Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir rasistar

Rasistar snúa við í mér maganum.  Hvar sem ég rekst á þá.  Ég er hrædd við manneskjur sem hafa andúð á fólki á þeim hæpnu forsendum, að það komi langt að, úr öðruvísi menningu, sé með annan litarhátt osfrv.

Við hvað er þetta fólk hrætt?

Ég tala varla orðið við manneskju nú orðið sem ekki kvartar undan útlendingum í búðinni, á elliheimilinu hjá mömmu og á leikskólanum.

Er einhver annar sem bíður hangandi á húninum eftir að fá að annast þessi störf?

Nær væri að hækka launin hjá þessum stéttum, og gera íslenskukennsluna meira aðgengilega.

Ég er svo þreytt á þessu nöldri.

Hvernig væri að læra að meta fjölbreytnina sem fylgir fjölmenningarsamfélagi og nýta hana til góðra hluta?

Arg og þvarg.

Ójá

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég hef engin vísindi fyrir mér í þessu en ég held að rasismi orsakist af þröngsýni, fáfræði, heimsku, minnimáttarkennd, komplexum...

...semsagt af svipuðum ástæðum og einelti

Marta B Helgadóttir, 4.10.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Æi Jenný mín, ég er svooo sammála þér. Ég elska fjölbreytni eins og sést á fjölskyldu minni. Fólk getur verið svo mikil fíbbl . Sumir elska bara að nöldra og velta sér uppúr hlutum sem skipta ekki máli. 

En smjúts til þín, hef verið "fjarverandi"

Laufey Ólafsdóttir, 4.10.2007 kl. 01:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

það sem mér finnst sorglegt í dag, er fólki sem hatast út í Frjálslyndaflokkinn og segir að þar sé rasismi, þegar þar eru allir einmitt að vinna að því að skoðað sé einmitt aðstæður erlends fólks, eins og komið hefur á daginn, allt sem við töluðum um, að hér eru þrælabúðir innflytjenda og allt gert til að lækka laun hins almenna launamanns bæði íslendinga og útlendinga sem hafa áunnið sér réttindi, af svikulum mönnum, sem ætla sér að græða á ódýru innfluttu vinnuafli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 01:23

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Æ, ég er alveg sammála þér. Verst þykir mér að fólk sem stendur nálægt manni sé með svona kreddur og gæti oft orðið tilefni til reiðra rifrilda ef maður leyfði hlutunum að ganga svo langt. Ég er útlendingur í aðra ættina, ég á barn ættað að utan, frændur og frænkur með annað litarhaft en alhvítt. Mér finnst alltaf skondið líka að fólk telji þau vera útlendinga, bara vegna húðlitar síns. En staðreyndin er sú að þau fæddust öll og eru uppalin hérlendis og hafa varla stigið út fyrir landsteinana. Gætu ekki verið meira íslensk þannig, en samt líða þau fyrir fordóma. 

En sem betur fer eru ekki allir svona. Ég er alveg sammála Mörtu líka, þetta stafar bara af fáfræði, ekkert annað. Smjúts 

Bjarndís Helena Mitchell, 4.10.2007 kl. 01:24

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég er rosalega ánægður með færslu þína.  Ég er svo mikill anti-rasisti að ég vil berjast gegn rasisma á öllum vígstöðum.  Mér þykir vont þegar að fólk er skilgreint út frá þjóðerni,  uppruna,  kynþætti eða trúarafstöðu.  Fólk er bara fólk. Sumt fólk er gott.  Annað er vont.  Það hefur ekkert að gera með kynþátt,  hörundslit,  augnlit eða annað.  Ég vil umgangast fólk út frá einstaklingnum óháð uppruna viðkomandi.   

Jens Guð, 4.10.2007 kl. 03:31

6 identicon

kommon

hemmi (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 08:38

7 identicon

HVER GEFUR OKKUR RÉTT TIL AÐ DÆMA AÐRA? 

 Mer finnst svo óþolandi að sjá og heyra hvað Islendingar eru miklir  vitleysingar þegar kemur að ´´ÚTLENDINGUM´´. Þvílikir fordómar bara í þessu orði að mínu mati.

Eg verð nú líka að segja að ég vorkenni þessu fólki því það er ekkert eins gaman og að kynnast fólki sem hefur alist upp annarsstaðar en á okkur góða landi og kynnast nýjum viðhorfum osfrv ......Þeir sem ekki geta það er hægt að lýsa sem:   og ... nenni ekki eyða orðum í þessa bjána.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:17

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sjá færslu hjá Elíasi og svo hinum megin, hjá (að sjálfrar sögn) vel upplýstrar og menntaðrar konu.

Manni verður illt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 09:59

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk krakkar.  Hildigunnur; búin að lesa og kommentera á báðum stöðum.  "Upplýsta og vel menntaða konan" er nottla algjörlega hokin af víðsýni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2987255

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.