Sunnudagur, 2. september 2007
EIGINMANNSRAUNIR
Ég var að lesa einhverstaðar, að giftir karlar væru lélegri í húsverkunum en þeir sem væru í sambúð. Þetta er niðurstaða stórrar rannsóknar sem gerð var í USA. Það er oft verið að rannsaka hluti sem þegar eru fyrirliggjandi. Það hefði verið nóg fyrir þessa Dúdda í Ameríkunni að hringja nokkur símtöl og fá úr þessu skorið.
Ég hefði getað sagt þessu fólki heilmargt. Á minni löngu æfi hef ég átt þrjá eiginmenn (já þeir eru allir lifandi, ekki hugsa ljótt á sunnudögum), ég veit að það er slatti af húsböndum, en hvað get ég gert, ég ER guðsgjöf til mannkyns og hef reynt að deila mér eins vel og ég hef vit til.
Blekið var ekki þornað á vígsluvottorðunum þegar mínir menn fengu tuskuofnæmi. Þeir fóru að taka á sig allverulegan sveig fram hjá þvottavélum, ryksugum, hreingerningarefnum og skrúbbum. Þegar taka átt íbúðir í gegn þurftu þeir allir að skreppa út í sjoppu og komu rétt mátulega til baka, til að geta farið út með ruslið.
Ef ég hefði hinsvegar ekki verið svona fyrirsjáanlega borgaraleg í hegðun og verið í óvígðri sambúð (bara tilhugsunin fær mig til að roðna) í staðinn fyrir að hlaupa eins og hauslaus hæna upp að altarinu í hvert skipti sem hillti undir samruna, þá væru þessir menn allir með hússtjórnarpróf upp á vasann.
Úr hússtjórnarskóla Jennýjar Önnu Baldursdóttur.
Og ég væri þá sennilega ekki að ljúga ykkur full hérna á sunnudagsmorgni þegar ég með réttu á að liggja á bæn og biðja um fyrirgefningu syndanna.
Svona getur kona verið vond.
Sunnudagur til syndar og svefnleysis.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986832
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góð að venju.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 09:57
Satt segirðu með rannsóknirnar....merkilegur fjandi að þurfa að rannsaka vísindalega það sem er augljóst. Mátt setja mitt númer á listann. Geta hringt í mig til að fá samanburðarniðurstöður. Er með eintak sem gerir heimilisstörf og straujar skyrtur. Fer aldrei út í sjoppu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 10:03
Einmitt, eins og það þurfi að rannsaka svona augljósa hluti, greinilega fullt af eiginmönnum í USA sem vilja frekar vinna yfirvinnu við rannsóknir heldur en að fara heim og hjálpa konunni. Flestur finnst nú að þegar búið sé að ganga upp að altarinu þá geti þeir tekið upp líf hins einstæða karls, það er bara í tilhugalífinu á meðan þeir eru að landa marhnútnum sem þeir sýna sparihliðarnar. Reyndar hef ég átt 3 eins og þú, syndugri konur vart hægt að finna en okkur, og hafa þeir sem betur fer hlýtt mér að mestu leyti, semsagt þá leyfði ég þeim ekki að taka of mikinn þátt í þessu, vildi ráða þessu sjálf.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 11:15
hehe
Mér þætti reyndar gaman að vita hvort hafi verið tekið tillit til aldursdreifingar gifts fólks versus fólks í sambúð í þessari rannsókn. Einhvern veginn segir mér eitthvað að fólk sem er í sambúð sé almennt frekar yngra og karlar sem taka lítinn þátt í heimilisverkum séu frekar eldri og líklegri til að vera giftir.
(minn kall (sem ég er NB gift) er MIKLU duglegri í heimilisstörfum en ég :D )
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.9.2007 kl. 11:32
Minn karl er duglegur að taka til og þrífa. Hann hefur alltaf verið þannig. En svo hefur það frekar aukist en hitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2007 kl. 11:50
Ja minn karl getur aldeilis verið duglegur að þrífa
Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2007 kl. 12:00
LOL. lovjú asninn þinn
Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 12:59
.....mátt stinga mínu númeri að þeim, þegar þeir hringja í þig. Get sagt þeim ýmislegt, m.a. um fjáraustur í heimskulegar rannsóknir!!!
knús á þig
Hrönn Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 13:48
Híhí! Skál í botn! ...þetta með sunnudaginn þeas, hef auðvitað ekki hundsvit á hinu! Er alræmdur einleikari
Laufey Ólafsdóttir, 2.9.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.