokkóskum uppruna stökk innfyrir afgreiðsluborðið á lögreglustöðinni í Slotervaart hverfi. Hann réðst á lögreglukonu sem þar var og stakk hana þrem stungum í brjóst og bak.
Þegar félagi hennar reyndi að koma henni til hjálpar var hann sjálfur stunginn fimm sinnum í háls og öxl. Lögreglukonan dró þá upp skammbyssu sína og skaut Marokkómanninn til bana.
Síðan hefur ríkt óöld í hverfinu. Kveikt hefur verið í ellefu bílum að nóttu til og lögreglustöðin grýtt.
Lögreglan segir að það sé þrjátíu og fimm manna kjarni innflytjenda sem stendur fyrir óeirðunum. Mörg ungmennasamtök og leiðtogar múslima hafa fordæmt óeirðirnar í hverfinu.
Fransman (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:03
Ekki búin að lesa neinar fréttir um helgina. Innlitskvitt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:07
Um miðjan áttunda áratuginn var breski nasistaflokkurinn National Front farinn að fá upp í 130.000 atkvæði í kosningum. Frægar poppstjörnur á borð við Eric Clapton og David Bowie studdu flokkinn opinberlega.
Pönksenan var að myndast í Bretlandi. Svo blessunarlega vildi til að forsprakkar pönksins sameinuðust í að nýta uppgang pönksins til baráttu gegn rasisma. Hvar sem því var viðkomið lýstu þeir yfir andúð á rasisma: Í fjölmiðlaviðtölum, í textum, á hljómleikum o.s.frv.
Pönkhljómsveitirnar sameinuðust í að spila undir merkjum "Rock Against Racism", "Anti-Nazi-League" og þess háttar.
Pönkhljómsveitirnar reyndu sem oftast að fá hljómsveitir blökkumanna til að koma fram á hljómleikum með sér. Oftast reggíhljómsveitir en einnig blús, fönk og fleira. Þegar ekki var viðkomið að bjóða upp á blökkumannahljómsveit á pönkhljómleikum var jafnan reggímúsík spiluð af plötum á undan hljómleikunum. Sömuleiðis varð það svo gott sem regla að pönkhljómsveitir gæfu út að minnsta kosti eitt reggílag.
Þegar pönkarar voru fengnir til að velja lög í útvarpsþáttum völdu þeir að uppistöðu til reggí-lög jamaískra blökkumanna.
Barátta bresku pönksenunnar gegn rasisma gerði út af við National Front. Það varð allt í einu mjög hallærislegt í Bretlandi að vera rasisti. David Bowie baðst afsökunar á að hafa "ruglast í hausnum" vegna dópneyslu og lofaði því að semja og syngja söngva gegn rasisma. Jafnframt giftist hann hörundsdökkri konu og var tekinn í sátt.
Bresku krúnuskallarnir sem áður ofsóttu og lömdu hörundsdökka færðu sig yfir í fótboltann. Gerðust fótboltabullur og lemja hver á öðrum.
Nú hefur pönksenan fyrir löngu síðan fjarað út í Bretlandi og rasistarnir eru aftur komnir á stjá.
Jens Guð, 21.10.2007 kl. 22:07
Jens: Takk kærlega. Þú ert hafsjór af fróðleik maður.
Fransman: Ég legg bara til að fólk mæti hvort öðru á jafnréttisgrundvelli, flokki ekki fólk eftir kynþætti eða trúabrögðum svo ég taki dæmi. Og til að svara fyrra kommentinu, þú veist meira en ég, á svarti sauðurinn bara að tákna þá sem eru til "vandræða" og hvað er þá að vera til vandræða. Hver skilgreinir það?
Bogi: Takk.
Jóna: Hm...
Takk gott fólk fyrir góð innlegg í umræðuna. Það sem sló mig, fyrir nú utan boðskapinn, er óhugnaðurinn sem liggur að baki svona auglýsingu. Hún er í einfaldleika sínum sláandi og hnitmiðuð. Minnir mig á auglýsingarnar sem nasistar gerður með myndum af gyðingum í Hitlersþýskalandi. Þar sem andlit fólk voru afskræmd til að breiða út boðskapinn að gyðingum væri ekki treystandi og þeir væri rotnir að innan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 22:18
Það er óhugnanlegt að það skuli vera félagslega bærilegt að gera svona.
Kolgrima, 21.10.2007 kl. 22:26
Sammála Kolgríma, alveg sláandi og skelfilegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 22:26
Brosið... maður fær hroll...
Ef ég ætti að leika skrattann sjálfan í leikriti þá myndi ég æfa mig að ná þessu - nákvæmlega þessu brosi
Marta B Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 22:48
Marta: Mér finnst brosið hryllilega krípí. Heiðar snyrtir hvað????
Muha
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 22:50
Heyrðu óþekka stelpa! Ég hélt þú værir hætt að vera með uppsteit í dag
Þessi maður er annars krípí og auglýsingin vafasöm. Hvað með innlenda sem eru til vandræða? Eitthvað síður tekið á þeirra málum en þessara útlendu? Djöfs rugl.
Laufey Ólafsdóttir, 21.10.2007 kl. 23:07
Held að Íslendingum og íslensku sé meiri hætta búin af öðrum áhrifum en þeim sem berast frá austur-evrópu. T.d. "smæl"
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 00:22
Jurgen: Er "rétthugsandi" fólk dragbítur á eðlielga umræðu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 07:43
Ok Jurgen, takk fyrir þetta. Það eru punktar í þessu hjá þér en ég sé ekki hvernig á að vera hægt að hafa Evrópu t.d. landamæralausa í atvinnulegum skilningi og taka svo ekki afleiðingunum af því.
Frjálslyndir fóru offari í sínum málflutningi og töluðu um "óheftan innflutning" útlendinga til Íslands, en það er fjarri öllum sannleika þegar við erum annars vegar. Ísland tekur ekki inn pólitíska flóttamenn, einu sinni svo nokkru nemi og við erum ekki að leyfa fólki að flytjast hingað, nema rétt á meðan að við þurfum á vinnuaflinu að halda og svo er hið sama fólk farið um leið og verki er lokið.
Takk aftur fyrir þitt innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 09:17
Þú ættir að kíkja á bloggið hennar Önnu Ólafsdóttur Björnsson um það sem gengur á í Ungverjalandi. Sjokkerandi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.10.2007 kl. 12:20
Maður heldur alltaf að maður viti svo mikið og allt sé nú að þokast í rétta átt.
Nei ekki aldeilis. Ég frétti fyrst af ástandinu í Sviss á BBC World Service útvarpsstöðinni rétt fyrir helgi. Aðskilnaðarstefna á fullu þar. 20% þjóðarinnar útlendingar og skipta miklu máli fyrir efnahaginn þar í landi en það er víst ekkert verið að horfa á það. Fordómarnir frekar miklir.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 22.10.2007 kl. 13:18
Ég gluggaði nú aðeins í þetta mál og sé að það sem fyrst og fremst er verið að fara fram á er stekara eftirlit með sakaskrám innflytjenda vegna tíðra glæpa, sem tengjast þeim. Einhvern samhljóm virðist það eiga hér. Það eru ekki útlendingar per se, sem verið er að agnúast út í heldur þessara smákrimma án landamæra, sem sýnt er að eru meira á faraldsfæti í iðju sinni en annað og heiðvirt fólk.
Það eru hinsvegar öfgafyllri einstaklingar, sem gerast áhangendur flokka með málflutning í þessa veru og koma óorði á þá um leið, eins og virðist hafa gerst með FF hér. Ekkert í stefnuskrá þeirra bendir til rasisma en yfirlýstir flokksmenn þeirra hafa oft farið með demónískar hatursræður um útlendinga í óþökk við stjórn flokksins og í andstöðu við stefnuskránna. Einn, sem kommenteraði hjá Ásthildi vinkonu minni, vildi láta drepa alla múslima t.d.
Ég mæli engum aðskilnaði bót á milli manna, hvort sem um þjóðerni, skoðanir, lífstíl eða trú. En ég er sammála grundvallarskylyrðum um sakavottorð, þegar landvistarleyfi eru veitt og einnig að fólki sé vísað til föðurhúsanna, sem er óalandi og óferjandi á reynslutíma sínum.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 02:07
Annars minnir maðurinn á Dr. Evil í Austin Powers myndunum. Annars var svona bottom line hjá mér að það er sjálfsagt að sporna við að örfáir óvandaðir einstaklingar fái að koma óorði á aðra landa sína. Það eru þeir, sem gefa forpokuðum rasistum eldsneyti. Það er ekki ný tilhneiging að dæma heilar þjóðir eftir gjörðum sinna svörtu sauða og er umræðan um Múslima, gott dæmi um það.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 02:21
einsog kindur eru guðdómlega sætar og yndislegar þá er þetta veggspjald bara ljótt þarna er illa farið með kindurnar blessaðar, að vera að blanda þeim í þetta.
halkatla, 23.10.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.