Leita í fréttum mbl.is

Af lýræðisskelfi og góðakalli!

Frá sunnudegi og fram á kvöld í gær, hélt ég í alvörunni að það yrðu eftirmál af ógjörningi Vilhjálms góðakalli og Binga lýðræðisskelfi.  Sjálfstæðismenn kepptust um að lýsa vanþóknun sinni á vinnubrögðum Villa og sumir Framsóknarmenn áttu ekki nægilega sterk orð yfir hegðun síns fulltrúa í meirihlutastarfinu.

En ó hvað ég er barnaleg.  Auðvitað var réttlætingunum tjaslað saman í reyklausu bakherbergjunum og svo komu þeir báðir í Kastljós og töluðu eins og þeir hefðu verið að gera okkur almúganum, stórkostlega greiða, með gjörningnum.

Svo munu einhverjir nóboddís verða látnir fjúka og allt heldur áfram að vera við það sama.

Þegar ég sé Björn Inga Hrafnsson, þá myndbirtist hinn mjög svo vafasami stjórnmálamaður fyrir augum mínum.  Hvaða lýðræði er það að hafa mann sem er með nokkur hundruð Reykvíkinga á bak við sig en er með helmings vægi u.þ.b. í borgarmálunum?

Bingi og Bill eru áfram í sleik.

Innilegum sleik.

Og við sitjum eftir með sárt ennið.

Ójá.


mbl.is VG á Akranesi sendir frá sér yfirlýsingu vegna OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli þeir verði jólasveinar næstu jóla, þessi talning hjá þér,(hægri efst) er farin að skelfa mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: krossgata

Uss þetta er allt saman leikur - við erum leikföngin.  Geir Haarde segir (frétt á mbl.is um OR-málin):  "að orkulindirnar sjálfar ættu ekki endilega að vera andlag einkavæðingar".

 Getur einhver sagt mér hvað andlag einkavæðingar er?

krossgata, 9.10.2007 kl. 14:33

3 Smámynd: Fríða Eyland

Hvað með að ógilda samninginn ?

Rifta, þeir segja að hagnaðurinn er bara tölur á blaði, er þá samningurinn ekki bara orð á blaði ? Við þurfum að sýna samstöðu og heimta að ólöglegar tilfærslur á sameignum okkar komi ekki til greina

Fríða Eyland, 9.10.2007 kl. 15:05

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég trúi því miður ekki lengur á jólasveina Ásdís mín. Hehe en ég elska jólin.

Krossgata: Ég var eimitt að hugsa um hvað Geir meinti með þessu málfræðihugtaki.  Er þetta nýtt tískuyrði, eins og MÓTVÆGISAÐGERÐIR?

Fríða: Ég skil ekki alveg hvað felst í riftun né heldur skil ég hvað það mun kosta okkur að selja hlut OR.  Er alveg hætt að botna í þessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 15:18

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála ykkur, spurning um að stjórnmálamenn gefi út orðabók yfir algengt orðfæri á vettvangi stjórnmála og öll hugsanleg nýyrði sem eru í notkun svo almúginn skilji! Spurning um að fá þetta verkefni styrkt af nýsköpunarsjóði !

Sunna Dóra Möller, 9.10.2007 kl. 15:33

6 identicon

Mikið er ég fegin að sjá að fleiri hnjóta um orðaval forsætisráðherrans. Ég hélt að ég væri þokkaleg í setningafræði en ég skilur ekki Geir og andlagið  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.