Leita í fréttum mbl.is

Nafnlaus aumingi!

Eitt af nýju bloggunum hér á Mogganum heitir "hvítur heimur".  Það er ógeðslegt rasistablogg.  Ég ætla rétt að vona að áður en dagur er liðinn, verð Mogginn búinn að loka á óþverrann.  Ég birti hérna færslu af blogginu og hvet vini mína sem hingað koma, að heimsækja ekki síðuna.  Ég vil ógjarnan kitla teljara þessarar mannleysu sem skreytir sig með hakakrossi, en mér finnst ég heldur ekki að ég geti látið þetta ónefnt.

Að svona fólk skuli vera til.  Ganga, anda, borða og sofa.

Dæmi:

"Hitler var einn mesti foringi inní 21.öldina sem til var hann var snillingur í öllu sem hann gerði hann gerði okkur öll frjáls allt sem hann vildi var það að við Hvíta fólkið mundum lifa samhvæmt því að við værum efst í fæðukeðjunni því það er það sem Guð skapaði okkur til að vera.

Þeir sem eru tilbúnir til að berjast fyrir því að landið okkar verði ekki yfir tekið af útlendingum standið upp núna hættið að tala bara um það látið í ykkur heyra því rödd okkar þýðir meira en rödd manna sem opnuðu landið okkar í gróðaskyni."

Þetta er með því penna úr þessum þveimur færslun sem nafnlausi heigullinn hefur sett inn á síðuna.

Merkilegt að fólk með svona sterka trú á eigin yfirburðum, fólk sem telur sig eiga erindi, skuli fela sig bakvið nafnleynd, hakakrossa og annað glingur.

Út með helvítið og það strax í dag.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta nafnlausa fyrirbæri virðist nú eiga í það minnsta einn sambýlismann í þessari andans vistarveru sinni. Það gæti nú verið fróðlegt að fá prufu á þessu ógeði í svosem einn dag áður en geðrannsókn verður framkvæmd.

Kannski þetta sé nú enn eitt tískufyrirbrigðið?

Árni Gunnarsson, 23.9.2007 kl. 08:11

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ojbara!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 08:17

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ertu búin að senda inn kvörtun? Svona á að jarða undir eins. Það er grunnt á vitleysunni.

Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 08:57

4 Smámynd: Ester Júlía

Það er heimsk eða grunnhyggin persóna sem heldur úti svona blogg.   Út með þetta fyrirbæri.........eins og mannansk. hann Hitler sé ekki búin að gera nóg!

Ester Júlía, 23.9.2007 kl. 09:19

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þetta er einmana heimskur bjálfi - sést best á því að hann þorir ekki að koma fram undir sínu eiginn nafni

Halldór Sigurðsson, 23.9.2007 kl. 09:28

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ef að maðurinn er að meina þetta þá er það mjög sorglegt......ef að þetta er grín er það ótrúlega ósmekklegt og mjög lítið fyndið!

Góðan daginn hér annars og eigðu góðan Sunnudag !

Sunna Dóra Möller, 23.9.2007 kl. 09:29

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu.

Georg Eiður Arnarson, 23.9.2007 kl. 09:42

8 Smámynd: Þröstur Unnar

.......við Hvíta fólkið mundum lifa samhvæmt því að við værum efst í fæðukeðjunni því það er það sem Guð skapaði okkur til að vera.

Er það þessi setning sem þið eruð að tala um? Ef það er , þá sé ég nú ekkert merkilegt við þetta. Bara einhver klikkhausinn að rugla. Gæti alveg eins heimtað að grasið yrði ræktað rautt.

Spyr af því að ég nenni ekki að finna þessa síðu.

Góðan dag annars.......

Þröstur Unnar, 23.9.2007 kl. 09:57

9 identicon

Burtséð frá innihaldi umrædds bloggs - sem ég kann ekki við, ertu þá á því að tjáningarfrelsið eigi að enda þegar kemur að óvinsælum skoðunum? Að aðeins umræða um almennt samþykkt málefni sé frjáls?

Ívar Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 10:19

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ívar, víðast í löndunum í kring um okkur er það einfaldlega bannað með lögum að vera með nasistaáróður og Hiltlersdýrkun.  Þar er maður kominn að mörkum þess sem við köllum tjáningafrelsi.

Einfalt finnst mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 10:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elskurnar mínar, svona manneskjur þrífast best á einmitt svona viðbrögðum.  Besta sem gert er, er bara að láta eins og ekkert sé.  Það er það versta sem maður getur gert.  Svo getur þetta líka bara verið prakkari sem vill vekja sterk viðbrögð.  Eins og mér sýnist þið gera hér. Og gerið nákvæmlega það sama og hann, fordæma.  Uss uss, nú er bara að brosa og láta kyrrt.  Þessi skrif dæma sig alveg sjálf.  Sé hann fyrir mér skellihlæjandi að þessu öllu saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 10:32

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sé nú litla ógn standa af slíkum kjána.  Ef hann er efstur í fæðukeðjunni og táknmynd mannlegrar fullkomnunnar, þá mætti hann nú æfa sig í ritmálinu.  Engan botn né samhengi náði ég í klórið hans.

Ég giska á að hann sé milli 14 og 16 ára og því tæplega dómbær á hversu kúl Dolli var. Hér er opinn vettvangur og málfrelsi. Menn dæma sig sjálfa af skrifum sínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2007 kl. 10:40

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alveg sammála Ásthildi. "Ignore" er besta meðalið í svona veikindum. Ég er algerlega mótfallin ritskoðun. Líka þegar ég er ekki sammála.

Góðan sunnudag, elskurnar mínar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2007 kl. 10:43

14 Smámynd: Toshiki Toma

Já, er sammála Ásthildi og Helgu. Erfitt að finna góða leið til að bregðast við slíku... en samt gott að vita þetta. Þakka þér fyrir, Jenný.

Toshiki Toma, 23.9.2007 kl. 10:48

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef Múslimirnir hefðu ekki básúnað það um allan heim í hneykslan sinni, sem lítið héraðsfréttablað í Svíþjóð birti, þá hefði ekki nokkur maður vitað af þessu níði um spámann þeirra.  Það það er því afar tvíeggjað að básúna svona bull um víðan völl.  Það fer bara í andhverfu sína.

Heil aseila!

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2007 kl. 10:50

16 Smámynd: Ragnheiður

Góðan dag frú Jenný, ég fer ekki inn á slíkar síður nema einusinni. Svo læt ég þögnina eina ráða, held að athyglin sé olía á eldinn. Nota sömu aðferð á blogginu mínu, óheppileg athugasemd fær ekki athygli. (áður en heimurinn minn hrundi).

Sjáum til hvað viðkomandi reynir að lafa þarna lengi.

Ragnheiður , 23.9.2007 kl. 10:54

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er að mörguleyti sammála mörgum hér sem hafa tjáð sig um að leiða svona skrif hjá sér. En ekki man ég íslensku lögin í tengslum við Nasisma, en held að það sé bannað að hafa frammi áróður bæði í töluðu og rituðu máli og er þetta nánast eina undantekningin frá tjáningafrelsinu hér á landi og víðar í Evrópu.

Bara leiðréttið mig ef þið vitið betur.

Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 11:03

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér er sama þó hann kunni ekki stafrófið og tjái sig á táknmáli, sé 12 ára frá Galapagoseyjum.  Auðvitað á að leiða svona hjá sér í flestum tilfellum en ég vil að það verði lokað á viðkomandi.  Ég tek fram að mér er ekki ljúft að auglýsa viðkomanndi, en mér finnst samt ekki hægt að þegja heldur.

Legg til að fólk heimsæki ekki síðuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 11:03

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að vona að þetta sé bannað Edda, ætla að senda kvörtun á bloggið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 11:04

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ógeðslegt oj bara.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 11:12

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er pottþétt einhver Bolur eða Svampur týpa að láta svona fara í taugarnar á sér er einmitt það sem viðkomandi er að sækjast eftir og þú fellur rakleitt í gildruna.

Sævar Einarsson, 23.9.2007 kl. 11:19

22 Smámynd: Sævar Einarsson

Já og leitinn var ekki flókin, ég skrifaði hvítur heimur í bloggleit á moggablogginu ég hló yfir þessari þvælu og fór að skoða önnur blogg.

Sævar Einarsson, 23.9.2007 kl. 11:24

23 Smámynd: halkatla

það er skárra þegar þetta er svona yfirdrifið heimskulegt uppi á yfirborðinu heldur en þegar það er falið einhversstaðar á botninum innan um allskonar skynsamlega hluti, ég þoli ekki þegar skynsamt fólk og aðlaðandi er líka með svona glataðar ruglskoðanir - annars tek ég bara undir með þeim sem hafa

halkatla, 23.9.2007 kl. 11:35

24 identicon

Daginn vinkona. Varðandi  nýja-hvíta bloggarann þá er þetta mitt svar þetta  

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 11:46

25 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Ég held að það sé rétt mat að segja að þetta sé ,,týndur íslenskur unglingur sem þarf á föðurímynd að halda". Hann á kannski ekki pabba á lífi eða á pabba sem vill ekkert með hann hafa, sem er sárt.
Hann kýs að sjá Hitler í þeim ljóma sem hans hörðustu fylgjendur sáu hann í fram til síðustu mínútu ,,Þriðja ríkisins".
Ef viðkomandi er ekki að grínast þá vil ég benda honum á að fara til Auschwitz, eins og ég gerði um daginn, og mig langar að sjá hann dásama Hitler og hans lið eftir dag í Auschwitz. Grátur lítils stráks kemur strax sterkt fram sem fyrstu viðbrögð.

En allir hafa rétt á sinni skoðun, sama hvað fjöldanum finnst um það. En ef menn setja sína skoðun fram á opinberum vettvandi þá er það krafa samfélagins að hún stangist EKKI á við lög og reglur í landinu og jafnvel almennt siðferði.
Ég minnist fréttar sem ég las um bandarískan háðfugl en hann kláraði sinn feril á þessum brandara ,,skil þetta ekki með barnaklámið, börn eiga bara að hætta að vera svona helv. sexy".
I rest my case.

 Góða stundir.

Sigurjón Sig.

Sigurjón Sigurðsson, 23.9.2007 kl. 12:14

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þakklát fyri kommentin hjá Þrymi og Sigurjóni.  Það var eimitt svona umræða sem ég var að fiska eftir.  Ekki yfirlýsingar um að leiða hjá sér.  Það hverfur nefnilega ekkert bara við það að þykjast líta í aðra átt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 12:39

27 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff! ég hef ekki áhuga á að lesa svona rugl, það er eitthvað að hjá fólki sem aðhyllist ennþá ruglið í Hitler. Og ég hef aldrei þolað þennan gorgeir í mörgum kynþáttahöturum sem virkilega trúa því að hvítir sé æðri kynstofn, við erum öll jöfn.

Huld S. Ringsted, 23.9.2007 kl. 12:40

28 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rugl.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.9.2007 kl. 12:54

29 Smámynd: krossgata

Óttalega barnaleg skrif, ég vona að það flykkist ekki að manninum fleiri einfaldir kjánar.  Eru til einhver lög um nasistaáróður á Íslandi?

Ef ekki þá er þessu greyi frjálst að skrifa slíkan áróður og lítið hægt að gera nema tilkynna um óviðeigandi skrif og vona að þetta óráðshjal stríði gegn reglum Moggabloggsins.  Ef lög eru til verða umsjónarmenn Moggabloggsins að loka.

krossgata, 23.9.2007 kl. 13:02

30 Smámynd: Ragnheiður

Ég get svo sem ekki myndað mér almennilega skoðun á þessu nema lesa þá viðkomandi blogg eða kynna mér almennt slíkan áróður ný nasista. En vegna þess að ég hef á hvorugu áhuga þá ætla ég persónulega að nota "líta í hina áttina" aðferðina.

Komment Þryms sló mig samt..er þetta slíkur áróður ? Nú spyr ég vegna þess að ég veit ekki...Þetta er kannski svipað og Klu Klux Klan ?

Ragnheiður , 23.9.2007 kl. 13:05

31 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Að sjálfsögðu á að loka.  Því miður eru of margar sálir sem lesa svona vitleysu og taka mark á henni.

Magnús Þór Jónsson, 23.9.2007 kl. 13:06

32 identicon

Þetta endaði á forsíðu mbl.is, allir búinir að sjá þetta núna, hmmm

Óli (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 13:20

33 identicon

Þetta er flott auglýsa Hitler og nasismann þið eruð bara eins og fólkið sem brjálast yfir myndum að M spámani öfgafull og viljið ráða yfir öðrum og hvað þeir skrifa viljið hafa frelsi til alls sem ykkur hentar en ekki öðrum kastið fyrsta steininum sem saklaus eruð og munið við erum eyþjóð kv Tigres

tigres (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 13:23

34 Smámynd: Fríða Eyland

Ég er líka nafnlaus aumingi.........

Fríða Eyland, 23.9.2007 kl. 13:54

35 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, hérna. Hélt að nasískur áróður væri ólöglegur en það er kannski bara í Þýskalandi. Þessar skoðanir eru óttalega barnalegar að einhver manneskja sé betri ef hún er svona og svona á litinn. Ég flissa ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 14:26

36 identicon

Hef einsett mér að gera ekki atugasemdir við annarra blogg þar sem ég hef lokað mínu bloggi. En engin regla er án undantekninga.

Skoðanaskipti eru hafa hinu góða þá koma oft upp hliðar á málum sem ekki voru í augsýn.

En það er ekki hægt að standa í skítkasti við fólk. Svo eina leiðin nú er að hafa lokað blogg og verða menn þá að svara á öðrum vettvangi.

Er sammála þér en hef ekki neina lausn á þessum "óvistvænu"bloggurum, sem vissulega skemma andrúmsloftið í blogginu.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 14:31

37 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Akkúrat, er þetta ekki ólöglegt? Út með þetta, af blogginu, ekki hleypa óvitum inn á bloggið. Er ekki líka hægt að gera það að skilyrði að fólk kunni að skrifa íslensku sem skrifar á bloggið?

Það var flott hjá þeim í spaugstofunni í gær þegar þeir toku fyrir útlendingana í afgreiðslunni og loksins þegar íslendingurinn kom að tala við kúnnan vissi hann ekki hvað lifrapylsa er og eitthvað fleira!

Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 14:35

38 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fríða: Þessu er beint að óþverrum sem fela sig á bak við nafnleysi.  Ég hef ekki tekið eftir að þú værir á meðal þeirra. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 15:03

39 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Mér fannst hann þrusugóður, þessi í Spaugstofunni í gær.  hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 15:04

40 Smámynd: Gulli litli

Og ég sem hélt að svonalagað væri ekki til á Fróni! Óttalegt barn get ég verið

Gulli litli, 23.9.2007 kl. 15:14

41 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Slæmt að hafa bæði vondar skoðanir OG vera slæmur penni með takmarkaðan orðaforða. Hvað flokkast líka undir útlendinga? Hitler var útlendingur.

Laufey Ólafsdóttir, 23.9.2007 kl. 15:15

42 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný og þið hin, ég mundi allt í  einu að Katrín Anna var að blogga um  Almenna mannasiði á blogginu sem allir ætu að kíkja á !

http://hugsadu.blog.is/blog/hugsadu/

Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 15:16

43 identicon

Hvaða uppsteit er í gangi þó svo einhver bætist í bloggflóruna og úthelli lífsskoðun sinni og framtíðardraumum, er það ekki akkúrat það sama og þið allflest hér á síðunni hafið verið að gera?   Minna má en ekki neitt ef blettur fellur á fallega bloggheiminn!   Er einhver útópía í gangi? Ef stafsetningarkunnátta og málfræði réðu hverjir væru bloggtækir væri búið að henda stærstum hluta ykkar út úr bloggheimum.   Annars er þetta kærkomin tilbreyting, flestar almennilegar bloggkerlingar og kerlingakarlar eru dottin í einhvern þann aumasta samkvæmisleik sem hægt var að dúkka upp með og allt almennilegt blogg til aflestrar er horfið og dáið drottni sínum - ja nema í himnaríki....   Nei elskurnar mínar, skellið ykkur frekar í almennilegan fatapóker með webcam, það er skemmtilegri samkvæmisleikur fyrir tölvunörda eins og ykkur   Það sem ekki er áhugi fyrir deyr af sjálfu sér og annað lifir svo þetta er varla til að hafa miklar áhyggjur af.

Jónsi (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 16:05

44 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Náði að lesa yfir síðuna, svosem ekkert ný bóla. Bara þetta sama gamla röklausa raus. Ráðlegg samt Helga að leggja sjálfur stund á íslenskuna sem honum finnst svo vænt um. Ekki gott að vera þjóðarremba sem ekki er skrifandi á íslenska tungu. Held það hafi verið málvilla í hverri einustu setningu. Laga það Helgi minn.

Auðvitað er það slæmt að afgreiðslufólk í búðum talar ekki íslensku. Mér finnst það hinsvegar ekki vera þeim að kenna heldur atvinnurekanda en það á þá að vera þeirra verk að sjá starfsfólki fyrir íslenskukennslu.

Eru það útlendingar sem þér er uppsigað við Helgi, eða fólk af öðrum kynþáttum? Þetta er ekki einn og sami hluturinn. 

Laufey Ólafsdóttir, 23.9.2007 kl. 16:41

45 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er dauðfegin að það er búið að loka síðunni.  Þá er tilgangnum náð.  Svona málflutningur er ekkert annað en misnotkun á málfrelsi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 16:45

46 identicon

Ég ætla að byrja á því að taka það fram að ég er algerlega ósammála því sem Helgi "Hvíti" er að halda fram. En á hinn bóginn er það slæmt að mér finnst að málfrelsið hér á landi skuli vera orðið skilyrt því að það falli almenningi í geð.

Manngreyið á að fá að halda fram sinni skoðun hvort sem okkur líkar hún eða ekki. Næst verður kannski farið fram á að loka á þá sem eru hlynntir Íslam, Bandaríkjunum eða einhverju öðru sem menn geta endalaust verið ósammála um. Við eigum ekki að loka á hinn hvíta heim frekar en þá sem vilja frelsa Ísland, ættleiða hvali eða rabba við drauga. Það sem við eigum hinsvegar að gera er að koma með rök sem sýna fram á að við eru annarar skoðunnar því að málið er að þeir sem halda einhverri vitleysu fram geta yfirleitt ekki stutt sitt mál með rökum öðrum en "af því að mér sinnst"-rökum.

Við eigum að vorkenna þeim sem að búa við slíka fötlun en ekki að loka á þá og henda þeim út í ystu myrkur.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 17:03

47 Smámynd: krossgata

Ég kom einmitt í Bónus um daginn og það vildi svo til í það skiptið að enginn starfsmaður talaði íslensku.  En samt voru allir starfsmenn hvítir, hef ekki hugmynd hverrar þjóðar hver var.  Það er góð og gild spurning sem hún Laufey ber upp hér rétt fyrir ofan.

krossgata, 23.9.2007 kl. 17:06

48 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alveg sammála Laufeyju.  Það er mikil viðkvæmni í gangi hvað varðar kynferðisafbrotamenn.  Svo er spurning; hvenær er réttlætanlegt að myndbirta?  Mér finnst það mögulegt þegar dómur er genginn þegar það þjónar almannahagsmunum að vita hver viðkomandi er (eins og í nauðgunar- og barnaofbeldismálum, hvaða nafni sem þau nefnast).  Fíkniefnasmyglarar með hulið höfuð þjóna engum hagsmunum, nema fjölmiðlanna og eru lélegur siður.

Það eru nýjir Íslendingar sem halda þjóðfélaginu gangandi.  Matvöruverslununum, öldrunarþjónustunni og barnaheimilunum.  Þessi þrjú dæmi sem ég tek, eru allt láglaunastörf.  Ég persónulega er ákaflega þakklát þessu fólki öllu saman og merkilegt að það skuli ekki metið að verðleikum af fleirum en raun ber vitni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 17:22

49 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér finnst einhvernveginn að það sé ekki lausn að bara loka á svona skrif.  Það er líka finnst mér vantraust á skynsemi hins almenna manns.  Ég held að flest okkar séu fullfær um að meta hvað við viljum og hvað ekki.  Og ég held einmitt að svona lokanir hafi þveröfug áhrif.  Það er að sá sem settur er út í kuldan fær samúð, sem er væntanlega ekki ætlunin. 

Mér er illa við ritskoðun.  Ég vil heldur að fólk fái að velja sjálft hvað það hallast að og hvað ekki.  Ég treysti fólki fullkomlega til að velja og hafna því sem sett er fram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 17:23

50 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna fór ég geyst fram, hehe, fyrri málsgrein svarsins á heima við nýju færsluna mína.  Hehe, ég er ekki í lagi stundum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 17:24

51 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Helgi minn hvíti (ekki hjálpar nú mikið að koma með svona algengt fornafn, þú ert nær jafn nafnlaus og áður), reynd þú að fá Íslendinga til að vinna þessi verk, í Bónus og víðar. Gangi þér vel.

Væri það ekki fyrir allt þetta fólk sem kemur hingað til lands myndi þjóðfélag okkar (fyrir utan að vera talsvert menningarlega fátækara) hreinlega ekki ganga upp. Það sem þarf síðan að gera er að borga mannsæmandi laun fyrir þessi störf, þá erum við í góðum málum.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 17:40

52 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur: Kynþáttahatursskrif eru víða bönnuð í siðmenntuðum þjóðfélögum.  Ég er ekki á því að það að loka á óvinsæl skrif sé einhver lausn ena brot á málfrelsi, en þegar að þessum málaflokki kemur finnst mér ekkert annað koma til greina og ég er greinilega ekki ein um þá skoðun.

Hildigunnur: Ég segi bara því fjölbreyttara, því betra og "the more the merryer".

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 17:50

53 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég mæli alltaf með því að fólk noti gælunafn á netinu, þú veist aldrei nema einhver taki það upp og tjái sig um eitthvað annarstaðar og noti þitt fulla nafn. Það er ekki við atvinnurekandana að sakast að útlent vinnuafl sé að afgreiða, Íslendingar eru eru upp til hópa of snobbað til að vinna slíka vinnu og hananú ! svo á ég aldrei í neinum vandræðum með þessar skvísur, brosi bara og borga,  og eitt enn, Bónus er lágvöruverslun, fólk getur ekki ætlast til að fá þjónustu, þetta er self service.

Sævar Einarsson, 23.9.2007 kl. 18:27

54 identicon

Nei rasistar eiga rétt á skoðunum líka,það á ekki að vera útsala á tjáningafrelsi

Alexander Kr Gustafsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 18:34

55 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er hreint engin útsala á tjáningarfrelsi.  Mörkin liggja þarna. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 18:55

56 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég skil hvað þú ert að fara. Ég segi einfaldlega ég treysti fólki bara til að sjá í gegnum svona barnaskap.  Því það er það sem þetta er. 

Ég hef heyrt bæði í Þjóðverjum og Austurríkismönnum, sem er hreinlega bannað að gagnrýna aðgerðir bandamanna eftir stríðið.  Það er allt heilagt, gyðingar eru góða fólkið, og þjóðverjar og austurríkismenn eiga bara að skammast sín og þegja.  Það er fangelsissök að tala illa um gyðinga.  Ótrúlegt alveg.  Það er bara ekki hægt að þagga niður í þeim sem vilja ekki sætta sig við þöggun.  Það brýst alltaf út einhversstaðar annarstaðar. 

En skrif þessa einstaklings eru út úr kú, sýnist mér.  Og mjög ótrúlegt að hann hafi einhver áhrif, nema þá helst til þess að vekja andstyggð fólks á þeim skoðunum sem hann setur fram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 18:58

57 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég segi með Jenný að mörk tjáningarfrelsis liggja einmitt þarna. Það að fordæma hóp fólks útfrá sameiginlegu einkenni sem snýr að útliti þess, þjóðerni, uppruna, trú eða kynhneigð eru einfaldlega fordómar sem engin rök eru fyrir og slíkt á ekki að líðast í upplýstu samfélagi. Persónur innan þessara hópa eru mismunandi manneskjur og það eitt skiptir máli. Það er ekkert að því að vera stoltur af uppruna sínum en fáránlegt að halda fram að einn kúltur sé öðrum æðri. Aðeins verðleikar persónu og gott innræti gera hana öðrum fremri, ekkert annað.

Dæmi: Ásthildur, að tala niðrandi um Gyðinga er ljótt. Að tala niðrandi um mann sem svo vill til að sé Gyðingur er í lagi (svo langt sem það nær) svo lengi sem það sé ekki vegna þess að hann er Gyðingur þ.e.a.s. Sama máli gegnir um múslima, samkynhneigða, Kínverja....

Við erum öll bara fólk og fjölbreytni er frískandi. Góður punktur hjá Sævari um Bónus Lágvöruverslun, lágmarksþjónusta. Fólk pirrast líka yfir flestu. Mér finnst samt að Bónus ætti að veita þeim gjaldfrjálsa íslenskukennslu. Hvur veit nema það sé í vinnslu. 

Laufey Ólafsdóttir, 23.9.2007 kl. 20:19

58 identicon

jæja þá er búið að lokka þessu og fólkið sem vil stjórna okkur unið því hér má bara skrifa það sem því líkar búið spil verður lokað á þá sem tala um Stalín sem van veri verk en Hitler og unnu veri verk en nasistar kaþólska kirkjan á miðöldum gyðingar á pallstínumönum þeir hafa gleymt hvernig var farið með þá verður lokað á þá næst ég bara spyr er hér komin sjálfskipuðu ritskoðun eða hvað er um að vera ? en nú hafið þið vakið upp hinn þögla meyri hlut sem lætur ykkur ekki stjórna sér og kúga það gerðu einmitt kommar og nasista hafið þið verið að gæla við það kv Tigres

tigres (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 20:20

59 Smámynd: Þórbergur Torfason

Auðvitað á bara að leiða svona blogg hjá sér. Ekki opna síður hjá fólki með svona málflutning og alls ekki opna síður hjá fólki sem gefur ekki kost á kommenti.

Þórbergur Torfason, 23.9.2007 kl. 20:22

60 identicon

Heil og sæl, Jenný Anna og aðrir skrifarar !

''Hvítur heimur'' Helga, er nú léttvægt, til þess, að sýna honum þá dómhörku, sem hann á sannarlega skilið; fyrir það fyrsta, á Helgi blessaður að koma fram undir fullu nafni. Lágmarks krafa, af okkar hálfu, vilji hann virkilega láta taka orð sín alvarlega. 

Jenný Anna !!! ÞAÐ ER SNOBB PAKKIÐ. Á EYJUNNI. IS; SEM VIÐ ÞURFUM AÐ BEINA SPJÓTUM OKKAR AÐ, Í MIKLU RÍKARA MÆLI !

þAÐ ER LIÐIÐ, SEM GEYSIST; OFT OG IÐULEGA INN Á SPJALLIÐ HÉRNA, OG FÆST AF ÞVÍ GEFUR OKKUR; HÉRNA MEGIN, KOST Á NOKKRUM ATHUGASEMDUM, HJÁ ÞVÍ. Fylgihnettir sóðastjórnar Geirs H. Haarde, og þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, flest allt Eyju hyskið, Jenný mín. ARRRGG segi ég nú bara, eins og þú sjálf stundum, þegar fullt tilefni er til.

Gleymum svo ekki illyrminu Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni; Jenný mín, og aðrir ágætir skrifarar ! Einn aðalhöfundur misréttisins og annars óþverra háttar, sem nú veður uppi, í okkar þjóðfélagi. Yfirhönnuður hlandforar; þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Gleymum þessu aldrei !!!

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 20:50

61 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar Helgi, þú þjáist ekki af orðaskorti, híhí.

Þórbergur: Segi það satt að ég krullast upp þegar fólk hefur lokað fyrir komment á blogginu.  Fer bara einu sinni inn á þær síður.

Laufey: Sammála þér eins og alltaf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 20:53

62 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvítur heimur, nú loka ég á ip-töluna þína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 23:13

63 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hér sé fjör.  Mikið svakalega á ég erfitt með að skilja þennan hugsunarhátt hjá Helga (hvítum heimi) og hans kollegum. hvernig sem ég reyni að botna í því hvernig þetta fólk getur talið sér trú um að jesú hafi verið hvítur maður, þá kemst ég ekki að neinni niðurstöðu. Því það er það sem málið snýst um er það ekki? Þegar öllu er á botninn hvolft. Hvernig í ósköpunum er hægt að trúa því að einn kynstofn sé öðrum æðri? Bítsmí

Jóna Á. Gísladóttir, 23.9.2007 kl. 23:17

64 Smámynd: Linda

Þegar ég sá þessa síðu þá hugsaði ég, já ok, viðbjóður, enn hann átti rétt á því að fá að tjá sig, rétt eins og við eigum rétt á því, málfrelsi er á Íslandi og þó að við höfum verið óssammála málstað "Helga" þá erum við ekki bættari fyrir það að hvetja til ritskoðunar á lokunar á meintri síðu.  "Ritskoðun er óvinur okkar allra"reynum að muna það.

ég man ekki hver sagð þetta eða hvort þetta sé alveg orðrétt, enn þetta er á þessa leið...

 I may not like what you say, what you write but I will fight to the death for your right to do so. (Freedom of speach and expression)

Ég held að við ættum að íhuga þetta pínu.

Linda, 24.9.2007 kl. 00:32

65 Smámynd: Jens Guð

  Það er búið að loka síðu þessa fífls. 

Jens Guð, 24.9.2007 kl. 02:28

66 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég veit svei mér ekki á hvorn vænginn fordæmingunni hallar helst hér.  Svei mér þá alla daga...

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2007 kl. 04:18

67 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Hvar endar tjáningar og ritfrelsið? Er það þegar skoðanir manns eða skrif passa ekki við skoðanir fjöldans, svo virðist vera hér. Er ekki einmmit tilgangurinn með lögum og skoðana og ritfrelsi að fólk sem hefur aðrar skoðanir en ríkjandi hefð, hafi möguleika og rétt til a' koma þeim skoðunum sínum á framfæri. Á ekki fólk sem hefur dálæti á Hitler líka rétt á sínum skoðunnum og rétt til að skrifa um sínar skoðanir.

Eða verður að setja inn lista í lögin um skoðanafrelsið hvað er bannað og hvaða er leyft, það yrðu skrýtin skoðanafrelsislög.

Anton Þór Harðarson, 24.9.2007 kl. 09:09

68 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tómas; einhversstaðar verða vondir að eiga uppruna sinn.  Ég get breytt þessu í Djöflaeyjuna ef þú villt

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 12:05

69 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er einhver með fordóma gagnvart fordómum?

Hvernig á að rökræða við fólk ef því er bannað að tjá sig? 

Sigurður Þórðarson, 24.9.2007 kl. 12:54

70 identicon

Í þýskalandi eru nasistar að stórauka fylki sitt, það er víst möguleiki að 1/8 þjóðarinar munu kjósa ndp sem fékk 4.9% í seinustu kosningum og er það harðlínu  nasistaflokkur. Þótt kynþáttahatur er bannað í Þýskalandi er það svo mikið að ríkistjórnin hefur misst stjórn á því.

Í bna þar sem allur gerðar af rasismi eru löglegar skiptir engu máli hversu grófar þær eru hafa nasistar ekkert fylki og er mjög lítið um árasir byggðar á kynþattahatri. Svo virðist sem að banna þetta auki þetta, gefur þeim vængi fyrir samsæriskenningarnar sínar um að gyðingar stjórni heiminum

Alexander Kr Gustafsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:12

71 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Þessi umræða sem hefur farið fram hérna í athugasemdunum er af hinu góða. Skoðun þessa blessaða einstaklings um að hvítir séu bestir sýnir hvað hann veit. Fordómar gagnvart öðrum kynþáttum, samkynhneigðum og trúarbrögðum byggjast á fáfræði. Fólk veit bara ekki betur.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 24.9.2007 kl. 13:22

72 identicon

Þegar ég les það sem fólk skrifar á móti Helga hinum Hvíta þá eru það vera fólk en hann með skrifum sínum það bölvar hótar fordæmingu lífláti og ýmsu að því sem sannir nasistar og kommar gera vell komin í þann hóp farið að lesa hvað þið skrifið munið með flísina og bjálkann í auga náungans og honum tókst það sem hann ætlaði sér þið opinberuðu ykkar innri mann kv ADOLF

ADOLF (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:22

73 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég er reyndar hlynntur því að þetta fólk fái að öskra sig hást (á eigin kostnað, auðvitað) um ranghugmyndir sínar, því þá geta allir séð hversu mikil sturlun felst í þeim.

Það er ennfremur nokkuð erfitt að andmæla skoðunum sem fást ekki að heyrast. 

Elías Halldór Ágústsson, 24.9.2007 kl. 17:36

74 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit að þetta er tvíbennt Elías, og að nokkru leyti er ég auðvitað sammála, en nú eru mörkin víðast hvar dregin þarna, í löndunum í kringum okkur.  Í Þýskalandi er nasistaáróður bannaður. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 17:52

75 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég bara spyr.  Hvernig getur Hvítur heimur sagt að sumt fólk sé óæðra? Ég er ekki að fatta þetta, ekki frekar en þegar sonur minn fæddist og viss maður sagði að hann myndi aldrei eiga sér neitt líf.  Ég kalla þetta frekar fáfræði sem spinnur upp fordóma fyrir því sem maður þekkir ekki.

Ásta María H Jensen, 24.9.2007 kl. 18:24

76 identicon

Ég er á einni skoðun og það þýðir lítið að banna ip:töluna mína rödd mín mun ekki deyja þar sem að hún liggur greinilega í ykkur öllum þar sem að þið hafið kastað mér á bálið sjálf þið talið um mína fávisku þegar að 50% af ykkur hafið eflaust ekki skoðað nasisma neitt ég veit að ég hef kannski ekki réttar skoðun á þessu máli en þetta er mín skoðun þið hafið ekki sýnt mér að ég eigi eitthvað að breyta þeim þar sem að þið einfaldlega þorðuð ekki að skora á mig í umræðu á minni síðu þar í stað létu þið einfaldlega loka henni. Svona svona fólk þetta er í lagi ég get ekki verið reiður útí minn kynstofn og það er eitthvað sema að þið ættuð öll að læra og munið að við eigum eftir að vera í algjörum minnihluta hér á landi eftir nokkur á minnist mín þá (hei kannski hafði Helgi rétt fyrir sér tisstiss)

HELGI Hvíti (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:38

77 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk Helgi!  Þú ert búinn að sanna það fyrir mér og öllum hinum að "hvíta fólkið" sé mikið gáfaðri en allt annað fólk.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.9.2007 kl. 21:16

78 identicon

Vá... ég get vart orða bundist. Ég vil byrja (þar sem ég tala fyrir mörgum greinilega mjög dómhörðum lesendum hérna) á að taka það skýrt fram að mér óar við skilaboðunum sem Hvítum Heimur birti á bloggi sínu, þannig að ég er klárlega ekki að verja hans skoðanir.

Hinsvegar finnst mér sorglegt að horfa á svo marga hoppa og fagna sigri ritskoðunar á frjálsri tjáningu. Mér er spurn, hvar dragið þið mörkin? Það er eigendum blog.is í sjálfsvald sett hvað þeir leyfa að sé birt á þeirra vef þannig að þeir geta með réttu bannað eitt blogg eða annað. Ég er aftur á móti ósáttur við upphrópanir Jennýar og annarra þeirra sem skipa sér í flokk með henni. Ég hélt virkilega að við Íslendingar værum stærri í okkur en svo að við þyrftum að berja á óvinsælum skoðunum - að við værum nógu greind til að nota okkur heldur umræðuna til að koma þeim skoðunum sem okkur þykir réttari á framfæri.

Hvort þykir ykkur ritskoðun heyra heldur undir frjálsræði, eða fasisma? Fasísk samfélög einsog í Þýskalandi nasismans fá einmitt tækifæri til að verða til þegar við sleppum tökum á hugsjóninni um frelsið og förum að verja það með vopnum óvinarins.

Sorgardagur.

Ívar Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 21:42

79 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er sammála Ívari.

Ég rek mig orðið endurtekið á það að bloggarar leggi eitt og annað í einelti. Skemmst er að minnast á lætin með hundkvikindið á Akureyri sem fólk missti vatnið útaf og fleira í þessum dúr.

Við, vitleysingarnir, eigum líka rétt á að viðra okkar skoðanir og minni á að einu sinni töldu allir bloggarar (þess tíma) að jörðin væri flöt, allt annað var talin fádæma heimska!

Við hljótum að geta vegið og metið það sem hin fíflin skrifa, í versta falli er það stundum skemmtilegt. 

Haukur Nikulásson, 24.9.2007 kl. 23:51

80 identicon

Kæra bloggfólk. Látið ekki slíkan hálfvitaskap æsa ykkur upp. Best er baraað hlægja af vitleysuni, og að virða ekki slíkt tal með rökstuddu máli.

Helgi hvíti... bara smá ábending. Hitler lifði á 20. öldinni ekki 21. 

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 09:31

81 identicon

helgi hvíti er sönnum á því hve nýnasistar eru klikkaðir,vonandi sér hann ljósið og hættir að vera nasisti ,fordómar eru asnalegir ,því við hér á jarðríki erum öll alveg eins að innann hmmmm 

protonus (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:55

82 identicon

Shesshh Nafnlaus hvað, það er eins og aðalpointið sé að hann sé nafnlaus þó hann sé það ekki per se.
Það er einmitt a'la nasistar að vilja gera eitthvað í nafnleysi, nafnleysið er einmitt frelsið og hefur oftar en ekki sýnt sig að nafnlausir hafa komið upp um allan fjandann sem þeim hefði ekki verið kleift án nafnleysis.
Talið bara um innihald blogs, annað skiptir ekki máli

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:31

83 Smámynd: Jón Ragnarsson

Er þetta ekki bara tröll? Mér sýnist það.

Jón Ragnarsson, 25.9.2007 kl. 14:50

84 identicon

Sussum svei!

Nonni drjóli (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:35

85 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sjálfum finnst mér óarfi að loka á skoðanir. Besta dæmið er forseti Írans sem ætti að tala sem mest og sem víðast, þannig kemur hann sjálfum sér fyrir kattarnef.

Benedikt Halldórsson, 25.9.2007 kl. 16:57

86 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil undirrstrika að ég á auðvitað engan þátt í því að Mbl. lokaði á viðkomandi bloggara.  En þið sem eigið blogg hérna, skrifuðuð að sjálfsögðu undir skuldbindinguna um að fara að reglum Moggans.  Það er allsstaðar þannig að fólk verður að taka ábyrgð á því sem það skrifar og segir og blogg er fjölmiðill og lýtur þal. ákveðnum reglum, þó allir séu ekki sáttir við það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 20:24

87 identicon

Ég er hneykslaðari en orð fá lýst. Ekki á rasistagimpinu, HELDUR YKKUR!

Höfum tvennt á hreinu: Ég er anti-rasisti, eins mikill anti-rasisti og þeir gerast. Ég fer á síður eins og http://stormfront.org og tek mér tíma til að rökræða við rasista um þessi málefni. Það kemur fyrir að ég sný einum og einum til vits.

En núna get ég ekki rökrætt við þennan vitleysinginn VEGNA ÞESS AÐ ÞIÐ VILJIÐ RITSKOÐA ALLT SEM ÞIÐ FÍLIÐ EKKI! Djöfulsins, andskotans, moððerfokking HRÆSNI í ykkur! Þið getið ekki ritskoðað svona hluti án þess að drepa umræðuna, og það gerir ekkert nema að gefa rasistunum byr undir báða vængi, því að þegar þeir segja að samfélagið þaggi niður í skoðunum þeirra, HAFA ÞEIR RÉTT FYRIR SÉR!

Við erum að gera þeim GREIÐA með því að ritskoða þá, við erum að undirstrika málstað þeirra, og við erum að fæla burt frá þá sem hafa fyrir því að rökræða við þessa asna!

Munið, ég segi það í dag, 2007-09-26, þegar rasisminn nær hámarki á Íslandi og rasísk ofbeldisverk verða orðin daglegt brauð, þá mun ég benda á fólk eins og ykkur, sem gerði það að verkum að rasistarnir fengu aldrei mótrökin í hendurnar, og fengu aldrei tækifæri til að vaxa upp úr vitleysunni.

Skammist ykkar, andskotans hræsnarar. Þið eruð andskotann engu skárri en nasistarnir sjálfir! DJÖFULSINS hræsni, þetta gæti gert mig óðan!

Hvurn andskotann haldiði að tjáningarfrelsi þýði? Að maður megi segja allt svo maður vill svo lengi sem það hefur engin neikvæð áhrif og hvorki móðgar né særir? Það er ekki fokking tjáningarfrelsi, heiladauðu djöfulsins fasistarnir ykkar!

Og áður en ég verð ritskoðaður fyrir að nota svona mikil fúkyrði, legg ég til að þið eigið þau bara andskotann skilið og að fúkyrðin eigi fullkomlega heima í þessu ranti til ykkar.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:40

88 identicon

Og bara til að bæta við, þá var ég ekki að tuða yfir því að hann hefði ekki brotið skilmálana. Vissulega braut hann skilmálana og líklega landslög, enda er ekkert helvítis tjáningarfrelsi á þessu djöfulsins snarheimska skítaskeri.

Það er fólkið sem sættir sig við ritskoðun sem gerir það að verkum. Að verja sig með skilmálunum breytir því ekki að þið sem aðhyllist að ritskoða svona hluti, vitið ekki hvað þið eruð að gera. Með því að þagga niður í honum eruð þið líka að þagga niður í mönnum eins og mér sama hafa fyrir því að rökræða við svona menn, og snúa þeim til vits.

Fokking hræsni, að vera á móti tjáningarfrelsi og nasisma á sama tíma. Hræsni og ekkert annað.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:48

89 identicon

Þakka ykkur fyrir að auglýsa nasista og lokka síðunni , það staðfestir að þið eruð öllu nasistar og á móti ritfrelsi eins og þeir með kærakveðju ADOLF

ADOLf (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 15:13

90 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Helgi Hrafn: Skoðanir þínar eru góðra gjalda verðar en róaðu þig og komandi frá mér máttu reiða þig á að það er góð ástæða til.

Ég lokaði engri síðu Dolli minn.  En ég get ekki haldið því fram að ég gráti lokun nasistabloggsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband