Laugardagur, 15. september 2007
Pirringsblogg, arg!!!
Ég gleðst auðvitað með konunni í Åkarp í Svíþjóð sem má aftur reykja í garðinum sínum. En þessi leiðindagaur, nágranni hennar, sem er svo viðkvæmur fyrir reyk, að hann þurfti að setja upp grímu til að komast inn til sín, fer ekki lítið í taugarnar á mér. Svona vælukjóar gera mig ekki bara tens, heldur koma mér í brjálað skap. Þetta er hóst, hóst, týpa. Maður sem leggst í rúmið þegar hann fær kvef, hann stendur tímunum saman, fyrir framan spegilinn og plokkar úr sér nefhárin og sendir þau í bakteríu- og útblástursgreiningu. Hann veit upp á krónu hvað hann á að borga, ÁÐUR en kassinn er búinn að reikna saman í matvörubúðinni og hann telur afganginn, vandlega úr lófa afgreiðslustúlkunnar. Þetta er maðurinn sem er búinn að hringja og kvarta tíu mínútum yfir 10 ef einhver er að spila Bítlana. Þetta er maðurinn sem setur "bannað að reykja í hverfinu" á útidyrnar og hann gengur um allt með broddstaf og poka og týnir upp rusl og röflar í leiðinni, að heimur versnandi fari.
Maðurinn með grímuna sem fór í mál við konuna sem reykti í garðinum sínum, er allsstaðar. Hann er nágranni þinn, hann er húsvarðartýpa, hann á kraftgalla og lopahúfu, til að geta verið rétt græjaður í snjómoksturinn. Vandamálið er að honum finnst sér koma það við hvort þú eigir ekki líka kraftgalla og réttu skófluna, því hann deilir ekki sinni skóflu með nokkrum manni. Hann gengur með húsvörðinn í maganum og hann heitir örgla Þórður, Thor, Anderson, Petterson, Sigurður eða Marteinn.
Hann er óþolandi.
Mér líður betur. Mikið djö.. myndi ég reykja þessari konu til samlætis ef ég þekkti hana.
Ójá
Má aftur reykja á lóðinni sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Sjónvarp, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hhahahaha! Góðar lýsingar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 17:14
hahaha ég sá týpuna alveg fyrir mér!!
Huld S. Ringsted, 15.9.2007 kl. 17:15
Haaaaaa ha ha , ég myndi sko reykja með líka, Elskan mín það er fullt af svona fólki í kringum mann sem gengur um með harðlífissvip og er í krónísku geðvonskukasti alla daga, gersneytt húmor og umburðarlyndi. Heeee er enn að hlæja að tilhugsuninni um hóp af fólki reykjandi, þú veist, til stuðnings konunni, heeeeee....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.9.2007 kl. 17:19
Það sem fólk hefur tíma í! Tvö ár!!! Jedúddamía!
...hringir 10 mínútur yfir 10 því einhver er að spila Bítlana??? Ég held ég hafi hitt þennan náunga.
Laufey Ólafsdóttir, 15.9.2007 kl. 17:21
Ég gæti reykt heilt rollulæri með því að hengja það út um gluggann minn að kveldi, og það yrði tilbúið þegar ég vaknaði um morguninn.
Þröstur Unnar, 15.9.2007 kl. 17:27
Þetta er hóst, hóst, týpa. Maður sem leggst í rúmið þegar hann fær kvef, hann stendur tímunum saman, fyrir framan spegilinn og plokkar úr sér nefhárin og sendir þau í bakteríu- og útblástursgreiningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 17:37
Spurning að skipuleggja helgarferð á staðinn og reykja nokkrar með henni í garðinum.
Blómið, 15.9.2007 kl. 17:42
Sammála öllum ræðumönnum. Er að spá í að hringja íExpress og panta far út hið fyrsta, stofna mótm´lahóp á hendur leiðinlegu fólki og hafa reykjandi tjaldbúðir í garði konunnar. Lifi frjálsræðiið.
Annars vildi ég líka segja að greinarhöfundur þessa bloggs ættti að íhuga ritstörf ef hún er ekki í þeim nú þegar. Grafískar og skemmtilegar lýsingar gera mann óðan í að lesa meira.
Einar Lee, 15.9.2007 kl. 18:10
Einar Lee: Hahaha þetta með reykjandi tjaldbúðir er brilljant hugmynd. Við öll þangað.
Þakka þér fyrir falleg orð í minn garð. Veit að ég á eftir að fá Nóbelinn, "one fine day"
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 18:16
Kem með þó ég reyki ekki og þú reykir bara fyrir mig og verð með í reykjandi tjaldbúðum. Það er alltaf skemmtilegast á smóknum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 19:04
Díta (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 19:14
hehe já hver kannast ekki við týpuna!
Elín Arnar, 15.9.2007 kl. 19:21
Bjarndís Helena Mitchell, 15.9.2007 kl. 19:21
Jájá, best að afgreiða manninn bara sem einhverja aumingjatýpu. Það væri nú hrikalegt að þurfa að átta sig á því að það er fullt af fólki sem er afar viðkvæmt fyrir tóbaksreyk. Það væri líka voðalega vont að þurfa að taka tillit til fólks.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 19:43
Og hverjir ætla að fara að taka svokallað TILLIT til þeirra em reykja. Það hefur ekki verið neins s+osrsynd hingað til..búið að bannað næstum allt..en maður má nú heima hjá s´´er eða í sínum garði...ha?
Og hvað ef nágranninn er grænmetisæta og ælir yfir lambakjöti á grilli og lyktinni af því...má maður þá ekki borða matinn sinn? Hvað þá ef hann þolir ekki litinn á bílnum þínum fyrir utan gluggann sinn..má þá bara fjarlægja hann. Þetta er orðið klikk..öll þessi boð og bönn. Reyndar ætla ég að kæra nágranna minn..ég er með heym´ði og hann er mað grsa í garðinum sínum, blóm og tré. Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá að hann þarf að steypa.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 20:01
Villupúkinn virkar ekki..lét hann lesa yfir og hann laug að mér..engar villur fundust??
Hvert kærir maður það?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 20:02
Ef að grilllyktin myndi pirra nágranna minn þá myndi ég grilla eins langt frá honum og mögulegt væri. Myndir þú ekki gera það?
Það er náttúrulega sorglegt að það þurfi að lögbinda hluti sem ættu að falla undir almenna kurteisi.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 20:12
Snilldarfærsla og nóbels-verðlaunahafa-persónusköpun Þú ert ótrúleg. Ég myndi byrja að reykja aftur bara til að taka þátt i mótmælaaðgerðunum. jafnvel sofa í tjaldi.
mail til þín
Jóna Á. Gísladóttir, 15.9.2007 kl. 20:19
Þið eruð æði.
Óli Gneisti: Ert þú húsvörður?
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 20:49
Ef maður vill búa í sambýli, (blokk o.s.frv.) verður maður að vera tilbúinn í hvað sem er. Ég þekki svona leiðindagaura frá fyrri búskap í blokkog ég er næstum vissum að ég hef einhverntíman verið þessi leiðindatypa, en ég hef stórlagast með aldrinum kæmi með í reyksumarbúðir. Þessi fýlupoki er örugglega uppi með 3 börn á aldrinum 2-7 ára og konan hætt að vilja trúboðastellinguna, hvað þá einhverja aðra, orðin svooooo þreytt. knús til þín sæta mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 20:56
Ég heyri að þú hefur búið í svíþjóð. Það er urmull af svona týpum þar.
Við frónbúar erum þeim kostum gæddir að vera sodið "bad". Flokkum ekki rusl og stoppum ekki fyrir gangandi vegfarendum. En við þolum líka betur breiskleika nágrannans. Mér leið aldrei betur heldur en daginn sem ég kom heim eftir nokkra mánaða búsetu í sverge, fólk rakst í mig og sagði ekki afsakið og ég gat gengið framhjá fólki sem ég hafði einhvern tíman talað við án þess að þurfa að heilsa því, bara að kinka kolli í mestalagi.
Ekkert samviskubit, allt bara svo yndislega mannlegt.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 21:17
Dóra (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 21:57
Óli Gneisti og Dóra: Þessi maður var ekki að biðja um að konunni væri bannað með dómi að reykja inni á hans lóð eða í hans húsi. Hann var að biðja um dóm þess efnis að hún fengi ekki að reykja á eigin lóð, undir berum himni. Finnst fólki ekkert athugavert við það. Einhversstaðar verða mörkin að vera. Eða það ætla ég rétt að vona.
Kveðja,
Húsfélagið
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 22:00
Dóra (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 22:14
Auðvitað skil ég það sjónarmið Dóra. En það sem varð kveikjan að færslunni minni eru þessir kontrólfríkar út um allt, sem geta ekki fengið nóg af boðum og bönnum, reglum og greinargerðum... öðrum til handa. Arg hvað þeir pirra mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 22:31
Dóra (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 23:06
Ég man eftir einum stjórnunarfíkli, þessi sem hringir fyrir 10 út af því að það heyrist einhvers staðar ómur af Eivöru að syngja Sofðu unga ástin mín. Nema hvað... þessi hringdi ekki heldur sendi konuna sína til að banka upp á og kvarta.... hún var heyrnarlaus.
Mjög súrrealískt dæmi. :) Annars er ég ofnæm fyrir ákveðnum efnum: bensíni, útblæstri bíla, lími, málningu, þynni osfrv. Ég sé ekki að fólk reyni neitt að taka tillit til mín þegar ég er í bænum. Þvert á móti hrúgast bara í bæinn á bílunum og ég kemst við illan leik til baka í minn bíl og get forðað mér, nánast ælandi. Ég ætti kannski að kæra alla og mig líka. :-s
krossgata, 15.9.2007 kl. 23:26
Arg já þessi týpa:) Þekki sem betur fer ekki þannig fólk.... lengur.
Heiða B. Heiðars, 16.9.2007 kl. 01:26
Mér sýndist nú á fréttinni að þetta var ekki spurning um að konan mætti ekki reykja í garðinum sínum heldur var þetta aðallega spurning um að hún væri ekki að reykja akkúrat á þessum bút þarna þar sem það angraði nágrannann. Ég sé fyrir mér að þessi kelling sé leiðindatýpa sem sé að reyna að gera allt til að angra nágranna sinn. Hún hefði væntanlega getað reykt á fjölmörgum stöðum án þess að angra neinn en gerði það ekki.
Af hverju er það þannig að alls staðar þar sem maður fer þá stillir reykingafólkið sér upp rétt við hurðina til að reykja í stað þess að koma sér fyrir aðeins lengra frá þar sem það gæti sleppt því að trufla nokkurn mann? Það væri svo auðvelt fyrir reykingafólk að sýna tillitsemi það gerir það ekki. Reykingafólk er upp til hópa svo dónalegt að það þarf að lögbinda almennar kurteisisreglur.
Skiljið þið ekki að reykingar fara mjög illa í marga?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 12:47
Ég skil vel Óli Gneisti að reykingar fari illa í marga, en þegar fólk er farið að fara í mál við nágranna sína sem reykja undir beru lofti þá er þetta gengið ansi langt. Ég þekki ekki marga sem myndu ganga svona langt. Þetta er hinar öfgarnar. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 13:19
Mér finnst þetta alveg óheyrilega fyndin umræða - en þrátt fyrir það hef ég fulla samúð með nágrannanum viðkvæma. Ég get nefnilega ekki opnað gluggana sunnan megin í íbúðinni minni á kvöldin, án þess að inn berist megn reykjarstækja. Það þýðir að ég get ekki sofið við opinn glugga án þess að svefnherbergið angi af sígarettureyk! Né heldur get ég haft opinn glugga í stofunni á kvöldin án þess að anda að mér "ferskri" reykingalyktinni. Hinn nágranninn minn reykir svo norðanmegin, þannig ef ég ætla út geng ég í gegnum reykjarmökkinn, en það berst sem betur fer ekki inn í íbúðina.
Næst ætla ég að kaupa mér einbýlishús ;-)
Vera, 16.9.2007 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.