Leita í fréttum mbl.is

Rapport á hlaupum

Jenný Una Eriksdóttir, kom hér eftir skóla, hlaðin farangri og tilbúin í helgarævintýrið.

Amman spurði: Var gaman í leikskólanum í dag Jenný mín?

Jenný: Nei, það var leiðilett.

Amman: Af hverju var leiðinglegt?

Jenný: Franklín Máni Addnarson.

Nú bíð ég eftir skóstærð og kennitölu á Franklín Mána Addnarsyni. 

Ég á von á að þær upplýsingar berist með kvöldinu.

 Á meðan Jenný úthrópaði Franklín á þenna snöfurmannlega máta, hallaði Bördí Jennýjarson undir flatt og hlustaði með athygli.

Ég sver það, að fuglinn var stórhneykslaður á svipinn.

Það er nú það.

Later!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: krossgata

Fyndnar eruð þið langmæðgur. 

 Ömmukútur beið einmitt eftir ömmu þegar hún kom úr vinnunni áðan.  Og ég sagði: "Sæll og blessaður kútur minn" og fékk svarið "Ég er ekki kútur" svo kom smá þögn - stórt bros og "Jú ég er kútur".  Kannski var hann eitt augnablik aðeins of fullorðinn fyrir kút, orðinn 3 ára rúmlega og hefur svo snarlega séð að það er svo notalegt að vera ömmukútur.  Hvað veit ég? 

krossgata, 5.10.2007 kl. 19:31

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúlegt með ömmu stelpurnar okkar, mín 6 ára prinsessa nefndi alltaf skólasyskynin með fullu nafni þegar maður var að spyrja út í daginn hjá henni.  GUllmolar

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 19:33

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

a propos kútur, við hjónin bruggum stöku sinnum hvítvín (erum reyndar eiginlega hætt því, of miklir vínsnobbarar - ef maður má þá tala um vín hér :D)

Allavega, vorum fyrir svona 4-5 árum að tala um að sótthreinsa kútinn, þegar Finnur litli (tveggja-þriggja ára þá) lítur upp skelfingu lostinn: Ekki sótthreinsa miiig!?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:56

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég held að þessi fugl sé manneskja í álögum....! Spurning um að reyna ða taka hár úr einum væng og segja hókus pókus og sjá hvað gerist ! Þú átt alveg ægilega krúttlegt ömmubarn, algjör engill!

Góða helgi annars

Sunna Dóra Möller, 5.10.2007 kl. 19:59

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

snúllurassgat... þið báðar reyndar. Franklín Máni Addnarson er örglega skotinn í Jenný Unu Errrrikkkksdóttur

Jóna Á. Gísladóttir, 5.10.2007 kl. 20:30

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Krúttleg færsla Jenný

Marta B Helgadóttir, 5.10.2007 kl. 21:23

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Fuglar eru uppvöðlusamir og ókurteisir upp til hópa, nema kannski Þrestirnir.

Þröstur Unnar, 5.10.2007 kl. 21:23

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir hlýleg orð í minn garð, á síðunni minni.

Marta B Helgadóttir, 5.10.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband