Leita í fréttum mbl.is

Nei é gerriða ekki - bróðir mín gerriða!

Hún Jenný Una Eriksdóttir er alltaf að læra nýja hluti.

Í vikunni kom mamma hennar að henni þar sem hún var að mála á vegginn með litunum sínum, þrátt fyrir að vita ósköp vel að það er "stranlega" bannað.

Mamman: Jenný, þetta máttu alls ekki gera.  Það er ekki hægt að ná litnum af veggnum.

Jenný Una: (Hendir litnum frá sér á hraða ljóssins, og fórnar höndum til himins). É ekki með neitt mamma.  É litaði ekkert neitt.  Jenný Una Eriksdóttir gerrðiða þegar hún var pínupínu lítil.

Og hjá ömmunni var hún að henda kornflexinu sínu dálítið útum allt bara.

Amman: Jenný mín, hættu þessu, það á ekki að henda matnum á gólfið.

Jenný Una: (Forstokkuð og ósvífin í framan). É gerriða ekki - bróðir mín gerriða! (Halló!! eigum við ekki að leyfa bróðurnum að fæðast, áður en honum verður kennt um misgjörðir systur sinnar í bráð og lengd?)

Og áfram halda prinsessudagarnir.  Það eru bandaskór og puntkjólar teknir fram á morgnanna, því barn fer ekki í "vinnufötum" í skólann, kjóll skal það vera.  Og þar sem foreldrar hennar trúa því að hún megi hafa hönd í bagga með eigin klæðavali, þá enda samningaviðræðurnar oftar en ekki, með því að Jenný fer í joggingbuxur og prinsessukjól í leikskólann.

Allir ángæðir, sérstaklega Jenný Una Eriksdóttir...

sem er altlaf glöð, alltaf góð og alltaf að "skittast á".

Ekki "leiðilett" að vera samvistum við svona barn.

Svo má geta þess að barn lék sér ötullega við Einarrrr inni í svefnherbergi (herbergi mín) og amman kom glöð og kát og vildi vera með.

Jenný: Amma við leika, farru og hættu að trubbla.

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, amma ekki alltaf vera að trubbla þetta. Geturðu ekki bara haft hana með þér þegar þú færð ljótu efnin í kroppinn þinn, hún hlýtur að virka sem deifilyf elsku barnið.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 20:48

2 identicon

Hahaha. Snilldar krakki  Um að gera að byrja nógu snemma að kenna bróðurnum um

Bryndís R (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Krúttkvitt

Sunna Dóra Möller, 18.10.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Barnið er guuuðdómlega fallegt

Marta B Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 21:12

5 Smámynd: Bara Steini

Lítið fólk er bara yndislegt.

Bara Steini, 18.10.2007 kl. 21:37

6 identicon

Yndislegt krúttbarn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er hægt að vera í endalausu krúttakasti með þessari! jún er ægilegt krútt barnið.

Edda Agnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 21:59

8 Smámynd: Dísa Dóra

híhíhi þessi börn eru bara yndisleg og þetta litla eintak virðist sko ekki vera nein undantekning

Dísa Dóra, 18.10.2007 kl. 22:04

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Man eftir prinsessukjólatímabilinu hennar Töru þá dugði sko ekkert annað. Ég var vön að leyfa það og lauma með henni almúgafötum sem fóstrurnar plötuðu hana í þegar farið var út. Þetta sparaði heilmikinn tíma, fyrir mig.

Hún er að prófa sig áfram í hvað hún kemst upp með stelpurófan og mér sýnist það vera ýmislegt... af skiljanlegum ástæðum


Laufey Ólafsdóttir, 18.10.2007 kl. 22:51

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þetta er yndisleg færsla. Mér finnst líka algjörlega yndislegt að hafa hitt barnið með attitjútið og geta séð hana fyrir mér þegar ég les sögurnar þínar um orminn. Ég er eiginlega soldið væmin á svipinn núna.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.10.2007 kl. 23:07

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hún er algjör perla hún litla nafna þín

Huld S. Ringsted, 18.10.2007 kl. 23:34

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna getur vitnað um hversu dúlluleg hún er og Dúa líka.  Barnið er unaður og hún er með attitjúd.  One cool mama, eins og amma hennar, þessi elska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 23:47

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

meilí

Jóna Á. Gísladóttir, 19.10.2007 kl. 00:17

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

elska börn. Og ekkert smá krútt hún nafna þín.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.10.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.