Laugardagur, 13. október 2007
Af sætaferðum í Ikea og fleira "laufardagslegu" athæfi
Héðan frá kærleiksheimilinu verður farin sætaferð í IKEA og nú mun hver sótraftur á sjó dreginn. Híhí og góðan daginn "kids". Ég er á leiðinni í IKEA ásamt Söru, Jennýju Unu Eriksdóttur, Erik pabbanum,Helgu frumburði, og ef um semst Jökli gelgjubarni, Dúu-Dásó-Dúsk og Völuskottinu hennar. Húsband neitar að fylgja með, í þessari plebbalegu fjöldaferð og ætlar til gítarsmiðs í staðinn. Svona geta karlmenn verið ógeðslega ömurlegir.
Þar sem líf mitt er bæði spennuhlaðið, örlagaríkt og fullt af ótrúlegum ævintýrum, finnst mér að þið verðið að vera með í geiminu. Ég geri mér grein fyrir að það eru ekki allir sem njóta þeirra forréttinda að lifa svona lífi "on the fast lane". Úje. Ég er að hugsa um að hringja í hana Jónu vinkonu mína og bjóða henni með, vona að það sé ekki búið að læsa hana inni í skáp einn ganginn enn.
Mig vantar þrennt, bráðnauðsynlega úr IKEA. Styttu, blóm og ausu. Segi svona. Mig vantar gardínur, gólfmottu (enginn boðið sig fram í það hér) og kjötbollur. Nú má spyrja, hvernig hægt sé að vanta, bráðnauðsynlega, kjötbollur, og því er auðsvarað. Mig vantar þær bráðnauðsynlega, því litli matargikkurinn hún Jenný Una, elskar kjötbollur og hún ætlar að vera hjá okkur í nótt. Sara dóttir mín lætur yfirleitt undan vælinu í okkur, um að fá barnið og pabbi hennar Jennýjar gefur leyfi sitt líka, af því hann er góður maður, en ég held að þeim þyki nóg um stundum. Ég legg þá sektarflipp á Söruna og bendi henni á að Jökullinn er orðinn gelgja og fer sínar eigin leiðir auðvitað og Óliver prins, er í London og fjarri Granny-J. Annars er amma-Brynja að fara til þeirra á mánudaginn (þessar fluffur, aldrei heima, hehe)og mun taka myndir og segja mér frá öllu í smáatriðum. Svei mér þá ef hún Brynja er ekki jafn flott amma og ég og þá er nú mikið sagt. Hef ég nefnt það við ykkur áður, hvað ég er hógvær að eðlisfari?
Hm. Nú má ég ekki vera að þessu lengur, í bili að minnsta kosti. Skyldan kallar (). Er að þvo, baka, sulta og strauja. Okok dragið frá 75% og fáið út þvottahús.
Held áfram að uppfæra, eftir IKEA-ferð og þið krakkar mínir sem viljið fara í orgíu til hinnar sænsku verslunarhallar, látið vita, enn eru nokkur sæti laus.
Á "laufardögum" fáum við "pínulítið" nammi, "pínulítið" ömmukók og horfum á "Grekamyndir" út í eitt. Jenný Una sem þessa dagana fær "HUMYNDIR" alveg stöðugt, bað mig að koma þessu á framfæri.
Á morgun plana ég að hitta frumburðin og gelgjuna og kíkja á þeirra nýja ættarsetur í Vesturbænum, hvar þau hafa nýlega hreiðrað um sig.
Síjúgæs!
Úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:58 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já það er akkúrat svona fílingur hérna líka nema við ætlum í hina áttina til Crawley og látum Ikea bíða betri tíma. Verslunarleiðangur en við förum bara fjölskyldan og einn vinur Nóa. Það á að kaupa töffaraföt og fá klippingu.
Góða skemmtun..segi þér svo frá í details hvvað ég keypti þegar ég kem til baka. Kannski nokkra potta..
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 10:58
Já eskan ef ég hefði vængi mundi ég fljúga til ykkar undir eins!
Edda Agnarsdóttir, 13.10.2007 kl. 11:06
Hehehehehehe.Ekkert IKEA hjá mér í dag en sundferð er í kortunum. Góða verslunarferð og smakkist þær sænsku vel. Knús til þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 11:10
Ný búin að fara skotferð í IKEA kíkti þá á glerskáp undir alla steinana mína, ætla að kaupa mér einn slíkan. Kjötbollurnar eru æði í ÍKEA, við höfum stundum farið í mötuneytið, bæði hér og annarsstaðar, Danmörku og Austurríki og það eru sömu góðu kjötbollurnar allstaðar nammi namm. Góða skemmtun
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2007 kl. 11:19
ooooh alltaf boðnar sætaferðir í IKEA þegar ég er peningalaus. Getiði skipulagt aðra ferð 2. nóv? Þá panta ég 2-3 sæti allt eftir hvort mín gelgja er viðræðuhæf eður ei.
Laufey Ólafsdóttir, 13.10.2007 kl. 11:30
Laufey: Búin að skrá þig á IKEA-listann. Sætaferðir jenfo.husmodurplebbaiseljahverfinu.is
Ásthildur: Svona kjötbollur eru bráðnauðsynlegar á hvert heimili. Veistu tímann sem það tekur að búa til almennilegar kjötbollur svo vel sé? Svo er hægt að nota þessar í ítalskar líka. Ójá.
Birna Dís: Passaðu þig nú og hafðu hemil á sveigjanleikanum í sundinu. Þú ert allt of utanáliggjandi í skápamálunum. Skápur nr. 1 skal það vera ´sskan.
Edda mín: Ertu ekki með vængi?
Katrín: Demdu ofan í körfuna nokkrum bókum eftir lókalhetjuna Alister.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 11:39
Blessuð mín kæra...Sit úti á velli að bíða eftir flugi til Olivers. Lofa þér fullt af myndum af ömmubarni okkar Ég kláraði fyrr hér í Stokkhólmi og allt gekk mjög vel.. Fullt af kossum til Söru,Helgu og barnabarna þinna.
Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 11:45
Þús. kossar og knús elsku Brynja mín. Viltu knúsa Oliver og Maysuna í klessu og Robba auðvitað líka, ef hann er ekki floginn heim.
Verum í bandi þegar þú ert komin á svæðið.
Love u
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 11:48
Sjáumst í Ikea....verð á milli sófanna tveggja.
Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 12:08
það er útilokað fyrir mig að fara í IKEA þegar svona lítið er í buddunni. Ég get engan veginn stigið fæti þar inn án þess að stinga allavega kerti, mottu og eins og einum sófa inn á mig.
Ég er með humynd. Farðu í þerapíu addna til að lyfta aðeins upp sjálfstraustinu og egóinu. Það er ekki hægt að þú gangir um svona niðurlút og óánægð með sjálfið.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 12:43
Væri sko til í IKEA og Ikea mat í dag. Gæti örgglega keypt helling af einhverju sem mig vantar ekki, t.d. seríu, ramma, mottur, kerti, lampa os.frv. ómægod hvað það væri gaman að vera með ykkur. Góða skemmtun.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 12:45
Væri sko alveg til í að fara með ykkur í IKEA. Hef bara komið þangað einu sinni eftir að það flutti upp í sveit. Nú er það svo mikið úr leið, finnst mér, og er hálfmóðguð yfir dekrinu við þetta gengi sem á bíl. Það eina sem vantar hér á Akranesi er Rúmfatalagerinn ... svona ef út í það er farið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 13:09
Er að lesa fyrir próf um helgina
Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 13:16
Ég hef ekki farið í IKEA eftir að það flutti. Verst að ég gæti mögulega neyðst til þess fljótlega, þarf að fara að kaupa rúm fyrir litlu krakkana, þau eru að fara sitt í hvort herbergið og kojurnar verða aflagðar.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.10.2007 kl. 13:18
Ég hef farið 2 sinnum í IKEA síðan að það var flutt en sænsku kjötbollurnar er mjög góðar.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 13:35
Góða ferð ! Hér er ekki tími fyrir IKEA ferðir né nokkuð annað, þar sem bakstur dauðans er í gangi vegna fimm ára stórafmælis !
Sunna Dóra Möller, 13.10.2007 kl. 13:46
Ég trúi því nú mátulega að hún Jóna bloggvinkona okkar nýti ekki þetta góða boð að fara í IKEA án hennar ðaddna „rasistans“. Það eru nú til hin og þessi plastkort sem koma að gagni þegar ekki klingir í krónum
Endilega njóttu ferðarinnar í IKEA. En bara svo eitt sé á hreinu, ég bý til bestu sænsku kjötbollur í heimi. Það eru margir sem geta staðfest það. Þú veist þá að það er eitt af því sem bíður þín þegar þú kemur norður til mín, mín kærasta kæra og ekki væri verra að litla prinsessan hún Jenný Una Eriksdóttir, trommuleikari með meiru gæfi álit sitt á bollunum
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 14:40
Ég er nú áreiðanlega yfirplebbinn hérna -ég hef aldrei á minni æfi étið neitt í Ikea og fer ég þó þangað nokkuð oft.....
Ragnheiður , 13.10.2007 kl. 15:36
Er á leið í forgarð helvítis (Kringluna) - ég heyrði nýtt nafn á IKEA um daginn þegar samstarfsona mín kallaði hana "Stóru Hryllingsbúðina"
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 13.10.2007 kl. 16:36
Fórum í Ikea um daginn til að peppa upp barnaherbergin..
ég fékk slæmt óþol og fannst ég vera komin upp á klakann aftur....keypti samt kjötbollur og nóg af þeim!!!
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 13.10.2007 kl. 16:48
Bíddu!!!! Af hverju var ekki hringt i mig???!!!??? Er einhver mismunun í gangi???!!!???
Hrönn Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 21:14
Sko, ef Steinunn Ólína, eðalkokkan sjálf kaupir sænskar kjötbollur, þá eruð þið hinar fullsæmdar af því líka.
Anna: Tek þig á orðinu, var eimitt að pæla í að reyna að draga Jónuna með mér til Agureyris.
Kristjana: Auðvitað hefðirðu drifið þig á 10 tímum flötum, verst hvað þú ert stundum lítið við tölvuna.
Hrönnsla: Þú varst rokin til Borgar Óttans í menningarferð þegar ég hringdi
Ragga: Þú verður að prufa IKEA mat. Ekki spurning, fyrr hefur þú ekki lifað.
Kristín Björg: Þetta er mikið réttnefni á Kringlunni. Hahaha
Þið hinar dúllurnar mínar og þetta á við Fröken Himnaríki líka, skrifa sig á sætaferðirnar, muna það og Marta mín, þú kemur eftir próf.
Lofjúgæs.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.