Leita í fréttum mbl.is

SNÚRA

50

Í gærkvöldi varð mér illa við.  Í sakleysi mínu fór ég inn í skáp heima hjá mér, sem átti að vera tómur og ætlaði að láta þar inn hluti.  Tek fram að þarna hef ég ekki komið síðan ég kom úr meðferð í fyrra.  Ég opnaði skápinn þann arna og þar var troðfullur poki af umbúðum utan af síðasta fylleríi Jennýjar Önnu Baldursdóttur.  Þetta veit ég vegna þess að pokinn var úr ríkinu og miðinn var í.  Hann var dagsettur þ. 4. ágúst í fyrra.  Mér kom svo sem ekki á óvart að ég ætti eftir að ganga fram á "sönnunargögn" sjálfri mér til handa, þar sem ég hef allt s.l. ár verið að finna bjórdósir og rauðvínsflöskur, þar og hér, á ólíklegustu stöðum.  En ég viðurkenni að mér brá í gær.  Á móti mér kom súr rauðvíns- og bjórlykt og ég kastaðist til baka í tíma, þegar ég sat og reyndi mitt besta til að drekka mig í hel.  Núna hef ég jafnað mig og er nokkuð glöð með atburðinn, þar sem hann er alveg gríðarlega góð áminning um hvaðan ég kem.  Allavega ákvað ég að blogga um hann, þar sem ég er svo opin, frjáls og utanáliggjandi í mínu edrú lífi.

Skammturinn þetta kvöldið hefur samkvæmt innihaldi pokans verið:

8. bjórdósir (stórar)

2 rauðvínsflöskur

Og auðvitað eitthvað af pillum fyrir svefninn. 

Og ég er á lífi.

Ég er farin að hallast að því að ég sé heppin kona.

Æmsóberandhappý.

Ójá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sóberandhappýandwonderfulperson - smjúts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Anna mín, you´re not so bad your self

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Það er gott að vera soberandhappyperson...segi það bara með þér.

Bjarndís Helena Mitchell, 6.9.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Þröstur Unnar

prufaðu að blanda við þessa lykt, rakspíra, ilvatns og svitalykt.

Það er lyktin á veitingahúsunum í dag. Held ég hafi ekki lyst.

Úps mikið af yppsilonum........

Þröstur Unnar, 6.9.2007 kl. 23:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Oj Þröstur, þetta var alveg NÓGU slæmt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 23:13

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kommenta hér með á allar færslur dagsins hjá þér sem ég var að lesa núna fyrst. Vinna, gestir og vinna hafa tafið mig frá þér og öllum hinum, elskið mitt. Verð óhemjudugleg að lesa og kommenta alla helgina hjá öllum! Góða nótt, beibí!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.9.2007 kl. 23:27

7 identicon

Uss nú þarf ég að fá mér rauðvín.

Nei grín,  gott hjá þér Jenný mín, þú stendur þig vel.  happy sobering .  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 00:17

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðrún, ég má fíflast með edrúmennskuna, enginn annarskammastínaddna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 00:27

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Í guðanna bænum komdu útúr skápnum

Brynja Hjaltadóttir, 7.9.2007 kl. 00:27

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er komin, heilu og höldnu Brynja mín en vó hvað ég lykta

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 00:28

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 7.9.2007 kl. 00:29

12 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þú ert sannarlega heppin kona  Til hamingju með það

Kjartan Pálmarsson, 7.9.2007 kl. 00:30

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég vissi að álfurinn myndi koma sér vel í dag elskuleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 00:33

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb, Ásthildur, álfurinn reddar þessu.

Takk Kjartan og Jóna einn flautandi farin til þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 00:41

15 Smámynd: Karl Tómasson

Móðir, kona, Amma, systir, feministi sem stendur sig vel. Til hamingju með það mín kæra.

Vi-græn það er aukaatriði en samt.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 7.9.2007 kl. 01:13

16 Smámynd: Sunna Dóra Möller

 ...þetta er stuðningsbros og ...þetta er bros fyrir baráttuandann sem að þú hefur til að sigra vínandann.......og þetta er góðan daginn brosið!!

Sunna Dóra Möller, 7.9.2007 kl. 07:56

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 08:13

18 Smámynd: Blómið

Já þú ert lánsöm að losna út úr þessum ósköpum   Til hamingju með það og gangi þér vel

Blómið, 7.9.2007 kl. 08:29

19 identicon

skaammmast mín óggisslega Jenfó. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 08:33

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðrún mín, ég elska þig óggisslega og hér er ALDREI bannað að fíflast

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 08:55

21 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

  gangi þér vel sóberandhappý...... þú ert flott fyrirmynd fyrir svo marga marga......

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.9.2007 kl. 09:26

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk þið öll elskurnar.  Það gefur mér mikið að fá jákvæð viðbrögð úr baráttunni (gleðikall).

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 09:27

23 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

þú ert ekki smá dugleg :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.9.2007 kl. 09:32

24 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Næsta verkefni er að opna alla skápa og skúffur Jennsla mín og sortera allt gamalt í burtu og gefa eða henda eftir þörfum því sem á ekki lengur heima hjá þér. Þá losnar þú væntanlega við alla svona laumugesti á einu bretti og býrð til pláss fyrir allt það góða sem streymir nú í líf þitt í gegnum edrúmennskuna. Hugsaðu þér að opna skápa og finna bara yndilsegar bækur, svarta kjóla og milljón pör af skóm. Dót barnabarnanna og fartölvur troðfullar af moggabloggi??? Ég meinaða.. Knús!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 09:34

25 Smámynd: halkatla

þú ert bara rosalega sterk og dugleg

I´m a fan

halkatla, 7.9.2007 kl. 09:37

26 Smámynd: Ásgerður

Þú ert alveg frábær, óska þér áframhaldandi happýsóberframtíðar

Ásgerður , 7.9.2007 kl. 09:46

27 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hetjuprik fyrir hinn vægðarlausa heiðarleika og svarthúmorsblönduna :)

Birgitta Jónsdóttir, 7.9.2007 kl. 09:54

28 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Jenný mín þú varst dugleg  og sterk. Mér þykir væntu þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.9.2007 kl. 10:03

29 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Frábært að heyra þetta....gangi þér allt í haginn...

Guðni Már Henningsson, 7.9.2007 kl. 10:09

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega enn og aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 10:16

31 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Heppin heppin heppin Jenný mín! Gleymdu samt ekki hvað við hin erum heppin að hafa þig allsgáða
 

Laufey Ólafsdóttir, 7.9.2007 kl. 12:04

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey, hahahaha, ef ég hefði verið menice to sociaty undir áhrifum hefði þetta geta mistúlkast.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 12:15

33 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til lukku með þessa frábærlegaskemmtileguogskynsömu ákvörðun þegar þú ákvaðst að hætta að drekka.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 12:17

34 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Haha Jenný! Meinti það ekki þannig! ...í alvöru sko!

Laufey Ólafsdóttir, 7.9.2007 kl. 18:43

35 Smámynd: arg

.

arg, 7.9.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband