Leita í fréttum mbl.is

Er þetta lélegur brandari?

Síðast þegar ég vissi var 16 ára fangelsi lífstíðardómur á Íslandi.  Hvernig getur maður sem dæmdur var fyrir manndráp að ásettu ráði fyrir níu árum, verið á áfangaheimili Verndar, eins og flottur maður?

Annar tvíburinn sem dæmdur var fyrir að drepa mann á hrottalegan hátt í Heiðmörk 1997, lét sig hverfa af áfangaheimilinu á sunnudag  og er hans nú leitað.

Halló, er ekki í lagi?  

Ég ætla rétt að vona að maðurinn sé ekki hættulegur umhverfinu.

Nú frussa ég af hneykslun.

 

 


mbl.is Strokufangi fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna. Ég var ekki búin að sjá þessa frétt, þrátt fyrir að vera búin að lesa blaðið spjaldanna á milli.

Ég er ekki hissa á hneykslun þinni Jenný mín, alls ekki bara.

Eigðu samt góðann dag mín kæra.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: Ragnheiður

Menn eiga rétt á að sækja um reynslulausn eftir einhvern ákveðinn hluta afplánunar. Þannig er kerfið.

Þessi er búinn að sitja síðan 97, hann sat í gæsluvarðhaldi áður en dómur féll.

Ragnheiður , 13.9.2007 kl. 09:06

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit Ragga en það hlýtur að fara eftir alvarleika brots.  Það eru 10 ár í allt síðan þessi hroða atburður varð.  Ég er ekki að benda á þetta af neinni heift heldur mér finnst forgangurinn í þessum málum alveg á skakk og skjön.

Annars vona ég bara að maðurinn finnist sem fyrst.

Góðan daginn stelpur mínar. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 09:10

4 Smámynd: Ragnheiður

Hann fannst í gærkvöldi þannig að það þarf ekki að pæla í því

Ragnheiður , 13.9.2007 kl. 09:31

5 identicon

Það er nú bara meinloka að halda að 16 ára fangelsi sé lífstíðardómur þeð er einfaldlega 16 ára fangelsisdómur,lífstíðardómur er fyrir lífstíð.

Þessi 16 ár er hinsvegar einhver tískutala hjá hæstarétti í sambandi við morðdóma, Sævar Síselski var dæmdur í lífstíðar fangelsi en Hæstiréttur mildaði hann í 16 ár, frá þessu er ein undantekning.

Rúnar Bjarki Ríkarðsson   Morðingi og Nauðgari fékk 18 ár .

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:39

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svakalega hefur hugarástand þessa manns verið rangt metið þegar hann sækir um reynslulausn.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 09:42

7 identicon

Hvað um það, stelpur mínar, Íslensk fangelsi eru lúxusvistarverur miðað við alvöru fangelsin í öðrum löndum.  Eitt ár í fangelsi á Íslandi jafngildir 8 mánuðum.  Fangar hér á landi hafa það almennt betra en t.d. gamalt fólk á öldrunarstofnunum. Þetta fá fangar frítt sem gamalt fólk fær ekki:

  • Ókeypis fæði og húsnæði
  • Líkamsrækt á kostnað ríkisins
  • Aðgang að mörgum sjónvarpsrásum m.a. að klámefni
  • Ókeypis læknis-, tannlæknis- og sálfræðiþjónustu
  • Nám og námskeið sér að kostnaðarlausu

Það er engu líkara en að það borgi sig að fremja glæpi á Íslandi, a.m.k. hafa ýmsum glæpum og ofbeldis verkum fjölgað mikið undanfarið og refsingar eru vægar.

Guðrún Ingólfs (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:55

8 identicon

Langaði bara að leiðrétta þig, 16 ára fangelsi er ekki lífstíðardómur, þetta er algengur misskilningur hjá fólki.. Það er hægt að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi á Íslandi og er það þá lífstíð einstaklingsins, en svo hefur aldrei verið gert, held að lengsti dómur sem dæmdur hafi verið á íslandi sé 20 ár...

en þetta er auðvitað slæmt mál, en gott að hann sé fundinn, og þetta mun eflaust leiða til þess að hann fái ekki að dvelja lengur vernd.. hann var bara að skemma fyrir sjálfum sér..

Sandra (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:55

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta hlýtur að leiða til þess að hann fer í fangelsi aftur, brot á skilorði hlýtur þetta að teljast.  Dýrt hliðarspor. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 10:15

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hey Guðrún Ingólfs, ég er gapandi hissa á að þú skulir telja fangelsi til lúxusvistarvera.  Listinn sem þú telur upp er bara bjánalegur.  Villtu láta hengja fólk í gálga eða hvað? 

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 10:21

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hann er kannski að læra til trúboða hjá Geir Jóni

Jón Ingi Cæsarsson, 13.9.2007 kl. 10:24

12 identicon

Hahaha!!! Guðrún I.. þeir hafa ekki aðgang að klámefni í sjónvarpinu! :p Tannlæknaþjónustan er ekki heldur ókeypis fyrir þá..

Þó svo að fólk haldi að það sé eins og að gista í lúxus-spa að sitja í fangelsi á Íslandi, þá er það ekki þannig. Það einfaldlega er ekki hægt að mynda sér skoðun á svona nema þekkja til.. það er mitt mat allavega! 

Lesið ykkur til um fullnustu refsingar..  þar eru upplýsingar um úttekt á dómi!  

X- Rated (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:29

13 Smámynd: Ragnheiður

Það er t.d. kvóti á tannlæknaheimsóknum, sálfræðiviðtöl þarf að panta og bíða svo í viku. Menn fá nokkuð fljótt að fara til læknis ef um veikindi er að ræða. Það er best að stoppa það strax svo þeir drepist frekar, um að gera að fækka föngum hratt.

Nú ætla ég að fylgjast með fréttum og sjá þegar Guðrún Ingólfs drífur sig að fremja glæp svo hún komist í sæluríkið sem íslensku fangelsin eru.

Ragnheiður , 13.9.2007 kl. 10:30

14 identicon

Slaka soldið á Jenný. Naumast að þú ert tens... það mætti halda að þú hafir setið inni sjálf?

Ég er sammála Guðrúnu að á meðan verið er að taka t.d. Moggann af sjúklingum á Landspítalanum nú um mánaðamótin, fá ótíndir glæpamenn og ribbaldar ókeypis klámrás í sjónvarpinu, líkamsræktartæki af lúxusgerð, ókeypis mat og ókeypis lækna- og tannlæknaþjónustu og alles, sem við hin þurfum að borga fyrir dýrum dómum.

Geir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:33

15 identicon

Geir, rólegur á yfirlýsingunum!! Þetta er svo fokking langt frá því að vera rétt hjá þér! 

Það er engin klámrás í sjónvarpinu á LH! Líkamsræktarstöðin er ekki af lúxusgerð! Þeir fá að hitta lækni en þeir fara ekki frítt til tannlæknis! 

Það fer rosalega í taugarnar á mér þegar fólk kemur með svona staðreyndir en hefur samt nákvæmlega ekki eina einustu hugmynd um hvað það er að blaðra!  

X- Rated (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:38

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lreiðrétting: Ég er ekki tens, og það að ég skrifi um að dæmdur morðingi sé laus eftir 10 ára setu í fangelsi þýðir ekki að ég sé einhver sérstakur aðdáandi refsinga og mannvonsku.  Svo er alveg fáránlegt að halda því fram að í fangelsum sé lúxuslíf.  Þið sem haldið því fram megið skammast ykkar.  Ég hef ekki mikla samúð með morðingjum og ofbeldismönnum, en það breytir ekki því að það er enginn bættari með því að setja fólk í hlekki.

Arg hvað þessi færsla kallar á asnalegar umræður.

Og vinsamlegast sýnið kurteisi hér inni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 10:43

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég læt vera að dæma um mál sem ég þekki ekki. En hann er fundinn og verður væntanlega settur inn á ný fyrir brot á því trausti sem fylgir ´því að fá að fara á Vernd.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 10:45

18 identicon

ÆI ég gleymdi að minnast á það hér áðan að hann Rúnar Bjarki Ríkarðsson fær annað slagið HELGARLEYFI til að heimsækja ættingja og skreppa í BÍÓ,ég held að ég myndi nú bara alveg sleppa mér ef ég hitti morðingja einvers ættmennis míns í BÍÓ þegar helvítið ætti að vera í svartholinu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:49

19 Smámynd: halkatla

ótrúlegt

þetta sýnir í raun bara hvað það er lítil virðing borin fyrir lífinu 

halkatla, 13.9.2007 kl. 11:17

20 identicon

Hvaða læti eru þetta eiginlega ? Maðurinn er fundinn, enda hvert átti hann svosem að fara ? Það er ekki eins og hann geti smyglað sér í gegnum landamærin til Mexíkó. 

Svona svona elskurnar mínar. Verið góð við Jenný mína, hún var bara að segja sína skoðun. Það má, er það ekki annars ?  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 11:21

21 identicon

Jú Jenný, þú ert helvíti tens!

Þú skrifar undir frétt: Strokufangi fundinn:

Annars vona ég bara að maðurinn finnist sem fyrst.

 Lastu ekki fréttina? Hann fannst! Afhverju vonaðistu til að hann myndi finnast eftir að hann fannst?

Svo varstu að gelta á lista Guðrúnar Ingólfs um hvaða lúxusþjónustu fangar fá.

Listinn sem þú telur upp er bara bjánalegur.  Villtu láta hengja fólk í gálga eða hvað?

Skrifaðir þú í æsingi þínum. T.d. þeir sem fara á Kvíabryggju hafa það eins og hótelgestir. Það er mulið undir rassgatið á þeim! Að morðingi og nauðgari skuli fá leyfi öðru hvoru til að fara í bíó og hitta familíuna, það er too much! Enginn talaði um gálga nema þú, við hin viljum að þeir séu inni á bakvið lás og slá lengur en 9 eða 10 ár, ef þeir hafa framið hrottaleg morð.

Geir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 11:22

22 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mín skoðun er sú að fangelsi eru ekki neinar lúxusvistaverur mig langar að benda þeim sem ekki vita betur að kinna sér hvað fangar fá og hvað ekki ég ætla ekki að telja neitt upp það setendur allt hér að ofan.En með þennan fanga sem strauk... ég hélt að þeir sem eru dæmdir fyrir morð fengju ekki að vera á vendinni (en nú veit ég betur).

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.9.2007 kl. 11:35

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

það sem sló mig mest, var að hann hvarf á sunnudaginn - í dag er fimmtudagur! Ég hefði gjarna viljað vita þetta fyrr.

Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 11:45

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Geir ef þú ekki gætir orða þinna flýgur þú út.  Og þegar ég skrifaði færsluna þá stóð ekki "Strokufangi fundinn" heldur "Strokufanga leitað" og vertu svo til friðs inni á mínum fjölmiðli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 11:57

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Friður sé með oss

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 13:06

26 identicon

Álmáttur minn hvað sumir hérna eru með föst komment.  Bið ykkur öll að taka tillit til þeirra sem eiga aðstandendur í þessum geira.  Þeir fylgjast líka með öllum þeim bloggum sem eru í gangi. 

Bið fyrir ykkur sem farið hér með stór orð, sýnum kærleik!  Okkur getur orðið á í lífinu en erum oft ekki verri fyrir það.  Réttarkerfið, dómarnir, fangelsin og allt það sem gerist þar er stór heimur og líka í ljótari kantinu á annars okkar ágæta landi.

 Hugsið um náungann! Ókunnug.

ókunnug (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 13:08

27 Smámynd: Ibba Sig.

Ég held að þótt fangelsin hér væru eins og 5 stjörnu hótel skipti það bara engu máli. Það er frelsisskerðingin sem er raunverulega refsingin. 

Og þetta eru manneskjur eins og við hin og koma á fram við þær sem slíkar.

Annars er nokkur tími síðan hinn tvíburinn í þessu máli losnaði úr djeilinu, ég man ekki hvaða dóm hann fékk.  

Ibba Sig., 13.9.2007 kl. 13:09

28 Smámynd: Benna

Alveg er það með ólíkindum að lesa eftir suma besserwissarana hérna eins og Guðrúnu þessi listi hennar sem hún telur til fríðinda fanga er fáránlegur og svo langt frá því að vera réttur og það veit ég af reynslu.

Sálfræðihjálpin ógurlega spannar kannski einn tíma á sex mánuðum alla vega fékk minn maður ekki meiri hjálp en það þrátt fyrir ítrekaðar óskir og þetta með tannlæknin og klámrásina er bara bull.

Vill hvetja fólk til að kynna sér þessa hluti áður en það fer að ausa "visku" sinni yfir okkur hin!

Benna, 13.9.2007 kl. 13:38

29 identicon

Ég er ótrúlega hneyksluð á að fólk sé að fegra og verja menn sem hafa nauðgað og drepið! "þetta eru líka manneskjur"... mér finnst þetta ekki vera neinar manneskjur eftir að hafa bundið enda á líf saklaus fólks og gera líf fjölda fólks að martröð... fórnarlömb morðingjanna eiga líka aðstandendur sem vill ekki heyra að sá maður sem batt enda á líf dóttur sinnar eða sonar sé strokinn úr fangelsi eða fái helgarleyfi... aðstandendur fórnarlambanna þurfa að loka sig frá umheiminum á meðan morðinginn gengur laus og sæll um göturnar þegar hann er að afplána refsingu fyrir svo hræðilegan glæp! Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég fékk hjartastopp þegar ég las fyrirsögnina "strokufanga leytað" en svo hrökk hjartað aftur í gang þegar ég las að maðurinn hefði verið á vernd... þá var ég alla vegna alveg viss um að þetta var ekki maðurinn sem ég er svo hrædd við að hitta úti á götu, eða jafnvel fá í óboðna heimsókn þegar sá aðili er laus.

okey.... vissulega eiga þessir ógæfumenn aðstandendur og aðsjálfsögðu á ekki að beina spjótunum á þá en mér finnst allt í lagi að komið sé fram við morðingja eins og hann sé slíkur! það var ekki eins og hann hafi verið að keyra of hratt.... hann DRAP aðra manneskju, batt ENDA á LÍF hennar!!! og rústaði lífi margra aðra!!! Svo fá þessi skrýmsli 16-18 ára dóm og þurfa að borga 5-9 milljónir í miskabætur og málskostnað. Á hrauninu eru þeir í námi, vinnu, líkamsrækt og tölvum svo eitthvað sé nefnt.... og ekki má gleyma fíkniefnaneyslunni.

En auðvitað eru líka gott fólk sem situr inni á litla-hrauni fyrir uppsöfnuð brot... og þeir eiga ekki heima inni á sömu refsistofnun og menn sem hafa nauðgað og myrt.

Ég verð að nefna hér eitt dæmi.... bróðir minn var 33 þegar hann sat inni fyrir uppsöfnuð umferðarlagabrot og fleira, hann var rosalega yndislegur maður og með stórt og gott hjarta. Hann var alki og eiturlyfja neytandi (en var ekki langt leiddur af dópinu), hann sat inni í 3 mánuði og  2 dögum eftir að hann fer inn hringir hann í mig og spyr mig hvort hann geti fengið lánaða x-box tölvuna mína og ég játti því, daginn sem ég ætlaði með tölvuna hringir hann og segist ekki þurfa hana því það hafi einn komið inn með PS2 tölvu. Þegar hann var svo að losna eftir 3 mánaða vist náði ég í hann og sagðist ætla að koma honum á óvart og ég vissi að hann yrði mjög glaður með glaðninginn. þegar heim var komið beið eftir honum fullt af hassi og öðru sem fylgir góðri afslöppun fíkniefnaneytandans (þá var ég í neyslu líka) en þá hló hann og sagði "þetta er búið að vera svona hjá mér á hverjum degi í 3 mánuði, mér að kostnaðarlausu" -------------- ég varð svo hneyksluð að orð fá því ekki lýst...... svona flýtur allt í dópi í fangelsinu!!!!

hneyksluð!!! (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 14:10

30 identicon

p.s: ég er samt sammála ykkur með sálfræði og geðhjálpina.... hana þarf sko að bæta til muna!!!!!!!

hneyksluð (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 14:12

31 identicon

Alltaf sama partýið hjá þér  . En greinilega ekki rétt metinn fyrir vernd þessi.En hann er kominn í hús .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 16:54

32 identicon

ég þekki nokkuð marga þarna inná hrauni og meðal annars situr maðurinn minn þarna inni og þeir kvarta sko alls ekki yfir vistinni þarna. Fyrir utan kannski að þurfa að vera lokaðir inni klukkan 10. En auðvitað er þetta mjög persónubundið en yfir höfuð hafa þeir það mjög gott þarna.

K (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:23

33 identicon

Fáfræði fólks hefur slegið mig mjög við lestur þessarar umræðu. Að fólk skuli halda að fangavist sé eins og 5 stjörnu hótel er ekkert nema fáfræði. Refsingin sem fangarnir fá er frelsisskerðingin. Ég held þeir myndu flestir vilja sleppa því að horfa á sjónvarp eða stunda líkamsrækt til að vera ekki innilokaðir. Það að þeir fái leyfi til að fara út til að hitta fjölskyldu eða annað slíkt er væntanlega verðskuldað. Fólk verður að hugsa út í það að fangar eru fólk, þetta eru ekki skrímsli eins og einhver nefndi hér að ofan. Þeir brutu jú af sér en eru að afplána dóm. Hugsið fólk. Plís.

Sólveig (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 20:49

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Sólveit, frelsisskerðing er eitt af því versta sem fyrir nokkurn getur komið.  Í henni felst því auðvitað mesta refsingin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 20:51

35 Smámynd: Halla Rut

Hvað tíminn er fljótur að líða. Mér finnst svo stutt síðan þetta var.

Hann hefur greinilega ekki "læknast" í fangelsinu.  En við hverju bjóst fólk þessir menn voru búnir að vera glæpamenn frá því að þeir voru unglingar og voru frægir fyrir það.  Einver er forsagan það er á hreinu. 

Halla Rut , 14.9.2007 kl. 00:15

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Halla Rut mér finnst bara nokkur ár síðan þetta gerðist.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband