Sunnudagur, 7. október 2007
Hvað með Helgu og Jóa?
Ebony and Ivory er hundleiðinlegur dúett og ég er ekki hissa á að hann hafi verið meðal þeirra sem tilnefndir voru sem verstu dúettarnir. En það er óþarfi að skella honum í fyrsta sætið. Íslendingnum í mér er misboðið.
Þú og Ég eiga að vera í 1. sæti. Kjánahrollurinn sem fer um mig þegar ég heyri Helgu og Jóa syngja diskólögin, er banvænn.
Roxette hefði mátt vera með líka. Ég sá Per Gässle þegar hann kom í fyrsta sinni, fram í sænsku sjónvarpi fyrir 28 áraum, með hljómsveitinni Gyllende tider. Lagið hét Flickorna på TV2 og þið sjáið að þetta hefur haft áhrif á mig (man þetta í smáatriðum), mér verður enn hálf óglatt. Þar setti Per Gässle niður sína síðustu kartöflu í mínum garði og því er Roxette á útrýmingarlista.
En það þurfa að vera mótvægisaðgerðir við öllum hlutum. Til að jafna út leiðinlegu dúettana þá bendi ég á tvær dásamlegar samsuður.
Nínu og Friðrik
og Knold og Tot ég meina Jan og Kjell.
Úje
La det svinge!
Ebony & Ivory valinn versti dúett sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Segðu, Jan og Kjell gleymdir og grafnir eins og fleira gott fólk
Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:42
Hehehehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 20:47
...Þú og Ég voru nú ekki svo slæm.....hmmmm...
Sunna Dóra Möller, 7.10.2007 kl. 20:53
Hverjir eru Jan og Kjell?
Huld S. Ringsted, 7.10.2007 kl. 21:17
Huld mín Jan og Kjell voru litlir drengir sem sungu saman og voru næstum því jafn flottir og bítlarnir urðu seinna. Sko hér á Íslandi. Þeir komu og héldu tónleika í Austurbæjarbíó þegar ég var 11 ára eða 1963 minnir mig. Þeir voru danskir. Hehe, ég var að fíflast, þeir voru plebbar.
Þú og Ég voru hörmuleg Sunna Dóra. Úr hvaða sveit ertu? Muhahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 21:23
Hver eru Helga og Jói? Ég man eftir svona dúett, sem mér finnst alveg hryllilegur út af textanum: "Ég er ekki eins og allar hinar stelpurnar sem hoppa upp í bíl hjá hverjum sem er." Sko, ég verð alveg brjáluð við tilhugsunina - hvers lags skilaboð eru þetta? Ég er ekki eins og aðrar konur og þess vegna er ég betri? Arg.
Held að Sigga Beinteins hafi sungið þessa línu en trúi því samt varla upp á hana.
Kolgrima, 7.10.2007 kl. 21:34
Kolgríma Kolgríma Kolgríma. Lagið sem kom Siggu Beinteins á blöð íslenskrar tónlistarsögu. Skellti sér í samflot með HLH flokknum og söng Vertu ekki að plata mig. Hún gat sungið svona með góðri samvisku því hún er lesbísk. Breytir öllu.
Jenný ég elskaði Þig og Mig.... hmmm Þú & Ég... eða þannig. Villi og Lúlla er bara eitt af þessum lögum sem ég elska að hlusta á og fá kjánahroll. Og ef ég er komin í glas (glös) syng ég með af innlifun. Ekki líta ekki bíta ekki halda alltof fast.. en taktu mig og láttu mig.... o.sfrv. Kommmasooooo......
Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 21:52
Ég hef örugglega verið að hlusta á Grýlurnar þegar þetta var! Að minnsta kosti kannast ég alls ekkert við þetta fólk á þessari mynd.
Kolgrima, 7.10.2007 kl. 22:13
Fólkið á myndinni Kolgríma er sænski dúettinn Roxette. Þú ert úti að aka hahahaha.
Jóna, Jóna, Jóna, af hverju er ég ekki hissa? Ég veit ekkert um neina Villu og Lúlla, iss.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 22:25
OMG Villi og Lúlla! fannst það alltaf álíka hallærislegt og rabarbararúna en núna skil ég af hverju ég veit ekki hver Jan og Kjell voru, 1963 var ég bara 1 árs
Huld S. Ringsted, 7.10.2007 kl. 22:51
Hverjir voru aftur Knoll og tott eða hvað sem þú kallaðir þá ?? heheheheh villingur geturðu verið kona
Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:56
Man ekki eftir þessu lagi: Nína og Friðrik. Hver flutti það, hvað er það gamalt, hef séð því úthúðað á annarri bloggsíðu. Knús í Breiðholtið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.10.2007 kl. 23:27
Þetta er nostalgía, æ mig langaði svo að sjá þetta allt saman, Jan og Kjell, Nínu og Friðrik, Gitte, Tommy Steel og ég veit ekki hvað!
Eeen ég sá Kinks, Hollies, Searches og var í skýjunum með það.
Edda Agnarsdóttir, 7.10.2007 kl. 23:31
Jenný mín, þetta er greinilega of mikil afhjúpun hjá þér og mér með aldurinn! Þær vita ekkert um þetta þessar kéddlingar hérna á blogginu.
Edda Agnarsdóttir, 7.10.2007 kl. 23:33
En má maður stinga upp á besta dúettinum. Ég segi Gunni og Felix þegar þeir léku gömlu ævintýrin í Stundinni okkar, Búkolla toppaði allt (segibarasonakarl)
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 00:39
Já ég hefði átt að hugsa mig tvisvar um Edda áður en ég splatteraði aldrinum hingað á bloggið, nú vita allir hvað við erum gamlar.
Anna: Var hætt að horfa á barnatímann þegar Gunni og Felix tóku við. Hehe. (Segibarasvonakall er jafnvel betri en "alvegaðlekaniðurkall).
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 00:42
Heyrðu... miðað við fréttir síðustu daga, þá er augljóst hverjir Knoll og Todt eru: Villi og Bingi.
Uss, suss.
Einar Indriðason, 8.10.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.