Leita í fréttum mbl.is

Égvilekkisjáana!

Ég vil ekki sjá þessa nýju myndavél frá Sony, sem tekur mynd ef maður brosir.

Í henni er forrit sem þekkir bros.

Ég er viss um að þessi vél getur ekki gert greinarmun á skelfingarviprunni á munninum á mér þegar ég er hrædd og þegar ég set upp ljósmyndabros.

Hvorutveggja er jafn hræðilegt.

Ég vil láta taka af mér myndir, þar sem sést hvað ég er gáfuð og laus við alla tilgerð.

Alveg eins og munkur í nirvanasælu sem er löngu laus við hégómagirndina og starir vitru og djúpu augnaráði út í alheiminn.

Bara þannig vill ég sjást.

Þannig að þessi myndavél er dauð fyrir mér.

Later.


mbl.is Myndavélin stillt á bros
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ekki myndi ég vilja slíka myndavél.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ja hérna, hvar endar þetta allt saman.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: krossgata

Ég legg metnað minn í að brosa ekki á myndum, svo ekki vil ég sjá hana þessa nálægt mér.  Þetta dregur stórlega úr möguleikum mínum að nást aldrei brosandi á mynd.  Öss.

krossgata, 14.9.2007 kl. 20:34

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Vill ekki svona tæki hér heldur, yrði lítið af jeppamyndum til þá.

Þó hann sé fallegur, kann hann ekki að brosa, en þá.

Úps, þetta er ljóð.

Þröstur Unnar, 14.9.2007 kl. 20:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flest dettur mönnum nú í hug.  Hvað með landslagsmyndir, þarf maður þá að hafa einhvern inná til að brosa, svo hún taki mynd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 20:37

6 identicon

Ef að myndavél á að passa þér það verður að vera hægt að skjóta stanslaust non stop því að það sést á öllum svipbrigðum að þú ert alltaf gáfuleg að sjá og alltaf laus við tilgerð

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:06

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Má glotta? Þarf það að vera Colgate bros? En ef maður heldur fyrir munninn? 

Æineivillekkisona 

Heiða B. Heiðars, 14.9.2007 kl. 21:10

8 identicon

Ég vill fá eldavél sem vaskar upp eftir matinn.. hvar er hún ??

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:33

9 Smámynd: Unnur R. H.

Er bara hrifin af  Guðrúnu ...ÞETTA vil ég líka

Unnur R. H., 14.9.2007 kl. 21:39

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver þarf eldavél sem vaskar upp, sem á góða og prúða konu?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2007 kl. 21:58

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Ræt, Jón

Þröstur Unnar, 14.9.2007 kl. 22:08

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Égvilekkiajána, égvilekkifána ræt

Guðrún Þorleifs, 14.9.2007 kl. 22:16

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvort er dýrara eldavélin sem vaskar upp, eða góða prúða konan?

Ha? Konan? Jebb.

Em æ ræt or em æ ræt?

Þröstur Unnar, 14.9.2007 kl. 22:25

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi sorrý Jensla, ekki í samræmi við viðhengið.

Þröstur Unnar, 14.9.2007 kl. 22:26

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið erum milljón, ég "brosi" allan hringinn, Jræt eins og ég þori því, gæti verið falin myndavél

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 22:33

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Vilikkisonaheldur. Ég vil taka mínar fýlumyndir í friði

Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 22:50

17 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Guðrún, myndi nægja mér að eldavélin raðaði í og úr uppþvottavélinni.

Góð og prúð kona jafnast ekkert á við góð og hlýðin börn...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.9.2007 kl. 22:59

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú Hildigunnur það jafnast ekkert á við kínverskan húsþjón

Laufey við viljum vera gáfulega fýlulegar á okkar myndum í friði

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 23:06

19 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Einmitt! Fór að spá eftirá að ef þessi gripur hefði verið til í mínu ungdæmi væru fáar myndir til af mér Bros voru aðeins notuð í einkahúmorsflipp og sjaldan í fjölmenni.

Við erum sko eins og Mekka gáfulegheita Jenný.

Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:23

20 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Uss, það er hægt að stilla á brosið, og sennilega líka hægt að stilla á aðra hluti. Myndatökurnar einskorðast ekki endilega við bros á þessa vél, ég hugsa að ég væri alveg til í að prófana, og sjá svo til með afraksturinn. Hef tekið svo assgoti góðar fýlumyndir líka.

Bjarndís Helena Mitchell, 14.9.2007 kl. 23:43

21 identicon

ibclllnotni

Súddi Bé (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 01:11

22 identicon

Svo vill ég líka fá nakinn kokk, sem er olíuborinn og vel sjáanlegur í eldhúsinu. Þaaaa koooooostttar ekkkkert að fáann

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 02:00

23 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég vil fá myndavél sem tekur bara góðar myndir af manni ekki þessar gömlu úreltu sem gera mann óþekkjanlegan. Þegar ég lít í spegil....þá nota ég náttla alltaf flottasta svipinn og horfi beint fram..en þessar myndavélaófreskjur ná einhvernveginn alltaf vitlausum sjónarhornum og afskræma fegurð mína. Svo ég heimta myndavélar sem eru góðar við konur, hvort sem þær brosa eða ekki.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 08:10

24 identicon

Gurrý á ryksugu sem mig langar í og svo mundi ég vilja eiga myndavél sem tekur bara smartar myndir af mér Annars held ég mest uppá gömlu filmu myndavélina mína. Það er nefnilega ekki hægt að eiða "mistökunum"og með tímanum verða þær myndir einna skemmtilegastar. Ég á full albúm af svoleiðis myndum og þær eru yndislegar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband