Leita í fréttum mbl.is

Varúð - Stress er hættulegt!

Í dag er ég arfastressuð, enda að bíða eftir að komast í mergsýnatökuna.  Til að stytta mér stundir og komast hjá því að flippa út á biðinni, hef ég tekið mér ýmislegt fyrir hendur.  Þar var þar sem vandamálin byrjuðu.

Ég ákvað að baka.  Niðurstaða: Ég setti hrærivél á fullt en hafði gleymt vökvanum.  Eldhús ásamt bakara hulið hvítum salla.

Ég hálsbraut mig nánast á ryksugusnúrunni, þar sem húsbandið var að ryksuga í rólegheitum.  Ástæða: Síminn hringdi og ég varð að ná honum strax.  Vegna álags var ég löngu búin að gleyma tækniundrinu númerabirti.

Týndi Bördí, sem er á heimilinu í lausagöngu (flugi).  Vissi ekki að ég hefði týnt fugli fyrr en hann skilaði sér sjálfur.  Hann lagðist til svefns á bak við bækur í bókahillunni og gaf sig fram þegar hann var orðinn úrkula vonar um að matmóðir hans saknaði hans.  Fugl heldur annars að hann sé örn, liggur á bókastafla, flesta daga og horfir yfir ríki sitt.  Mergjaður karakter, Bördí Jennýjarson.

Nú er ég að ná mér niður.  Það er bannað að keyra undir áhrifum áfengis.  Það ætti líka að vera bannað að ráðast í verkefni eins og notkun rafmagnstækja undir álagi, að viðlögðum sektum og hræravélasvipti.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Farðu vel með þig

Sunna Dóra Möller, 2.10.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Ragnheiður

Æj þú ert sætust. Skil vel stressið en skil síður stresslosunaraðferðir frúarinnar hehehe

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 15:22

3 identicon

heheh,,, alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína .

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 15:41

4 identicon

Hef verið í þessum gír og það leiðir yfirleitt af sér brandara innan fjölskyldunnar. Knús og farðu vel með þig. Það er erfitt að bíða eftir hinum og þessum niðurstöðunum 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 15:53

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

tojtoj.

Jón Arnar, snilldarkisa :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.10.2007 kl. 15:54

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ekkert stress, vertu bara hress, ó já ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 2.10.2007 kl. 16:09

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knúsi knús elskulegust. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 16:17

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já blessuð farðu vel með þig ljúfust.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.10.2007 kl. 16:17

9 Smámynd: Ragnheiður

Candle on plate Yndislega vinkona mín Jenný. Ég fór og fann ljós handa þér og ætla að senda þér þær hlýjustu hugsanir sem ég á til.

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 16:43

10 Smámynd: krossgata

Dragðu nú djúpt andann - mundu að anda samt frá þér aftur.  Gangi þér svo vel í rannsókninni.

krossgata, 2.10.2007 kl. 17:45

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú kannt að láta mann fara að hlæja en samt hafa svo mikla samúð með þér, elsku Stressí mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.10.2007 kl. 18:05

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð yndisleg upp til hópa, og Ragga kertið er æðislegt.  Nú er að bíða eftir niðurstöðunum og njóta lífsins og meðan og gefa allri dramatík frí.

Lofjúgæs. Og ég meinaða

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 18:21

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Voða er Einarrrrr duglegur að ryksuga og sonna.....

verð að fara að fá að hitta alla þessa karaktera; Einar ryksuguglaða, Jenny Unu Erikssssssdóttir, Örninn bördí og Jenný Önnu merglausu.

Mikið djö... er ég ógisslega fyndin í kvöld

Jóna Á. Gísladóttir, 2.10.2007 kl. 22:53

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert ógisla fyndin í kvöld Jónsí mín, erða rauðvínið með matnum eða ertu bara fyndin á eigin safa krúttið mitt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband