Leita í fréttum mbl.is

"For men only"

1

Ég hef, fram á þennan dag, ekki hitt eina einustu konu sem hefur haft gaman að Rambó-myndunum.  Ég þori að fullyrða það.  Ef ég hefði fengið að ráða, hefði sú fyrsta verið látin duga og hún fallið fljótlega í gleymskunnar dá.  En nú er sú fjórða á leiðinni, og Rambó orðinn klassík í bíósögunni.  Fyrir hvað veit ég ekki.

Rambó er karlamynd.  Hugmyndafræði myndarinnar höfðar til karla.  Hinn þögla hetja, sem er full af innbyrgði reiði og með einlægan hefndarvilja getur yfirunnið hverja raun, vaðið yfir allar hindranir, án þess að segja eitt einasta orð.  Hann stendur uppi sem sigurvegari og það sem hann leggur á sig til að ná markmiðinu er endalaus kvöl og pína.  Ekki tári spillt en svitinn drýpur af hetjunni.

Í myndinni sem ég sá, voru ekki konur í neinu afgerandi hlutverkum. Mig minnir að þær sem þó voru með hafi verið alltumvefjandi með einlægan milljónprósent áhuga á Rambó kallinum.  Hún gerði ekki miklar kröfur og hún þurfti vernd.  Nú gæti ég trúað að Rambó og Rokkí séu farin að blandast saman í einn stóran og krúttlegan ofbeldisvöndul, í hausnum á mér.  Munurinn á myndunum er áttfittið, amerískar stuttbuxur annars vegar og frumskógarlarfar, hins vegar.  Myndir beggja sería hafa sama boðskap.  Hið góða sigrar með ofbeldi.

Mér er spurn, er aldrei komið nóg af þessari Amerísku ofbeldishetju?

Er engum orðið ómótt?

Hugsið ykkur ef það væru til fjórar myndir með Julie Andrews í "The Sound Of Music"!!!W00t

Æmagonner!

Úje


mbl.is Hvað heitir Rambó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vei, ég er ekki ein, ég er ekki ein

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Við eigum okkar Rambó í Alfreð Þorsteinssyni.  Enginn fattar fyrir hvað hann er vinsæll, það er ekki hægt að drepa hann og sama hvert hann er sendur, hann kemur alltaf til baka.  Með meira áhorf en nokkru sinni.

Hvers vegna?  Bíts mí.

Hjalti Garðarsson, 14.10.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég held að það sé ofmælt hjá þér að Rambó sé karlamynd.  Ég ætla að þessar Rambó myndir séu frekar strákamyndir.  Þær höfða helst til óþroskaðra unglingsstráka með vondan kvikmyndasmekk. 

  Ég sá eina af þessum Rambó myndum.  Sennilega þá fyrstu.  Hef ekki áhuga á að sjá fleiri slíkar.  Mér þykir ólíklegt að fullorðnir karlar almennt hafi ánægju af að horfa á svona aulalegar klisjumyndir.   

Jens Guð, 14.10.2007 kl. 21:07

4 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef reynt að horfa á Rambó....eigum safnið! Ég sofnaði í bæði skiptin !!

Sunna Dóra Möller, 14.10.2007 kl. 21:17

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jens: Þú veist væntanlega að það er til fullt af óþroskuðum strákum á öllum aldri

Alfreð Þorsteinsson er eins og búmmerang, það kemur alltaf aftur - og aftur - og aftur -og a

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 21:20

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef ekki séð eina einustu Rambo mynd og ætla mér ekki að bæta úr því

Huld S. Ringsted, 14.10.2007 kl. 21:34

8 Smámynd: Kolgrima

Ég þekki engan, hvorki karl né konu né strák á nokkrum aldri, sem hefur gaman af Rambó. Man eftir fjölskyldunni í hláturskasti en samt með hálfgerðan aulahroll yfir einhverri myndinni. Það var ekki horft til enda.

En ég þekki menn sem horfa á Aðþrengdar eiginkonur og Beðmál í borginni sér til stakrar ánægju. 

Kolgrima, 14.10.2007 kl. 21:52

9 Smámynd: halkatla

ég er svo sammála þér - sérstaklega útaf þessu seinasta   ég hef ekki séð neina rambó mynd og gæti  sennilega ekki klárað nema 5 mínútur. Ég veit hvað mér ber að forðast. Og varðandi komment Jóhanns þá hef ég þurft að skrifa sex and the city og desperate housewives á diska fyrir karlkyns vini sem vilja fylgjast með en misstu af þeim á rúv á sínum tíma, og veit um marga sem missa ekki af þætti. Enda er alveg eitthvað varið í þá - stundum.

og bara plís, hollýwood, ekki meiri rocky eða rambó, viljiði setja stallone í BANN!

halkatla, 14.10.2007 kl. 22:06

10 identicon

Rambo WHO ??

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 22:07

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega Jóhann Örn, það er markaður fyrir myndirnar og hann ekki lítill.  Ergo: Allt fullt af strákum á öllum aldri með Rambódrauma.

Nanananabúbú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 22:22

12 Smámynd: Þórbergur Torfason

Rambó höfðar til fólks sem er hrifið af skrokkum upstoppuðum með sterum og líka fólks sem finnst gaman af dúllum á G-streng milli bardagalota í hnefaleikahring. Ég viðurkenni veikleika minn fyrir hinu síðarnefnda.

Þórbergur Torfason, 14.10.2007 kl. 22:27

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég sá Rambó I (einu myndina sem ég hef séð). Mér fannst hún ææææææðisleg. ég er ansi hrædd um að þessi mynd hafi elst afar illa  (öfugt við mig)

Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 22:45

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2007 kl. 22:52

15 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

...hahaha - jú ætli það sé ekki komið nóg... annars eru til þættir fyrir okkur konurnar líka... t.d. Bóld and þe bjútifúl... ég vil frekar horfa á Rambó ... hann er svo flott vaxinn

Linda Lea Bogadóttir, 14.10.2007 kl. 23:15

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

meilímeil

Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 23:16

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

'Ég horfði á Rambó I að mig minnir - mig minnir að ég hafi verið dáldið hrifin eða voru það kannski boxmyndirnar með honum, æi ég man þetta ekki nógu vel - ég segi bar eins og Jóna að hann leikarinn hefur ekki elst vel öfugt við mig!

Edda Agnarsdóttir, 14.10.2007 kl. 23:22

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til þín líka krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 23:22

19 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Jóhann hittir naglann á höfuðið........ Vilja karlmenn sjá Sleepless in Seattle?.... Nei! Rambó er að vísu klisjuhallæringur sem mann verkjar undir að sjá enda held ég að ameríska ofurhetjan drepi um 400 litla víetnamatitti fyrir hlé í myndinni áður en hann heldur ræðu um mikilvægi amerísks frelsis og föðurlandsástar.

En það væri allt í lagi að legrembur landsins fari að sætta sig við að karlmenn eru ekki og verða ekki eins og þær. Konur mega hafa sitt Guiding light og hvað sem er en þær eiga ekki á sama tíma að nöldra yfir boltanum eða lélegum B-myndum með bófahasar sem við fílum. 

Ævar Rafn Kjartansson, 14.10.2007 kl. 23:31

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Who the fuck is Rambó? .....garggg! man hvað mér fannst hann æðislegur! Góða nótt elsku Jenný mín.

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 23:31

21 Smámynd: Karl Tómasson

Jenný. Hvort sást þú mynd númer 4 eða 5???

Var það ekki í mynd númer þrjú sem hann tapaði fyrsta bardaganum?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 14.10.2007 kl. 23:39

22 Smámynd: Ragnheiður

Kalli þó ! Rambó er þó allt annað en Rocky...þær hef ég nánast allar séð

Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 23:44

23 Smámynd: Linda

Elskaði Rambó og alla þessa vöðvakalla, yummy, sterkir, hugrakkir og með líkama til þessa að.....Sem konu þá þykir mér þröngt um mig setið ef ég má ekki hafa gaman af slíkum myndum, please gef mér hasar á undan pride freakin predjudice. 

Linda, 14.10.2007 kl. 23:55

24 identicon

Eruð þið ekki að rugla Rambo saman við Charles Bronson?

Margrét (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 00:11

25 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Rambó kveikir ekki í mér frekar en blaut eldspýta... en Julie Andrews... ok nahh.. ekki heldur. En ef Rhett Butler kæmi ríðandi þá myndu iljarnar á mér vísa austur og vestur... önnur í austur og hin í vestur. Úje.. og úje again..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.10.2007 kl. 00:51

26 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sagðettekki, komekkíngað, varekkéddna, veitekkikvaðadylgjuretteru!!! 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.10.2007 kl. 00:55

27 identicon

Rambó er karlamynd.  Hugmyndafræði myndarinnar höfðar til karla.

Hvað með það? Þú segir þetta eins og það sé í sjálfu sér óæskilegt að mynd höfði til karla.

Mér er spurn, er aldrei komið nóg af þessari Amerísku ofbeldishetju?

Nei, það er ekki komið nóg af þeim. Amerískar ofbeldishetjur eru skemmtilegar. Ef þú ert ekki sammála skaltu bara ekki horfa á amerískar ofbeldishetjumyndir. Það neyðir þig enginn til þess. 

Kolbeinn (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:47

28 Smámynd: Kolgrima

Kolbeinn, hefur þú séð Brús Villis? Hann er hetja!

Kolgrima, 15.10.2007 kl. 13:52

29 identicon

Mér fannst 1sta Rambó myndin góð á sínum tíma en í dag er þetta eins og léleg grínmynd

DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 14:23

30 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hafði mjög gaman af Rambó, enda vart af unglingsaldri (í hugsun), og Rocky og Sleepless in Seattle og Sound of Music ... Myndi ekki nenna að horfa á Rambó í dag, varla Rocky heldur. Kjeddlíngamyndirnar eldast greinilega betur, sleepless og sound. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 20:06

31 Smámynd: Hjördís Ásta

Ég veit svona varla hvað Rambó er og horfi sjaldnast á einhverjar ofbeldisstríðshetjur hvort sem að það er verið að kýla eða sparka eða bæði.....eeeen mér finnst byssu myndir alveg ferlega skemmtilegar  Myndi maður þá ekki segja að ég væri á sama level og "óþroskuðu karlmennirnir"????  Þá myndi ég nú frekar vilja losna við einhverjar skrýmsla myndir eins og Alien

 Skemmtileg umræða

Hjördís Ásta, 16.10.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.