Föstudagur, 21. september 2007
Hallærishefð aflögð.
Skelfing yrði ég glöð ef við Íslendingar fetuðum í fótspor sænskra frænda okkar og dömpuðum þessari hallærislegu hefð að láta feður "gefa" dætur sínar í hjónabandið, eða til brúðgumans. Eins og um bústofn eða fasteign sé að ræða. Hefðir eru ágætar nema þegar þær standa í vegi fyrir breyttum hugsunarhætti sem auðvitað fela í sér nútímalegri siði.
Séra Hallin ætlar að verða einn af þeim fjölmörgu prestum sem neitar að leyfa þetta miðaldafyrirkomulag í sínum athöfum.
"Pör sem gifta sig eru jöfn þegar kemur að fjármálum, stjórnmálum og gildum, en þegar þau koma í kirkjuna er konan skyndilega eign mannsins, segir Hallin og bendir á að það sé ekki sænskur siður að fylgja brúði að altarinu, heldur hafi Svíar tekið þetta upp úr breskum og bandarískum bíómyndum."
Höfum við ekki líka apað þetta upp frá amerískum bíómyndum, eins og slaufubílana, hrísgrjónaregnið og allt hitt krúsidúlluverkið?
Svíar eiga það til að vera ári flottir á því.
Ójá.
Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Femínistablogg, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2986875
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er mjög hrifin af mörgu sem að sænska kirkjan hefur gert, hún þorir mörgu meðan aðrir þegja.....þetta er mjög flott sem þessi prestur er að segja, satt að segja hefur þessi hefð oft truflað mig í brúðkaupsathöfnum......
Kannski ég fari bara og vinni í sænsku kirkjunna þegar ég verð stór....!
Sunna Dóra Möller, 21.9.2007 kl. 20:00
Kirkjulegar brúðkaupsathafnir fara ekki í taugarnar á mér, og finnast mér þær fallegar og einlægar athafnir.
Með prestsklæðin gilda nú önnur rök en þau sem eru að baki gjöfinni við altarið og ekki við hæfi að bera það saman hér.
Mannát myndi ég nú ekki kalla altarisgönguna, þar sem í okkar sið er þetta minningarathöfn og notumst við ekki í lúterskri kirkjudeild við hina svo kölluðu eðlisbreytingar kenningu, heldur trúum við að Kristur sé nálægur í athöfninni. Hér er því ekki heldur við hæfi að notast við þessi rök.
Rökin að baki því að faðir gefur dóttur sína tengjast feðraveldinu og er konan eða dóttirin eign föður eða eiginmanns í feðraveldinu. Þannig að skv. gömlum sið á sér stað tilfærsla á eignarétti upp við altarið. Það er ekki við hæfi í samhengi okkar tíma þar sem við eigum jú flest að trúa á jafna mennsku og réttindi beggja kynja.
Hér er ekki fasískur femínismi á ferðinni heldur mjög eðlileg gagnrýni á hefð sem er ekki í takt við tímann!
Svona er nú það!
Sunna Dóra Möller, 21.9.2007 kl. 20:16
Þegar ég gifti mig fyrir 14 árum vorum við samferða upp að altarinu, okkur fannst það eðlilegt. Ég man ekki til þess að neinum hafi þótt það skrítið eða það hafi verið rætt sérstaklega. Er þessi siður ekki fyrst og fremst amerískur?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.9.2007 kl. 20:17
Mér finnst einfaldlega að þetta eigi að vera val brúðarinnar. Kannski fulllangt gengið að banna þetta, en frekar að leyfa valmöguleikann. Í nútíma þjóðfélagi getur reynst t.d. erfitt fyrir brúði að velja á milli líffræðilega föður síns og kannski stjúpa. Kannski vill hún að frændi leiði sig að altarinu, eða vinur. Eða bara að ganga ein, stolt og sjálfráða upp að altarinu.
Bjarndís Helena Mitchell, 21.9.2007 kl. 20:25
Þetta er eitt af þessum mítum, sem ekki ganga lengur upp í mannlegu samfélagi. Það er mitt mat. Ég ætla því að ræða þetta við dóttur mína ef hún tekur upp á því að gifta sig. Annað hvort gengur hún með sínum unnusta upp að altarinu, eða ég fer bara með henni sjálf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 20:28
Fram að 20. öld voru veislur sjaldgæfar og brúðkaup látlaus. Pörin fóru heim til prestsins eða presturinn kom til þeirra og gaf þau saman. Um miðja 20. öld fór að verða meria um veislur og meira í athöfnina lagt. Það er því varla hægt að tala um þetta að faðirinn gefi brúðurina til brúðgumans sé íslensk hefð.
Ætli það fari ekki best á því að hver hafi þetta eins og hann vill.
krossgata, 21.9.2007 kl. 20:36
viltu vera svo væn krúttið mitt og kíkja á mig
Guðný GG, 21.9.2007 kl. 20:49
Ég skil nú ekki lætin yfir þessari hefð. Ég og konan mín giftum okkur fyrir ári síðan og fórum við ótroðnar slóðir að mörgu leyti og þótti okkur og okkar fólkið það bara gaman. Ég er hræddur um að ég hefði brugðist illur við ef presturinn hefði verið að leggja okkur línurnar um það hvernig við myndum hafa athöfnina utan það sem kemur kirkjunni við. Þetta er ekki eitt af hennar málum hver leiðir brúðurina upp að altarinu. Þetta minnir mann á ofsóknir kirkjunnar manna á venjulegt fólk í gegnum aldirnar bæði í evrópu og hér heima.
Eitt af því sem við gerðum var að tengdapabbi leiddi dóttir sína að altarinu. Það er þó bara hefð eins og annað og ég held að fólk eigi bara að ráða þessu sjálft og vera óhrætt við það. Ef konan mín hefði þótt hann karlrembulegur þá hefðum við bara haft það öðruvísi eins og annað sem var ekki hefðbundið hjá okkur.
Steinn Hafliðason, 21.9.2007 kl. 21:22
Það er aldeilis að það vekur upp heitar tilfinningar þessi aðdáun mín á að sænska kirkjan sé að hverfa til nútímans í æ ríkara mæli. Það að faðir leiði brúðina upp að altarinu er ekki íslenskur siður. Mér finnst gaman að kasta fram svona hlutum í þeim tilgangi að fá um þær umræður. Þetta er ekkert sem ég missi svefn yfir. Hvernig geta breytingar orðið á nokkrum sköpuðum hlut ef aldrei mætti ræða ríkjandi hefðir og venjur? Fáið ekki hjartaáfall þarna þið karlar sem getið ekki hamið í ykkur ofsan og heiftina. Annars verður ykkur fleygt út, svo einfalt er það enda ekki fýsilegur félagsskapur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 21:36
Allt að verða vitlaust hérna! mikið geta nú sumir orðið reiðir útaf litlu
Cesil þú ert nú bara snilli
Asskoti held ég að púkinn hún JENNÝ skemmti sér núna...........
Fríða Eyland, 21.9.2007 kl. 21:39
Ég á þrjár dætur. Ein af þeim gifti sig í Las Vegas og pabbi hennar kom þar hvergi nálægt, heldur var það "Presley" sem gifti hana? Ætli hún beri skaða af? Eða pabbi hennar? Þá gætu þá lagst í svokallaða hefðaflensu. OMG.
Annars hef ég sagt við hinar tvær sem búa í synd, önnur nær, hin fjær, að það væri stemmari í mér að fylgja þeim og ég er ekki að djóka, hefur komið til tals. Þær hafa hinsvegar engan hug á að gifta sig. Uppeldið, uppeldið
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 21:43
Mér finnst gaman þegar fólk hefur hugrekki til að breytast...Mér finnst líka að það ætti að hætta að hafa konurnar í kjólum. Algjört svind, þær í marga klukkutíma að klæða sig og hafa sig til, meðan þeir eru 10 mín í sturtu og klæða sig í jakkaföt....what ever
Garún, 21.9.2007 kl. 22:14
Ef ég mundi fylgja dóttur minni upp að altarinu, þá væri ég ekki að gefa hana, get ekki gefið það sem ég á ekki. Og sá sem mundi giftast henni ætti hana ekki. Mætti alveg breyta orðalaginu í giftingunni "vilt þú ganga að eiga"
Hux........Fýk ég nokkuð út?
Þröstur Unnar, 21.9.2007 kl. 22:18
Ég er nú búin að gifta mig tvisvar og er mjög óhefðbundin í þessu, finnst það í raun að við þessa athöfn geri maður það sem maður vill helst. Fyrra skiptið, minnir mig að pabbi hafi nú setið hjá mér, en allavega labbaði ég út út kirkjunni með eiginmanninum og það voru 12 manns í kirkjunni vildi ekki kór eða neitt. Í seinna skiptið löbbuðum við saman og settumst sitthvoru megin hjá vottum okkar og þá voru 6 í kirkjunni fyrir utan okkur, prest og svaramenn. Lovely algjörlega og ekkert vesen ástin góð, sá fyrri dó en ég á hinn ennþá. Happy girl.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 22:28
Nei Jenný, nú er ég ekki sammála þér. Mér finnst bara flott að sjá fallegar konur í fylgd með feðrum sínum upp að altarinu. Þegar ég gifti mig þá hefði ég ekki getað gert þetta án hans pabba míns.
Hann var mér stoð og stytta.
Ójá Jenný, ójá.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:31
Guðrún skammastín að vera ekki sammála mér en annars truflar þetta mig alls ekki, mér finnst bara gott að fá umræður um hluti sem eru orðnir eins og lög á bók, án þess að nokkur hafi einu sinni velt fyrir sér af hverju og til hvers?
Ég hef heldur ekki í hyggju að stofna þrýstihóp um málefnið, híhí, þannig að þið gerið þetta eins og þið viljið bara ekki reikna með að ég grípi ykkur við landganginn ef þið dettið. Muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 23:09
Jenný það er einhver að taka frá mér komment hér og þar og sulla saman í færslu á minni síðu .Sem sagt búinn að "GLEYPA" síðuna mína
Núna lít ég út eins og fífl þar hvað á ég að gera ??? kann ekki að loka fyrir eitt eða neitt .Á ég kannski bara að leyfa þessu að flakka ?
Guðný GG, 21.9.2007 kl. 23:27
æji, ég er svo sem alveg sammála prinsíppinu, pabbinn á ekkert dóttur sína til að „gefa“ eiginmanninum eins og einhvern kartöflupoka.
Hver verður hins vegar að eiga við sig hvernig hún/hann hagar hlutunum. Eru ekki líka oft feður brúðgumanna þeirra megin? (ekki í mínu tilviki, reyndar, þar sem tengdafaðir minn er prestur og gaf okkur saman). Er þá pabbinn að gefa son sinn brúðinni, alveg eins og í hina áttina?
Hefðir eru eitt, táknmál er annað, hvers vegna þurfum við að lesa táknmálið eins og það var (líklega) upprunalega meint? Mér finnst bara stuðningur í því að brúður hafi pabba sinn sér við hlið á þessari stóru stundu. Já, eða þá mömmu sína, ef vill...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.9.2007 kl. 23:41
Sammála Hildigunnur en það er skemmtileg umræða sem hefur skapast hérna og umræður eiga alltaf rétt á sér. Mér er frekar uppsigað við margar hefðir sem hafa skírskotun í kvennakúgun og finnst nauðsynlegt að ræða þær. Eins og flest annað reyndar.
Guðný GG: Nú veit ég ekki alveg hvað þú ert að meina, ef það er eitthvað í fokki á síðunni þinni þá getur þú bara falið færsluna með því að fara í stjórnborð. Er samt ekki sú tæknilegasta en sendu meil á blog@mbl.is þeir geta hjálpað þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 23:46
Mér finnst þetta asnaleg hefð ef með "hefð" er átt við að svona eigi þetta að vera og alls ekki öðruvísi. En að hreinlega banna það að feður gangi með dætrum sínum upp að altarinu er stórkostlega heimskulegt og ofstækisfullt. Brúðhjón eiga bara að ráða þessu sjálf. Punktur.
Hvað með það þó að fólk hafi litið á dætur sem eign feðra sinna einhvern tímann sautjánhundruðogsúrkál? Við hugsum ekki þannig núna og það er engin ástæða til að ætla að það sé hugsunin þó að faðir gangi upp að altarinu með dóttur sinni. Skírstkotun í kvennakúgun? Æi please, slakið aðeins á. Þið minnið mig á einhverja bókstafstrúarmenn sem eru harðlega á móti einhverjum hátíðisdögum af því að þeir hafa "heiðnar rætur." Er í alvörunni ástæða til að láta einhver aldagömul viðhorf hafa áhrif á jafnsaklausan hlut og að faðir gangi með dóttur sína upp að altari? Í alvörunni!!
Og kæra Ásthildur Cecil, mér finnst þú hafa mikið tvöfalt siðgæði í þessu. Þú talar um að þú ætlir bara sjálf að fara með henni. Jájá, það er sko allt í lagi. En að faðir hennar fari með henni er eitthvað "sem ekki gengur lengur upp í mannlegu samfélagi." Satt að segja finnst mér þú bara sýna manninum þínum lítilsvirðingu með þessum orðum.
"Æ, en æðislegt að sjá þær mæðgurnar ganga saman upp kirkjugólfið."
"Hvað er pabbi hennar að gera??? Jájá, dóttir þín er auðvitað bara einhver búfénaður í þínum augum. Bölvaður karlpungur!!"
"Oh, þær eru svo sætar saman mæðgurnar."
Sigurjón (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:46
Hef aldrei gift mig. Er hvort sem er ekki kristin frekar en banani og hef þar af leiðandi ekki í hyggju að vappa kirkjugólfið, hvort sem væri með eða án pabba. En þegar þessi athöfn fer fram, er ekki sagt "Vilt þú Jón Jónsson ganga að eiga Siggu Sigurðar"? og svo sama við konuna, það er, "vilt þú Sigga Sigurðar ganga að eiga hann Jón"? Er karlmaðurinn bara spurður og konunni svo óskað til hamingju að vera komin með nýjan eiganda/ forráðamann? Er ekki að reyna að vera með skítkast btw:)
Dröfn (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 11:49
Ósammála.
Faðir minn heitinn fylgdi mér. Sú minning er mér kær, það gerði hann ekki af rembu heldur kærleik. Einn mesti jafnréttis sinni sem ég hef þekkt. Enn og aftur skammast ég mín fyrir konur sem kalla sig feminista en gera fátt annað en að agnúast út í tilgangslausa hluti. Jenný ég les þessa síðu þína af og til, er þér sjaldnast sammála um nokkurn hlut, vildi þó koma þessu á framfæri þó svo ég tjái mig sjaldnast.
Þú sakar svo karlmenn um dónaskap þegar þú ert dóninn sjálf. Ættir ekki að vera svona dómhörð og beisk.
Erna Dögg (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.