Leita í fréttum mbl.is

Flippaður dagur í margmenni, án einnar einustu kjötbollu en mörgum uppákomum!

 

Vúff, ég er á innsoginu eftir fyrirsögnina. ´

Annars er ég dauðþreytt og sæl eftir daginn.  Við stormuðum í IKEA og eyddum þar miklum peningum, þ.e. ég og frumburðurinn.  Sara og Erik voru nokkuð sparsöm, gott ef ekki samansaumuð (djók) og Dúa Dásó, keypti pönnu og gúkkulaði.

Hér kom hópur af skemmtilegu fólki og drakk kaffi.  Fengu ekki ögn með því, enda ég ekki neitt fokkings kaffihús (lalalala).  Jóna kom með Lindubuff sem Dúa gúffaði í sig um leið og Jóna var farin.  Nei, ég er hætt að láta eins og fífl, dagurinn var góður, en maður þarf að vera arfastilltur á tauginni í svona Ikea ferð, það tekur verulega á taugarnar og mér fannst ég aldrei ætla að komast hringinn.  Svo eru tuttugu þúsund krónur ansi mikið fyrir kíló af kjötbollum, en það var sú upphæð sem ég spanderaði, enda að kaupa bæði gardínur og mottu, munið þið.

Jenný Una er búin að skemmta okkur vel í kvöld.  Hún hefur sungið og dansað hástöfum og leikið við hvern sinn fingur og fengið hverja "humyndina" á fætur annarri.  Hún sefur nú eins og engill í prinsessurúminu sínu.

Ég sá laugardagslögin.  Ég var nokkuð glöð með Svölu, en sem gamall blúshundur var ekki spurning, að mér fannst lagið um fyllibytturnar best.  Kannski af því ég er fyrrverandi fyllibytta sjálf, en ég held ekki, textinn er brilljant, lagið líka og Pálmi alltaf jafn flottur.  Konan hans hún Anna reyndar líka.  Aldrei þessu vant, þá voru margir sammála mér um valið.

Við keyptum leiktjald handa Jenný og þar hefur hún eytt deginum, að mestu leyti síðan við komum heim.  Ég man að það var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði sem krakki að "búa til hús", núna fær maður "húsin" tilbúin í IKEA.

Ójá, ég er að drepast úr þreytu. 

Takk fyrir daginn.

Síjúgæs.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góða nótt !

Sunna Dóra Möller, 13.10.2007 kl. 22:17

2 Smámynd: Dísa Dóra

Mikið er daman yndisleg og falleg steinsofandi við hlið dúkkunnar sinnar

Dísa Dóra, 13.10.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fékk Einar ekkert Lindubuff?? (skelfingarkall) Ég vona að Jenny Una hafi fengið málið eftir að ég fór. Barnið er fallegra in person en á mynd og með meira attitjút hahahaha.

Æi það var yndislegt að hitta ykkur öll í dag. Ertu búin að tékka á því hvort kósarnir passi á z-brautirnar... nei stöngina muuuhhhaaaa

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 22:31

4 identicon

ússjaka,,

Inn í Ikea hún Jenný Anna fór

á innsoginu var og  ekkert slór,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,b - - n, ó - -  - -t.

jensen (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:37

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er ekki búin að koma upp gardínum vegna vankunnáttu og helberrar leti

Jenný Una var tryllt úr hamingju og gleði fimm mín. eftir þú fórst.  Lék hér á alls oddi þar til hún sofnaði og fór í draumheima.  Einar fékk ekkert Lindubuff, enda hefur hann ekkert við það að gera.  Yndislegt að sjá þig aftur Jónsí mín, flotta og fína. 

Takk Dísa Dóra og Sunna Dóra.  Er Dóra að ganga????

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 22:39

6 identicon

 Takk og knús  Sammála með lagið, alvöru blús með alvöru blústexta og í leiðinni svo mikið stuð að maður situr ekki kyrr undir því.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:40

7 identicon

PS: Ertu búin að sjá boðið mitt í sænsku kjötbollurnar ðaddna???  Lesa kommentin - komaso!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:42

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Dóradóradóra..... p.d. það er ekkert fallegra en sofandi yndislegt barn

Sunna Dóra Möller, 13.10.2007 kl. 22:45

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

p.d=p.s

Sunna Dóra Möller, 13.10.2007 kl. 22:46

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég sé að Jenný Una á eins prinsessurúm og hún Tara mín. Keypt í IKEA að sjálfsögðu Var einmitt að stækka hennar um eina einingu um daginn og þarf því að komast til að kaupa stærri sæng. Úff... Við vöðum í það 2. nóvember

Laufey Ólafsdóttir, 13.10.2007 kl. 23:56

11 identicon

Jenný litla er hið mesta krútt... rétt eins og amman

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 03:03

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var að horfa á lögin núna, og það var engin spurning í mínum huga Pálmi og kó tóku þetta með glæsibrag.  Flott og grípandi lag.  Lagið hennar Svölu var líka fallegt og söngvarinn mjög góður.  Það lag kemst sennilega áfram í útvarpskosningu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2007 kl. 13:24

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleymdi að segja það, litla Jenný Una er algjör engill á myndinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband