Leita í fréttum mbl.is

Á MÓTI, Á MÓTI, ALLTAF Á MÓTI

3

Ég varð voða glöð þegar ég sá þessa frétt um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að tillögu forsætisráðherra að verja 500 þúsund kr. í að samræma mismunandi útgáfur þjóðsöngsins.

Ég hélt í einlægni að nú ætti að laga þjóðsönginn að nútímanum og jafnvel leyfa öðruvísi flutning á honum. 

Ég sá fyrir mér að nú mætti rapp´ann, rythm´ann, dans´ann, smell´ann, dúadúa´ann og djazz´ann.  Ég gladdist alveg ógurlega mikið á meðan ég hélt að ríkisstjórnin hefði vaðið inn í nútímann með þennan sorgarsöng.

Nebb, minn misskilningur eins og sjá má þegar fréttin er lesin.

Annars er ég á móti þjóðsöngvum.  En ég er líka á móti orðum og öðrum borgaralegum vegtyllum, á móti þjóðarrembingi og öllum nasjónalisma.  Gott ef ég er ekki á móti skátafélögum líka.  Sama máli gegnir um stúkur og leynifélög.  Ég er rakið fífl.

Leiðinlegt fyrir Spaugsstofuna þetta með óguðvorslandið, þeir hefðu getað bítlað´ann.

Þíjúgæs.

Úje


mbl.is Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir alltaf voða vænt um þjóðsönginn. Mér finnst verst hvað það er erfitt að syngja hann af því tónsviðið í honum er svo vítt. Alltaf þegar talað er um þjóðsönginn dettur mér reyndar í hug móment sem ég sé oft þegar PG syngur Ísland er land þitt. Fólk bregst við nánast eins og það sé að hlusta á þjóðsönginn. Oftar en ekki standa allir í salnum upp, kveikjarar fara á loft og fólk syngur með.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég vil nýjan þjóðsöng.

Edda Agnarsdóttir, 8.9.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Fyrir mér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei mér.............þetta er tóm snilld.....lesið 90 Davíðsálm...þjóðsönguriinn er talinn ortur út frá honum!! Elska svona rembing og þjóðarstolt og eina sameinaða þjóð undir Guði .... áfram stúkur og leynifélög, nasjónalismi, kapítalismi, komúnismi, anarkismi, sósíalismi, feminismi og bara allir ismar.....ég er með öllu og móti engu, ég er að reyna að vera öllum allt...og engum neitt......lengi lifi lýðveldið! Amen !

Sunna Dóra Möller, 8.9.2007 kl. 18:23

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mér finnst þjóðsöngurinn bara hátíðlegur og fínn. Og tilheyra jólunum einhvernvegin. Áramótunum kannski meira samt.

En samt ætti svona flottur söngur eins og Ísland er land þitt..eða eitthvað að vera þjóðsöngurinn. Eða bara Stál og hnífur með Bubba

Brynja Hjaltadóttir, 8.9.2007 kl. 19:16

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert svo öfugsnúin Jenný!! Held að Emma hafi slæm áhrif á þig:)

Auðvitað eigum við að eiga þjóðsöng! En ekki þennan! Getur ekki nokkur maður sungið hann skammlaust. Um að gera að þjóðsöngurinn sé aðgengilegur og fyrir alla 

Heiða B. Heiðars, 8.9.2007 kl. 19:38

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann er erfiður því er ég smmála en mér finnst hann fallegur þegar hann er vel sunginn ég er ekkert svo mikið á móti neinu í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 19:43

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er þetta sem ég elska.  Að vera öfugsnúin og fá skemmtilegar umræður.  Það er það æðislega við bloggið.  En ég er ekki að djóka þegar ég tala um að ég sé á móti öllum nasjónalisma, hann er jafn hættulegur og ofsatrú.  Þ.e. svo auðvelt að ganga of langt.

PG með Ísland er land þitt er flott.  Annars er ekki til það lag þar sem ég get sungið með skammlaust, nema hvað ég tek viðlagið í Apótek með KK og Magnúsi Eiríkssyni, nokkuð vel þó ég segi sjálf frá.  Sennilega vegna þess að pillualkinn hefur fundið sig svo mikið í textanum að söngröddin flippaði út.

Ísland úr NATO heri.. ó þorrí herinn er farinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 19:49

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bárður Heiðar, ég á skásyni sem myndu taka undir með lagavali þínu (smells like teen spirit) af miklum þunga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 19:50

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er reyndar alveg sammála þér með nasjónalismann og bókstafstrúna......en leynifélög og stúkur...hef það markmið í lífinu að komast að því hvað frímúarar gera bak við luktar dyr.....ég er of forvitin til að láta það óáreitt...

Sunna Dóra Möller, 8.9.2007 kl. 19:54

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég myndi gefa aleiguna Sunna Dóra (á reyndar ekki neitt nema bækur) til að komast að leyndardómum Frímúrarareglunnar.  En kommon við erum konur, ekki séns er það?

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 20:32

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Neibb...enginn séns...ég er alltaf að reyna að leika á pabba minn en hann er svo alvarlegur frímúrari að hann bara brosir og þegir þegar ég reyni að koma honum til að tala.....en ég skal...somewhere...someday.....(westside story sko)..!

Sunna Dóra Möller, 8.9.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2986883

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband