Leita í fréttum mbl.is

KVENNABYLTINGIN Í 101

Mér stórbrá þegar ég las frétt á Mbl.is áðan sem fjallar um þá umsækjendur sem sóttu um prestsembætti við Dómkirkjuna.  Af sjö umsækjendum voru 6 konur.  Það er ábyggilega eitthvað sem ekki gerist reglulega hjá þeirri karllægu stofnun sem þjóðkirkjan er.

Ég er ekki í þjóðkirkjunni, er ein af þeim sem sagði mig úr henni í beinni á blogginu fyrr á árinu. Það var eftir kirkjuþingið margfræga þar semtekin var ákvörðun um að samkynhneigðir væru ekki Guði jafn þóknanlegir og aðrir.  Þá langaði mig ekki að vera með lengur, enda trúarlegt viðrini í þjóðkirkjulegum skilningi.

Mér er nokk sama, þannig hver messar í Dómkanum, en samt ekki alveg.  Ég er að orna mér við tilhugsunina um að ef fleiri konur komast að þá breytist kannski hið innsnjóaða viðhorf þessarar ríkisstofnunar sem þjóðkirkjan er.

Þess vegna fylgist ég með.

My own personal Jesus!

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tjéllingar rokka jenný, rokka feitt..mar, úje

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og biskupinn ítrekaði það í fréttum í dag, að honum fyndist að prestum bæri enginn skylda til að gifta homma.  Sama umburðarlyndið á þeim bænum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 16:34

3 Smámynd: Blómið

Já ég held að Þjóðkirkjan verði nú að skoða sinn gang.  Var að lesa það í Fjarðarpósti Hafnfirðinga að aldrei hafi fleiri börn óskað eftir fermingarfræðslu í Fríkirkjunni heldur en nú.

Blómið, 6.9.2007 kl. 16:34

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það væri þokkalegt stelpur ef biskupinn væri að tala fyrir munn Guðs sem við vitum auðvitað að hann gerir ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 16:41

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrir hönd Guðs meina ég! ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 16:42

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ef að það verður kvenprestur valinn í Dómkirkjuna...vitiði til að þá er eitt karlavígið fallið....og sjá....næst fáum við kvenbiskup og þá tek ég gleði mína á ný....ekki fyrr!!

Sunna Dóra Möller, 6.9.2007 kl. 16:46

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála síðasta ræðumanni.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.9.2007 kl. 17:14

8 Smámynd: Ragnheiður

Hver starfar sem prestur finnst mér dálítið aukaatriði, hvert okkar hefur sinn persónulega skilning á Guði og prestur segir manni ekki hvernig manns eiginn Guð á að vera.

Ragnheiður , 6.9.2007 kl. 18:48

9 Smámynd: halkatla

það er mjög spennandi að fylgjast með því sem þú gerir næst í trúarbragðamálum Jenný, amk finnst mér það

miklu meira fútt í því heldur en að spá í hver verður ráðinn í þetta "blessaða"  embætti

Annars vil ég sjá Sunnu Dóru sem biskup, ekki kannski alveg strax (leyfum henni að klára guðfræðina og svo prestinn), en bara einhverntímann í framtíðinni

halkatla, 6.9.2007 kl. 19:48

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil ekki fokka þér upp tilfinningalega eða trúarlega AK, þú verður að fá að jafna þig á milli trúarbragðablogga en vertu viss, það á eftir að koma eitthvað mergjað bráðum.

Sunna Dóra for president, vei.. ve  ó þorrí, reyni aftur: Sunna Dóra for bishop, Úje vei, vei, vei.  Loksins biskup sem hefur LEYFI til að ganga í kjól. Omæómæ!

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 19:59

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég fer bara alveg framhjá yfir þessu öllu saman........og verð bara eins og fegurðadrottningarnar og brosi í gegnum tárin og segi að mig dreymi bara um world pís....og hneigi mig alveg niður í gólf....þið eruð nú alveg að bjarga deginum hjá mér núna ! þeinks görls...

Sunna Dóra Möller, 6.9.2007 kl. 20:15

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

P.s. annars held ég nú að það séu einhverjir hér á moggablogginu sem að vilja frekar að ég fari til langtíburtistan en að vinna í kirkjunni....!

Sunna Dóra Möller, 6.9.2007 kl. 20:17

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já SD sumir vilja suma úr landi, það er alveg áreiðanlegt

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 23:51

14 Smámynd: Jens Guð

  Þess verður nokkuð langt að bíða að biskoppur landsins verði kvenkyns.  Hinsvegar hef ég tekið eftir því að umsækjendur um brauð eru æ oftar að uppistöðu til konur.  Það segir þó ekki alla söguna.  Sumar þessara kvenna sækja um aftur og aftur án árangurs. 

Jens Guð, 7.9.2007 kl. 07:54

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér sammála Jens.  Auðvitað er enginn björn unninn þarna, og sem betur fer eru stelpurnar úthaldsgóðar í baráttunni.  Þær eiga á brattann að sækja eins og samkynhneigðir hjá þessari "mætu" stofnun en fá 10 fyrir viðleitni.  Ég er svo fegin að þetta liggur mér ekki nærri hjarta (þe þjóðkirkjan).  Á líka eiginmann í Ásatrúarfélaginu og sú trú meikar sens fyrir mér, amk er hún ekki mjög trúboðskennd.

og að lokum....Biskoppur orð aldarinnar í þessu samhengi. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.