Mánudagur, 24. september 2007
Útlitsþankahríð.
Þegar ég var 13 ára, fannst mér ég hreint út sagt, ég vera ömurleg í útliti. Mig dreymdi um að gera eftirfarandi breytingar:
1. Fá stórt arnarnef (mitt eigið svo lítið að það sást varla)
2. Vera ljóshærð með tægjuhár niður á bak (var svarthærð með hár niður á axlir).
3. Vera löng og hjólbeinótt (var dvergur þá og er enn, og var ekki viðstödd þegar Drottinn úthlutaði "hjólbeinum").
4. Að vera öðruvísi en ég var, svo einfalt var það.
Ég lét vinkonu mína, drátthaga mjög, teikna ofannefnda lýsingu á blað. Ég á teikninguna ennþá. Mikið skelfing er ég hrædd um að ef lýtalækningar hefðu verið í boði þarna á bítlaárunum væri ég öðruvísi en ég er í dag. Ég hefði sleppt djúsglösunum á Hressó (11 kr.) í heilt ár og lagt inn á bók, til að komast í róttækt "makeover".
Svo hefur mér förlast með árunum að ég er fullkomlega sátt við sköpunarverkið. En það er aldrei að vita, hvort maður skellir sér í augnumgerðisstrekkingu, ef edrúmennskan ásamt tilvonandi reykleysi, máir ekki út ólifnaðinn af fésinu á mér - fyrir jól.
Ég er nefnilega ekki ein af þeim sem "elska" hverja hrukku takmarkalaust. Mér nægir að vera hokin af reynslu, að innanverðu.
Ójá.
Jennifer Lopez útilokar ekki lýtaaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Afhverju langaði þig að vera hjólbeinótt ??
Nei ætli maður sleppi ekki öllum svona aðgerðum, enda finnst mér fólk þarna í Ammeríku lýta svo einkennilega út eftir svona aðgerði. T.d. Kenny Rogers, Dolly ofl. Jakk
M (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 12:05
Ætli ástæðan hafi ekki verið sú að vilja vera einhverveginn allt öðru vísi en Guð skapaði mig. Híhí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 12:07
ég fann leið...einfalda og ókeypis leið...ég safna hári og strekki svo vel á taglinu. Fólk spyr að vísu sífellt oftar hvort ég sé af asískum ættum ..
Ragnheiður , 24.9.2007 kl. 12:13
Tek þennan, hlýtur að strekkja á augnumgerðinni
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 12:14
hahahahahhaha þið eruð dásamlegar
Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 12:25
Þú ert frábær Jenný!
Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 12:59
Mig langaði að vera ljóshærð með blá augu.... frekar langsótt
Heiða B. Heiðars, 24.9.2007 kl. 13:00
Því langsóttara Heiða mín, því betra. Muha
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 13:04
Þú yndisleg Jenný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2007 kl. 13:33
Það er alveg magnað hvað maður lét gera margar lýtaaðgerðir á andlitinu á sér í huganum á þessum blessuðu unglingsárum. Í dag myndi ég flokka þessar sömu aðgerðir undir skemmdarverk á andlitinu á mér.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:35
Alveg ótrúlega fyndið hvað maður var ósáttur við útlitið. Þegar ég uppfyllti næstum alla staðla, há, grönn, ófeig en dökkhærð þá fann ég mér samt allt til foráttu. Ótrúlegt. Líst vel á aðferðina hennar Röggu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2007 kl. 13:42
Jenný, ég er líka að spá i að strekkja á efri auglokunum svo kannski förum við bara saman og fáum hópafslátt? Ha?
En ég tek það fram að í mínu tilfelli verður þetta hvorki fegrunar- eða lýtaaðgerð enda ég fullkomin. Er bara hætt að sjá út fyrir þessu helv...
Ibba Sig., 24.9.2007 kl. 13:47
testing vonn-tú-þrí
Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 14:44
hehe
Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 14:45
þýðir þetta að ég sé IP tala ???
Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 14:47
Ég held að ég hafi alltaf verið frekar sátt við sjálfa mig. Hef haft frekar yfir litlu að kvarta gegnum tíðina. Nú þarf ég samt að fara að far til Stebba Dan í rafnudd, svona til að minnka skvapið. Hef gert átak í því árlega undanfarin ár. En maður á að vera glaður með það sem maður hefur, ef líkamin er heilbrigður og vinnur rétt, þá er það gott, og munum að þakka honum fyrir að þjóna okkur svo vel. Líkaminn er nefnilega musteri sálarinnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 15:34
Já Jónsí mín þú ert ip-talaog með nettan fót og frábæra kennitölu
Ibba söfnum í sætaferðir í Domus Medica.
Á unglingsárunum stelpur, þá erum við bilaðar. Við erum enn bilaðar en bara öðruvísi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 15:39
Úff 13. Ég vildi líka vera öðru vísi. Minna nef, lengri fætur, stærri augu, lengri augnhár og mjórri. (En þá hefði ég nú runnið niður um niðurfallið í sturtu).
Núna er mér sama um nefið og augun, hefði ekkert á móti því að vera hærri, en það skiptir engu lengur. Hins vegar er engin hætta á að ég renni niður um niðurfallið þó ég mjókkaði aðeins.
krossgata, 24.9.2007 kl. 18:06
Hahaha, ég elska ykkur í klessu, aularnir ykkar
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 18:26
Kem með ykkur í Dómus Medika. Það mætti alveg laga augnumgjörð strekkja andlit og setja púða í sitjandann sem er ósköp aumingjalegur,rýr og hangir. Er samt ekki frá því að sundið með hjálpartækjunum sé að skila sér í stærri rump en það tekur styttri tíma að redda þessu í Dómus.hehehehehehe. Látum laga okkur fyrir brennivíns og tóbakssjóðinn
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.