Leita í fréttum mbl.is

Takk fyrir mig frá edrúafmælisbarninu - Aukasnúra

61

Ég hef fengið yfir fimmtíu komment við afmælissnúruna hérna fyrir neðan.  Ég er hálf klökk og feimin, vegna allra fallegu kveðjanna, sumar frá fólki sem ég þekki ekki neitt.  Ég þakka ykkur öllum alveg kærlega fyrir mig.  Þetta gefur mér svo mikið og hvetur mig áfram.

Ég er búin að eiga góðan dag fram að þessu og ég efast ekki um að þannig muni dagurinn líða.  Sólin skín, það er ekki verra, en ég hefði ekki haft á móti rigningu og roki enda með sjúklegar hvatir þegar veður er annars vegar.  Þess meiri læti og hamagangur, því betra, finnst mér.

Þegar ég byrjaði að blogga, tók ég þá ákvörðun að blogga um batann minn og draga ekkert undan.  Ég gerði það vegna þess að ég var að baktryggja mig.  Leyndarmál og feluleikur hafa reynst mér hættulegir. Fyrir mig er þetta spurningin um að lifa af, ég á ekki neinn kvóta af endurkomum inni, í mínu tilfelli er þetta einfaldlega "do or die" dæmi.  Þessi ákvörðun hefur hjálpað mér fram að þessu.  Það eitt skiptir máli.  Öðrum henta aðrar aðferðir.  Ég er svo milljón prósent sátt við að leiðirnar að markmiðinu eru misjafnar og það sem meira er, mér gæti ekki staðið meira á sama, þó sumum finnist e.t.v. mín leið ekki vera hin rétta.

Nú á ég mánuð í eins árs edrúafmæli.  Það er heilmikill áfangi fyrir mig. 

Ég held að ég bjóði mér og familíu út að borða, þann 20. október, svei mér þá.  Hana, þá er það orðið skriflegt og löglegt.  Eins gott að standa sig.

Með hægðinni hefst það, einn dag í einu.

Takk aftur svo innilega fyrir mig. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Do or die held ég að sé málið hjá fleirum. júnó... knús til þín snúllurassgatarúsínurúllutertan mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: halkatla

til hamingju með þessa eðalsnúru (ertu annars nokkuð búin að fá uppí kok af hamingjuóskum? ég var svo sein á ferðinni í dag...)

halkatla, 20.9.2007 kl. 15:34

3 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Til hamingju!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 20.9.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Úps ég er líka sein á ferðinni í dag - til hamingju elsku gamla vinkona og ég hlakka rosalega til þegar þú heldur upp á 5 ára afmælið!

Edda Agnarsdóttir, 20.9.2007 kl. 16:04

5 identicon

Þú ert svo flott að það hálfa væri nóg - knús frá mér

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 16:04

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 16:10

7 identicon

Það er svo frábært að fá að fylgjast með snúruafmælum. Það er svo einstakt. Elsti minn er bara 30 ára en átti 10 ára snúruafmæli í apríl. Prinsessan mín datt aðeins af snúrunni á meðan ljóta Byrgismálið tók sem mest á en hún prílaði aftur uppá snúruna og er þar sem fastast.Og allt í einu komnir 7 mánuðir. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lífinu með snúruvinum mínum. OMG væmnikast  og það feitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 16:16

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Óska þér hér með til hamingu þótt seint sé. Er búin að vera 'out-and-about' undanfarið og hef dregist aftur úr bloggvinahringnum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.9.2007 kl. 16:16

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 16:25

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þú ert svo mikil hetja og einlægni þín og heiðarleiki er okkur sem lesum Hvatning og fordæmi! Ég hef mikla trú á að þú náir, einn dag í einu 20.október og svo áfram veginn! Með kærri kveðju, Sunna Dóra!

Sunna Dóra Möller, 20.9.2007 kl. 17:33

11 Smámynd: Einar Indriðason

Til hamingju með daginn, og haltu þínu striki.

Einar Indriðason, 20.9.2007 kl. 18:02

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Komin tími á að karl einn blandi sér í þetta!

Þótt stundum sé í kellu kurr

og kannski það um of.

Heima ennþá hangir þurr,

hamingjunni sé lof!

Ertu ekki bara sæl og glöð með þetta, Jennifer beibí!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2007 kl. 18:09

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rík ertu vinkona af vinum og vandamönnum, ég gleðst í hjarta mínu eftir að hafa lesið allar fallegu kveðjurnar til þín í dag.  Þú hefur snert marga og átt eftir að gera, takk enn og aftur kæra bloggvinkona fyrir allt sem þú ert að gera með bloggi þínu.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 19:00

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrirgefðu elsku Jenný mín, ég hef ekki farið blogghringinn ennþá, er svolítið lítil í mér í dag, er í krýsu út af mínum syni, sem er á barminum, og eiginlega dottin ofaní.  Og ég er bjargarlaus.  Þú átt svo gott að eiga vinninginn.  Hann einhvernveginn er búin að standa sig svo vel í ár, en svo bara kemur þessi tími, og allt fer í hönk og mamma gamla, finnur að naflastrengurinn er ekki veikari en þetta, þrátt fyrir allt.  Til hamingju.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2007 kl. 19:59

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.9.2007 kl. 20:13

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 20.9.2007 kl. 20:31

17 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Sælar.

Ég gleymdi að óska þér til hamingju með edrúafmælið þitt, TIL HAMINGJU.

Edrú afmæli í minni bók er miklu mikilvægara en öll önnur afmæli, s.s. fyrir okkur alkana. Vínið tók mikið af lífsgæðum frá okkur og við sem náum að finna frið og frelsi finnum til auðmýktar yfir því hvað við séum heppin að hafa getað sagt ,,bless" við áfengið, það er RISA áfangi.

Njóttu dagsins.

Sigurjón Sigurðsson

Sigurjón Sigurðsson, 21.9.2007 kl. 09:08

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega öll sömul og Magnús Geir, þú ert snilli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband