Leita í fréttum mbl.is

Mitt hjartans mál.

 

Þetta er svo mögnuð frétt hjá Mogganum, að það er ekki hægt að tengja við hana en hér er hún. 

Erfiðleikar í hjónabandi og öðrum persónulegum samskiptum kunna að auka hættuna á hjartasjúkdómum, að því er vísindamenn greindu frá í dag. 

Nú, nú, þá er ég í vondum málum.

Segi svona!

Er í hjónabandi númer þrjú og síðast þegar ég gáði, sló hjarta mitt hratt og skammarlega vel. 

Ég á nottla í erfiðum samskiptum hér á blogginu við allskonar minnimenn og í því felst auðvitað ákveðin hætta, eins og rannsóknin hefur greinilega leitt í ljós.  Ég mun því henda vandræðagemlingunum  út af bloggvinalistanum.  Núna, fyrir svefn.  Ekki eftir neinu að bíða.  Ég hef pottþétta afsökun.  Ég neyðist til þess af heilsufarsástæðum.

Fyrir þá sem lesa fréttina, þá vil ég benda ykkur á eitt.  Það verður nefnilega hvorki komið né farið.

Slæmt fyrir hjarta að vera í vondu sambandi.

Jafn slæmt fyrir hjarta að vera aleinn og ógiftur.

Þorrí gæs.

St. Pepper´s lonley heart´s club band!

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, en þú hefur greinilega getað talið ÞRJÁ menn á að giftast þér. Mér hefur aldrei tekist að telja neinn á að giftast mér, þannig að ég er viss um að ég mun fyrrdeyja úr hjartasjúkdómum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.10.2007 kl. 03:50

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er ekki bara bezt að vera hjartalaus?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 06:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stína mín, þeir voru í RÖÐ manna, ég bað þá um að taka NÚMER og reyndi svo að gera mitt besta. Hmhe

Hrönnsla, þú veist það, hjartalaus konan og ísköld

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 07:24

4 identicon

Dugleg ertu Jenný. Ég er í hjónabandi nr 2 og það hefur haldið vel síðustu 17 árinn. Hvort það hefur eingöngu með sveigjanlega blíðublómið MIG að gera er ég ekki viss um.Og hjartað mitt er hraust og gott

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 07:40

5 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Hmmm, jafn slæmt að vera einn og ógiftur og að vera í slæmu sambandi. Damned if you do, damned if you don't. I'M DAMNED!!!

Ingi Geir Hreinsson, 9.10.2007 kl. 07:40

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er á stofu 666. Tek á móti heimsóknum á milli 10 og 11. Passið að stíga ekki á snúruna á hjartavélinni um leið og þið gangið inn.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.