Leita í fréttum mbl.is

Af klámi á skiljanlegu mannamáli

Í gær skrifaði ég færslu um auglýsingu frá JBS þar sem hjúkrunarkona er sýnd í vægast sagt klámfenginni stellingu.  Hún er að auglýsa karlmannsnærbuxur og er að þefa af þeim.  En nú skrifar Dúa vinkona mín færslu um klám, sem er að mínu viti afskaplega vel ígrunduð færsla á klámi og skilgreiningu á því.  Ég hvet þá sem hér lesa til að kynna sér færsluna.

Er svo erfitt að skilgreina klám?

Hvar eru mörkin?

Minni á að klám er bannað með lögum.

Er það ekki kjarni málsins? 

Út með klámblöðin úr hillum verslana, út með klámmyndir af vídeóleigum.

Eru ekki allir sammála um að það sé tímabært að hætta að brjóta lögin?

Ég held nú það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Eins og Björk (tóbaksverslun) er sérverslun með sínar vörur mætti alveg hugsa sér að slíkt efni yrði aðeins selt (leigt eins og spólurnar) í sérverslunum á þessu sviði.

Klámvarningur hefur að mínu viti ekkert að gera í virðulegum bókabúðum innan um handavinnublöðin og Gestgjafann.

Ergo= draslið á sérstað þar sem hægt er að forðast það ef maður vill og kaupa það ef manni dytti það í hug

Ragnheiður , 11.10.2007 kl. 08:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En þá getum við alveg eins haft vímuefni á afmörkuðum stöðum án þess að ég sé að leggja þetta tvennt að líku, en hvorutveggja er bannað með lögum og það ekki að ástæðulausu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Ragnheiður

Öhh ekki kannski alveg sambærilegt en ég skil hvað þú átt við. Við erum nú þegar með ákveðin vímuefni á afmörkuðum svæðum sem kallast vínbúðir..en ekki sami hluturinn.

Ragnheiður , 11.10.2007 kl. 08:53

4 identicon

Þetta var bara sætt... fannst mér
Bönn virka skammt, það er klám í heiminum og að ætla að banna það mun eingöngu koma niður á þeim sem þú vilt vernda í kláminu, þetta mun fara underground og verða miklu verra.
Stríðið gegn eiturlyfjum hefur aldrei virkað og mun aldrei virka í núverandi mynd, ég minni á bannárin mín kæra

DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 09:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dr. E, hvað var bara sætt?

Og er ekki bara neðanjarðar?  Ég hefði haldið að það væri í eðli sínu "falið" vegna þess að það kallar á misnotkun á fólki, aðallega konum og börnum og þeir sem framleiða, eru ekki beinlínis að flagga starfseminni, þrátt fyrir að hún standi í miklum blóma og hali inn milljarða.

Ég veit hvað þú meinar Ragga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 09:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 09:26

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst það ansi skítt þessi rökfærsla að ef að eitthvað er bannað þá verður það bara verra. Sorrí DrE.....eigum við þá bara að gefast upp fyrir ánauð kvenna og barna út um allan heim til að vernda þau gegn undergránd starfsemi.....Það verður að vinna gegn þessu vegna þess að klámiðnaðurinn er þrældómur þeirra sem að í honum eru. Og það eru oftar en ekki konur og börn sem eru fórnarlömbin. Ef að það eru lög sem banna þetta, þá á að framfylgja þeim!!

Það er bara svo skýrt!

Sunna Dóra Möller, 11.10.2007 kl. 09:33

8 Smámynd: halkatla

æ ég get ekki sagt neitt gáfulegt svona að morgni til þegar umræðan snýst um klám, þessvegna segi ég bara við ykkur öll: góðan og blessaðann daginn

halkatla, 11.10.2007 kl. 09:34

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Jenný.

Allt klám er bannað og einnig vímuefni svo að það sé á hreinu og að hafa það í hillum í bókabúðum gengur ekki upp.
Margar konur sem leiðast út í vændi gera það eingöngu til að bæta fjárhag sinn og það verður að stoppa.

Magnús Paul Korntop, 11.10.2007 kl. 10:18

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sammála þér og Dúu og hana nú.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.10.2007 kl. 10:20

11 identicon

Klám leiðir af sér ljóta hluti

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 10:35

12 Smámynd: Júlíus Valsson

Hjúkk!

Eins gott að þetta var ekki hjúkrunarfræðingur! 

Júlíus Valsson, 11.10.2007 kl. 10:45

13 identicon

Heimurinn er ekki glansmynd, það er ekki hægt að banna hluti og telja svo að allt verði í lagi.
Vændi er til, það er til fólk sem vil vera í klámi þó ykkur finnist það ótrúlegt, að banna það er mun verra en að reyna að koma þessu í einhvern vitrænan farveg.
Ef einhver kona eða maður vil bæta fjárhag sinn með vændi þá er það þeirra mál en ekki ykkar.
Ef einhver er þvingaður í vændi eða klám þá er það mál okkar allra
Og ekki leggja allt að jöfnu

DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 10:50

14 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Er það þröngsýni að vilja ekki klám í hillur verslana og í sjónvarp? Ég tel þó að það sé eins með klámið og tóbakið... jafnvel áfengið... að það er engum stætt á að banna slíkt... ef áhugi fólks er til staðar fyrir slíku mun það sækja það ... þrátt fyrir boð og bönn.

Ef áhyggjur ykkar snúast að þeim vesalings konum sem leiðast út í vændi... þá get ég lofað ykkur því að þó ekki muni finnast klám, klámblað eða klámmynd á öllu landinu ... munu þær freistast eða leiðast út í slíkan iðnað...
Horfum frekar á ástæður þess að ungar stúlkur leiðast inn út  þessa vitleysu.... Skoðum kjarna málsins - og breytum þar. 

Linda Lea Bogadóttir, 11.10.2007 kl. 11:22

15 identicon

Sammála DoctorE. Það er til fullt af klámi sem fólk vill framleiða, og gerir það að lifibrauði sínu. En... maðurinn er nú einu sinni þannig að allt þarf hann að misnota, það þarf samt ekki að leggja allt að jöfnu. Vissulega er til fólk sem er í ánauð klámiðnaðarins, það er líka til fólk sem er í ánauð annars konar iðnaðar, til að mynda við framleiðslu á það sem okkur finnst ósköp venjuleg neysluvara, ekki dettur okkur í hug að banna fótbolta þó svo að til séu þrælakistur út um heim sem framleiða fótbolta. Það er á allra vitorði að til er fólk sem undir vopnavaldi grefur eftir demöntum, svokölluðum blóðdemöntum, engum dettur þó í hug að gera verslun með demanta ólöglega með öllu. Heimurinn er ekki alveg svona svarthvítur.

zoo (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:28

16 identicon

Varðandi þessa auglýsingu, ef við setjum karl (húkrunarfræðing með frá hnepptan slopp) vera að þefa af kvennmannsnærfötum, hvaða áhrif skyldi það vekja?

Mér finnst persónulega þessi auglýsing vera frekar léleg og vekja upp tilfiningar eins þegar maður finnur skítafýlu sem gætu komið frá þessum nærfötum.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband