Laugardagur, 13. október 2007
Þegar karlmenn verða einmana!
Jæja börnin mín falleg og góð. Ég lofaði ykkur um daginn öðru sýnishorni úr þeirri merkilegu bók, "Hversvegna elska karlmenn konur - Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur". Þrátt fyrir að textinn sé nítjándualdarlegur þá er þessi bók útgefin á árinu 1989 og skrifuð í fullri alvöru af tveimur Amerískum sálfræðingum.
Nú kíkjum við á kaflann "Þegar karlmenn verða einmana". Það sem er innansviga og dökkletrað er mitt, en stundum bara verð ég að láta eitthvað fjúka með frá eigin brjósti.
"Þeir karlmenn eru fáir sem ekki óska eftir unaði innileikans jafnvel þótt þeir kunni að vera tregir til að leggja af mörkum sinn helming af því sem þarf til að öðlast hann (gat verið, gerum þá stikkfrí). Konur sem vinna gegn innileika auka grundvallarótta karlmanna (hvað sagði ég ekki, allt okkur að kenna). Þegar ástríki vantar verður maðurinn einmana og finnst hann vanræktur (skamm). Ef hann reynir að tjá þessar tilfinningar er eins víst að hann telji sig auðmýktan vegna þess að hann opinberar umkomuleysi sitt og ósjálfstæði (agú). Og hann er auðmýktur ef tilraun hans til að tjá ósk sína eftir nánari og fyllri samskiptum við konu fellur á dauf eyru.
Þegar kona neitar manni um ást og innileika sem hann þarfnast geta viðbrögð hans orðið með ýmsu móti. Í fyrsta lagi getur hann kennt vonbrigða og gremju sem hann sennilega blygðast sín fyrir að játa fyrir henni og jafnvel sjálfum sér....
Lokastigið gæti orðið augljóst og ódulið afskiptaleysi gagnvart konunni, sem oft er ómeðvituð hefnd fyrir vanrækslu hennar. En menn hörfa oftast fremur en að reyna að hefna sín. Maðurinn gæti hætt tjáskiptum, leitað athvarfs í vinnunni eða íþróttum, misst áhuga á kynlífi eða haldið framhjá (vá hvað það kostar að krefjast þess að karlmenn deili tilfinningum sínum)!!!"
Svona skrifa þeir sálfræðingarnir Dr. Covan og Dr. Kinder og þeir eru ekki að grínast. Ég veit ekki með ameríska karlmenn, en ég held ekki að ég þekki einn einasta karlmann sem er svona mikil töffluhetja og flónelsplebbi.
Hvað með ykkur?
Cry me a river!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Búhú, aumingja karlmennin.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 13.10.2007 kl. 01:50
flónelsplebbi....hm karl minn nú ekki svona hádramatískur sem betur fer
Ragnheiður , 13.10.2007 kl. 02:02
Ég er að hugsa þegar þær konur eru að kvarta og kveina þegar þær verða einar og kallarnir eru farinir og þær þurfa að vera einar með börnin.Þá langar mér að segja mína sögu ég er aðeins meira en 2 vetra og varð einn með 2 börn 1990 og með mjög lá verkamannalaun því að þá var við stjórn vinstri stjórn sem hugsaði um sinn hag sinn framm fyrir fólkið í landinu,eins og ávalt þegar þessir hópar komast til valda.En ég þurfti að bretta upp ermar til að sjá mínum börnum farborða,vann og vann með því að redda mér barnapössun og með góðra manna hjálp tókst mér að koma þeim á legg.Eitt þeirra er búið með háskólapróf og annað er að klára háskóla.Því skil ég ekki alveg þegar fólk er að dásama vinstriflokka eða það sé erfitt að vera einstætt foreldri að ala upp börn sín.Það byggist upp að forgangsraða líferni og lifa eftir því.Ég vorkenni ekki einstæðum í dag miðað við það sem var áður,fólk getur komið sér áfram með mjög góðum hlutum og skynsemi ef vel er haldið á málum.
Bövar Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 02:13
Ég held að þessi kafli snúist allur um kynlíf. Svei mér þá. Ég held að það sé innileikinn sem þessar tvær vitru mannvitsbrekkur eru að tala um.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 02:22
Í hvers konar sálarkreppu ætli þessir sálfræðingar hafi verið þegar þeir skrifuðu bókina? Nema þetta sé svona lélegur brandari, það eiginlega hlýtur að vera, þeim getur ekki hafa verið alvara
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.10.2007 kl. 08:52
Þvílíkt rusl! ...og hvur er svo með leyfi tilgangurinn með þessum skrifum? Hljómar eins og afsökun fyrir karlmenn til að vera eins og tifinningalegir ísjakar og við eigum að tipla í kringum þá. Er það ekki bottomlænið? Stuðlar sannarlega að heilbrigðum samskiptum
En góðan daginn Jenný mín!
Laufey Ólafsdóttir, 13.10.2007 kl. 08:56
.. ég bara brest í grát við svona lestur.....ekki af þvi ég er svo sorgmædd fyrir hönd karlmanna...heldur yfir því að þetta er skrifað 1989 !
Sunna Dóra Möller, 13.10.2007 kl. 09:43
Ég verð að segja það sama og Sunna Dóra ég bara græt við svona lestur. Það er verið að gera svo endalaust lítið úr karlmönnum við þessi skrif. Eitthvað hefur verið að plaga þessa bókarhöfunda það er ljóst.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 09:49
Ég vil fá að vita úr hvaða skóla þessir "fræðimenn" útskrifuðust, Misogynist High, Brigham Young School for Boys, The Opus Dei Educational Institute for Improved Family Life.
BULL OG VITLEYSA.
Ingi Geir Hreinsson, 13.10.2007 kl. 09:49
Þið eruð svo fyndin og skemmtileg krúttin mín. Ég ligg í hlátri.
Ingi Geir, þú drepur mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 10:15
Já, greyin, þyrstir í innileika og eru niðurlægðir og hræddir ef þeir fá hann ekki. Hver var svo að seigja að við stelpurnar værum valdalausar. Þetta getum við nýtt okkur alveg linnulaust, þeir eru svo einlægir og innilegir og einfaldir þessar elskur. ÓMÆGAD kom þessi bók út ´89...
Haha vá unaður innileikans.. mjög fallegt orð yfir kynlíf. Hver þýddi þetta?
Gunnhildur Hauksdóttir, 13.10.2007 kl. 10:26
Æ mín kæra Jenný, ég vil ekki hafa það á samviskunni.
LOKSINS nær einhver húmornum mínum.
Ingi Geir Hreinsson, 13.10.2007 kl. 10:28
Hlýtur að vera prentvilla, Jenný. Á áreiðanlega að vera 1889...mmm.... eða jafnvel 1789, sem bókin var útgefin. En eru auðvitað afskaplegar "djúpar" pælingar hjá Dr. Covan og Kinder. Kannski verið kenndar í háskólum þar vestra.
Sigríður Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 10:42
Þetta er auðvitað bókin sem ég þarf að lesa. Búin að vera ein í 11 ár Ég áttaði mig bara ekkert á því að það væri af því að ég skildi ekki karlmenn. Takk fyrir ábendinguna . . en æ . . ég held ég haldi bara áfram ein . . . þetta hljómar of flókið.
Fiðrildi, 13.10.2007 kl. 10:54
Góðan daginn Jenný Anna Baldursdóttir ofurbloggari. Ég þekki bara svona menn. Hef alltaf verið í umönnunarverkinu og les mikið í hugsanir karla. Mér finnst það með eindæmum að konur sem hafa skrifað hér í athugasemdir hjá þér viðurkenni ekki þessa staðreynd með karlmenn!
Edda Agnarsdóttir, 13.10.2007 kl. 10:59
Ok stelpur og strákar, ykkur sem dauðlangar í þennan vegvísi til sannrar hamingju hér koma nokkrar staðreyndir um þenna vísdóm.
Höfundar bókar:Dr. Conell Cowan er doktor í klíniskri sálfræði frá Houstonháskóla (í morðríkinu, gat nú verið). Dr. Melvyn Kinder tók sitt doktorspróf í klíniskri sláfraæði við Kaliforníúháskóla. Fyrir utan einkaraxís sinn eru þeir framkvæmdastjórar við Centre for Relationship Studies, sme mætti kannski nefna Eannsóknastöð smbúðarvandamála. Þeri halda oft yfirlestra víðsvegur um USA og eru nú að móta nýja stefnu í ráðgjafaþjónustu fjölmiðla.
Þýðandi þessa stórmerka rits:Gissur Ó. Erlingsson. Gissur; skammastín.
Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg, 1989.
Úje
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 11:30
Einapraxís á að standa þarna börnin góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 11:31
Takk Jenný, þú ert búin að bjarga helginni - mikið gat ég helgið .
Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 16:11
Já en.... er þessi bók ekki skrifuð áttatíuogeitthvað!!!
Kræst, þetta er eins og aftan úr torfkoföldum!
Heiða B. Heiðars, 13.10.2007 kl. 20:16
Sælar,
Er þetta ekki alveg dæmigert.
Saumklúbburinn heldur áfram!!! Gaman samt að geta legið á hleri, eða átt erfitt með að láta óátalið að blanda sér í umræðuna
Þarna finnur Jenný, sem ég þekki lítið, einhverja bók og vitnar í einhverja útdankaða sálfræðinga, og veltur orðum þeirra fyrir sér. Hneykslast í kjölfarið mikið á ruglinu í þeim.....sauðirnir fylgja síðan á eftir, eins og sést.....
Núna kemur punkturinn og lærdómurinn sem þú skalt reyna að ná:
Þetta er nákvæmlega það sem þú og þínar líkar ausa úr skálum visku sinnar, daginn inn og út, allan ársins hring!!!!!
ÞIÐ ERUÐ HINIR NÚTÍMA Dr. Covan og Dr. Kinder!!
Kannski var þetta bara kaldhæðni hjá þér
Einar (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.