Leita í fréttum mbl.is

SUNNUDAGSHEIMSÓKN

1

..hér var hluti af fjölskyldunni í heimsókn í dag.  Oliver og Jenný Una léku sér vel saman og þegar Oliver var farinn í matarboð til afa síns, steinsofanaði Jenný og svaf í heila tvo tíma - á versta tíma.  Hm.. nú er frökenin vöknuð, eiturhress og endurnærð og hefur haft mikið að spjalla um.

Dæmi:

 Bróður minn, í bumbunni á mömmu hann kann ekki tala en hann getur talað sænsku - allan daginn. (Gasp)

Ég ætla að kaupa bláa systur og hún má ekki týnast í herbergi mín. (Ég eitt spurningamerki)

Ég get ekki brotið puttan mín, en putti getur losnað (vá, alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt)

Amma við kaupum grænan Birdí sem  má ekki fljúga út um gluggann.  Bara bláan má það.

Ég ætla að fara út að vinna í nóttinni.  Það er ekki skemmtilett.

Og að lokum þegar amman ætlaði að knúsa hana þá sagði sú stutta: Amma hættu fikta í mér, érað hussa.

Okok, ég læt hana í friði.

 Ég er auðvitað í trylltu krúttukasti.  Það bætir upp skelfingarástandið sem ég er í vegna þess að á morgun fer Oliver og fjölskylda aftur til London.

Oliver söng "Falling down", ABCD, Allir krakkar, bað Einar að "dansa" á gítarinn og fleira og fleira þar líka.  Ég þarf að fara að ganga um með diktafón.  Gullkornin hrynja af vörum barnanna. 

2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þau eru greinilega one of a kind eins og amma þeirra. Þú ert rík kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Maður getur auðvitað ekki hussað þegar amma er að kássast í manni. Svo er Einar svo góður í að dansa á gítarinn. Allt mjög eðlilegt að mínu mati . Jedúddamía hvað þessi börn eru mikil krútt.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Krúttukast alveg í takt

Laufey Ólafsdóttir, 2.9.2007 kl. 22:34

4 identicon

Ég er í alvarlegu krúttkasti hérna norðan heiða. "Amma hættu fikta í mér, érað hussa."  Veitti ekki af svona skemmtilegri lesinginu - takk   - er búin að vera í hundleiðinlegu starfi við uppsetningu á tölvu fyrir þá yngri - ekki það skemmtilegasta fyrir óþolinmóða, bráðláta konu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 22:52

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fallegt

Edda Agnarsdóttir, 2.9.2007 kl. 23:13

6 Smámynd: Ólöf Anna

Æðislegt um að gera taka þetta upp eða skrifa niður. Voða gaman (neyðarlegt) seinna meir fyrir þau að sjá þetta. Litli bróðir minn var svo heppin að pabbi eignaðist video kameru rétt áður en hann fæddist og eru þess vegna líf hans frá fæðingu fram til 6 ára aldurs vel skrásett. Það er æði að eiga þetta og verður pottþétt notað við hátíðleg tilfelli seinna meir honum til heiðurs

Ólöf Anna , 2.9.2007 kl. 23:30

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, það er um að gera að njóta þess meðan börnin eru lítil - ekki síst ömmubörnin, því þessi tími sem þau eru börn er svo ótrúlega fljótur að líða. Og tíminn líður hraðar eftir því sem maður eldist ... úff ... mér finnst það a.m.k.  - litli ömmustrákurinn minn sem fæddist "í gær" er orðinn TVEGGJA ÁRA. Það er ótrúlegt. Ég ætla sko að njóta þess að vera "Oððí amma" og "amma Oððinna" (hvort nafnið sem verður nú ofan á fyrir rest, því hann notar bæði)

Njóttu þess í botn. Enda eru þau ótrúlega SÆT, sé ég á myndunum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.9.2007 kl. 23:45

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

OOOOO, ekki gera mér þetta, ég fer að gera kröfur til unglinganna að koma með barnabarn handa mér hið snarasta!!! Þessi 6 ára má alveg vera það áfram bara, set stopp á tímann með hann! Þvílík krútt!!

Bjarndís Helena Mitchell, 3.9.2007 kl. 00:00

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Dúllurnar sem þú átt ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.9.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.