Leita í fréttum mbl.is

Ofbeldi á konum í bókum og textum I

Ég elska Bítlana.  Ég er ein af þeim sem varð fyrir hamskiptum, í bítlaæðinu og hef aldrei orðið söm.  Ég veit bara, að án Bítla og Stones væri heimurinn enn fullur af mislitlum og misungum kjéddlingum og köllum.  Þannig var það áður en Bítlaæðið rann á vestræna unglinga, þá var enginn unglingakúltúr til, það voru til lítil börn og stærri börn sem síðan stökkbreyttust í ráðsettar konur og karla.

Bítlarnir verða ekki sakaðir um innihaldsríka texta, fyrstu árin eftir að þeir hófu að spila saman.  Enda skipti það ekki nokkru máli, það var rytminn, villingahátturinn og yfirlýsingin sem fólst í músíkinni og enginn ætlaðist til að geta lesið einhverja speki úr textunum.  Eitt af mínum uppáhaldslögum var lagið "Run for your live".  Það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég fór að vinna með þolendum heimilisofbeldis, að ég áttaði mig á innihaldi textans.  Og til að gera langa sögu stutta, þá fór um mig hrollur.

Hvað finnst ykkur?

"Well I'd rather see you dead, little girl
than to be with another man
You better keep your head, little girl
or I won't know where I am

You better run for your life if you can, little girl
Hide your head in the sand little girl
Catch you with another man
That's the end'a little girl

Well I know that I'm a wicked guy
And I was born with a jealous mind
And I can't spend my whole life
trying just to make you toe the line

You better run for your life if you can, little girl
Hide your head in the sand little girl
Catch you with another man
That's the end'a little girl

Let this be a sermon
I mean everything I've said
Baby, I'm determined
And I'd rather see you dead

You better run for your life if you can, little girl
Hide your head in the sand little girl
Catch you with another man
That's the end'a little girl"

I'd rather see you dead, little girl
than to be with another man
You better keep your head, little girl
of I won't know where I am

You better run for your life if you can, little girl
Hide your head in the sand little girl
Catch you with another man
That's the end'a little girl
".

Þessi fallegi óður er í boði hússins.  Hlustið hérna

Bítlarnir eru engir sérstakir sökudólgar í ofbeldistextagerð.  Kvenfyrirlitning veður uppi í bókmenntum, í auglýsingum og textum, út um allar koppagrundir.  Málið er að við tökum sjaldnast eftir því.

Þess vegna ætla ég að birta, ykkur til fróðleiks, svona sjokkara, af og til.

Újeje!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta eiginlega alveg hræðilegur texti....! En eins og þú segir að svona er stundum svo vel vafið inni í texta, bókmenntir ofl. að við erum hætt að sjá það! Það er sorglegt !

Góðan daginn annars !

Sunna Dóra Möller, 9.10.2007 kl. 08:35

2 identicon

Þessi texti er eftir John Lennon en hann eyddi stórum hluta 7. áratugarins í að berja konur. Hlustaðu bara á marga texta á A Hard Day´s Night til dæmis. Í þá má lesa ofbeldishneigð hans gagnvart konum en í laginu Getting Better á Sgt. Peppers kemur hann hreinn og beinn fram: "I used to be cruel to my woman, I beat her and kept her a part from the things that she loved."

Og þannig er nú það.  

Sigurður Unnar (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 09:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað finnst ykkur þá um boðskapinn hjá Dúkkulísunum, "Þú mátt eiga mig mig í nótt".  Ég fæ klígju þegar ég heyri svona texta, og sérstaklega þegar þeir eru samdir af konu.  Hvað er fólk eiginlega að hugsa, eins og það sé ekki til nóg af einmitt svona textum, um að einhver "eigi" annan og alltaf í merkingunni að karlinn eigi konuna eina nótt eða lengur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2007 kl. 09:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir ábendinguna með "Getting better", ég þarf að skoða þann texta.  Ég er eldheitur Lennonisti, en hann er mjög persónulegur í sinni textagerð, þannig að ætla má að þú hafir nokkuð til þíns máls.

Ásthildur, þetta er svo innvafið í kúltúrinn okkar, að við tökum ekki eftir allri kvenfyrirlitningunni allt í kringum okkur og þegar einhver bendir á það (sumir amk) verður allt brjálað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 09:13

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Uss uss...þetta er ljótt að lesa og heyra um Lennon kallinn. Og alla hina ofbeldistextana textana líka auðvitað..... en ég hef alltaf haft allt aðra ímynd af Lennon..greinilega ekki hlustað nægilega vel á textana eða bara ekki skilið þá í den. Frekar sjokkerandi...segi það bara!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 09:55

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Úff og enn ömurlegra er það þegar maður heyrir það sungið í bítlastemmingunni...jæks!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 09:58

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

þetta er samt flott lag. Scary, en flott.

Svo er náttúrlega Stinglagið, Every breath you take, kannski ekki alveg eins gróft en samt frekar óhugnanlegt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:11

8 Smámynd: Dísa Dóra

Já þessi texti er frekar grófur í það minnsta.  Því miður eru margir textar og skrif til sem lýsa mikilli kvenfyrirlitningu og ofbeldishugsunum án þess að nokkrum manni hafi í raun dottið í hug að mótmæla því eða nefna það neitt sérstaklega.

Takk fyrir þennan pistil

Dísa Dóra, 9.10.2007 kl. 10:31

9 Smámynd: krossgata

Óhugnanlegur texti.  Ég er samt alveg laus við að líka vel við bítlana svo þeirra lög og textar eru lítið að berja á mínum eyrum.

Þessi færsla minnir mig samt á brot úr mynd sem ég sá í gærkvöldi/nótt (þ.e. sá brot en ekki heila mynd).  Virðist hafa átt að gerast 196? í einhverjum háskóla og einhver vakning var að verða um kynlífsfræðslu ungmenna.  Einhver hugsjónaprófessor fer að fræða unga fólkið um kynlíf og eftir stuttan formála að fyrirlestri spyr hann út í salinn:  Hvaða líffæri getur stækkað hundraðfalt? - Hann bendir svo á stúlku og krefur hana um svar.  Sú fer í baklás og segir hneyksluð að hann hafi engan rétt til að spyrja hana svona spurningar.  Prófessorinn er voða góður með sig og segir:  Ég átti nú við sjáöldur augnanna - glottir svo og segir:  I can tell you young girl you are in for big disappointment.

Ég veit ekki með ykkur en í þessu sé ég hrikalega mikinn hroka og jafnvel kvenfyrirlitningu.  Spurningin er lævísleg og þekkjandi mannlegt eðli veit hann að fólk (ekki hvað síst ungt fólk) mun strax hugsa niður í klof og svo klikkir hann út með fullyrðingu þar sem hann gerir ráð fyrir að allar konur vilji auðvitað bara menn vaxna vel niður fyrir hæla.  Hvað er þetta annars með karlmenn og stærðarkomplexa?

krossgata, 9.10.2007 kl. 10:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef ég ætti val um að gifta mig í dag, myndi ég ekki gera það í kirkju með presti, sennilega myndi ég gifta mig að ásatrúarsið, eða frá siðmennt til að gefa okkur saman.  Svona getur maður breyst á nokkrum áratugum. 

En mér finnst ekkert krúttlegt við að bjóða einhverjum að eiga sig eina nótt.  Ekki frekar en að það  myndi kosta eitthvað.  En það sem ég er að tala um er eins og Jenný bendir á, þessi innræting sem við sjáum ekki en síast inn. 

Það er jafnvel ennþá lúmskara en beinir ofbeldistextar, því þeir stinga mann stundum, eins og textinn hér að ofan. 

Þá er nú hreinlegra að syngja bara gerðu þig klára elsku Lára, ég er að koma í land. 

Eða hafðu bólið mitt hlýtt, þegar ég kem af sjónum. 

Eða; Réttu mér bjórinn og klæddu þig svo úr.  Jæks....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2007 kl. 10:49

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú er ég sammála Dúu sem læðist um eins og lævís lúða. Ég veit aldrei hvað hún er eða hvort hún er yfirhöfuð . Þetta með eina nótt sko. En mikið djöfull er þessi texti ljótur, sunginn með sakleysislegum röddum drengjanna frá Liverpool. En svo er þetta líka afskaplega leiðinlegt lag.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 11:41

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er búinn að fá "skjalabroskallinn" Dúskur. Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 11:58

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha það er komin út ný bæklingur sem orkar tvímælis, ég held að það sé Býkó bæklingur  Ég var annars ekki beint að bera saman þessa texta, heldur benda á að það er oft lævísara að læða kvenfyrirlitningu í væmnislega texta en klúra, eða ofbeldisfulla. 

En Dúa er sko ekki lævís lúða, miklu frekar fíll í postulínsbúð ef þú spyrð mig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2007 kl. 12:06

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vááá Dúa is alive. Hæ Dúu dúlla, hélt þetta væri einhver 18 ára smápía.  Gott að maður var ekki búin að læra ensku þegar þeir byrjuðu að syngja þessi stuð lög, maður tók bara taktinn og sönginn. En textinn er doldið scary.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 12:12

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey ég skal muna það næst, eða sem betra er það verður ekkert næst. 

En ég er ekkert að skipta um umræðuefni.  Ég hef bara mína skoðun, hún fittar ekki alveg við þína en báðar örugglega jafn réttháar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2007 kl. 12:57

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Katrín: John átti nú eftir að hlaupa af sér hornin og verða friðarins maður, þannig að ég fyrirgef honum.  Híhí.

Krossgata: Þetta er óhugnanleg frásögn.

Jóna:  Þú ert greinilega ekki af bítlakynslóðini addna, lagið leiðinlegt, OMG

Cesil og Dúa: Vera góðar dúllurnar mínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 15:20

17 Smámynd: halkatla

þetta er rosaleg pæling og gott hjá þér að birta þetta Jenný og fá okkur til að hugsa. Þetta er þvímiður alveg ótrúlega algengt. Mitt uppáhald Snoop Dogg, er alræmdur fyrir sína texta sem eru margir ekkert sérstaklega jafnréttissinnaðir, en hann drepur þó amk ekki konur í þeim og óskar þeim ekki dauða, en karlarnir fá skot í hausinn. 

halkatla, 9.10.2007 kl. 15:42

18 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Vissulega er víða að finna ofbeldi í textum og ekki þarf að leita lengi til að finna kvenfyrirlitningu í Snoop Dogg textum. 

Eitthvað truflar mig samt við að Lennon hafi skrifað svona texta, en maður veit þó aldrei hver er hvatinn að textaskrifum... það þarf ekki að vera hans eigin tilfinning sem hann er að lýsa, getur alveg átt að tákna afbrýðisemi almennt. En vel má vera að manninum hafi einhvern tíma liðið svona og skrifað um það, ekki veit ég það. Hér má lesa að þetta sé sá texti sem hann hafi mest séð eftir að skrifa, en ennþá minna veit ég um það.

http://www.sing365.com/music/lyric.nsf/Run-For-Your-Life-lyrics-The-Beatles/E62DECFE3805D87248256BC2001369B4

Hér segir að þetta sé lag sem er inspired af Elvis

Run For Your Life

Written by Lennon, this was the first song recorded for Rubber Soul, and the last on the album because it was one of the songs he liked the least. Lennon had said that it was one of those songs he just "knocked off for the sake of writing a song." Lennon got the idea of the first line from an Elvis Presley song from 1955 titled, "Baby, Let's Play House." Lennon referred to this as an old Presley song, but it's origin dates back to 1954, when it was written in Nashville by Arthur Gunter. It was recorded on October 12, 1965.

http://www.iamthebeatles.com/article1007.html

 

Hvort Lennon var einhvern tíma vondur eða ofbeldishneigður við kærustur sínar veit ég nákvæmleg ekkert um heldur. En mig langar til að benda á að Lennon skrifaði einnig þennan texta hér:  

Woman is the nigger of the world
Yes she is...think about it
Woman is the nigger of the world
Think about it...do something about it

We make her paint her face and dance
If she wont be a slave, we say that she dont love us
If shes real, we say shes trying to be a man
While putting her down, we pretend that shes above us

Woman is the nigger of the world...yes she is
If you dont believe me, take a look at the one youre with
Woman is the slave of the slaves
Ah, yeah...better scream about it

We make her bear and raise our children
And then we leave her flat for being a fat old mother hen
We tell her home is the only place she should be
Then we complain that shes too unworldly to be our friend

Woman is the nigger of the world...yes she is
If you dont believe me, take a look at the one youre with
Woman is the slave to the slaves
Yeah...alright...hit it!

We insult her every day on tv
And wonder why she has no guts or confidence
When shes young we kill her will to be free
While telling her not to be so smart we put her down for being so dumb

Woman is the nigger of the world
Yes she is...if you dont believe me, take a look at the one youre with
Woman is the slave to the slaves
Yes she is...if you believe me, you better scream about it

We make her paint her face and dance
We make her paint her face and dance
We make her paint her face and dance
We make her paint her face and dance
We make her paint her face and dance
We make her paint her face and dance

En um það verður alls ekki deilt að víða er að finna ofbeldi og fyrirlitningu gagnvart konum í textum og bókmenntum. Rapptextarnir í dag eru að mínu mati mjög ógnvekjandi.

 

Andrea J. Ólafsdóttir, 10.10.2007 kl. 08:34

19 identicon

Woman is the nigger of the world og run for your life er gott dæmi um hvernig Lennon breyttist þegar hann byrjaði með Yoko Ono.

Sigurður Unnar (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband