Leita í fréttum mbl.is

Besti afmælispakki í heimi!

Nú þegar ég hef verið edrú í ár, upp á dag, vill kona auðvitað fá afmælisgjöf.  Og hana hef ég nú þegar grenjað út.  Segi svona en í dag fæ ég hana Jennýju Unu Eriksdóttur í gistingu, sem er ekki pakki af lélegri gerðinni get ég sagt ykkur. 

Hérna er viðkomandi gjöf fyrir klippingu á toppi og við höfum gleymt að greiða "okkur" en auðvitað er barnið alltaf jafn yndisfrítt.  Jenný Una á fluffutösku, svona á hjólum, og taskan er bleik og með fígúrum.  Þessi ferðakista er fyllt með gersemum þegar barn kemur til dvalar til ömmu og Einarrrrs, og upp úr henni drögum við ævintýralega hluti til að leika með.

Jenný tók ákvörðun um það fyrir stuttu að nú væri prinsessutíminn runnin upp.  Barn er í kjól alla daga og í prinsessuskóm og það er ákaflega heppilegt að það er til hópur af kjólum til að klæða sig í.  Buxur eru núna algjörlega úti.  Jenný Unu finnst gaman að skoða sig í speglinum og henni finnst það ekki feimnismál.  Hún skoðar sig vandlega frá öllum hliðum og svo á hún það til að segja stundarhátt: Ég er prinsesssssa.  Alveg fullviss um það daman.

Stundum verður samt að gera málamiðlanir þegar veður eru vond og klæða sig í útigallann og svo verða ungar manneskjur ansi þreyttar á að berjast um með storminn í fangið og sofna bara þar sem þær eru staddar hverju sinni.

Nú kemur Jenný Una sem sagt í dag, með sitt úttroðna ferðakoffort og hún ætlar að líta til með syni sínum, honum Bördí Jennýjarsyni, baka köku fyrir afmæli mömmu sinnar sem er á sunnudaginn,segja ömmu sinni að það sé "ekki í boði" að fara að sofa fyrir allar aldir og ef vindar eru hagstæðir, gæða sér á smá "laufardagsnammi".

Ekki lélegt það.

Ég vil fá barn með bleikum borða, eins og alvöru afmælisgjöf fyrir stelpur.

Við munum síðan horfa á magnaða spennumynd um örlög og ævintýri "Jákarlsins og Grekans óvurlega".

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu vera amma barnanna minna ?  Ekki það að mín eigi slæmar ömmur, alls ekki. Samt gaman að lána þau oftar án þess að biðja um pössun

Til hamingju með 1árs afmælið

MP (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR ELSKU JENNY MÍN.  Þú átt heiður skilinn. Gjöfin þín er yndisfríð að vanda, ekki til betri.  Mín eina stelpu barnabarn var að byrja í skóla í haust og okkur öllum til mikillar gleði eru skólabúningar því hún þurfti þrefaldan tíma á við mömmu sína á morgnana að velja kjóla, sokkabuxur ofl. Nú tekur þetta engan tíma, eigðu ljúfastan dag yndið mitt. Þín vinkona Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

     söngur og allt, var að reyna að vera fyrst þessvegna eru tvær færslur en ég er þá allavegana 2 og 3

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 12:53

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

http://hlf.blog.is/blog/hlf/entry/329600

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.10.2007 kl. 12:54

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Til hamingju, enn og aftur - og njóttu lífsins

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.10.2007 kl. 13:22

6 identicon

Ég er full af öfund  Nú vildi ég geta ýtt á takka á tímavél og ... verða Jenný Una Eriksdóttir í einn dag þegar hún fer í heimsókn til ömmu Jennýjar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 13:34

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með daginn og flott ömmu stelpa eða ömmu prinsessa eigðu góðan afmælisdag.....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 5.10.2007 kl. 13:35

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný, HÚRRA HÚRRA HÚRRA - nú er að njóta lítilla kámugra fingra í bakstrinum! Smjúts á þig og knús.

Edda Agnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 14:46

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég aðstoða Jenný við baksturinn Edda mín.  Ég mæli fyrir hana og hún hrærir með "hræðsluveelinni" eins og Jenný kallar hana, en hún er með smá hávaða vélin og Jennýju er ekki vel við sollis.

Anna mín: Við erum góðar saman.  Það er ekki spurning.  Nú bíður þú bara eftir að fá gullmola í hrönnum til að annast.  Það er toppurinn á tiverunni.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 15:09

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Yndisleg prinsessa.

Mín er komin á það stig, að neita að vera í sokkabuxum, bara sokkum og kjól. Þessar sokkabuxur eru so smábarnalegar.

Þröstur Unnar, 5.10.2007 kl. 16:18

11 identicon

 yndislegt barn. Og ef þér fannst ár 1 skemmtilegt á snúrunni get ég staðfest það að ár 2 er ekki síðra

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:25

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

knús á ykkur öll þarna á heimilinu.  Barnið er brilliant

Jóna Á. Gísladóttir, 5.10.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband