Leita í fréttum mbl.is

LAUFEY OG JÓHANNA

Laufey Ólafsdóttir (www.lauola.blog.is), formaður Félags einstæðra foreldra og Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, eiga aðdáun mína alla, þessa dagana.  Laufey fyrir að leggja nótt við dag til að ná eyrum stjórnvalda, vegna óásættanlegrar stöðu í húsnæðismálum einstæðra foreldra og Jóhanna fyrir að bregðast skjótt við, eins og hennar er von og vísa og svara kallinu.

Það er gjörsamlega óþolandi að í ríka þjóðfélaginu sem allir eru að monta sig af, skuli einstæðir foreldrar þurfa að sofa í bílum með börnin sín, ganga á milli ættingja til að fá gistingu eða að þurfa að kúldrast í alltof litlu neyðarhúsnæði, Félags einstæðra foreldra.  Nú er lausnin í sjónmáli.

Ég dáist að þeim stöllum og vildi óska þess að það væru fleiri sem gengu rakleiðis til verks og hættu að tala í ljóðum, innantómum loforðum og búllsjitti.

Ég held að ég vilji hana Laufeyju á þing.  Þarna fer ung kona með réttlætiskennd og úthald í slaginn sem þarf alls ekki að vera neinn vindmylluslagur.

Hattinn af fyrir flottum konum.

Úr fréttum Rúv í gær varðandi málið.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338429/0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég tek fullkomlega undir þetta með þér, þær eru glæsikvendi mikil

halkatla, 18.9.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Algjörlega.....þetta eru kjarnakonur og þetta er sannarlega eftirtektarvert framtak sem sýnir að allt er hægt ef að fólk er tilbúið að berjast fyrir því !

Sunna Dóra Möller, 18.9.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Flott þetta og gott að sjá að þessu verður ekki sópað undir teppi í allan vetur, heldur látið skarar skríða. Ég skildi aldrei þegar Mæðraheimilið var lagt af á sínum tíma, þar sem mikil þörf var á því húsi, fyrir mæður á götunni með börnin sín. Ég þurfti að búa þar sjálf með minn elsta, ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki haft þann kostinn. 

Bjarndís Helena Mitchell, 18.9.2007 kl. 11:38

4 Smámynd: Kolgrima

Laufey stendur sig alveg frábærlega og ég er sammála þér, Jenný, hún á fullt erindi í pólitík.

Kolgrima, 18.9.2007 kl. 13:22

5 identicon

Þessar hræðilegu fréttir um daginn gerðu mig algjörlega miður mín og stuttu seinna horfði ég á persónulegt svarbréf Jóhönnu við áskoruninni sem við bloggverjar sendum til heilbrigðis- og félagsmála yfirvalda um daginn. Þar sagðist Jóhann ætla að láta verkin tala. Nú hefur hún sýnt það í málefnum einstæðra foreldra.

Laufey og Jóhanna eru hetjur með hjartað á réttum stað.  Þú ert líka hetja með stórt hjarta, á réttum stað

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:33

6 Smámynd: halkatla

mér fannst þetta bréf frá Jóhönnu líka mjög gott, það kom góður andi frá því - segi svona, aðeins að tala einsog rugludallur.

það hreinlega þarf nauðsynlega að koma Laufey í pólitík, það er nú bara þannig. ég skal alveg vera í þrýstihópnum sem stuðlar að því, þó að mér finnist þrýstihópar ekki töff. 

halkatla, 18.9.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þið eruð svooo yndislegar! Ég fer alveg í keng! ...en má víst ekki vera að því! Er að leita að húsi

Takk fyrir allt. Jenný þú rokkar! ...og þið allar. 

Laufey Ólafsdóttir, 18.9.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband