Leita í fréttum mbl.is

Blóm visna og deyja...

1

Í þau skipti sem ég hef gift mig hefur verið afskaplega lítið um blóm.  Einn og einn brúðarvöndur hefur verið keyptur með einhverju grænmeti, en svei mér að ég muni lit og ilm.  Sennilega hefur rósum verið lufsað í vasa en í síðasta brúðkaupi, því best lukkaða af þessum þremur sem ég hef þegar prófaðWhistling,  var hvít lilja með í för og var hreint ótrúlega falleg, enda valin af henni Hjöddu blómalistamanni og vinkonu minni, sem var svaramaður við athöfnina.

Þó ég fegin hefði viljað, hefði ég sum sé ekki getað farið í mál við neinn út af hálfdauðum blómum, í vitlausum lit, í rykugum vösum með engu vatni.  Þessa lýsingu á blómaskreytingum gefur brúðurin og lögmaðurinn Elena Glatt sem nú hefur farið í mál við blómasalann og vill fá litla 400.000 dollara í skaðabætur.

Ef Elena er að segja satt, þá er þessi blómasali, hreinn og beinn hryðjuverkamaður innan brúðkaupsbransans, eða þá að hann vinnur hörðum höndum að því að koma sjálfum sér á höfuðið.

Ég á bágt með að trúa því að nokkur klúðri málum svona víðtækt að ekkert standi eftir nema þá mögulega kort með fokkjú merkinu til að undirstrika og útskýra hið makalausa klúður, á pöntuðum blómum.

Svo er spurningin hvort það er eitthvað lítið að gera á stofunni hjá Glatt, sem ekki gefst upp svo glatt og hana langi til að láta blómamanninn engjast frammi fyrir dómara.

Ég velti því fyrir mér.

Rós til ykkar.

Ójá.


mbl.is Brúðhjón í mál við blómasala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Úff, það er hægt að gera veður út af öllu . Greinilega hamingjusamt fólk þar á ferð

Laufey Ólafsdóttir, 21.10.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eða í fjárþörf híhí og nú skal halað inn fé

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

JÁ er það ekki næstum því siður að fara í mál útaf öllu í Bandaríkjunum en fúlt að nýgiftu hjónin séu ekki hamingjusamari en það að nenna að standa í málarferlum og er það ekki þannig að þegar að maður giftir sig á maður að vera svo ástfangin að maður sér ekkert nema makann

Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.10.2007 kl. 17:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blómasalinn hefur gleymt að setja miða á vendina; blóm fölna, samanber vinsamlegast athugið kaffið er heitt og getur brennt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2007 kl. 17:58

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta hefur örugglega verið alveg dedd boring brúðkaup og nú eru þau að reyna að kenna blómunum um það sem miður fór 

Sunna Dóra Möller, 21.10.2007 kl. 19:36

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er víst ekki alveg sammál ykkur hérna, blóm visna, já. En þegar að þú ert að panta blómaskreytingar upp á c. 1,620,000.kr þá finnst mér nú alveg lágmark að blómin séu ekki fölnuð þegar að þú færð þau og að þau séu í réttum lit.

Sporðdrekinn, 21.10.2007 kl. 20:48

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Var Einar samt ekki ánægður með rósirnar? Einar minn? ha? ha?

Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2007 kl. 21:19

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar alveg í víðtækri gelði með rósirnar ´sskan, enda standa þær enn keikar og eru glæsilegri en þegar ég fékk þær fyrir viku.  Jóna, hvað gafstu kvikindunum???

Sporðdreki:  Það er alveg nauðsynlegt að geta haft smá húmor fyrir lífinu.  Ég er svo algjörlega áhugalaus um frú Glatt, en notaði hana sem ástæðu til að blogga um Blóm you see.  Smile you´re on candid camera"

SD: Boring brúðkaup og boring brúður og boring blóm.  Er eignmaður enn lifandi??

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 23:07

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Jenný, ég tel mig nú vera með húmor fyrir lífinu, enda les ég bloggið þitt og hef gaman af . En ég er víst oft tilbúin til að verja mann og annan ef að mér finnst ósanngirni vera í málinu og ætli það sé ekki þess vegna sem að ég skrifaði það sem að ég skrifað hér ofar.

Sporðdrekinn, 22.10.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2987151

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband