Föstudagur, 7. september 2007
MARGRAMANNASNÚRA
Þegar ég blogga um mína edrúmennsku þá kalla ég skriftirnar snúru. Edrúmennskan mín heitir s.s. snúra, þannig að það sé á hreinu hvað ég á við með hugtakinu. En mín snúra er ekki hér til umfjöllunar heldur allt það fólk, í baráttunni við sjúkdóminn alkahólisma, hvort sem áfengi eða vímuefni, eiga í hlut.
Sama hvort það rýkur, rúllar eða rennur, sagði ráðgjafinn minn á Vogi, sem er sérlega mætur maður og góður í sínu starfi. Ergo; það er í raun aukaatriði hvort fólk reykir dóp, tekur það í pillu-eða sprautuformi eða drekkur það. Afleiðingarnar eru alltaf skelfilegar fyrir alkahólista.
Samhjálp hefur haldið úti kaffihúsi sem mikið er sótt af utangarðsmönnum en einnig öðrum aðstöðulausum. Nú hefur henni verið lokað og ekkert húsnæði hefur fengist í staðinn. Mikil aukning hefur verið í aðsókn að kaffihúsinu (veitingastaðnum). Heimsóknir kvenna hafa t.d. aukist gífurlega.
Íslendingar byggja og byggja og stæra sig stöðugt af auðlegð sinni, bæði prívat og sem þjóð. Samt er það svo einkennilegt að þegar kemur að börnum, skólamálum, fjölskyldumálum almennt, sjúklingum og eldra fólki, svo ég tali nú ekki um þeim sem eiga við fíknisjúkdóma að stríða, þá verður þjóðarsálin nísk og allar opinberar hirslur skella í lás.
Mín ráðlegging til þeirra sem ráða er einföld. Hysjið upp um ykkur. Þessi litlu mál sem eru samt svo stór geta auðveldlega verið í lagi. Finnið húsnæði fyrir þessa bráðnauðsynlegu kaffistofu og það strax í gær, ef ekki fyrr.
Komasho.
ója
Kaffistofu Samhjálpar lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Snúra, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér með þetta og finnst svo einkennilegt hvað íslendingar stæra sig að því hversu vel við gerum fyrir þá sem eru minni máttar.
Auðvitað á að finna annað húsnæði í staðinn fyrir þessa kaffistofu, og hefði átt að gerast áður en þessari var lokað og húsið verði rifið.
Auðvitað á að vera búið að vinna í gæslumálum skólanna, hugsa betur um öryrkjana og ellilífeyrisþegana til að þeirra líf sé ekki á bláþræði og lífsgæðin engin. Þetta nær ekki nokkurri átt, því ekki má gleyma því að fólk sem lendir á ógæfubraut í lífinu á sér alveg viðreisnarvon samt, sérstaklega ef vel er hlúð að því og það kemst á rétt ról aftur.
Uss. Hvað er hægt að gera til að fá úr þessu bætt? Skora á stjórnvöld? Hefja söfnun? Bjóða fram sjálfboðaliðastarf?
Bjarndís Helena Mitchell, 7.9.2007 kl. 13:12
Góður pistill með svo sannarlega þarfri áminningu. Nískan birtist oft þar sem síst skyldi, þetta er eitt dæmið um það.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 13:43
Það er sárt að það sé verið að rífa gamla sunnudagaskólann minn, og seinna vann ég þarna á markaði fyrir Vogue í eitt skipti.
Krossum fingur og vonum það besta í áframhaldandi kaffhúsastarfi fyrir utangarðsfólk og fylgjumst með!
Edda Agnarsdóttir, 7.9.2007 kl. 14:02
Sæl Jenný og takk fyrir innlitið hjá mér í morgun Las bloggið hjá Jórunni Frímanns og hún hafði þetta að segja um kaffistofumálið www.jorunnfrimannsdottir.blog.is/ Þá er bara að vona að þau hjá velferðarsviði reyni nú að vera Samhjálp innan handar með nýtt og varanlegt húsnæði fyrir kaffistofuna.
Blómið, 7.9.2007 kl. 14:03
Jenný mín eins og venjulega er ég algjörlega 300% sammála þér. Afhverju geta þeir ekki haldið úti góðri þjónustu fyrir þessa bræður og systur okkar sem eru í vondum málum. Ég get orðið dáldið pirruð yfir því. Ég skora á Björgólf og aðra sem eru stundum að styrkja ´"góð málefni" þetta eru "góð málefni" þó svo fólkið sé drukkið, útdópað eða hvað sem er, fólk verður ekkert automatiskt vont þó svo það lendi út af beinu brautinni. Höldum áfram að blogga um þessi mál og halda mönnum vakandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 14:52
Heyrðu Jenný A.B. verð nú aðeins að sussa á þig og kerlingakórinn hérna, eða þannig!
Á nú allavega svolítið erfitt með að trúa á stuðningsfulltrúinn á vogi hafi sagt við þig að afleiðingarnar af vímuefna-, eiturlyfja og pilluneyslu, væru allar á einn veg NEMA EF MENN GÆTTU HÓFS!?
Það getur bara ekki verið að maður í hans stöðu hafi sagt þetta, vegna þess að þetta "Hóftal" er eitt af vþí sem SÁA hefur alltaf rækilega mótmælt!
En þetta er að sjálfsögðu alvarlegt mál með kaffistofuna og lausn á því verður að sja´lfsögðu að finnast sem fyrst!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.9.2007 kl. 15:48
Þetta er alveg rétt hjá þér og svo vil ég bæta við að ég dáist að þér fyrir dugnaðinn, kjarkinn og það hvað þú stendur þig ógeðslega vel á þinni snúru.
Steingerður Steinarsdóttir, 7.9.2007 kl. 16:18
Takk fyrir Magnús Geir, þetta sagði hann (ráðgjafinn) auðvitað ekki, þetta voru mín orð og ég skammast mín eiginlega fyrir þau, veit ekki hvað ég var að hugsa. Hugsa ekki í hófi um áfengi. Laga þetta. Takk kærlega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 16:26
Takk Steingerður fyrir þessi fallegu orð í minn garð.
Magnús Geir, mér varð svo mikið um yfir hófsemdinni að ég gleymdi að svar þér hérna. Hvaða andsk... kvenfyrirlitning er þetta í þér maður. "Heyrðu Jenný A.B. verð nú aðeins að sussa á þig og kerlingakórinn hérna, eða þannig! " Ég bið þig vinsamlegast að sýna kurteisi gagnvart mínum gestum hér inni og auðvitað mér í leiðinni. Frussssssssss
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 16:30
Argasta! Þetta er eins skítlegt og það getur orðið!!! Meiri djöfulsins rolugangurinn í þessu liði... rjúka til handa of fóta til dreifa almenningssalernum um miðbæinn og eyða í það milljónum á sama tíma og þetta er staðan hjá Samhjálp!
Og það er ekki eins og þetta sé að koma upp bara si sona.. búið að vera vitað í marga marga mánuði hvert stefndi.
Kaldranalegt helv... pakk... Og hana nú!
Heiða B. Heiðars, 7.9.2007 kl. 17:56
Margramannasnúra!! Hahahhaahah
Heiða B. Heiðars, 7.9.2007 kl. 17:56
Undarlegt. Sérstaklega eftir öll rökin fyrir heimilinu fræga á Njálsgötunni og um hversu mikilvægt það er að veita utangarðsmönnum skjólhús. Samt er ekki til peningur í Konukot eða kaffistofuna. Þetta lið dregur rök úr dimmri holu þegar á þarf að halda en þau eru gersamlega innihaldslaus, það er deginum ljósara! Arrrgh!
Laufey Ólafsdóttir, 7.9.2007 kl. 18:41
Svonasvona, skvaldrið og pilsaþyturinn var svo mikill, þegar ég kom inn úr dyrunum! En ég er dálítið stríðin, þú hefur nú smá orðið vör við það, en leyni á mér líka og hef til dæmis nokkuð vit á áfengismálum og það frá ýmsum hliðum! Og já, meðan ég man, hnepptu nú betur að þér efstu þremur hnöppunum á blússunni, útsýnið alltaf merkilega mikið þegar ég rek inn nefið!?
Magnús Geir Guðmundsson, 7.9.2007 kl. 20:29
Magnús Geir, hneppa hnöppum á blússunni minni? Ertu í lagi? Þetta er í fyrsta skipti á minni ævi sem ég telst til glyðrulegu deildarinnar í klæðaburði. Úr hvaða klaustri kemur þú?
Omg Heiða, þeir eru farnir að leita hjá borginni sögðu þeir í fréttum í kvöld.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 20:47
Eru þeir farnir að leita? Þeir eru búnir að hafa TVÖ ár.... og ég tek undir með þér Jenný þegar þú slærð á puttana á honum Magnúsi Geir... ps. það eru samkomur hjá Samhjálp á fimmtudagskvöldum! Allir velkomnir
Guðni Már Henningsson, 7.9.2007 kl. 23:24
Munkaþverár auðvitað, veistu í hvaða fagra firði það er?Var nú bara að benda á blússuna fyrir siðasakir, ert annars með drifhvíta og slétta bringu, hefur bara ekkert hrukkast frá því þú faldir hana undir lopapeysunni á Zeppelintónleikunum forðum!
Guðni minn Már, það þýðir nú lítið að slá á mína þriggja tommu sveru stálfingur, nema að Jenfobeibí eigi exi og notaðiblaðið til verksins!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.