Sunnudagur, 21. október 2007
Ætli mér verði líft á landinu eftir bloggfærslur helgarinnar?
Búin að blogga um vændi. Ekki vinsælt.
Búin að blogga um rasisma. Ekki vinsælt.
Búin að blogga um rasista (fleiri en einn, fleiri en tvo). Engan veginn að gera sig í kommentakerfinu.
Nú blogga ég um súlustaði (já ég er hugrökk og óstöðvandi í baráttunni fyrir bættum heimi)
Frétt stolið af Vísi, staðfærð af mér.
"Svo gæti farið að nektarstöðum verði útrýmt úr borginni en nýr meirihluti hyggst taka fastar á málum þeirra en gert hefur verið. Yfirlýst stefna mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar er að sporna gegn rekstri nektardansstaða.
Í Reykjavík eru starfræktir þrír nektardansstaðir, Óðal, Bóhem og Vegas. Í lögum sem nýlega tóku gildi er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna. Þó getur leyfisveitandi, í þessu tilfelli Reykjavíkurborg heimilað slíkan rekstur að fengnum jákvæðum umsögnum.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa málefni nektardansstaða verið rædd hjá nýjum meirihluta og fyrir liggur að taka fastar á þeim. Ekki er þó ljóst til hvaða aðgerða mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hyggst grípa til en ætla má að meirihlutinn beiti sér í gegnum Borgarráð. Formaður Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. "
Eru jólin? Ha? Ég fer að halda að við stefnum hraðbyri til himnaríkis, ekkert minna en það.
Þegar búið verður að loka, læsa og henda lyklinum af þeim súlustöðum sem eftir eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu, hefur unnist stór sigur.
Þá þarf fólk ekki að ganga um með samviskubit yfir að eiga óbeinan þátt í misnotkun á konum og ömurlegum aðstæðum þeirra.
Þann dag verður gaman að vera til.
Það kæmi mér ekki á óvart þó maður þyrfti að fara að dulbúast í mjólkurbúðina
Bætmí!
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Femínistablogg, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jón Frímann: Þessi hérna "þetta svar hefur verið myndað "smell" er orðinn smá þreyttur. En þú ert meira en velkominn að tjá þig hérna á síðunni minni. Það væri samt vel þegið að þú héldir þér við málefnið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 00:57
Æj ég er líka orðin svolítið þreytt....*smell* farin að sofa. Takk fyrir allar færslur dagsins mín kæra. Mér þykir líka mikið vænt um þig
Ragnheiður , 21.10.2007 kl. 01:05
Verði súlustöðum lokað, mun ég halda upp á þann dag á hverju ári!
Geturðu tekið spilasalina fyrir næst?
Kolgrima, 21.10.2007 kl. 01:06
Heyr heyr....og löngu orðið tímabært loka þessum stöðum, tek undir með Kolgrímu að ég mun halda upp á þann dag á ári hverju.
Bros, 21.10.2007 kl. 01:08
Ég sé í færslunni sem Jón Frímann bendir á að hann er málefnalegur þar eins og hér...
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 21.10.2007 kl. 01:09
Ha ha ha! Góð! Haltu þessu bara áfram, þú ert ekki ein. Það undarlega er að það eru líka fullt af karlmönnum á móti þessu líka. Hvað skyldi vera að hrjá þá?
Díta (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 01:10
ég tel að eina leiðin sé að leyfa eigi konum að selja sig eða að dansa fyrir fulla kalla og hafa gott eftirlit með þeim frekar en að hafa þetta ólöglegt og undir gólfinu, þetta vandamál hverfur ekki þótt þetta sé gert ólöglegt. bara meira spennandi. er ekki bannað að neyta cannabísefna? en samt er það orðið mikið vandamál
haukur (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 01:13
jenný ég sé að Jón Frímann er hræddur um að þú eyðir út kommentinu hans. Blessaður drengurinn.
Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2007 kl. 01:16
Lét mig hafa það að lesa færsluna frá Kela sem Jón Frímann "linkar" á. Færslan er svo málefnaleg að ég held að ég peisti henni inn í kommentakerfið.
"Bannið bara allan anskotan sem ykkur dettur í hug. Það er merkileg árátta að banna allan fjandann á Íslandi. Af hverju má ekki bjóða upp á nektardans á Íslandi ef það er til fólk sem hefur áhuga á að hafa tekjur af því að strippa fyrir aðra?
Þetta er furðuleg árátta og allt út af einhverjum forljótum kellingarálftum sem kalla sig feminista og halda að allar konur aðhyllist þeirra kenningar. Málið að er bara að sumar konur hreinlega njóta þess og elska að strippa fyrir framan aðra og þá ekki sýst spólgraða kalla sem þrá líkama þeirra.
Það eru nefnilega ekki allar kellingar með samansaumaða kuntuna vegna ofþurka eins og sumar af þessum feministazitabeljum.
Ef það væri einhver vitglóra í stjórnmálamönnum hér á landi , þá væri fyrir löngu búið að setja upp stjörnuklassa spilavíti sem gæfi Las Vegas ekkert eftir til að laða hingað auðmenn víðs vegar að úr heiminum. Væri hægt að vera með ferðatengda þjónustu líka í því sambandi þar sem boðið væri upp á hálendisferðir, jöklaferðir og fleira og fleira fyrir þá sem hefðu áhuga á slíku. Á slíkum stað þarf því líka að vera strippklúbbar, fylgdardömur og allt sem þeim bransa fylgir.
En í staðin skal bara banna alla skapaða hluti og sigla þessu úldna fiskiskeri á fimm þúsund faðma dýpi af handónýtum stjórnmálamönnum sem láta kúga sig af geldum kellingum.
Aumingjaþjóð."
Jájá
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 01:20
Jóna: Ég væri vís til þess að loka en ég lét mér nægja að "kopíera" kommentið svona in case ef það skyldi hverfa á meðan ég sef svefni hinna réttlátu
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 01:22
Kolgríma, don´t get me started, hvar eru spilasalir? Ég þangað í vettvangsrannsókn. Sko núna. Muhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 01:23
Vitiði það, ég fór að skellihlæja þegar ég las þetta á síðunni hans Kela. Kannski bara að því að það liggur almennt vel á mér, en omg Hafiði séð kommentin? Þetta er svo arfavitlaust að það er ótrúlegt. Sendum Sóleyju og kó þetta blogg (henni veitir kannski ekki af smástuðningi) og málið er í höfn!
Kolgrima, 21.10.2007 kl. 01:26
Dúa þú myrðir mig úr hlátri.
Sóley er formaður mannréttindanefndar, OMG aumingja Sóley með þessi viðhorf bænda og búaliðs.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 01:30
þú ert bara glæsileg Jenný, ég þarf ekki einu sinni að lesa "umdeildu" færslurnar til að vita það - ég er bara upptekin við annað en blogg þessa helgina og vildi bara senda þér smá kveðju, því þú ert flottust
halkatla, 21.10.2007 kl. 01:34
ég vill að skyndibitastöðum verði lokað, verð feitur og ekki sexý er komin með hamborgarass og bumbu. Hvar get ég fengið stuðning og hlýju frá þeim sem hafa lent í þessu víti. hef lifað við ömurlegar aðstæður þar sem aðgengið er of gott. vill banna svona staði svo ég geti verið grannur og flottur. plís hjálpið mér"""""
haukur (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 01:50
Ég er með lausn Haukur; Farðu í sveit. Muhahaha
Beta: Sóley á örgla eftir að BJARGA heiminum og eftir að hafa lesið kommentin hjá mér í dag hef ég komist að raun um að við þurfum verulega á því að halda.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 01:54
Lokum súlustöðum ! Færum dansinn út á götur borgarinnar ! Það væri alveg virkilega fyndið að sjá fólk (aðallega konur auðvitað ) utaná öllum ljósastaurum. Hvað er betri súla en ljósastaur á Ljósvallagötu..nei ég segi svona. Jenný..haltu áfram á þessari braut...fínt að hrista aðeins upp í bloggheimum
Lovjú
Brynja Hjaltadóttir, 21.10.2007 kl. 08:03
Mikið verð ég glöð þegar súlustaðirnir hverfa og helst bara af landinu í heild en ekki einungis úr Reykjavíkurborg. Svo mega menn eins og keli arga hátt yfir forljótum feministabeljum - það er allavega ekki verið að misnota ungar konur sem leiðast einhverra hluta vegna í að selja líkama sinn (oft til að fjármagna eigin eiturlyfjaneyslu því miður).
Ég tel mig nú hvorki feministabelju né forljóta (og kallinn minn kinnkar ákafur kolli hér ) en þrátt fyrir það er ég mikið á móti súlustöðum
Dísa Dóra, 21.10.2007 kl. 09:41
Þetta er greinilega helgi óvinsælu blogganna ...en ekki óvinsæl hjá öllum vegna þess að þetta eru allt flott blogg um mál sem að fjalla um fólk og skelfilegar aðstæður þeirra. Það er þörf á að blogga um svona mál og þú gerir það af snilld !
Sunna Dóra Möller, 21.10.2007 kl. 11:00
Já, hann hefur blásið svolítið hressilega napurt í blogginu þínu, Jenný, undanfarið. En láttu ekki deigan síga. Búum við skoðana- og ritfrelsi hér á landi sem betur fer. Og öll él styttir upp um síðir. Og þessi færsla um nektardansinn, frá þessum Kela, sýnir best hvaða innri mann hann hefur að geyma.
Sigríður Sigurðardóttir, 21.10.2007 kl. 11:12
Þú ert sætasta og flottasta "feminístabelja" á Íslandi!
Edda Agnarsdóttir, 21.10.2007 kl. 11:21
Sunnudagur til sælu fyrir þig
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 11:24
ég má til með að segja nokkur orð varðandi súlustaði,,,,,ég hef aldrei skilið það hver er að misnota hvern...................ég veit ekki annað en þessar stúlkur sem koma til Íslands að dansa á þessum stöðum að þær komi að fúsum og frjálsum vilja eftir því sem mér skilst eru þetta nánast ´sömu stúlkurnar sem koma til Íslands aftur og aftur það væru varla að gera það ef þeim líkaði það ekki.ég hef einnig heyrt það ad þessar stúlkur eru flestar á Ráðherralaunum og ef ekki meira,,...........................mér persóonulegt finnst ef verið er að misnota einhvern þá eru það karlmennirnir sem fara á þessa staði...................og eru peningalausir og rænulausir þegar halda skal heim vegna þess að búið er ad.............................
birgir guðmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 11:44
Vonandi verður það til góðs að loka súludansstöðum. Það er bara alltaf einhvernveginn ekki hægt að banna það sem fólk sækist eftir, ekki virkar vínbann, ekki reykingabann, ekki fíkniefnabann, ekki bann við vændi. Þegar það er bannað fer það gjarnan neðanjarðar í felur og fólkið sem við á, verður án eftirlits og réttindalaust. Þá fyrst er ég hrædd um að dansstúlkurnar verði gerðar að þrælum. Það þýðir ekki að loka augum fyrir mannlegu eðli. Og það er nánast útilokað að menn hætti að langa til að glápa á ungar fallegar konur klæða sig úr og dansa við súlur. Græðgin á alltaf einhverja leið því miður.
En þetta er nú bara mitt álit.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2007 kl. 12:05
Jenný mín! Skelltu þér í mjólkurbúðina kviknakin í 15 cm hælum og berðu höfuðið hátt! Dúlbúast smulbúast.
Laufey Ólafsdóttir, 21.10.2007 kl. 12:34
Haltu endilega áfram að skrifa allar þessar "hættulegu" færslur. Hlakka ekkert smá til að sjá búningasafnið þitt næst þegar ég kem í borgina
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 12:46
Þessar elskur eru ekki á neinum ráðherralaunum, þær ná ekki 200 þúsund kalli á mánuði. Við tókum svolítið á þessum málum í Vikunni og fannst ótrúlegt hvað það er farið illa með þær launalega ofan á allt saman. Þannig að ekki er hægt að svæfa samviskuna með því að þær séu á ráðherralaunum! Gó görl!!! Klikk, femínistabeljan mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.10.2007 kl. 12:55
Jón Arnar: Þarf ekki að fara. Er núna búin að lita á mér hárið, ljósrautt, er með rauð gleraugu og í bláum bangsabúningi með kúkaloki. Dem, dem, nú kjaftaði ég af mér. Fer samstundis og lita á mér hárið á mér blátt, fer í hjúkrunarbúningin og set upp græn gleraugu. Sjúkkit eins gott að ég fattaði þetta.
Brynja: Dansinn á götur út.
Sunna Dóra: Ég TEL mig feministabelju
Sigríður: Það þarf að fjölrita Kela, menn eins og hann vinna stórvirki fyrir kvennabaráttuna
Edda: Ekki slæm sjálf, ekki slæm!
Laufey: Er á leið í búðina as we spík í húðlitaða vetrargallanum
Anna: Ég lána þér úr búningasafninu, ekki spurning
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 12:57
Jenný mín, þú ert yndisleg femínistabelja og frábær skrif hjá þér eins og alltaf.
Frá félaga femínistabelju. ;)
Svala Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 17:22
Og Svala veit hvað hún syngur! En samt hefur hún lítt sést "á beit" í hverfinu svo vitað sé og skortir þó ekki túnin!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.10.2007 kl. 21:46
Ásthildur hitti naglann á höfuðuð, en auðvitað var Jenný ekkert að hafa fyrir því að svara henni. Mannstu hvað ég sagði um að vera málefnalegur um daginn, Jenný? :)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 01:28
Fyrirgefðu Ásthildur (Gunnar Hrafn ég á það til að gera mistök, eins og missa úr eina athugasemd, hugsaðu þér).
Hér er svar mitt: Við bönnum með lögum alls kyns óæskilega hegðun, sem dæmi: illa meðferð á börnum, fíkniefnanotkun, íkveikjur, nauðganir, klám (já bannað með lögum) og því skyldum við ekki banna vændi og nektarbúllur þar sem slíkir staðir hafa sannanlega verið uppspretta alls kyns andfélagslegrar hegðunar og tengist gjarnan mannsali og fleir neikvæðum þáttum?
Fyrir mér er þetta einfalt. Bönnum vibbann.
Hér er mynd af síðustu æfingu hjá feministabeljukórnum fyrir þig Svala mín:
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 01:35
Auðvitað hefur Fríman rétt fyrir sér að kommatittar eins og Jenný skaða þjóðfélagið
Alexander Kr Gustafsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.