Miðvikudagur, 3. október 2007
Skádóttir, Hillary Swank, kjúklingabringur og sár vonbrigði.
Ástrósin, skádóttir mín, var hjá okkur í afmælisdinner, þessi elska, en hún varð 16 ára um helgina. Jesús minn hvað tíminn líður. Hún var ekki nema tæpra þriggja ára, þegar hún kom inn í líf mitt, snúllan sú arna. Núna er hún sum sé orðin stór stelpa, samt minnsta barnið í barnahópnum okkar Einars.
Hún fór með pabba sínum út á vídeóleigu, þegar við höfðum snætt kjúklingabringur, með ofnbökuðum gulrótum, kartöflum og blómkáli, ásamt karrýlegnum eplum og dúndur sósu, allt framreitt af mér, eðalkokknum (ég er heitur aðdáandi sjálfrar mín eins og þið sjáið).
Ég hef húsbandið grunaðan um að vera að venja mig af því að horfa á dvd-myndir. Eins og hann er naskur að finna góðar ræmur, þá hafa undanfarin tvö skipti verið skelfileg törnoff í áhorfsdeildinni. Núna leigðu þau hroðbjóð sem heitir "The Reaping". Með Hillary Swank. Ég veit ekki hvort ég muni nokkru sinni fyrirgefa Hillary fyrir þennan bömmer að leika í svona lélegri mynd, um hinar sjö biblísku plágur. Myndin innihélt; Hillary, kaþólskan prest, svartan rannsóknarmann, myndarlegan son Satans og blóði drifið stúlkubarn , sem hljóp um allt, grunuð um að vera handbendi Satans en reyndist svo hlaupa um á Guðs vegum, þegar allt kom til alls. Það voru pöddur og blóðá, engisprettur og bólusótt sem skreyttu myndina enn frekar. Ójá, klígjulega spennandi.
Ég varð fyrir sárum vonbrigðum.
Þar áður leigði minn heittelskaði, ævintýramynd um víkinga og indíána, með miklu vopnaglamri, blóði og öðrum viðbjóði. Nei annars, ég hef hann ekki lengur grunaðan um að vera að venja mig af myndaglápi á kvöldin, hann ER að því.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Menning og listir, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Svakalega líst mér vel á þennan kvöldverð, þá sérstaklega karrýlegnu eplin. Uppskrift?
krossgata, 3.10.2007 kl. 22:23
Einfalt Krossgata mín. Sker nokkur epli í bita, set örlitla olívuolíu og karrý eftir smekk og læt standa í lokuðu íláti í ískáp í 2 tíma fyrir eldun. Léttsteiki eplin upp úr olíu með örlitlu hunangi. Og vola þú ert með hinmasendingu á diski.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 22:41
Æi grænmetið, gulrætur skornar í þrá bita ca. (hver gulrót, nota lífrænt ræktaðar). Afhýði kartöflur og brýt einn blómkálshaus frekar gróft. Skelli öllu í eldfast form, með olífuolíu, maldonsalti, ferskum svörtum pipar og estragoni. Læt bakast (með álpappír yfir) í 200 gr. þar til meyrt. Ekki of lengi mind you.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 22:43
Ég er mjög hneyksluð á henni Hillary að leika í þessari mynd, frétti af því að hún væri hræðilega léleg og skil ekki konuna að láta hafa sig út í svona hlutverk - fussumsvei - en BTW hvernig væri að konan sæi um valið næst???
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:47
Ég ætla aldeilis að horfa á þessa mynd......kaþólskur prestur......blóðidrifið barn á Guðs vegum....plágur og sonur satans........hvað getur aumjúkur guðfræðinemi beðið um það betra á hinum síðustu og verstu.....
Sunna Dóra Möller, 3.10.2007 kl. 22:51
Trúðu mér, næst (einhverntímann í des.) mun þessi kona velja og það verður enginn viðbjóður. Það verður leikverk - án ofbeldis, blóðs og annars hroðbjóðs. Hann má þakka fyrir það hann Einar minn að ég leigi ekki Sound of music til mótvægis við þetta alltsaman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 22:52
SD trúðu mér, you would´nt like it.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 22:53
Isss ég er nú hætt að gá hvað minn kemur með til að horfa á..veit að ef hann velur þá er það glatað. Það er ekki úr háum söðli að detta þar.
Kvöldverðurinn hljómar vel . Var Birdí í desert ? Þú hefur ekki minnst á Arnarlíkið í dag ?
Ragnheiður , 3.10.2007 kl. 22:56
Ragga: Skammastín, lillabarnið á heimilnu í desert?OMG.
Hér var borðað Lindubuff (sumir sem eru ekki með sykursýki) og drukkið kók zeró í tilefni dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 23:07
Til hamingju með skádóttur honey. Ég vil fá uppskriftir af öllum þínum grænmetisréttum haddna
Jóna Á. Gísladóttir, 3.10.2007 kl. 23:35
Ég þjáist af myndvalsfóbíu, þarf alltaf að láta karkkana á vídóleigunni segja mér hvaða mynd ég á að taka. Vill ekki svona myndir um grátur barna og blóð í tengslum við þau, bara hata það. Þú mátt nú ekki gera manninn alveg fráhverfan vídeóum með Músikhjóði.
Þröstur Unnar, 3.10.2007 kl. 23:37
Hehe Þröstur, geri það ekki, þe leigi Tónaflóðið, nánast hata þá mynd, ef hægt er að nota það orð.
Jónsí mín, þú veist ég geri allt fyrir þig dúllan mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 23:42
Þá er búið að bæta einni myndinni við listann um þær sem ég vil ekki leigja næstu misserin. Hljómar samt eins og að sumir á mínu heimili myndu hafa gaman af, en ég ræð, enginn annar fær að fara í minn stað á leigurnar, bara að koma með og fá sitt val um eina mynd. Takk fyrir uppskriftirnar, mun sennilega prófa þessa með eplin einhverntímann þegar ég má vera að því. Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 23:45
Þyrftir nú að taka mig á matreiðslunámskeið, kann nebblega ekki að elda.
Eva Þorsteinsdóttir, 4.10.2007 kl. 00:45
um æðisleg uppskrift, prófa hana um helgina
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 08:45
horfa á Pan's Labyrinth. Hún góð :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.