Leita í fréttum mbl.is

BLOGGNEFNDIN AFHJÚPUÐ

Bloggarafegurðarsamkeppni Mannlífs hefur farið fram.  Ekki einn kjaftur af Moggabloggi nær á bestalistann.  En nánast allir VONDU bloggararnir (ef ekki bara allir, eru héðan).  Hver á aftur Mannlíf? Æi það skiptir ekki máli. 

Álitsgjafar Mannlífs voru: Andrés Jónsson framkvæmdastjóri, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur, Bolli Thoroddsen verkfræðinemi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksamb. Ísl., Helga Vala Helgadóttir lögfræðinemi.

Ég skúbbaði þessu frá henni Gurrí vinkonu minni (www.gurrihar.blog.is), af því mig langar að dreifa fagnaðarefninu víðar.

A.m.k. tveir álitsgjafar eru Moggabloggarar. Hm..

Hverjum dettur í hug að setja hana Katrínu Önnu og Sóleyju Tómasar á vondubloggalistann?  Er þá verið að dæma efnistökin eða hvað?  Konurnar eru afskaplega vel ritfærar báðar tvær.

Annars er þessi mergjaði listi inni hjá Gurrí börnin góð.  Þið kíkið þangað.

Ég elska lista.

Töffgæsdóntkræ.

Úje

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm var einmitt að lesa færsluna hennar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 11:36

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, fróðlegt fyrir nýliða eins og mig. Hef ekki myndað mér skoðun og kýs því að halda mér utan við umræðuna...en takk fyrir mig

Bjarndís Helena Mitchell, 6.9.2007 kl. 11:40

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo sem ekki að efna til neinnar umræðu.  Finnast svona listar alltaf hæpnir, þe hversu markverðir þeir geta talist.  Þetta er eiginlega meira grín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 11:46

4 identicon

Mér finnst það geðveikt fyndið að Mengella sé titluð besti bloggarinn. Hvað með alla þá sem hafa eitthvað að segja ??

Nei ég segi bara svona ... DARAREIIIII

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eftir hverju fer valið........?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 12:53

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Smekk nefndarinnar væntalega Hrönn mín góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 12:54

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Guðrún B, Mengella er snilld. Stingur á öllum kýlum, maður orgar iðulega af hlátri yfir íróníunni hjá honum. Og ótrúlega góður penni.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 12:58

8 identicon

Ekki skil ég svona listasamkomu, hver er vinsælastur o.s.frv. minnir á fegurðarsamkeppnir. Hver og einn er öðruvísi en hinn, skil ekki mælistikuna, sýnist vera farið eftir geðþóttaákvörðun viðkomandi nefndar.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 17:12

9 identicon

Katrín Anna og Sóley hafa ekkert að gera á listanum yfir 10 verstu. Það loðir einhver gamaldags karlremba við þennan Mannlífs lista, þó að hann sé valinn bæði af konum og körlum. Til dæmis eru afar fáar konur á listanum yfir bestu bloggarana og engin ofarlega (Mengella er ekki kona).

svala (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.