Þriðjudagur, 11. september 2007
SNÚRUBROT
Stundum á ég erfitt með að snúrublogga. Það tekur á ef mér líður ekki nógu vel og auðvitað langar mig stundum til að horfa fram hjá líðan minni og hvorki skrifa né segja um hana eitt einasta aukatekið orð.
Í gær var erfiður dagur, fyrir margra hluta sakir. Ég bloggaði reyndar um það og náði meira að segja að snúa vörn í sókn þegar leið á daginn.
Frá því ég kom úr meðferð í fyrra, get ég í fullri einlægni sagt, að ekki einu sinni hefur mig langað í áfengi, róandi- eða svefnpillur (úff að vera svona mikill fíkill ég roðna). En stundum hefur það hent, að mig hefur langað í breytt ástand, þ.e. að líðanin hefur ekki verið nógu góð, og þá hef ég fallið í þann fúla pytt að vilja eitthvað annað en ég hef. Það getur reynst hættulegt. Í gær langaði mig í breytt ástand. Ég var ekki einu sinni meðvituð um það fyrr en eftirá. Þessi hugsunarháttur, ef ég væri heilbrigðari, ríkari, hamingjusamari, þá væri allt fullkomið.
Ég eins og allir aðrir, hef aðeins augnablikinu yfir að ráða og það er eins gott fyrir mig að muna það. Annars er ég heppin kona, að hafa siglt svo lygnan sjó eftir að ég kom úr meðferð. Ég veit að það er ekki sjálfsagt.
Ég frétti af manni vinkonu minnar sem var að falla. Það kippti mér óþægilega niður á jörðina. Hver einasti alkóhólisti er jafn langt frá glasinu, í raun, þó tíminn vinni auðvitað með okkur. Það var mér sagt í meðferðinni og hingað til hefur fólkið á Vogi ekki klikkað á einu atriði, hvað alkahólismann varðar. (Né nokkru öðru ef út í það er farið)
Með hægðinni hefst það, er þaeggibara?
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Snúra, Vefurinn, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æi þetta var eitthvað svo krúttlegt blogg
Heiða B. Heiðars, 11.9.2007 kl. 14:09
Með hægðinni og þægðinni hefst það. Og allri skynseminni þú hefur yfir að ráða snúllan mín. Ekki er strúta-tendesinu fyrir að fara hjá þér, það er alveg á hreinu.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2007 kl. 14:15
Þeir sem þora að horfast í augu við lífið sitt og gera það sem þarf einlæglega hversu erfitt sem það getur verið á stundum eru sigurvegarar. Og það er gott augnablik að lifa í. Að vera sigurvegari yfir sjálfum sér! Knús til þín snúrukella!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 14:16
Þú ert dugleg að draga þinn djöful fram í dagsljósið og sýnir honum þar með í tvo heimana.
Ég er stolt af því að þekkja þig
Ragnheiður , 11.9.2007 kl. 14:31
Takk stelpur, þið hafið trú á mér, eins gott að valda ekki vonbrigðum hérna
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 14:32
Ég held að maður þurfi ekki að vera alkóhólisti til að þrá breytt ástand. Ég er stundum þannig að mig langar bara að hlaupa eins langt í burtu frá öllu og vera bara önnur manneskja á öðrum stað. Á þeim stað væri ég ekki feimin, ekki að biðjast afsökunar á því sem ég er, ekki full af sjálfsgagnrýni og gæti allt sem ég byrjaði á og gerði allt vel og þyrfti aldrei að læra neitt frá grunni, vegna þess að ég væri svo klár að ég bara kynni það. Þetta gerist yfirleitt þegar ég tek að mér verkefni sem að reyna á feimnispúka eins og mig en ég hef samt gert það síðastliðið ár að fara út í verkefni sem að reyna á mig vegna þess að ég neita að gefast upp fyrir því sem ég er. En mér líður oftast best heima í örygginu mínu, en nú hef ég ráðist í að sprengja öryggiskúlunua mína og þar er bara oft erfitt.
Ég segi þetta vegna þess að ég held að það sé oft svipað með þá sem hafa sagt áfenginu stríð á hendur, að þetta er verkefni sem að reynir svo á, á hverjum degi, en með því að neita að gefast upp....og sprengja sína öryggiskúlu...segir maður við sjálfan sig að maður ætli ekki að gefast upp fyrir því sem að maður er. Heldur að læra nýja hluti, með nýjum lífsstíl.
Æi...það má vera að ég sé bara að blaðra út í bláinn....en mitt markmið er að geta talað og stjórnað fundum og svona án þess að taka út viku kvíða fyrir því og að öðlast þá trú að ég geti þetta....
Það sama þurfa allir að gera sem að eru í glímu við einhvers konar vanda.....markmiðið er að komast þannig af á hverju degi, ein dag í einu!
Kveðja, frá einni með feimni á háu stigi !
p.s. enn og aftur hugsa ég upphátt hér inni á þessu bloggi.....það er bara stundum svo auðvelt a spegla sig í þinni reynslu, þó að viðfangsefnið sé kannski ekki það sama.....
Sunna Dóra Möller, 11.9.2007 kl. 14:47
Þú ert svo frábær og klár Jenný!!
Æðislegt að lesa bloggið þitt!
una Hlín (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 15:44
Til hamingju með þinn árangur.
Þekki vel þennan sjúkdóm. Hef sjálfur ekki þurft að teygja mig í glasið í meira en 8 ár. Þetta er frábært líf og bara batnar og batnar.
Einn dag í einu með aðra lausn í lífinu en boðefnabreytandi efni. Frábært. En því miður þá þurfa sumir að bæta við reynslu sína þarna úti og falla. Það er eitt af því sem maður verður að sætta sig við að geta ekki breytt. Hef oft tekið nærri mér að sjá á eftir félögum hverfa inn í fall, geðveiki og dauðann. En við hin verðum að peppa hvort annað upp.
Gullið þróast í eldinum.
Gangi þér vel, við höfum svo margt að þakka fyrir þrátt fyrir allt
Einar Örn Einarsson, 11.9.2007 kl. 16:08
Risastórt knús til þín elsku Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2007 kl. 16:18
Ætlaði að koma með svipaðan punkt og feimna fröken Möller hér að ofan, þarft ekkert endilega að vera áfengissjúklingur til að upplifa þörf fyrir breytingar, eða upplifa einhverja flókna óánægjutilfinningu með hlutskipti þitt, sem þú veist þó að er í flestu gott og ekki mikil ástæða í raun til að breyta!
Mjög algengt viðfangsefni t.d. á sviði sálfræðinnar,s em ég er aðeins lesin í frá fyrri tíð!
Og Jenný, án þess sem ég sé að skipta mér í sjálfu sér af því, kannski ertu stundum of mikið í tölvunni!?
Magnús Geir Guðmundsson, 11.9.2007 kl. 16:33
Þú stendur þig vel stelpa. Og ef það hjálpar að blogga um það hvernig þér líður, gerðu það endilega.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.9.2007 kl. 16:52
Þú stendur þig vel Jenný, ég dáist að fólki sem hefur dug og þor að takast á við sína fíkn, maðurinn minn er að halda upp á 1 og 1/2 ár frá flöskunni,sem að ég fagna með honum.
Huld S. Ringsted, 11.9.2007 kl. 16:57
Elsku Jenný, þú ert flott í þínu snúrudæmi. Dáist að þér og er alveg viss um að þú bregst hvorki sjálfri þér né öðrum. Sjúkkett hvað ég var fegin að þú varst ekki drepin í nótt (var að lesa morgunbloggið) eitthvað sem Jóna gæti skrifað um, "fyrrverandi alki næstum myrt í ólæstri íbúð í holtunum" eða bara eitthvað jók
Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 17:21
Dugleg ertu. Það er svo eðlilegt að upp komi þær stundir að maður vill breitt ástand,breitt líf og svo frv. Svo við alka-kerlurnar erum greinilega nokkuð eðlilegar. Þetta er víst svona hjá hinum líka
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:23
Þú ert svo dugleg elsku Jenný mín stórt knús.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.9.2007 kl. 17:31
Mér þykir óhemjuvænt um snúrubloggin þín. Þau eru einlæg og þau segja líka að það er og verður aldrei sjálfgefið að sá eða sú sem hefur orðið þessum sjúkdómi að bráð sé frelsaður undan áhrifum hans þar með. Ég held að það hljóti að vera gott að nota svona vettvang eins og bloggið til að minna sig og aðra í kringum sig á það. Vertu ánægð með daginn í dag og haltu áfram að vera ánægð og þakklát fyrir að hafa fundið leiðina til að ná tökum á sjúkdómnum einn dag í einu. Margfalt knús frá bloggvinkonu sem finnst þú frábær
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:57
... orðið þessum sjúkdómi að bráð og orðið edrú sé freslaður undan áhrifum hans þar með - vildi ég sagt hafa - það vantaði inn í setninguna. Þorrý
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:58
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 18:02
Elsku Jenný mín! Þú ert hetja og yndisleg kona,móðir,amma svo ertu vinkona mín...Gangi þér vel.. Ég er í USA og hringi í þegar ég kem heim á morgun..Kossar
Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 18:04
Magnús Geir, stundum ertu of mikið með nefið ofan í því sem þér kemur ekki við. Úje, stairway to heaven
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 18:06
Úje! Stendur þig vel Jenný ;)
Elín Arnar, 11.9.2007 kl. 18:47
Takk þið öll og góða ferð heim Brynja mín
Úje
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 19:13
Mér þykja snúrubloggin þín alltaf merkileg. Ég dáist að hvað þú getur tekið líðan þína fyrir og rassskellt (ég elska orð með þreföldum samhljóðum ) hana og hrist hana niður á jörðina. Það er mjög sterkt.
(Þátttaka er orð með þreföldum samhljóðum, varð að koma því að).
krossgata, 11.9.2007 kl. 19:56
sammála öllu góða fólkinu hér að ofan (eða flestu... Magnús þó! )
Laufey Ólafsdóttir, 11.9.2007 kl. 21:19
Ég skil þig bara nokkuð vel Jenný, ég er ekki alki en ég er aðstandandi, og það er svo að segja bara sitthvor hliðin á sama peningnum. Þetta er auðvitað erfitt á köflum en lang í því frá að vera óyfirstíganlegt.
Mér finnst þú persónulega dugleg að tala um þetta á opnu bloggi, þar sem flestir alkar sem ég þekki eru að opna sig á lokuðum fundum. Og trúðu mér, ég þekki þá nokkra alkana. Bæði virka og óvirka. Minn ektamaki er búinn að vera þurr svo lengi að hann er farinn að pissa ryki til dæmis.
Þú stendur þig vel. Knús á þig bara ..
Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:00
Frú Jenný Anna, þakka hlý og stillileg viðbrögð við línunum mínum, en þætti vænt um að vita hvað það nákvæmlega var í þeim, sem vakti þau?
Því miður sýnist mér þú hafa misskilið línurnar og sért að gera mér rangt til!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.9.2007 kl. 01:36
Magnús Geir: Þú átt ekki að vera að ráðleggja mér með eitt eða annað nema að ég biðji um það. Þess vegna sló ég á puttana á þér.
Annars ertu dúlla
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.