Föstudagur, 5. október 2007
Edrú - Edrú - Edrú - Hátíðarsnúra Jennýjar
Ok, hvað getur kona sagt, þegar ár er liðið frá því að hún labbaði inn á Vog? Ég veit svei mér þá, ekki hvernig maður hagar sér þegar þeim áfanga er náð. Ég fór svo sorgmædd og niðurbrotin inn í meðferð, með nánast ekkert að vopni nema smá von um að það væri möguleiki fyrir mig að komast aftur til mannheima.
Dagarnir hafa orðið að vikum, vikurnar að mánuðum og alltaf hefur útsýnið af snúrunni minni orðið fallegra og betra. Það var erfitt að byrja að blogga um að ég væri alki. En fljótlega var það orðið hreint ótrúlega auðvelt að gangast við því, og ég hamraði um edrúlífið mitt af miklum móð, á lyklaborðið. Erfiðast fannst mér þó að setja það í orð, að ég hefði líka misnotað lyf. Bæði svefnlyf og róandi. En ég lét vaða og fljótlega öðlaðist ég frelsi frá þeirri skömm líka.
Sumum sem ég þekki finnst út í hött að blogga um að vera alki. Finnst að það eigi að vera prívat. Nafnlaust. Ég er ekki sammála. Mér er illa við leyndarmál. Þau hafa reynst mér þung í skauti. Leyndarmálin og óheiðarleikinn sem fylgja því að vera virkur alkóhólisti meiða bara og særa. Þess vegna hefur það bara hjálpað mér að tala og skrifa um það á opinskáan hátt. Það hefur sætt mig betur við sjálfa mig og það sem var.
Ég er ekki stolt yfir því að hafa eytt einhverjum X fjölda ára í að hálfdrepa mig sullandi og étandi lyf. Svo ég ekki tali um hvað það gerði mínum nánustu og öllum sem þóttu vænt um mig. En ég get ekki breytt fortíðinni. Það er ljóst. En ég horfi nokkuð stolt fram á veginn. Ég er að vinna á mínum sjúkdómi og ég hef verkfærin til þess.
Á Vogi eignaðist ég trú á sjálfa mig og lífið. Með hjálp frábærs fagfólks og allra reyndar sem hjá SÁÁ vinna, gat ég risið upp og orðið sjálfri mér lík á ný.
Í dag hef ég verið undarlega meyr. Ég hef eiginlega verið hálf klökk og glöð til skiptis.
Jibbí, ég er eins árs í dag. Í eitt ár hef ég verið allsgáð. Ég ætla að fá mér súkkulaði með rjóma, í morgunmat í fyrramálið.
Og þið bloggvinir mínir og allir sem hafið sent mér stuðningskveðjur. Takk kærlega fyrir mig. Það hefur glatt mig ósegjanlega mikið.
Ójá.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Elsku Jenný, ég er glöð með þér. Að fá að heyra fallegu röddina þína svona eins og hún á að vera. Það er ómetanlegt. Ég er rosalega glöð með þér.
Elskan mín, til hamingju með þennan frábæra áfanga
Ragnheiður , 5.10.2007 kl. 00:41
Til hamingju með daginn, og bloggrósir.
María Kristjánsdóttir, 5.10.2007 kl. 00:54
Þú átt mikinn heiður skilið fyrir að tala um þetta á svona einlægan hátt. Ég óska þér innilega til hamingju með árið þitt
Þóra Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 00:58
Takk allar dúllurnar mínar. Oh María, bloggrósir. Svo sætt
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 00:58
Innilegar hamingjuóskir með áfangann. Fyrsta árið er yfirleitt erfiðast, en þegar ég náði þessum áfanga sjálf, á sínum tíma, ætlaði ég varla að trúa því. Mér fannst ótrúlegt að ég næði að vera edrú í heilt ár! Lífið var þá loksins að nálgast það að vera eðlilegt og ég var loksins búin að ná því að ég hefði ekkert til að skammast mín fyrir lengur. Mér fannst þá, og finnst enn dýrmætastur þessi léttir sem hrein samviska og skömmustuleysi færir manni. Sjálfsvirðingin endurheimt, sennilega í fyrsta sinn..... Síðan eru liðin einhver ár í viðbót, en merkilegastur áfanginn var fyrsta árið.
Til hamingju aftur með árið, knús, bloggrósir, kerti og blöðrur til þín.
Bjarndís Helena Mitchell, 5.10.2007 kl. 01:09
Innilega til hamingju Jenný, að losna úr heimi vímunnar, það að fá að takast á við tilfinningar og lífið, sober og skýr í kollinum er það besta.
Mín besta og mesta víma er húmor, enda breytir hlátur boðefnum heilans og maður upplifir vellíðan, sanna heimatilbúna vellíðan.
Megi þér farnast vel á þessari braut.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.10.2007 kl. 01:49
Til hamingju með afmælið.
Þú ert lánsöm að hafa marga góða að sem styðja þig, enn mundu að þetta gerðir þú.
S. Lúther Gestsson, 5.10.2007 kl. 03:21
Til hamingju með daginn. Frábær árangur hjá þér
Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 07:30
Hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur sem þú ert ´buin að ná,. Guð gefi þér styrk til að halda áfram á sömu góðu brautinni
Sædís Ósk Harðardóttir, 5.10.2007 kl. 07:32
Til hamingju með ársafmælið. Frábær árángur
Huld S. Ringsted, 5.10.2007 kl. 07:48
Til hamingju, elsku hjartans krúttið mitt, dugnaðarsnúllukrúsípúsí ... Þetta er frábær árangur hjá þér! Ég er svo montin af þér!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 08:12
Gleði og gæfa til þín Jenný.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 08:23
Til hamingju með árið! Þetta er frábær árangur hjá þér og þú ert sannarlega hetja bæði að ná þessu ári og að deila með okkur öllum því sem að þú ert að ganga í gegnum . Gangi þér ótrúlega vel áfram og eigðu góðan afmælisdag!
Sunna Dóra Möller, 5.10.2007 kl. 08:25
Ég hef verið fastur gestur hérna á þinni síðu, lesið og lært frá því í síðastliðin vetur. Mér finnst þetta "snúrublogg" alveg frábært, og þú fyrir að geta sagt reglulega frá þínum sjúkdómi. Við eigum öll einhvern djöful að draga. Ég á minn, og hef velt svolítið fyrir mér hvort ég ætti að gubba einhverju af því hér inn á bloggið. Held nefnilega að það gæti "frelsað" mann á vissan hátt. Þú færir mig nær þeirri hugsun með þínum frábæru skrifum.
Innilega til hamingju með þig sjálfa og árangurinn.
Þröstur Unnar, 5.10.2007 kl. 08:25
Innilega til hamingju elsku Jenný mín. Þú ert hetja, og það er alveg rétt hjá þér, að þögnin og leyndarmálin fara ekkert, þau sitja föst í sálinni og hlaða utan á sig ennþá meiri leyndarmálum og þögn, þangað til við getum ekki meira, og allt er stíflað. Það þarf kjark til að tala og þann kjark hefur þú elskuleg.
Það er von að þú sért stolt, það er ekki heiglum hent að koma sér út úr svona ástandi. Risastórt knús.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2007 kl. 08:40
Til hamingju með árið.Og áfram með snúrublogg.Knús til þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 08:59
Til hamingju með áfangan Jenný.Enn einu sinni sannast að stærsti sigurinn sem maður vinnur er sigurinn á sjálfum sér.Það sem gerir þig svo aðlaðandi er einlægni þín.Við viljum hana öll,en höfum ekki sjálfstraust í þessum hraða töffaraheimi til að opna okkur.Sjáðu alla sem skrifa þér,lesa bloggið þitt, trúlega dæmi um að sendi maður frá sér eitthvað gott kemur það þúsundfallt til baka !það einfalda er alltaf best og sannast.Ég hef áður sent þér línu varðandi mína fíkn sem er nikotínið sem undaralega nok nýtur aðeins meiri virðingar í fíknumræðunni.Allstaðar goggunnarröð.En prímerinn er sá sami að mínu viti,eitthvert helv...stjórnleysi ? Takk fyrir skemmtileg og ærleg skrif það er einhvern veginn það tungumál sem ég skil hvað best,takk líka fyrir frábærar myndir sem oft fylgja.....langbrókin
Hallgerður langbrók (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 09:05
Til hamingju með áfangann
Ragnhildur Sverrisdóttir, 5.10.2007 kl. 09:12
til hamingju :)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 09:18
TIL LUKKU
Einar Bragi Bragason., 5.10.2007 kl. 09:20
Til hamingju með daginn og framtíðina. NJÓTTU!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 09:25
Þetta venst hreint ótrúlega vel, til hamingju :-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.10.2007 kl. 09:27
Jenný þú ert afrekskona, ekkert minna. Innilega til hamingju og njóttu dagsins. Þú átt skilið súkkulaði og rjóma í alla morgunverði framtíðarinnar.. ps. Alltaf svo gaman að lesa hugleiðingar þínar, takk fyrir mig þó ég kvitti sjaldan.
Kv. Kristjana Leifsdóttir
Kristjana Leifsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 09:28
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Jenný, hún er eins árs í dag ..... jeiiiii!
Eigðu góðan dag músla
Eva Þorsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 09:31
Til hamingju með áfangan dúlla, njóttu þessa í botn.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 09:33
Ég hef áður sagt það að mér finnst snúrubloggin þín merkileg. Opin, stundum full af fyndni og alltaf raunsæ, þú ert ekki alltaf að vorkenna þér. Innilega til hamingju með daginn.
krossgata, 5.10.2007 kl. 09:43
Til hamingju elsku klemman mín
Heiða B. Heiðars, 5.10.2007 kl. 10:06
Elsku Jenný... til hamingju, ást og hlýja til þin
Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:13
Til hamingju og að mínu mati ertu meira en klemma. Þú ert heill snúrustaur og gangi þér vel áfram.
Steingerður Steinarsdóttir, 5.10.2007 kl. 10:17
innilega til hamingju með þennan áfanga Jenný
Óskar Þorkelsson, 5.10.2007 kl. 10:17
Elskan til hamingju með áfangan þú er mjög dugleg.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.10.2007 kl. 10:20
Til hamingju með þennan stóra dag og áfanga. Knús Sóley og Birta
Sóley (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:24
Þið eruð yndislegur og eruð hér með útnefnd sem englakórinn minn. Ég þarf að fara og hita mér súkkulaðið. Vó eins gott að muna eftir insúlíninu í gleðilátunum. Mikið skelfing ætla ég að njóta þess að hafa farið í gegnum heilt ár af hamingju, eða það sem ég skilgreini sem hamingju. Þ.e. að vera sjálf skipstýra á minni "eigins" skútu Dem af hverju eru öngvar "broskjéddlingar" til?
Takk snúllurnar mínar. Ég er rík kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 10:45
Þú mátt bara alveg vera stolt af sjálfri þér. What's done is done, nú er það bara Fram fram fylking og Hver vegur að heiman er vegurinn heim og allt það.
Hugarfluga, 5.10.2007 kl. 10:48
Hjartanlega til hamingju með þetta Jenný mín. Þú ert kjörkuð kona að skrifa svona opinskátt um málin.
Anna Einarsdóttir, 5.10.2007 kl. 10:54
Æi.. ég er með tárin í augunum.. Þú ert svo flott Jenný Anna Baldursdóttir. Og eftir 4 vikur ætla ég að sýna litlu stúlkunni bloggið þitt. Hún getur lært svo margt af viðhorfinu þínu og opinskáu umfjölluninni. love you. keep up the good work.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.10.2007 kl. 10:54
Takk elsku fluva mín og Anna. Þið eruð ekki sem verstar sjálfar
Jónsín mín þú ert í hjartanu á mér, múr- og naglföst og ferð auðvitað ekki fet addna kjéddling
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 11:11
Ég er með gæsahúð eftir lesturinn. Þú er auðvitað æðisleg Jenný! Innilega til hamingju með áfangann!
Heiða Þórðar, 5.10.2007 kl. 11:20
Elsku hjartans vinkona! Til hamingju með áfangann Það er búið að vera svo stórkostlegt að fá að fylgjast með öllum litlum sigrunum þínum sem birst hafa í snúrubloggunum og líka öllum manneskjulegheitunum og tilfinningunum sem þú hefur deilt með okkur bloggvinunum þínum. Þú ert og verður alltaf perla í mínum huga elsku Jenný. Njóttu dagsins í botn og lofaðu að hugsa smá til mín, þó ekki sé meðan þú rennir niður einum sopa af súkkulaðinu.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:25
PS. það sem ég vildi sagt hafa var: ... þó ekki sé nema bara meðan þú rennir niður einum sopa af súkkulaðinu - nei annars tveimur (af því að ég skrifaði tvö komment)
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:37
Geðveikt!!! Til hamingju.
Þú ert í bookmarks hjá mér og ég les þig(reyni) daglega.
Stay cool :-)
Dagbjört (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:40
Til hamingju með daginn og frábæran árangur.
Daði Einarsson, 5.10.2007 kl. 11:45
Elsku besta Jenný. Til hamingju með þetta eins árs afmæli!! Eins og ég sagði í bloggi varðandi 11 mánaða afmælið, þá er ég afar ánægður að heyra af svona árangri, þar sem október er t.d. mjög sérstakur mánuður í mínum huga hvað þetta varðar - en mamma hætti að drekka 31. október 1982.
Til hamingju með þig aftur - þúsundfaldir hamingjukossar og knús til þín frá Akureyri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 12:00
Ég er búin að fara hjá mér svona fimmhundruð sinnum, hm.. djö sem ég ýki, en að minnsta kosti jafn oft og kveðjurnar eru margar. En svo hugsa ég jafnframt; kva, þetta ER stór áfangi og ég MÁ alveg láta mér þykja vænt um hann og njóta þess að það er til fullt af yndislegu fólki sem hugsar í alvörunni fallega til mín og nennir að segja mér það. Það er alls ekki sjálfsagt og ég ER alveg ofsalega þakklát ykkur öllum sem hafið "snúrast" og "klemmast" með mér alveg frá því ég hef byrjað að blogga, hvatt mig áfram og verið þáttakendur í lífinu mínu. Arg hvað ég er þakklát ykkur fyrir það.
Þúsund milljón kossar og klemm.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 12:06
Innilega til hamingju Jenný, þú stendur þig vel
Marta B Helgadóttir, 5.10.2007 kl. 12:29
Frábært Jenný bara frábært! Innilega til hamingju með afmælið, sannarlega eitthvað til að vera stolt af Megi góður Guð styrkja tig í áframhaldandi vinnu með sjálfa tig, tú ert frábær.
Knús og kram frá einni á Skaganum, sem les tig nánst daglega
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.10.2007 kl. 12:37
Elsku Jenný enn og aftur til hamingju með afmælið, þú mátt sko vera stolt af þér. Ég er sannfærð um að þú hefur hjálpað mörgum með því að vera svona hreinskiptin. Bódís biður að heilsa Bördí og lofar að hún mundi ekki borða hann ef hún fengi að koma í heimsókn.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 13:16
Vá, til hamingju
Kolgrima, 5.10.2007 kl. 15:44
til hamingju mammsl
elska þig
maysan (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 22:14
Smelltu og hafðu hljóðið á Jenny.
http://www.star28.net/penguin_tebe.swf?msg=Til%20lukku%20Jenny
Kveðja:
Sigfús Sigurþórsson., 6.10.2007 kl. 00:03
Elsku Maysubarnið mitt, takk snúllan mín, þetta gladdi mömmuna í tætlur. Eslka þig og knúsaðu fallegast smádrenginn í heiminum frá ömmu.
Elsku Sigfús, þetta er bara svo sætt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 01:02
Hamingjuóskir til þín Jenný!!!
Og ekki minni hamingjuóskir til allra sem eru þátttakendur í þínu lífi, deila með þér gleði og sorgum og elska þig.
Árni Gunnarsson, 7.10.2007 kl. 18:02
Sæl Jenný. Og til hamíngju með 1árs afmælið glæsilegt hjá þér. Ég kannast alveg við hvernig þér líður var svona sjálf fyrir rúmum 15 árum.
Bogga (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:35
Kærar þakkir fyrir fallegar kveðjur, Árni og Bogga.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 00:39
og hvernig fórstu að því?
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.