Leita í fréttum mbl.is

Af frumburði - reykingum og fugli með persónuleikaröskun

Frumburðurinn minn hún Helga Björk reykir.  Ekki mikið en samt.  Þegar ég las færsluna hennar Röggu vinkonu minnar um að sonur hennar væri farinn að reykja, mundi ég eftir einum stærsta blekkingarleik sem hefur verið leikinn í minni familíu af öðrum en mér sjálfri auðvitað.  En ég hef sögu um miklar blekkingar og sjónhverfingar allt fram til októbermánaðar á síðasta ári, þegar ég haskaði mér í meðferð og hætti að ljúga.

Nú.  Eins og svo margir foreldrar var ég dedd á því að stelpurnar mínar myndu ekki reykja.  Þorgrímur Þráinsson er frjálslyndur og kærulaus í sinni reykingapólitík miðað við mig á þessum tíma, en þó skilur á milli feigs og ófeigs þar, vegna þess að ég reykti sjálf eins og vitfirt kona.  Það var uppeldisaðferðin "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri" sem ég keyrði á í reykingarfyrirlestrunum.

Helga Björk byrjaði að reykja í menntó.  Ég hafði ekki hugmynd um það.  Hún fór í lögfræðina og reykti, sat á kaffihúsum og reykti, reykti heima hjá sér og ég vissi ekki neitt.  Þegar hún var að útskrifast úr lögfræðinni, kom hún til mín að kvöldi til og sagði mér, náföl í framan, að nú gæfist hún upp.  Væri orðin þreytt á að fela myndaalbúm (myndir þar sem hún hélt á síunni), fela öskubakka, bursta tennur (eins og ég hefði fundið lykt, angandi sjálf), í hvert sinn sem von var á mér í heimsókn, og gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar voru, til að halda móðurinni fastri í alsælu blekkingarinnar.  Ég datt nærri því af stólnum svo hissa varð ég við játninguna  Saklausa dóttir mín, var harðsvíraður blekkingarmeistari.  En mikið var ég stolt yfir því að hún skyldi leggja svona mikið á sig, til að gera mömmuna ekki leiða.

Hvað um það.  Bördí Jennýjarson, er með persónuleikaröskun.  Hann er alveg sjúr á því að hann sé örn.  Sá grunur var staðfestur eftir að hann fór að hnita hringa hér yfir höfðum okkar í kvöld og hann gerði sig, svei mér þá, grimman í framan.  Svo skipti hann um hlutverk, endasentist um allt gólf var í stökkstöðu og það var ljóst að hann upplifði sig sem kött.

Ég verð að setja hann á bekkinn hjá sála, hm.. eða láta höfuðbeina- og spjaldhryggsjafna vængberann.  Segi sonna.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Lánaðu mér aðeins þennan fugl, ég skal útskýra fyrir honum málið...múhahahaha

Ragnheiður , 3.10.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hahahaha, Bördí er sannarlega fyndinn fugl!

Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 01:01

3 Smámynd: Jens Guð

Jens Guð, 3.10.2007 kl. 01:58

4 Smámynd: Garún

Haha fuglinn þinn er frábær.  Ég á líka kött sem heldur að hann sé 22 ára manneskja, sefur með höfuðið á koddanum mínum með sæng yfir búkinn.  Það er líka erfitt að vekja hann og hann umlar pirraður þegar maður reynir.  Dýr eru dásamleg.   Ég blekkti mömmu mína í þrjú ár þegar ég var 11 til 14 ára.  Sagði henni að ég væri að æfa spjótkast þegar ég var að æfa fótbolta með Fram, það var ekki fyrr en hún sá mynd af mér í DV þar sem ég var valin leikmaður móts á Húsavík þegar hún hélt að ég væri í Mosfellsbæ hjá vinkonu minni sem upp komst um blekkingarleikinn...Hún bilaðist

Garún, 3.10.2007 kl. 08:34

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 08:39

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún: Þú ert krútt

Erlingur: Hræðsluáróður hefur aldrei haft neitt að segja í reykingamenn, hvorki mig né aðra.  Svo merkilegt sem það nú er.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 08:43

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 3.10.2007 kl. 09:01

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það er þetta með: Það er svo mikill hávaði í því sem þú gerir að ég heyri ekki hvað þú segir...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.10.2007 kl. 09:02

9 Smámynd: krossgata

Svona upp á góða spariíslensku:  Ég fíla fuglinn þinn í tætlur.    Kisi minn er líka haldinn ranghugmyndum.  Hann heldur að hann sé 14 ára strákur (eins og erfðaprinsinn elskulegur) og svara meira að segja nafni stráksins og kemur skokkandi með stýrið upp í loft þegar kallað er.

krossgata, 3.10.2007 kl. 10:19

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 3.10.2007 kl. 10:48

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Við þurfum að fá birdíinn í heimsókn heim til mín. Ég er viss um að hann héldi uppi aga á hundi og köttum.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.10.2007 kl. 10:58

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vertu viss um það Jónsí, að hann myndi taka járnhanskann á þín kvikindi.  Bördí myndi samstundis halda að hann væri úlfur og höndla út frá því.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband